Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 11
Flakkað á
milli tveggja
ólíkra heima
Þjóðviljinn rœðir við
Tansaníufarana
Engilbert
Guðmundsson og
Ingunni Jónasdóttur.
Þróunarstarff
samvinnufélagi í
mesta
kaffirœktarhéraði
landsins, barátta við
veldi
œttarsamfélagsins,
lífið f bœnum Bukoba
á bökkum
Viktoríuvatns, 100
kílómetrum sunnan
miðbaugs
Bestu og skemmtilegustu ár
ævi minnar. Mér hefur hvergi
liðið eins vel, segir Engilbert
Guðmundsson hagfræðingur
um tveggja ára dvöl í bænum
Bukoba á bökkum Viktoríu-
vatns, 100 kílómetrum sunn-
an miðbaugs. Ævintýraleg-
ustu og lærdómsríkustu ár
mín, segir Ingunn Jónasdóttir
kennari um Tansaníudvöl
þeirra hjóna, en ekki beinlínis
þau skemmtilegustu. Ertu að
segja það satt Berti, að þér
hafiþótt þettasvona
skemmtilegt? bætir hún við
með vantrú í svipnum. Engil-
bert lætur vantrú konu sinnar
sig enguskiptaog heldurfast
við fyrrgreindan framburð.
Þau hafa sumsé ekki í einu og
öllu sömu sögu að segja af
Tansaníudvöl sinni, enda um
ólíka persónuleika að ræða. En
þau eru þó sammála um að þau
hefðu ekki fyrir nokkra muni vilj-
að missa af þessum árum og hafa
ákveðið að fara aftur utan í haust
til að upplifa Afríku í eitt ár enn.
Ferðinni er að vísu ekki heitið til
Bukoba í þetta sinn, heldur til
bæjarins Moshi við rætur Kilim-
anjaro, þar sem Engilbert mun
taka þátt { skipulagningu stjórn-
unarfræðslu fyrir samvinnu-
hreyfínguna í Tansaníu.
Þegar þau fóru utan árið 1985
rak hvort tveggja þau af stað,
ævintýraþrá og áhugi Engilberts
á þróunarstarfi. Nú tveimur árum
síðar eru þau reynslunni rfkari og
hafa enn fleiri ástæður til utanfar-
ar.
Þróunarhagfrœði
og hermennska
„Við höfðum lengi látið okkur
dreyma um að fara til Afríku og
taka þátt í þróunarstarfi,“ segir
Engilbert þegar Þjóðviljinn hefur
tekið hús á fjölskyldunni á Akra-
nesi og spurt um aðdragandann
að Afríkuförinni.
„Ég sérhæfði mig raunar í þró-
unarhagfræði í námi og get því
sagt að mér hafi verið líkt innan-
brjósts og bandaríska dátanum
suður á Velli, sem sagði í ágætri
heimildamynd um daginn að
honum leiddist hálfþartinn að fá
ekki að spreyta sig í alvöru stríði
eftir áralanga hermannsþjálfun.
Þama fæ ég alltént að spreyta mig
á því sem ég nam til, þróunarað-
stoð.
Við vorum reyndar að því
komin að fara utan árið 1983, en
vegna fjölgunar í fjölskyldunni
og ýmissa starfa hér heima varð
ekki úr því að sinni. En árið 1985
létum við verða af þessu. Ég sótti
þá um starf við samnorrænt verk-
efni, sem er fjármagnað af
Norðurlöndunum sameiginlega,
en framkvæmdin er í höndum
danska utanríkisráðuneytisins.“
Losaralegt skipulag
„Starfið felst í aðstoð við sam-
vinnufélag í héraði, þar sem um
hálf önnur milljón manna býr, en
Bukoba er höfuðstaður þessa
héraðs með 20 þúsund íbúa.
Þama er mesta kaffiræktarhérað
íTansaníu. Þettaer bændasamfé-
lag og fbúamir lifa fyrst og fremst
á ræktun banana, sem er höfuð-
fæða þeirra, og kaffirækt, sem er
aðalútflutningsvara Tansaníu.
