Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 14
Fegurð landsbyggðarinnar Mikil þökk er okkur íslending- um forsjóninni að hafa valið okk- ur þetta land sem í raun er hin metafýsíska orðabókarútskýring þess orðs. ísland er algjört „land“. Og það byggjum við, eyþjóðin, sem talar minnsta mál í heimi og hefur með sér þjóðfélag sem er ekki annað en lítið smíð- amódel af hinum stóru sveinsstykkjum útí heimi, nokk- uð sem gerir okkur svo sveigjan- lega í hinum ýmsu hag- og heilbrigðistilraunum. En verði maður nú ein- hverntíma á sinni íslensku ævi snarlega leiður á þessari eilífu módelsmíð samlanda sinna og því lególandi sem kubbsleg höfuð- borgin er, hefur forsjónin búið svo í haginn að alltaf er okkur mögulegur flóttinn til „landsins", út á „land“. „Landið“ er okkar eilífi sálusorgari, syndakvittari og skriftafaðir. Það er, auk þess að vera sjálft upphaf allrar okkar ógæfu, ein stór endalaus „hugg- un“, hverrar á náðir hafa leitað flestöll okkar skáld og listamenn. Veraldarvonsviknir hafa þeir unnvörpum snúið baki við sam- löndum sínum og snúið sér að landinu einvörðungu og óskiptir. Þeir flýja borgarskollann og fjöl- miðlaskottuna og reisa sér orð- HALLGRÍMUR HELGASON MYNDLISTAMAÐUR SKRIFAR helda kastala úti fyrir borgar- mörkunum. Það er því að öllu þessu frágengnu skiljanlegt að meirihluti íslenskrar listar fjalli um fjöll og læki. Og nú bregður maður sér sjálf- ur í fótanudd feðranna og flytur sig á milli langferðabifreiða norður í land þar sem íshafsþok- an og rás tvö eru einráðar. Rún- aðir bílstjórafingur fá daglangt að handlanga striga og liti á meðan útlenskar úlfaldalestirnar bíða með sína sveitó bakpoka og hár- bönd á hinum ýmsu sjoppu- hlöðum landsbyggðarinnar. Það verður manni beinlínis erfitt að beita ekki sínum snefilslega list- amannshroka á þessi puttalöngu Iopadýr og miðevrópsku fjalla- minka sem á móti stara vinarlegir á jakkaföt og frakka. En þeir eru jú komnir til að leita hinnar stóru „huggunar" líka og í raun ein- beittari í þeirri ætlun sinni, snert- ing þeirra er nánari en mín sem aðeins er í gegnum bílrúðuna og að lokum innan við stofuglugg- ann með þorpssýn og allarhita-, hljóð- og sjóngræjur í gangi. Þeg- ar Dietrich rennir niður jöklatj- aldinu sínu í kvöld munu kveða honum kvöldbænir sínar í stóísk- um dúett þau dögg og spói um leið og urrar mig í svefninn ítal- skur ísskápur. Það er því sem margan hefur grunað að útlend- ingar elska ísland meir en sjálfir íslendingarnir sem ólumst upp á meðal stofublómanna og notum ekki ull í annað en einangrun húsa. En þó svo að ísland sé nú á dögum aðeins séð með augum farþegans og eyrum útvarpshlust- andans er fegurð þess jöfn sem fyrr og sísláandi. En þetta er, við nánari umhugsun, sérstæð fegurð og mjög „basic“ á berangri sín- um. Því í raun er ekkert „á“ þessu landi, það er alveg tómt, enda- laust grjót og mosi. Fegurð ís- lands felst í nekt þess og er því etv. kynferðisleg í eðli sínu. Og um þetta strjálbýla og kynferðis- lega land dreifir sér kynþjóðin sem er eins og sköpuð af því, með sín löngu mannanöfn sem virðast gerð til að ná á milli staða á með- alstóru landakorti. Andlit þess- ara nafna eru almenn og hrein, en þó hálf sviplaus og tómleg rétt eins og landslagið, það er ekkert í þeim eða á þeim; hún er löng og tilbreytingalaus leiðin frá nefi útað eyrum, frá fossi og niður í fjöru. Og sé útí neðri sálmana farið umgangast menn þessa „fegurð“ eins og landið. Þegar þjóðin er nakin er hún alveg alls- nakin á sinni beinhvítu húð og hárlausum leggjum; efast ég um að nokkur þjóð sé með öllu ber- ari en