Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.07.1987, Blaðsíða 13
YS A ISLANDI? legt slys í tengslum við kjarnork- uvopn gerist hér á landi. Fyrir u.þ.b. fjórum árum mun- aði hársbreidd að Orion kafbát- arleitarvél, sem farið hafði út af áætlaðri flugleið, lenti í árekstri við farþegaþotu frá Arnarflugi. Við höfum enga tryggingu fyrir því að Orion vélin hafi ekki verið búin kjarnorkuvopnum þegar þetta atvik gerðist. Fyrir tveimur árum síðan gerð- ist annað undarlegt atvik; björg- unarsveitir voru kallaðar suður á Keflavíkurflugvöll vegna her- flugvélar í nauðum. Fyrst lenti AWACS-ratsjárflugvél sem menn töldu vera vélina er átti í erfiðleikum. Þegar menn héldu að hættan væri umliðin og tóku að búa sig til heimferðar var þeim skipað í viðbragðsstöðu á nýjan leik því að í kjölfar AWACS- vélarinnar lenti biluð Orion kaf- bátaleitarvél. Viðhlítandi skýr- ingar á þessum atvikum hafa aldrei verið gefnar. B-57 kjarnorkudjúpsprengjur, sem Orion flugvélunum er ætlað að bera, hafa 12-20 kflótonna kjarnaodd. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 1963 og hafa ekki jafn fullkominn öryggisbúnað og nýrri kjarnorkuvopn. Engin at- hugun hefur verið gerð á því hverjar afleiðingar það hefði í för með sér ef alvarlegt mengunar- slys yrði á Keflavíkurflugvelli í tengslum við sprengju af þessari tegund. Engin neyðaráætlun er til um það hvernig skuli bregðast við þess konar slysi. Tillögur Kvenna- framboðsins um kjarnorkulausa Reykjavík Vorið 1986 lagði Kvennafram- boðið fram tillögu í borgarstjórn um að Reykjavík yrði lýst kjarn- orkulaust svæði. Tillaga þessi hlaut litlar undirtektir og var vís- að á bug m. a. á þeirri forsendu að þetta mál væri utan verksviðs borgarstjórnar. Með hliðsjón af yfirlýsingu Geirs Hallgrfmssonar frá 1985 um bann við umferð kjarnorkuvopna í íslenskri lög- sögu má e.t.v. segja að þetta hafi verið eðlileg afgreiðsla tillögunn- ar, þ.e.a.s. ef ekki væru ýmis teikn á lofti sem gefa til kynna að ekki sé ætlunin að framfylgja yfiriýstri stefnu. Þar af leiðandi hljóta að vakna nokkrar spurn- ingar sem hljóta að varða verk- svið og ábyrgð borgarstjórnar. Herskip sem samkvæmt skil- greiningu risaveldanna sjálfra teljast búin kjarnorkuvopnum hafa árum saman komið í heim- sóknir til Reykjavíkur þvert ofan í yfirlýst bann við kjarnorku- vopnum hér á landi og án þess að almenningur hafi haft hugmynd um að hætta gæti verið á ferðum. Heimsóknir þessara herskipa hafa nokkrum sinnum orðið til- efni átaka milli lögreglu og hern- aðarandstæðinga. Meðal vopna- búnaðar þessara skipa er það kjarnorkuvopn, ASROC-flaug- in, sem samkvæmt slysaskýrslum bandaríska sjóhersins er hættast við slysum og er ekki búið jafnt- raustum öryggisbúnaði og nýrri kjarnorkuvopn. Engu að síður er bn við lög og rétt haggað þessari stefnu banda- rískra hernaðaryfirvalda; 1984 samþykktu báðar deildir fylkis- þings New Jersey ályktun þar sem farið var fram á að varnar- og flotamálaráðuneytin veittu nauðsynlegar upplýsingar til að almannavarnaráð fylkis- og við- komandi sveitarstjórnar gætu