Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 16
POPPSÍÐA Europe kom, sá og sigraði! Á rólegu nótunum Shelleyan Orphan er að öllum líkindum ein af þeim sveitum sem fáir hér á landi hafa enn sem komið er heyrt mikið af. í Bret- landi er þessi sveit eitt af þeim nýju nöfnum sem hvað mest hef- ur verið rætt um, í þarlendum tónlistartímaritum, og hafa breskir gagnrýnendur keppst við að draga fram stóru lýsingarorðin til að Iýsa yfir ánægju sinni með þessa sveit. Eftir að hafa heyrt nýjustu afurð hennar verð ég nú samt sem áður að lýsa undrun minni á því hve opnum örmum Shelleyan Orphan hefur verið tekið af þeim. Þessi nýjasta plata þeirra er að mínum dómi svo sem ekki verri en margt annað, en það hrós sem hellt hefur verið yfir hana finnst mér þó ekki alveg eiga rétt á sér. Hér er á ferðinni róleg plata þar sem þó er reynt að brydda upp á nýjungum og tekst oft ágætlega. Sérstaklega hvað það varðar að halda athygli hlustandans vak- andi, sem oft er erfitt með þessa tegund af tónlist. Það er líka oft á tíðum hrein unun að hlusta á sönginn. Samt var eins og eitthvað vantaði; þessi plata féll ekki að mínum smekk. Til þess fannst mér hún of mjúk og þannig vil ég ekki hafa þá tónlist sem ég PLÖTUDÓMUR Ekki alls fyrir löngu kom út platan „Live Hypnobeat Live“ með hljómsveitinni The Woo- dentops. Þessi ágæta sveit, sem verið hefur að vekja á sér æ meiri athygli á undanförnum mánuð- um, er nú þegar orðin nokkuð þekkt hér á landi og því ætti það að vera aðdáendum hennar gleði- fréttir að þessi nýja plata þeirra, sem inniheldur 10 lög, sannar hve verulega góð hljómsveitin er. Það er því miður allt of algengt að hljómleikaplötur séu svo að segja nákvæmlega eins og stúdíóplöt- urnar og stundum finnst manni sem klappinu hafi bara verið bætt inní á eftir. Þetta er ekki tilfellið á þessari nýju hljómleikaplötu þeirra fé- laga. Reyndar er nokkuð ólíku saman að jafna þessari plötu og því sem maður hafði áður heyrt með The Woodentops. Keyrslan og krafturinn er hér til að mynda ívið meiri og ekki ber á öðru en að leikgleðin geisli af þeim félögun- um. Stærsti gallinn við plötu eins- og þessa er síðan sá að þegar um jafn unga hljómsveit og The Wo- odentops er að ræða verða lögin sem úr er að velja að sjálfsögðu aldrei jafn fjölbreytt og hjá hljómsveit sem starfað hefði lengur. Þess vegna held ég að þetta verði kannski ekki vinsæl- asta plata The Woodentops né sú þeirra sem talin verður best. Þrátt fyrir það er hún örugglega ein af þeim plötum sem þeir, sem áhuga hafa á hressu og áheyrilegu popprokki, ættu að næla sér í. undanförnum mánuðum. Þær þungarokkssveitir sem leikið hafa hér á landi eru reyndar telj- andi á fingrum annarrar handar og er orðið langt síðan sú síðasta lagði upp laupana. En ekki bar á öðru en áhorfendur létu sér vel líka það sem í boði var. Því skal heldur ekki leynt að skipulagningin var með ágætum: Langur fyrirvari hafður á komu sveitarinnar og miðasala löngu hafin. Þetta skilaði sér líka, því 5500 manns mættu til þess að berja sænsku sveinana augum og var því uppselt. Klukkan 10 stundvíslega hófust tónleikarnir og stóðu yfir í eina og hálfa klukkustund. Hljómsveitin keyrði í gegnum prógram sem mér fannst reyndar ekki alveg nógu vel samansett, en það verð- ur víst að fyrirgefast því þegar maður hefur barið augum nöfn eins og Van Halen og Ozzy Osbo- urne er ekki að furða að saman- burðurinn verði Europe í óhag. held að mér sé óhætt að fullyrða að þeir hafi ekki verið margir í salnum (amk. sá ég eng- an) sem ekki virtust hrífast af hinu kraftmikla rokki Europe. Ekki spillti fyrir að hljómburður- inn var með besta móti í Höllinni. Lög eins og „Rock the Night“ „The Final Countdown" (sem að sjálfsögðu vakti hvað mesta hrifningu) dundu á áhorfendum og allar vangaveltur um það hvort hér væri á ferðinni popp- hljómsveit svifu út í veður og vind. Þeir sýndu það líka allir strákarnir í bandinu að þeir kunna mætavel á hljóðfærin sín og fluttu sólóin hvert á fætur öðru fyrir áhorfendur sem létu sér vel líka. Sem sagt vel heppnaðir hljóm- leikar þar sem íslenskir áhorfend- ur fengu að berja augum og eyrum eina af betri þungarokks- sveitum dagsins í dag og nú er bara að vænta komu A-ha. Shelleyan Orphan-. Helleborine hlusta á, en aftur á móti gæti ég vel ímyndað mér að fyrir þá sem hlusta á slíka tónlist sé þetta góð plata. Samt verð ég að álíta að hér sé ekki gripur sem eigi eftir að gera nafn Shelleyan Orphan stórt á íslandi. Það sem gengur vel annarsstaðar þarf ekki alltaf að falla vel í kramið hér. Hresst ■25fflEÍ?* ypn obeatLive Síðastliðinn mánudag tróð upp í Laugardalshöll ein af þeim hljómsveitum sem kenna sig við þungarokk og gert hafa það gott á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.