Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 5
Áður en haldið er út á vatnið er brettið sett á „hermi" sem líkir eftir hreyfingum vatnsins. Við byrjum á því að sýna fólki brettið og kenna því hvað hlutirn- ir á því heita og kennum því að setja það saman. Því næst setjum við brettið á hermi sem líkir eftir hreyfingum hafsins. Þar finnur fólk nokkurnveginn fyrir því hvernig brettið lætur í vatni. Svo er bara farið út á vatn og við reynum að leiðbeina fólki, en fólk lærir þetta líka af æfingunni. Er þetta ekki fokdýrt sport? Stofnkostnaðurinn er nokkuð hár. Líklega ekki hægt að fá bretti, þurrbúning og segl fyrir undir 45.000 kr. nýtt. Svo er hægt að fara uppí 200.000 með toppg- ræjum. Svo er hægt að fá þetta ódýrara notað. En eftir að maður er búinn að kaupa þetta, þá er kostnaðurinn ekki svo mikill. Engin leið að hœtta! Er mikill áhugi á þessari íþrótt hér á landi? Já, það eru mjög margir sem hafa áhuga og þegar menn hafa einu sinni fengið bakteríuna, þá er engin leið að hætta. Þegar menn hafa náð því sem kallað er „plan“, þ.e. þegar aðeins aftasti hluti brettisins snertir vatnið, þá er mótstaða mjög lítil og hægt að ná miklum hraða og þá verður ekki aftur snúið og menn fá bakt- eríuna. Flestir hafa kynnst þessu í útlöndum og þegar þeir hafa komið heim vilja þeir halda áfram, en það hefur ekki verið svo gott. Hvernig er með aðstæður fyrir seglbrettamenn? Það er nú varla hægt að tala um nokkra aðstöðu. Við vorum í Nauthólsvík, en það er nú ekki mjög snyrtilegt þar. Nú erum við að mestu komnir á Elliðavatn og Hafravatn. Svo er hægt að vera á Rauðavatni og víðar. En við höf- um enga alvöru aðstöðu, höfum verið nægjusamir. Ekki hœttulaust Er þetta ekkert hættulegt? Þetta er ekki hættulaust, en samt er margt hættulegra. Maður getur komið í veg fyrir hlutina með góðum undirbúning. Vera í góðum galla og með vesti og að sjálfsögðu ekki fara út á vatn í óhagstæðu veðri. Það getur t.d. verið hættlegt að fara út á vatn ef vindur er af landi. Þá getur mann rekið út á opið haf. Svo getur maður alltaf lent í ein- hverjum svaðilförum. Við vorum td. einu sinni í Skerjafirðinum og ég var á litlu bretti. Svo brotnaði ugginn af hjá mér og mig rak stjórnlaust. Og einmitt á sama tíma rákust tveir saman, þannig að enginn tók eftir mér og ég kominn á fulla ferð út á Álftanes! En það bjargaðist og ég komst á land hjá flugvellinum. En flestir sem hafa reynslu vita hvernig á að bregðast við. Of mikið logn Er þetta keppnisíþrótt? Þetta er vissulega keppnisí- þrótt, en við höfum þó ekki náð að keppa neitt að ráði. Það er búið að skipuleggja nokkur mót og til þess að geta keppt þurfum við a.m.k. þrjú vindstig. Það hef- ur bara oftast verið logn þegar við ætlum að keppa. En hvað fær maður útur þessu? „Kikkið“ er að fara á fullri ferð um vatnið. Láta stjórnast af vind- inum og leika sér að náttúrunni. Það er frábær tilfinning og nokk- uð sem allir ættu að reyna. Á kafi í Elliðavatni Eftir að hafa rætt við Hrafnkel fannst mér rétt að reyna þetta sjálfur svo ég hefði einhverja reynslu af þessu. Hrafnkell leiddi mig í allan sannleikann um brettið og eftir að hafa staðið smástund á herminum taldi ég mig færan í flestan sjó, a.m.k. Elliðavatnið. En ég komst snemma að raun um það að þetta er enginn hægð- arleikur. Helv... seglið var alltaf að þvælast fyrir mér og oftar en ekki dró það mig í kaf og á bakk- anum sat vatnshræddur ljós- myndarinn skellihlæjandi og myndaði ófarir mínar í gríð