Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 12
VIGFÚS GEIRDAL
SKRIFAR
íslendingar hafa lengst af trú-
að því einlæglega að kjarn-
prkuvopn kæmu aldei nálægt
íslandi. Það kom því eins og
þruma úr heiðskíru lofti þegar
bandaríski vígbúnaðarsér-
fræðingurinn William Arkin
upplýsti ídesemberbyrjun
1984 að stjórn Bandaríkjanna
hefði án vitundar íslenskra
stjórnvalda gert áætlun um að
flytja hingað 48 kjarnorku-
djúpsprengjur á „hættutím-
um“. Þáverandi utanríkisráð-
herra kunni Arkin hins vegar
litlar þakkir fyrir upplýsingarn-
ar og ástæða er til að ætla að
það hafi honum þótt verst að
almenningurskyldi hafa verið
upplýstur um þetta mál, enda
lét eftirmaður hans, Matthías
Á. Mathiesen, það verða sitt
fyrsta verk að boða ráðstafan-
ir til að efla „innra öryggi" m.a.
í því augnamiði að stemma
stigu við „ólöglegri “ upplýs-
ingamiðlunhérálandi.
KJARNORKUSt
flugmóðurskip. í austanverðu
Atlantshafi og Norðursjó eru að
staðaldri 10-17 bandarískir kaf-
bátar, 1-2 breskir Polariskafbát-
ar auk fleiri herskipa, 2-3 fransk-
ir eldflaugakafbátar og stundum
allt að 17 sovéskir kafbátar (aðal-
lega árásarkafbátar) og fleiri her-
skip.
Islensk skip hafa allnokkrum
sinnum lóðað niður á óþekkta
kafbáta sem höfðu komið sér
fyrir innan íslenskrar efnahags-
lögsögu. Það er því engan veginn
svo fjarlægur möguleiki að alvar-
legt kjarnorkuslys geti átt sér stað
á íslenskum fiskimiðum með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir afkomu okkar. Bandaríkja-
her telur sig í fullum rétti til að
flytja hingað til lands kjarnorku-
vopn og hafa hér viðdvöl eins
lengi og þeim sýnist. Orion kaf-
bátaleitarvélar sem „geta borið
kjarnorkuvopn" hafa farið í eftir-
litsflugfrá Keflavíkurflugvelli um
árabil. Þar eru einnig orustuþot-
ur sem „geta borið kjarnorku-
vopn“. Undafarna áratugi hafa
herskip kjarnorkuveldanna, að-
allega Bretlands og Bandaríkj-
anna, komið hingað til lands í
kurteisisheimsóknir. Langflest
þessara herskipa „geta borið
kjarnorkuvopn“.
Hvaða afleiðingar
hefði kjarnorkuslys
á íslandsmiðum
eða í Keflavík?
Mikið magn geislavirks úr-
gangs frá kjarnorkuverum og
kjarnorkuknúnum skipum hefur
undanfarna áratugi verið losað í
sjóinn hindrunarlítið. Um þessar
mundir er verið að reisa kjarn-
orkuver í Dounray á Katanesi,
nyrsta hluta Skotlands, skammt
frá gjöfulum fiskimiðum. Yfir-
völd í Orkneyjum og á Hjaltlandi
og ríkisstjórn Noregs hafa mót-
mælt þessum framkvæmdum.
Ríkisstjórn íslands sá hins vegar
ekki ástæðu til að gera neinar at-
hugasemdir fyrr en nú sl. vetur.
Engar reglubundnar mælingar
á geislavirkni í sjó eða fiski eru
framkvæmdar hérlendis en Kan-
adamenn hafa hins vegar orðið
varir við geislavirka mengun frá
enska kjarnorkuverinu í Sella-
field (Windscale) norður undir
heimskautsbaug. Engin tilraun
hefur verið gerð til að meta lík-
urnar á því að alvarlegt kjarnork-
uslys á sjó verði í námunda við
ísland né heldur hverjar afleið-
ingar það kynni að hafa fyrir lífs-
afkomu okkar íslendinga. Engin
áætlun hefur verið gerð um það
hvernig skuli brugðist við ef slíkt
slys á sér stað, hvernig eða hvort
hægt er að koma í veg fyrir að
mengunin breiðist út, hvernig
hægt er að hreinsa mengunina
o.s.frv. Enginn hefur hugmynd
um hvað björgunaraðgerðir sem
þessar myndu kosta.