Þetta er eitt elsta þróunarverk-
efnið í Tansaníu. Það hófst sem
aðstoð samvinnuhreyfinganna á
Norðurlöndum við samvinnu-
hreyfinguna í Tansaníu og hefur
verið í gangi í um 20 ár. Það felst
annars vegar í því að ráðgjafar
eru sendir til starfa, en hins vegar
í því að senda vörubíla til kaffi-
flutninga.
Mitt starf fólst í stjórnunarráð-
gjöf en mestur tíminn fór þó í að
leiðbeina við skipulagningu kaffi-
flutninganna, sem var og er mjög
laus í reipunum. Kaffibændur í
héraðinu em 60-70 þúsund tals-
ins, flestir eru smábændur og
hafa aðeins litla skika til ræktun-
ar, en nokkrir hafa yfir talsvert
miklu Iandi að ráða. Samvinnufé-
lagið sér um að kaupa kaffið af
bændum, koma því að hluta til
vinnslu og á markað til útflutn-
ings. Þarna er önnur tveggja
verksmiðja í Afríku sem fram-
leiðir skyndikaffi, en mestur hluti
kaffisins fer út óunninn. Þetta er
talsvert umfangsmikill rekstur og
er ársveltan um það bil 40
milljónir dollara á ári.“
Varðhundar
markaðarins
„Það er stundum talað um að
Sambandið sé sterkt þjóðfélags-
afl, bæði efnahagslega og póli-
tískt, og það er ekki nema satt og
rétt. Áhrif SÍS á íslenskt samfélag
eru hins vegar smámunir í saman-
burði við áhrif samvinnu-
hreyfingarinnar í Tansaníu, enda
er hreyfingin ein af fjórum meg-
instofnunum Flokksins, Flokks
byltingarinnar, sem er einn um
hituna í landinu. Hinar þrjár eru
verkalýðshreyfingin, kvenna-
hreyfingin og ungliðahreyfingin.
Ríkisstjórn landsins er svo nokk-
urs konar framkvæmdaaðili fyrir
flokkinn.
En þrátt fyrir að samvinnu-
hreyfingin sé nánast allt í öllu f
atvinnulífi landsins, er alltaf til
staðar ákveðin togstreita milli
hinna formlegu ákvarðana, sem
teknar eru í samvinnufélaginu,
og hinna óformlegu ákvarðana
sem ættarsamfélagið tekur.
Ættarsamfélagið er enn geysi-
lega sterkt í Tansaníu og það ger-
ir ýmsar kröfur til starfsmanna
okícar sem þeir geta ekki vikist
undan. Þeirra forgangsskyldur
eru við fjölskylduna og þorpið.
Látist t.d. einhver, verður ekki
hjá því komist að taka vörubíl
samvinnufélagsins og aka með lík
hins látna heim í þorp, jafnvel
þótt heill farmur af kaffi liggi
undir skemmdum á meðan.
Þarna rekast hagsmunir ættar-
samfélagsins og markaðssamfé-
lagsins á og við gegnum öðrum
þræði hlutverki varðhunda mark-
aðarins gagnvart ættarsamfélag-
inu.
Tansanía er komin með annan
Engilbert og Hildigunnur. Sú stutta átti svo auðvelt með að aðlagast lífi barnanna í Bukoba, að áður en langt um leið var
hún farin að kalla Mzungu, Mzungu (hvítur maður) að pabba slnum með hinum krökkunum. Mynd gg.
Ingunn og Sólrún. Konumar f Bukoba leituðu til Ingunnar með hvers kyns vandamál og tóku hana í karlmanna tölu. „Ég
fór til Bukoba með þvl hugarfari að kynnast lífinu þama, ekki síst lífi kvennanna, en auðvitað getur maður ekki orðið eins
og ein af þeim. Ekki síst vegna þeirrar forréttindastöðu sem maður nýtur þarna sem hvítur maður-“ Mynd gg.
fótinn inn í það senrvið köllum
nútímann og það er orðið of seint
að spyrja um afdrif ættarsamfé-
lagsins. Það verður að víkja.
