Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 4
Frábœr tilfinning Þjóðviljinn kynnir sér seglbretti og dýptina ÍEIIiðavatni! Hrafnkell átti ekki í miklum vandræðum og kvartaði helst undan logni! nú verið að breytast, en þó er enn langt í land. Spuming um jafnvœgi Seglbrettaskólinn Snar er með aðstöðu við Elliða- og Hafravatn. Hann er í tengslum við heildverslunina Gullborg sem flytur inn seglbretti. Við ræddum þar við Hrafnkel Sigtryggsson, en hann er einn af kennurum í skóla- num. Þar kennir hann mönnum undirstöðuatriði og allt er við- kemur seglbrettum. Hvað er aðalstriðið í þessari íþrótt? Þetta er aðallega spurning um jafnvægi og að spila á vatn og vind. Þetta er ekkert ósvipað því að hjóla. Þú þarft að ná tökum á því, svo kemur hitt af sjálfu sér. En þetta tekur að vísu mun lengri tíma og er líklega nokkuð erfið- ara. Seglbretti er í okkar augum lík- lega frekar tengt sólarströndum Spánar en kaldri Nauthólsvík- inni. En allir íslendingar virðast ekki vera á þeirri skoðun, a.m.k. ekki þeir sem nýlega stofnuðu Seglbrettasamband Islands. Seglbrettaíþróttin er tiltölu- lega ný bóla á íslandi. Þeir sem kynntust íþróttinni á suðrænum sólarströndum hafa orðið svo sjúkir að þeir hafa tekið sportið með sér heim. Líkt og allir hug- sjónamenn láta þeir ekki veður og vinda hafa áhrif á sig. Hvað tekur það mann langan tfma að læra á svona tæki? Það er mjög misjafnt. Við erum með 10 tíma námskeið og eftir það er menn slarkfærir í þessu. Það er þó misjafnt. Sumir læra þetta strax í fyrstu tímum, en aðrir eru lengur að ná tökum á þessu. Hvernig fer námskeiðið fram? Áfullriferðeinsog ekkertværiein- faldara. Nú fyrir stuttu var stofnað Seglbrettasamband íslands. Samtökin eiga að vinna að hags- munum félagsmanna og standa fyrir því að skipuleggja mót. Þetta hófst með því að tveimur mönnum í Kaliforníu datt í hug að setja segl á brimbretti. Það var ekki að spyrja að því, enn eitt æðið greip um sig og nú er þetta mjög vinsæl íþrótt víðsvegar um heiminn. En það var ekki fyrr en 1983 að þetta hófst á íslandi. Þá kom hingað maður að nafni Rudi Knapp, frá Austurríki. Hann kenndi á skíði á veturna og fannst vanta einhverja íþrótt á sumrin sem byggðist upp á svipaðri tækni og skíðaíþróttin. Hann fór því .að kenna mönnum á seglbretti. Upphaflega var kennslan í Nauthólsvík og engin aðstaða fyrir þátttakendur. Þetta hefur 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.