og erg. En smátt og smátt tókst mér að ná betri tökum og undir leið- sögn Hrafnkels komst ég fyrstu metrana. Þá skildi ég hvað hann átti við þegar hann talaði um til- finninguna að láta vindinn ráða ferðinni. En mér tókst þó ekki að halda mér lengur á ferð en nokkr- ar sekúndur í senn. Eftir þessa ferð veit ég vissu- lega margt um seglbretti og myndi jafnvel telja mig nokkuð fróðan um þau mál. En ég fékk einnig svar við annarri spurningu sem ég hafði lengi verið að velta fyrir mér: Hvernig Elliðavatnið er á bragðið! -Ibe Texti: Logi Bergmann Eiðsson Myndir: Einar Ólason Sunnudagur 12. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5 Hrífurnar svífa Það er merkilegt að í þeirri einu grein frjálsra íþrótta sem íslendingar eiga afreksmenn á heimsmælikvarða eru tveir til alls líklegir. Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Ein- arsson eru báðir komnir framarlega á heimslistann í spjótkasti - Einar bætti ís- landsmetið í 82,10 metra um síðustu helgi og Sigurður kastaðiífyrstaskipti yfir 80 metrana á miðvikudagskvöld- ið. Stórmótin vinnast á 82-84 metrum allajafna þannig að ekki er víst að við þurfum að bíða lengi eftir enn betri fregnum af þeim félögum, sem báðir eru greini- lega búnir að ná góðum tökum á nýja spjótinu. Til að íþróttagrein nái veru- legum vinsældum þurfa að vera til afreksmenn sem ná langt og vekja athygli. Einar og Sigurður eru fyrirmyndir margra ung- menna í dag og nú í vikunni fylgd- ist ég einmitt með skemmtilegum tilþrifum krakka í unglingavinnu sem dunduðu sér við að kasta hrífum, með fagmannlegum spjótkaststilburðum, á meðan enginn verkstjóri var nálægur! Það voru reyndar fleiri ljósir punktar í frjálsum íþróttum í vik- unni, Erlingur Jóhannsson sló ís- landsmetið í 400 m hlaupi á Bislet-leikunum í Osló og kvennalandsliðið í sjöþraut varð ekki í neðsta sæti C-riðils Evr- ópukeppninnar í Madríd. Ég nefndi stórmálið í hand- knattleiknum í síðasta íþrótta- spegli, brottvísun íslands úr heimsmeistarakeppni stúlkna 20 ára og yngri. Það furðulega hefur gerst að fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert sinnt málinu í vikunni, að- eins Ríkisútvarpið og Þjóðviljinn fjölluðu um það á frumstigum þess. Hér er fjölmörgum spurn- ingum ósvarað - afhverju þessi þögn og áhugaleysi? Héðinn Gilsson, Hafnfirðing- urinn hávaxni og efnilegi, hefur hafnað tilboði frá sjálfum meist- urum Vestur-Þýskalands í hand- knattleik, Tusem Essen. Yfirveg- uð afstaða hjá þessum 19 ára gamla pilti, hann ætlar greinilega ekki að flana að neinu og FH- ingar njóta krafta hans áfram næsta vetur. Héðinn á framtíðina fyrir sér og fær eflaust fleiri slík tækifæri þegar fram líða stundir. Spennan helst í 1. deildinni í knattspyrnu eftir jafntefli Vals og KR á mánudagskvöldið. Miðað við toppleik og þá taugaspennu sem því fylgir var leikurinn skemmtilegur og jákvæður fyrir íslenska knattspyrnu. Hvorugt liðið sætti sig virkilega við jafn- tefli og þess vegna ríkti raf- mögnuð spenna allan tímann. Þriggja stiga reglan stendur fyrir sínu, liðin átta sig á því að jafn- tefli er lítill ávinningur. Vals- menn virkuðu heilsteyptari og líklegri meistaraefni, KR-ingar eru með reynsluminna lið, en þeir hafa ekki verið sterkari í tvo áratugi. Annars mega bæði þessi lið líta um öxl og hafa góðar gæt- ur á meisturum Fram sem eru greinilega að sækja sig eftir slaka byrjun. Víkjum aðeins að þeim sem sjaldan eru í fréttum nema þegar þeir gera eitthvað af sér. Dómar- ar