Kaffiútflutningurinn hefur tengt
Tansaníu við heimsmarkaðinn,
þeir eiga allt sitt undir kaffinu og
það verður að komast á markað
með góðu eða illu. En það þarf að
mínu mati tvær kynslóðir enn til
að draga verulega úr valdi ættar-
samfélagsins.“
Dýrt að vera fótœkur
„Við þurfum að sækja kaffið
frá um 250 stöðum í héraðinu og
vegalengdir eru miklar, allt að
400 kílómetrum. Það segir þó
ekki alla söguna, því vegimir á
þessu svæði em oft á tíðum hreint
ævintýralegir og það getur tekið
allt að viku að sækja eitt bflhlass
af kaffi. Bflarnir sitja oft fastir í
for tímum saman og stundum
skolast vegirnir hreinlega í burtu.
Tansanía er fátækt land og á
því sannast oft hið fornkveðna að
það er dýrt að vera fátækur.
Skortur á ýmsum rekstrarvömm,
dieselolíu, smurolíu, dekkjum og
varahlutum, er algengur og þess
eru dæmi að flutningar liggi niðri
dögum saman vegna þess.
Af þessum sökum er langtíma-
skipulagning að hætti Evrópu-
manna yfirleitt út í hött í þessu
starfi og að því leyti eru íslend-
ingar oft betur til þessa starfs
fallnir en margir aðrir. fslending-
ar eru reddarar og vanir því að
hlutimir gangi ekki eins og til var
ætlast í upphafi. Þess vegna varð
mér oft hugsað til Hvítanes-
manna okkar Skagamanna í
þessu starfi. Þeir væm þarna á
heimavelli, menn sem falla ekki
saman þótt þá vanti drifskaft eða
eitthvað þess háttar. Þeir redda
bara hlutunum og halda áfram að
vinna.
Auðvitað sat ég oft ráðalaus og
klóraði mér í hausnum yfir þessu
öllu saman, en ég varð þó oft
minna hissa en Skandinavarnir,
sem fómuðu iðulega höndum
þegar á bjátaði.
En þetta sem ég hef verið að
segja þér er nú þegar öllu er á
botninn hvolft ástæðan fyrir því
að Tansanía er kölluð þróunar-
land og þess vegna vomm við
þama suður frá.“
Smónarhlutur
íslendinga
„Þróunaraðstoð iðnríkja við
ríki þriðja heimsins er í mínum
augum sjálfsagður hlutur og
raunar nauðsynleg til þess að
forða Afríku frá efnahagslegu
hmni. Það má hins vegar deila
um í hverjuþessiaðstoð á að fel -
ast. í þessu starfi sem ég var í em
vörubflamir mikilvægastir. Án
þeirra yrði ekkert kaffi flutt.
Ég hef hins vegar ákveðnar
efasemdir um réttmæti þess að
leggja svo mikla áherslu á að
senda mannskap þarna suður
eftir. Það er dýrt að senda menn
eins og mig með fjölskyldu til
Tansaníu, en árangurinn af starfi
okkar er ekki í samræmi við það,
þótt ég vilji ekki gera lítið úr
starfinu. Maður verður bara að
sætta sig við að maður gerir ekki
kraftaverk þótt maður feginn
vildi. Þetta er sem sagt ekki hin
fullkomna þróunaraðstoð, enda
er vandséð hvernig hún getur
orðið fullkomin.
Annars þurfa íslendingar í
raun og veru ekki að velta því
fyrir sér hvernig þróunaraðstoð
kemur best að gagni, því hlutur
okkar er svo smánarlega lítill að
það er hlegið að okkur um allan
heim. Við verðum að leita allt til
Tyrklands til þess að finna sam-
jöfnuð og er Tyrkland þó sjálft
hálfgert þróunarland,“ segir
Engilbert.
Ingunn í
karlmanna tölu
Nóg um þróunaraðstoð. En
skyldi Ingunn ekki hafa haft
neinar efasemdir um ágæti þess
að flytja búferlum til bakka Vikt-
oríuvatns?
„Þegar ég hugsa til baka á ég
reyndar erfitt með að skilja
hvemig mér gat dottið í hug að
gera þetta og hefði trúlega hvergi
farið hefði ég vitað hvað beið
mín,“ segir Ingunn og brosir að
tilhugsuninni.
„Þegar ég var á leið til Bukoba
heyrði ég á tal tveggja manna sem
voru að ræða um ástand raf-
magnsmála í bænum. Þeir höfðu
stór orð og fögur um að nú væri
svo komið að rafmagn væri í bæn-
um heila fjóra tíma á dag, tvo á
morgnana og tvo á kvöldin. Þetta
þótti þeim aldeilis frábært. Þegar
ég heyrði þetta læddust óneitan-
lega að mér vissar efasemdir og
mér leist satt að segja ekkert á
blikuna.