gert viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við hugsanlegu kjarn- orkuslysi í Earle flotastöðinni sem er rétt utan við bæjardyr New York borgar. Ráðuneytin höfnuðu allri samvinnu. Ákvæði Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsins gegn mengun og öðrum skaðlegum áhrifum ganga út frá þeirri forsendu að um sé að ræða sameiginlega arfleifð mannkyns- ins. En það er vert að hafa í huga að fyrir utan frelsi til siglinga og frelsi til fiskveiða var flotaveldun- um öðru fremur umhugað að tryggja sér frelsi til hernaðarað- gerða á úthöfunum. Hernaður á sjó og þá sérstaklega kjarnorku- vígbúnaður er þannig nánast undanþeginn ákvæðum Hafrétt- arsáttmálans. Herskip, hvort heldur þau eru á rúmsjó, í er- lendri landhelgi eða erlendri höfn, eru t.a.m. algerlega undan- þegin lögsögu annarra ríkja en fánaríkisins. 12. hluti Sáttmálans hefst á yfirlýsingu um skyldu ríkja til að vernda hafrýmið (marine envir- onment) en 236. grein, sem ber yfirskriftina Friðhelgi á grundvelli fullveldis, er svohljóðandi: „Ákvæði samnings þessa um verndun og varðveislu hafrýmis- ins gilda ekki um herskip, aðstoð- arskip flotans, önnurskip né loft- för sem ríki á eða rekur og eru sem stendur aðeins notuð íþjón- ustu ríkisins til annars en kaup- ferða. Sérhvert ríki skal þó tryggja, með því að gera við- eigandi ráðstafanir án skaða fyrir rekstur eða rekstrarmöguleika þessara skipa eða loftfara sem það á eða rekur, að þessi skip eða loftför fari að samkvæmt samningi þessum að svo miklu leyti sem skynsamlegt og gerlegt er. "(Leturbreytingar mínar). Samkvæmt ákvæðum 302. greinar um birtingu upplýsinga er aðildarríki ekki skuldbundið til aö veita upplýsingar „ef birting þeirra fer í bága við mikilvæga öryggishagsmuni þess“. Við þetta má svo bæta að Bandaríkin hafa enn ekki fengist til að stað- festa Hafréttarsáttmálann. ekki vitað til þess að borgaryfir- völd hafi nokkru sinni hugleitt hverjar afleiðingar það kynni að hafa fyrir Reykjavík og nágrenni ef alvarlegt slys yrði um borð ein- hvers þessara skipa. Ekki fara heldur sögur af því að hafnaryfir- völd hafi gert nokkrar sérstakar varúðarráðstafanir í sambandi við heimsóknir herskipa sem kynnu að bera kjarnorkuvopn. Ekki er vitað um neina áætlun um það hvernig skuli brugðist við kjarnorkuslysi í Reykjavíkur- höfn. Líkur á kjarnorkuslysi í Reykjavík eru ákaflega litlar en þær eru engu að síður fyrir hendi. Það mætti hugsa sér jafnólík- legan atburð og að stýriflaug með kjarnaoddi yrði óvart skotið á borgina um leið og herskipaflot- inn sigldi inn sundin. Herskip gæti lent í árekstri við annað skip eða siglt á hafnarbakkann vegna mistaka í vélarrúmi. Eldsvoði og sprenging gætu orðið um borð í herskipi með kjarnorkuvopn; sjóliði í sjálfsmorðshugleiðing- um, ölæði eða eiturvímu gæti ver- ið valdur að íkveikjunni. Hryðju- verkamenn gætu unnið skemmd- arverk með ófyrirsjáanlegum af- ieiðingum. Öll þessi íntynduðu atvik virðast fráleit en þau eiga sér öll raunverulegar hliðstæður í sögu kjarnorkuslysa og við skulum hafa í huga að nánast eng- ar