Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 20
BROKK, ROKK OG SPRELL! Sniglabandið stendur í stórrœðum „Grunntónninn í hugmynda- fræði Sniglabandsins er nátt- úrurómantík. Við fjöllum um og dásömum þá hluti sem snerta bifhjólaökumanninn: Náttúruna, járnið, malbikið og fósturjörðina," sögðu tveiraf meðlimum Sniglabandsins góðkunna í spjalli við Sunnu- dagsblaðið, - þeir Stefán Hilmarsson söngvari og Bjarni Bragi Kjartansson bassaleikari. Sniglabandið gaf út plötu fyrir skömmu sem heitir „Áfram veg- inn - með meindýr í maganum“. Þetta er önnur plata hljóm- sveitarinnar á skömmum tíma. Hún hlýtur því að taka sjálfa sig þó nokkuð alvarlega - eða hvað? „Til að byrja með spilaði Sniglabandið einkum fyrir vini og vandamenn. Það hefur hins vegar þróast útí að vera ballgrúppa,“ sögðu Stefán og Bjarni. „Og nú erum við hættir öllum fyrri störf- um og einbeitum okkur að tón- listinni. Það var skynsamleg ákvörðun. Við svoleiðis vöðum í seðlum!“ - Einmitt það já. En eru Snigl- arnir ekki litnir hornauga af fólki, - leðurklæddir mótorhjólatöffar- ar? „Þar sem við förum um er hler- um skotið fyrir glugga og fólk hleypur í skjól,“ fullyrða þeir. „En við erum að reyna að brjóta þessa ímynd upp - þessa ógn- þrungnu mynd sem fólk hefur af Sniglunum. Hljómsveitin er til dæmis farin að koma fram í kjól- um...“ - Kjólum?! Er það einhver klæðskiptingsárátta í ykkur? Sniglarnir glotta. „Nei, ekki beinlínis. En kjólar og gíitklæði eru andstæða hins ógnvekjandi leðurklæðnaðar. Með þessu gef- um við af okkur aðra mynd en fólk á að venjast. Og síðan við tókum þessa stefnu er mikið um að fólk biðji okkur að taka Madonnulög." - Hvurslags tónlist spilar Sniglabandið svo fyrir utan mad- onnskan stfl? „Hm... Þetta með Madonnu var nú eiginlega bara sagt í gríni. En Sniglabandið er ein fjölhæf- asta hljómsveit íslands! Efnis- skráin er kaos... Innan vébanda okkar eru bæði forstokkaðir bárujárnsblesar og harðsoðnir málsvarar sveiflunnar. Á plötunni kennir þannig ým- issa grasa; brokk, rokk og sprell!“ - Og Sniglabandið verður væntanlega á þönum í allt sumar? „Það verður eitt allsherjarspil- erí - vítt og breitt um landið. Við höfum líka hug á því að halda konsert uppi á Valaheiði. Þá tökum við með okkur rafstöð og slátrum kind. Við ætlum að spila rokk og ról og borða grillað vega- lamb...“ - Er það eitthvað sérstakt sem hljómsveitin vill koma til hinna fjölmörgu lesenda Þjóðviljans? Sniglarnir hugsa sig um. „Já, það er eitt sem við viljum koma á framfæri. Við höfum nefnilega fullan hug á því að koma plötum okkar í hendur forseta lýðveldis- ins við hátíðlega athöfn... Við vonum að samningar takist við þá Bessastaðamenn um þetta því það er okkur mikið hjartans mál, - við erum eiginlega alltaf á leiðinni þangað. Þannig að við viljum biðja fors- etaritara að taka okkur vel þegar við höfum samband. Að öðru leyti biðjum við að heilsa þjóðinni.“ -hj Stefán Hiimarsson og Bjarni Bragi Kjartansson í Sniglabandlnu: Við viljum biðja forsetaritara að taka okk- ur vel þegar við höfum samband... (Mynd: Loftur). Hveragerði Opið virka daga frá kl. 13-22 Opið um helgar frá kl. 10-22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.