En áður en við lögðum í þetta
var ég aldrei í vafa um að við
værum að gera rétt. Ég hafði
raunverulega mannað mig upp í
þetta.
Ég fór til Bukoba með því hug-
arfari að kynnast fólkinu á staðn-
um, einkum konunum. Og ég
kynntist vissulega fjölda fólks og
eignaðist ágætar vinkonur. En ég
gat auðvitað aldrei orðið eins og
ein af þeim. í fyrsta lagi vegna
þeirrar fjárhagsstöðu sem ég og
aðrir hvítir menn búum við, og í
öðru lagi vegna hörundslitarins,
þótt hann skipti minna máli.
Ég varð fljótlega nokkurs kon-
ar félagsráðgjafi nágrannakvenn-
anna og þær virtust halda að ég
ætti ráð við nánast öllu. Þær
leituðu til mín með hvers kyns
vandamál, jafnvel sjúkdóma,
sem ég hafði auðvitað mun minna
vit á en þær. Og þeim þótti alveg
undravert þegar ég dró fram
plástra og ýmis konar lyf sem ég
átti.
Þær tóku mig líka fljótt í karl-
manna tölu, ekki síst vegna þess
að ég hafði yfir bfl að ráða og ók
um allt á honum. Þeim þótti ekki
við hæfi að ég sinnti störfum á
sama hátt og þær og hlupu iðu-
lega til og vildu hjálpa mér þegar
ég tók til hendinni.“
Konurnar vinnudýr
Staða Bukobakvenna hiýtur að
vera all frábrugðin því sem þú átt
að venjast hér heima?
„Það er óhætt að segja það.
Afrískar konur eru vinnudýr og
sinna flestum líkamlegum störf-
um. Þær sjá um heimilið og vinna
á akrinum og það er ekki óal-
gengt að sjá kasólétta konu með
barn á bakinu vinna á akrinum á
meðan karlinn stendur álengdar
og fylgist með. Það eru gerðar
geysilegar kröfur til þeirra hvað
vinnu snertir.“
„Hins vegar,“ skýtur Engilbert
inn í, „sjá karlamir um að koma
kaffinu á markað og það eru þeir
sem sitja í stjóm samvinnufélags-
ins.
En karlarnir á þessu svæði hafa
yfirleitt lítið að gera, þeir hafa
ekkert hlutverk. Það gerir það
m.a. að verkum að drykkjuvand-
amálið er karlavandamál. Og það
er reyndar ein aðaltekjulind
kvennanna að brugga bjór til að
selja þyrstum körlunum. Þannig
ná þær líka að vissu leyti til baka
arðinum af framleiðslunni.
Það dettur engum í hug að gera
athugasemd við þetta fyrirkomu-
lag. Flokkurinn starfrækir að vísu
kvennahreyfingu, en umræða um
kvennabaráttu er ekki komin á
það stig að hún skipti máli þarna.
Samskipti kynjanna eru líka
með allt öðrum hætti þar en hér.
Hjónabönd verða t.d. ekki til
með þeirri úllen dúllen doff að-
ferð sem hér er mest notuð, það
er hver hittir hvern á balli. Þama
verða hjónabönd til af hag-
kvæmnisástæðum og það er sjálf-
sagt ekki verri aðferð en hver
önnur. Fjölkvæni er þama al-
gengt þótt stór hluti íbúanna sé
kristinn. Þeir taka einfaldlega
það besta úr kenningum trúboð-
anna og kasta hinu.“
Hvít forréttindastétt
Þú minntist á fjárhagsstöðu
hvítra manna, Ingunn. Mynda
hvítir menn ef til vill sérstaka
forréttindastétt?
„Það búa 30-40 hvítir menn í
Bukoba og lífskjör þeirra eru allt
önnur en innfæddra. Hús okkar
eru t.d. hallir á við kofa þeirra
innfæddu. Kjör flestra hvítu
mannanna em svipuð og þeirra
ríkustu á meðal heimamanna.