eru vinsæll skotspónn leik- manna og áhorfenda og Þorvarð- ur Björnsson fékk ýmislegt að heyra á leik Vals og KR. Hann dæmdi leikinn samt nokkuð vel og hafði góða stjórn á honum. En þetta var hans fyrsti leikur síðan hann dæmdi 3. deildarleik 20. júní. Dómarar þurfa á leikæfingu að halda, ekki síður en leikmenn, Héðinn Gilsson - hafnaði tilboði frá sjálfum Þýskalandsmeisturunum í handbolta! Sigurður Einarsson - kastaði í fyrsta skipti yfir 80 metra með nýja spjótinu og er til alls líklegur. Einar Vilhjálmsson - óvanalegt að íslendingar eigi tvo keppnismenn í sömu grein á heimsmælikvarða! og því skýtur skökku við að þetta langt skuli líða á milli leikja hjá þeim. Þorvarður sagði mér ein- mitt þann 20. júní að hann væri fylgjandi því að A-dómurum yrði fækkað úr 15 í 10 og þetta sjón- armið á vaxandi fylgi að fagna. Sex 1. deildarleikir á ári er of lítið fyrir A-dómara, sérstaklega þeg- ar þeir fá lítið af verkefnum í neðri deildunum í millitíðinni. Með fækkun myndi samkeppnin milli dómara aukast og þeir sem virkilega hafa metnað og áhuga á því að standa sig fengju tækifæri til að bæta við sig og taka fram- förum. Önnur tíðindi úr knattspyrn- unni voru þau helst að FH vann loksins leik í 1. deild og er ekki í alveg jafn vonlausri stöðu og áður. En fallstimpillinn er á FH og Víði þessa stundina og bæði eiga erfið verkefni fyrir höndum. f Mjólkurbikarnum vekur helst athygli góð frammistaða liðanna af Norðurlandi sem nú eru þrjú í 8-liða úrslitum. Þau hafa sjaldan náð að setja svip sinn á bikar- keppnina en kannski verður nú loks breyting á því. Sjálfir bikar- meistararnir, Skagamenn, eru fallnir og það á heimavelli, og því ljóst að nýtt lið hampar hinum glæsilega Mjólkurbikar í haust. Heppnin var ekki með Fram, Val og ÍA þegar dregið var til 1. umferðar Evrópumótanna á fimmtudaginn. Oll fengu þau miðlungssterka andstæðinga sem þau eiga litla möguleika á að slá út, en trekkja tæplega að sér mik- inn fjöida áhorfenda. Það eru ekki alltaf jólin og Juventus! Körfuknattleikssambandið er að vandræðast með fjölda liða í úrvalsdeildinni næsta vetur eftir brotthvarf Framara. Níu lið höfðu verið ákveðin, nú er rætt um hvort þau eigi að vera átta. KKÍ ætti að fara að dæmi KSf og HSÍ og festa töluna við tíu, en ekki vera að velta því fram og til baka hvort frambærileg lið séu sjö, átta eða níu. Fram hefur komið að Breiðablik hafi lítinn áhuga á að leika í úrvalsdeild þótt það standi til boða - félag sem sýnir slíkt metnaðarleysi ætti þá bara að einbeita sér að því að taka þátt í firmakeppni. Tíu lið þýðir 18 leikir og síðan úrslita- keppni fjögurra efstu. Færri mega leikir varla vera á sex mán- aða leiktímabili. Þó staðan í dag sé sú að tíunda lið úrvalsdeildar eigi kannski lítið erindi í hana má ekki einblína á það heldur þróun- ina næstu ár. Með eðlilegum færslum tveggja liða í senn milli deilda ætti að vera hægt að stuðla að aukinni breidd í íslenskum körfuknattleik - ekki er vanþörf á því. Landsmót UMFÍ stendur nú yfir á Húsavík. Mótið hefur verið fært í nútímalegra horf en áður var, flestir hafa tekið því með fögnuði en eldri ungmennafé- lagar láta í ljós efasemdir. Reynslan af þessu móti verður að leiða í ljós hvort stökkið hafi ver- ið of stórt, eða hvort hér sé fund- ið framtíðarfyrirkomulag. Kostir og gallar verða metnir í mótslok en gestir Húsvíkinga hafa líklega flestir um annað að hugsa. ÍÞRÓTTASPEGILL SRDssom

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.