líkur voru taldar á þeim slysum sem hafa orðið. Afleiðingar kjarnorkuslyss í Reykjavíkurhöfn Lawrence Livermore kjarn- orkutilraunastofnunin í Banda- ríkjunum hefur að tilhlutan Ríkisendurskoðunar Bandaríkj- anna (General Accounting Of- fice) reynt að meta afleiðingar al- varlegs mengunarslyss af völdum kjarnorkuvopns. Stofnunin komst að eftirfarandi niðurstöðu; Ef kjarnaoddur eyðileggst þann- ig að plútóníum nær að komast í snertingu við andrúmsloftið „myndast geislavirkt vindil-laga ský sem teygir sig 45 kflómetra frá slysstaðnum, 4 kflómetra breitt þar sem það er breiðast“. Geislavirk mengun undir þessu skýi yrði ofan við hættumörk Hollustuverndar Bandaríkjanna. Að sjálfsögðu er ekkert hægt að segja með vissu um afleiðingar kjarnorkuslyss í Reykjavíkur- höfn því að engar rannsóknir liggja fyrir. En í norðlægri átt má gera ráð fyrir að hið geislavirka ský myndi leggja yfir nær allan Reykjanesskagann ef kringum- stæður væru að öðru leyti í sam- ræmi við það sem útreikningar Lawrence Livermore tilrauna- stofnunarinnar gera ráð fyrir. Við búum hins vegar við síbreyti- lega vindátt þannig að geislavirkt plútóníum díoxíð getur í raun dreifst um rniklu stærra svæði en hið bandaríska líkan segir til um. Rigning myndi gera mengunina enn alvarlegri því að við það eykst hætta á að malbik og steinsteypa drekki í sig geisla- virku efnin þannig að hreinsunar- aðgerðir yrðu nánast útilokaðar og einnig má búast við að geisla- virk mengun bærist niður í jarð- vatnslög og vatnsból yrðu ónot- hæf um ófyrirsjáanlegan tíma. Það var hægt að fjarlægja geislavirkan snjó og ís í Thule 1968 en hvernig ætti að hreinsa hús og götur og gróður í Reykja- vík og nágrannabyggðum? Setja jarðýtur á allt saman? Hvar ætti að koma úrganginum fyrir? Hvert ætti að flytja á annað hundrað þúsund íbúa Stór- Reykjavíkursvæðisins og helstu stofnanir stjórnkerfisins og við- skiptalífsins? Hvernig er heilbrigðiskerfi landsins í stakk búið til að taka á móti fjölda fólks með geislaveiki á alvarlegu stigi? Hvaða áhrif hefði þetta á fast- eignaverð á Reykjavíkursvæð- inu? Bandaríska varnarmálaráðu- neytið áætlar að fasteignir myndu að meðaltali falla um 15% í verði eftir svona slys. Hver yrði kostn- aður við hreinsun og skemmdir? Bandaríska áætlunin gerir ráð fyrir að hann verði sem svarar 30% af upphaflegu verðmæti eignanna og þá er ekki reiknað með kostnaði við mælingar, eftir- lit, læknisþjónustu og aðhlynn- ingu, atvinnumissi, brottflutning íbúa og frágang geislavirks úr- gangs. Þessi áætlun er byggð á niðurstöðum er fengust með þeim hætti að sett var á svið kjarnorkuslys í tilbúnum 7000 manna bæ, Port Gaston. Fulltru- ar orkumálaráðuneytis Banda- ríkjanna, sem fylgdust með „slys- inu“, töldu að ef um raunverulegt slys hefði verið að ræða hefðu hreinsunaraðgerðir tekið fleiri mánuði ef ekki ár. Hvað tæki langan tíma að hreinsa Reykjavík eftir kjarnork- uslys, nágrannabæina, Suðurnes unin hér í kring áður en gæti snúið aftur til heimkynna sinna? Sunnudagur 12. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.