Ég átti dálítið erfitt með að
venjast þeirri forréttindastöðu
sem við nutum þarna. Þótt þarna
líði fólk almennt ekki hungur, er
eymdin talsverð og ég hafði alltaf
svolítið samviskubit yfir því að
geta ekki orðið að meira gagni en
ég gerði. Þessi sérstaða okkar
gerði það líka að verkum að við
áttum erfiðara með að nálgast þá
innfæddu en ella og það er alltaf
ákveðin hætta á að maður sækist
of mikið eftir samneyti við hina
hvítu.
En okkur var almennt vel
tekið, þótt nokkrar undantekn-
ingar hafi verið á því. Það eru
vitaskuld til svartir kynþáttahat-
arar rétt eins og hvítir og það ætti
engan að undra þótt þeir líti okk-
ur þennan hvíta forréttindahóp
homauga.
Viðhorf Tansaníumanna gagn-
vart hvítum mönnum er þó al-
mennt talið jákvæðara en ann-
arra þjóða Afríku. Það helgast
fyrst og fremst af því að
Tansaníumenn kynntust hörm-
ungum nýlendutímans ekki með
sama hætti og aðrar Afríkuþjóð-
ir.
Annars em auðvitað til hvítir
menn sem njóta sérréttinda sinna
til fulls, á meðan samviskan nag-
ar aðra.“
Mzungu, Mzungu!
En hvemig féll fjölskyldan þá
inn í lífsmynstur þeirra Bukoba-
búa?
„Það gekk mjög misjafnlega,“
heldur Ingunn áfram. „Hildi-
gunnur, sem var ekki nema
tveggja ára þegar við fómm út,
aðlagaðist lífi krakkanna í þorp-
inu fljótt og vel. Hún fór strax að
taka þátt í leikjum krakkanna og
komst fljótt upp á lag með málið,
bæði ríkismálið Swahili og stað-
armállýskuna. Hún aðlagaðist
jafnvel svo vel að hún var farin að
kalla Mzungu, Mzungu á eftir
pabba sínum með hinum krökk-
unum, en krakkarnir kalla þetta
til hvítra manna þegar þeir sjá þá.
Það tók Sólrúni, sem er 10 ára,
mun lengri tíma að ná áttum, en
Jónas, 13 ára, átti greiðari að-
gang að sfnum jafnöldrum. Hann
var svo vel stæður að eiga alvöra
fótbolta og kynntist þeim
innfæddu vel í gegnum sparkið.
Annars sparka þeir yfirleitt kók-
oshnetum á milli sín.
En það er auðvitað engin leið
fyrir okkur að verða hluti af þessu
samfélagi. Til þess er það of ólíkt
okkar, siðirnir eru gjörólíkir,
málið og menningin. Við
reyndum öll að aðlagast eftir
bestu getu, en það gekk svona
upp og ofan.
Mannlífið í Bukoba er gjöró-
líkt neysluþjóðfélaginu íslenska.
Öfgamar eru miklar á báða bóga.
Lífskjör Bukobabúa em auðvit-
að allt önnur en okkar og þeir eru
alveg lausir við streituna okkar.
Þarna er allt miklu afslappaðra
og mannleg samskipti byggjast á
notalegu og vingjarnlegu við-
móti.
Ég er þessi stressaða íslenska
týpa og það háði mér að vissu
marki. Ég gerði í því að halda í
lífsmáta okkar hér heima og ná-
grannakonurnar gerðu óspart
grín að mér með öll mín
rafmagnstæki í húsi, þar sem raf-
magn var að fá aðeins fjóra tíma á
dag.
Innfæddir em geysilega ró-
legir, jafnvel svo að mér þótti nóg
um. Þeir fresta öllu til morguns
sem mögulega má fresta, nema
þegar þeir þurfa á sjúkrahús eða í
jarðarför. Það þolir enga bið.
Það kveður jafnvel svo rammt að
þessari rósemi þeirra að það er til
vandræða í atvinnulífinu.
Berti féll miklu betur að þeirra
lífsmynstri vegna þess hve ró-
legur hann er,“ segir Ingunn.
Lœtiní mama
„Ríkasti þátturinn í fari heima-
manna er vingjarnleiki og gleði,“
Tveir ólíkir heimar
Hvað skilur þessi tveggja ára
dvöl eftir sig? Hvemig þótti ykk-
ur t.d. að koma heim til íslands
að nýju?