Gera má ráð fyrir að Orion
flugvélar hafi flutt hingað kjarn-
orkusprengjur á tímum þegar
heræfingar fara fram; það kemur
einfaldlega ekki annað til greina
en að Bandaríkjaher æfi meðferð
þeirra vopna sem hann ætlar sér
að nota. Það er því ekki hægt að
útiloka þann möguleika að alvar-
Kjarnorku-
vígbúnaður
í Norðurhöfum
Það er vissulega alvarlegt mál
að gerð skuli hafa verið áætlun
um að koma fyrir kjarnorku-
vopnum hér á landi að þjóðinni
forspurðri en 48 kjarnorku-
sprengjur skipta engum sköpum
hvorki fyrir mikilvægi herstöðv-
arinnar í Keflavík né hernaðar-
stefnu Bandaríkjanna í Norður-
höfum. Hvert einasta hernað-
armannvirki hér á landi þjónar
með einum eða öðrum hætti
Kjarnorkuslys
íhernaði
3.GREIN
kjarnorkuvopnum Bandaríkj-
anna um borð í kafbátum, her-
skipum og flugvélum umhverfis
landið og þau kæmu til með að
gegna lykilhlutverki í hugsan-
legum kjarnorkuátökum á
Norðurslóðum.
í höfunum umhverfis ísland
eru samankomin fleiri kjarnork-
uvopn en á nokkru öðru haf-
svæði. Fyrir norðan landið eru að
staðaldri 23-44 sovéskir kafbátar
með kjarnorkuvopn og flestir
kjarnorkuknúnir auk fjölda her-
skipa, 7-10 bandarískir kjarnork-
ukafbátar, allt að 7 herskip og
stundum tvö flugmóðurskip og
nokkur bresk herskip þ. á m. eitt
Kjarnorkuvopn ut
Vegna þess að tilvist kjarnork-
uvopna er hvergi viðurkennd op-
inberlega þá eru heldur ekki
gerðar neinar neyðaráætlanir til
að tryggja öryggi almennings
sem býr nærri þeim stöðum þar
sem kjarnorkuvopn eru geymd.
Bandarísk kjarnorkuvopn eru t.d.
undanþegin lögum um umhverf-
isvernd þar í landi (National En-
vironmental Policy Act - NEPA)
og flutningur þeirra milli staða er
algerlega óháður eftirliti banda-
ríska samgönguráðuneytisins.
Undanfarin ár hefur staðið til
að gera höfn fyrir orustuskipið
lowa og sex önnur herskip á Stat-
en Island í New York. Samkvæmt
umhverfisverndarlögunum
NEPA, var gerð ítarleg úttekt á
hugsanlegum áhrifum bygging-
aframkvæmda og síðan flota-
hafnarinnar sjálfrar á næsta um-
hverfi. Þetta var gert m.a. með
því aö óska eftir athugasemdum
og fyrirspurnum þingmanna, fylk-
isþingmanna, borgarstjórnar-
manna, stofnana og fyrirtækja og
almennings. Langflestar fyrir-
spurnirnar snerust um kjarnorku-
vopn en vitað er að þessi herskip
eiga m.a. að bera Tomahawk
stýriflaugar og fleiri gerðir kjarn-
orkuvopna. í skýrslu flotamála-
ráðuneytisins um þetta mál var
fjallað um nær öll möguleg atriði
sem áhrif geta haft á umhverfið til
góðs eða ills nema kjarnorku-
vopn og hættuna sem kann að
stafa af geymslu þeirra í þessari
fjölmennustu borg Bandaríkj-
anna og miðstöð heimsviðskipta.
Ráðuneytið neitaði alfarið að
ræða það mál og vísaði í hæsta-
réttardóm til að réttlæta afstöðu
sína:
„Þrátt fyrir að meirihluti at-
hugasemda, sem fram komu í
yfirlitinu, hafi fjallað um spurning-
ar er tengdust kjarnorkuvopnum,
þá er það eftir sem áður stefna
flotans að játa hvorki né neita til-
vist kjarnorkuvopna nokkurs
staðar. Hæstiréttur Bandaríkj-
anna féllst á þessa afstöðu í mál-
inu, Weinberger gegn Catholic
Action, og taldi hana réttmæta
öryggisráðstöfun til að vernda
kjarnorkuvopn og úrskurðaði að
flotinn þyrfti ekki að stofna þess-
ari vernd í hættu með því að
skýra frá þeim áhrifum sem
kunna að vera samfara geymslu
kjarnorkuvopna í yfirlýsingu um
umhverfisáhrif sem gerð yrði
samkvæmt fyrirmælum Laga um
umhverfisvernd."
Jafnvel þingsályktanir fá ekki
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. júlí 1987