við íslendingar. Rétt eins og landið sjálft. Og þessa nekt sína umgöngumst við eins og ver- ið sé á útreið um héruð landsins. Það eru vissir „staðir“ sem eru viðurkenndir sem fallegir og spennandi en á milli þeirra aðeins mislangar og leiðinlegar leiðir. íslendingar eyða ekki tímanum í hægan og næman upphitunarbíl- túr í rúminu. Þeir vilja „fá hana strax“ eða „drífa sig austur fyrir fjall“. Og þar er síðan hamast í sundlaug og tívolí þar til menn eru orðnir ánægðir með „túrinn". En þegar ég, að loknum þess- um mannfræðilega útúrdúr, er þar kominn ferðalaginu að rútan rennur niður í Skagafjörð er hins- vegar ekki mikil kynmörk á landinu að sjá. Skýin hanga í pilsfaldi fjallanna og tillar grað- hestanna lafa langir niður á milli þúfnanna. Það er lafandi logn og ekki einu sinni gredda í loftinu til að stugga við óslegnum stráunum á bökkum Hríseyjarkvíslar. En bílstjórinn er lúmskur tenór og hummar af sér póstpokana á hlaðinu við Hótel Varmahlíð. Farþegarnir eru húsmæður ann- ars hvers bæjar við veginn útá Krók og þegar „rútukálfurinn“ stoppar, koma hundar og heimalningar á móti þeim upp afleggjarann, en börnin eru ekki eins fljót að hlaupa, sönglandi hið frábæra lag Skriðjökla „Mamma tekur slátur“. Hér er landsbyggðin lifandi komin, hér er hin sanna fegurð íslands. En ekki sú impótenta öræfadýrkun sem áðurnefndir útlendingar stunda. Sé landið kexkaka er hið bundna slitlag með strandlengju þess súkkulaðihúðin sem maður nagar eins og barn en skilur óbyggðirnar eftir. Einmitt þess vegna er Hofsós eins og hugur manns með frysti- húsin sín og félagsheimili, skráar- götum og stórisum að óg- leymdum hinum geómetrísku göflum. Friedland stendur á hverri bjöllu og jogging-galli hangir við hvert hús. Á sviðinu í Höfðaborg raða sér sautján pott- ablóm en í salnum rýkur manni til heiðurs af þremur fiskibollum á diski og dúkuðu borði. Seinna þegar íbúamir rýna í bláa stafi á 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN rúnuðum skermi verma eldrauðir bræður þeirra skýjasettið yfir Tindastól, en aðeins í nokkrar mínútur, eins og í auglýsingahléi, því akkúrat í þann mund er sólin að setjast á bakvið Kaupfélagið. Og einmitt þá er striginn orðinn það strekktur að maður neyðist til að byrja á nýjum stíl. Stíl sem virðist harður, hundsa öll fram- angreind áhrif. Ég býð góða nótt. Hofsósi 3. júlí 1987 Hallgrímur Helgason m BORGARSPÍTALINN ff| Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast við dagdeild geðdeildar Borgarspítalans. Starfsreynsla æskileg. Upplýs- ingar gefur Hulda Guðmundsdóttir yfirfélags- ráðgjafi í síma 13744. Umsóknum skal skilað til yfirlæknis geðdeildar Borgarspítalans. Lausar kennarastöður Lausar eru enn nokkrar kennarastöður við Grunnskóla Vopnafjarðar næstkomandi skólaár. Meðal kennslugreina eru raungreinar, íþróttir og almenn kennsla. Húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur í boði. Nánari upplýsingar veittar hjá skólastjóra í síma 97-3218 eða formanni skólanefndar í síma 97- 3275. Skólanefnd. ] Fós fólk fjarc mer arfu Haf FéU 1 Fóstrur Ow trur og/eða annað uppeldismenntað starfs- óskast til starfa á dagvistarheimilum Hafnar- )ar. Upplýsingar um störfin veita forstöðu- m dagvistarheimila Hafnarfjarðar og dagvist- lltrúi í síma 53444 á Félagsmálastofnun narfjarðar. agsmálastjóri 1 Stat er la dag stof Félí r L- Forstöðumaður ba forstöðumanns á leikskólanum Arnarbergi ius til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir vistarfulltrúi í síma 53444 á Félagsmála- nun Hafnarfjarðar. igsmálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.