„Auðvitað hefur þetta mikil
áhrif á mann og fær mann til þess
að sjá ýmislegt í öðm ljósi en
áður,“ heldur Ingunn áfram.
„En fyrir mér em þetta tveir
heimar, svo ólíkir að þeir hafa
ekki bein áhrif á líf mitt í hvomm
um sig. Þegar ég kom aftur til
íslands fannst mér að ég hefði les-
ið um Bukoba í skáldsögu.
Við vomm ekki fyrr komin til
íslands en við vorum farin að
hugsa um hvemig við vomm
klædd og krakkarnir, sem höfðu
ekki séð sjónvarp í tvö ár, tóku
allt í einu upp á því að grátbiðja
um afmglara.
íslenska neyslukapphlaupið er
ævintýri út af fyrir sig og það vora
auðvitað viðbrigði í fyrstu að
koma heim, en mér fannst það
indælt.“
Það er auðheyrt þrátt fyrir allt
að þetta hefur átt vel við ykkur.
Þið emð kannski strax farin að
hlakka til að komast út á ný?
Engilbert verður fyrri til að
játa því og tekur til við að lýsa
dásemdum Afríku: „Ég tek
auðvitað undir að það var gott að
koma heim um stundarsakir. En
þrátt fyrir að þarna sé eymd á
okkar mælikvarða og gnótt vand-
amála, hlakka ég verulega til að
komast út aftur.
Persónulega hefði ég vel getað
hugsað mér að eyða ævinni í
Bukoba. Ég þreytist seint á að
lýsa því hvað það er dásamlegt að
sitja fyrir framan húsið okkar þar
með kaffi og bók og horfa öðra
hverju fyrir Viktoríuvatn.
Einstök náttúmfegurð og
óviðjafnanlegt veðurfar gera það
að verkum að þarna er
sannkölluð paradís á jörðu.
Þama er aldrei of heitt og aldrei
of kalt og ég, sem er fræg kulda-
skræfa, get auðvitað ekki hugsað
mér það betra.
En ég er ekki einráður í þessu
og það er auðvitað ekki hollt fyrir
krakkana að alast upp sem áhorf-
endur að þjóðfélagi."
Ingunn tekur ekki eins djúpt í
árinni og Engilbert, enda hefur
hún aðra reynslu en hann. Vegna
starfsins þurfti hann að ferðast
talsvert mikið og það olli því að
Ingunn var löngum ein með
krakkana. „Ég neita því ekki að
mér leiddist stundum hroðalega,
en ég hlakka engu að síður til
þessa viðbótarárs við rætur Kil-
imanjaro,“ sagði Ingunn.
-gg
bætir Engilbert við. „Það heyrir
til undantekninga að þeir reiðist
og ég þekkti t.d. aðeins einn
innfæddan sem öskraði á með-
bræður sína. Sá var háttsettur í
samvinnufélaginu og hefur ef-
laust lært þetta af hvítum. En það
þýðir ekkert að æsa sig eða öskra.
Maður kemst ekkert áfram með
slíku háttalagi.
Ingunn fékk að kenna á þessu
eitt sinn þegar pakka, sem okkur
var ætlaður, var stolið af pósthús-
inu. Hún brást auðvitað hin
versta við og cskraði á þá á póst-
húsinu, en um leið og hún fór að
haga sér þannig var hún orðin
vandamálið en ekki þjófnaður-
inn. Þeir skildu bara ekkert í
þessum látum í konunni, eða
mama eins og þeir nefna konur.“
„Berti lenti ekki ( svona
löguðu, en hann komst aldrei upp
á lag með að heilsa þeim,“ svarar
Ingunn fyrir sig. „Þegar
innfæddir hittast upphefst löng
serfmónía, sem felst í því að báðir
aðilar spyrja ítarlega frétta af hag
og heilsu ættingja hvors annars.
Þetta getur tekið langan tíma,
jafnvel þótt viðkomandi hafi hist
síðast daginn áður.
Þeim þótti Berti heldur stuttur
í spuna og þurrkuntulegur þar
sem hann tók ekki þátt í þessum
athöfnum með þeim, þótt hann
hafi komist vel af við þá að öðm
leyti.“
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. júlí 1987
Sunnudagur 12. júlf 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11