Þjóðviljinn - 25.07.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 25.07.1987, Page 5
Hvar er Che Guevara? Hvað er orðið af öllum mynd- unum af Che Guevara, sem eitt sinn nutu álíka mikilla vinsælda meðal unga fólksins og myndirn- ar af John Lennon og Mick Jag- ger? Che Guevara var á 7. og 8. ára- tugnum tákn fyrir uppreisn „þriðja heimsins" gegn heims- valdastefnu og yfirgangi iðnríkj- anna. Sem slíkur varð hann líka tákn og hetja æskulýðsupp- reisnarinnar á Vesturlöndum, sem leit á píslarvætti hans í fjöll- um Bólivíu sem lýsandi fordæmi. Che Guevara var ekki bara tákn fyrir æskulýðsuppreisnina. Hann ásamt með mönnum eins og Ho Chi Minh, Amilcar Ca- bral, Franz Fanon, Fidel Castro og jafnvel Mao Tse Tung voru jafnframt tákn fyrir pólitíska hreyfingu sem reis hátt á Vestur- löndum á þessum tíma og hafði gífurleg áhrif. „Þriðjaheimshreyfingin“ svokall- aða náði langt út fyrir raðir æsku- lýðsuppreisnarinnar og samein- aði innan sinna vébanda bæði marxíska alþjóðasinna og kristi- lega. Þessi hreyfing var nátengd Víetnamhreyfingunni, og átti drjúgan þátt í að stöðva stríðs- rekstur Bandaríkjamanna í Víet- nam. Hún lagði fjölþjóðafyrir- tækin í einelti og varð til þess að afhjúpa spillta viðskiptahætti margra þessara fyrirtækja við fá- tæk og vanmáttug ríki. En síðast en ekki síst þá skapaði þessi hreyfing mikinn þrýsting á stjórnvöld á Vesturlöndum um stóraukna aðstoð við ríki þriðja heimsins í því skyni að koma á auknum jöfnuði og friðsamara ástandi í heiminum. Óleystur vandi Nú eru Che Guevara-myndirn- ar orðnir fágætir safngripir og „þriðjaheimshreyfingin“ virðist hægt og hægt vera að fjara út. Hvað veldur? Eitt er víst, að vandamál þriðja heimsins hafa ekki verið leyst. Þvert á móti hefur bilið á milli iðnríkjanna og hinna fátækari ríkja heimsbyggðarinnar farið stöðugt vaxandi. Á undanförnum 10 árum hefur verðlag á hráefn- um sem framleidd eru í ríkjum þriðja heimsins lækkað hlutfalls- lega um sem næst helming og skuldir þessara ríkja við iðnríkin farið yfir þá stjarnfræðilegu upp- hæð sem nemur eitt þúsund milj- örðum dollara. Það er upphæð sem þessi ríki munu fyrirsjáan- lega aldrei geta greitt. UNCTAD, stofnun Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun, hefur um árabil reynt að koma á samkomulagi á milli Norðurs og Suðurs um stöðugra og réttlátara verðlag hráefna, en án árangurs. Bandaríkjamenn hafa sýnt við- horf sín til þessarar viðleitni ný- verið með því að draga stórlega úr þátttöku sinni á ráðstefnu UNCTAD í Genf um þessa samninga, sem sótt er af fulltrú- um 168 ríkja. Á sama tíma hafa Bandaríkjamenn líka stórlega dregið úr þróunaraðstoð sinni til vanþróaðra ríkja, sérstaklega í Afríku. „Þriðjaheimshreyfingin" hefur því aldrei haft tilefni til að hafa sig í frammi eins og nú. En þá virðist eins og allur máttur sé úr henni dreginn. Flókinn heimur Boðberar „þriðjaheimshreyf- ingarinnar“ á 7. og 8. áratugnum áttu það til að einfalda hlutina fyrir sér. Heimsmyndin var gjarnan svart-hvít, og þeir Ho Chi Minh og Che Guevara voru eins og mannkynslausnarar, sem áttu að hafa ráð við öllum vanda. Þessi svart-hvíta heimsmynd fór síðan að molna niður í frumparta sína eftir ósigur Bandaríkja- manna í Víetnam. Hrollvekjan frá Kampútseu og ógnarstjórn Pol Pots var fyrsta áfallið. í kjölf- arið kom innrás Víetnam í Kam- pútseu og innrás Kínverja í Víet- nam. Og ógnarstjórn klerkaveld- isins í íran eftir fall íranskeisara. Hungursneiðin sem gekk yfir hina „sósíalísku" Eþíópíu eftir fall keisarans, efnahagsörðul- eikarnir í Angólu og Mósambiq- ue, afhjúpun goðsagnarinnar um Ho Chi Minh. Che Guevara. „menningarbyltinguna“ í Kína og innbyrðis hjaðningavíg Palest- ínumanna og arabaþjóða, allt varð þetta til þess að opna augu manna fyrir því að vandamál þriðja heimsins voru ekki eins auðleyst og sumir höfðu haldið. Þriðji heimurinn leystist smátt og smátt upp í frumeiningar sínar og þeir sem höfðu haft raunveru- legan áhuga á vandamálinu sáu smám saman að vandinn var eins margþættur og ríkin eru mörg og að þar duga engar heildarlausnir, sem fólgnar eru í lausnarorðum fallinna foringja. Málið var einfaldlega orðið of flókið til þess að það rúmaðist innan einnar heilsteyptrar kenn- ingar um alþjóðahyggju ör- eiganna eða kristilegt bróðerni manna. Gleggsta dæmið um þetta sjáum við nú í sameiginlegri viðleitni stjórnvalda í Washing- ton og Moskvu til að binda enda á styrjöld írana og íraka við Persa- Fidel Castró. flóann. Það hefði einhvern tím- ann þótt saga til næsta bæjar að þessi ríki ynnu nánast opinskátt í sameiningu að lausn styrjaldar í þriðja heiminum með samhljóða ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að baki sér. Misheppnuð heilræði Franskur sérfræðingur í mál- efnum þriðja heimsins, Yves Lacoste, ritstjóri tímaritsins Her- odote, segir í nýlegu blaðaviðtali að ástríðufullir áhugamenn um málefni þriðja heimsins á Vestur- löndum hafi til þessa hneigst til að líta á þróunarlöndin í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku sem eina heild. Menn hafi samhliða þróunaraðstoðinni verið ákafir í að ráðleggja þessum þjóðum að Maó Tse Tung. afnema séreignarrétt á fram- leiðslutækjum og koma á félags- lega stýrðum eða ríkisstýrðum samfélagsháttum. Hins vegar hafi það nú komið á daginn að hvorki þróunaraðstoðin né hinar pólitísku ráðleggingar um breytta eignaskipan hafa dugað til þess að leysa vandamál þriðja heimsins í heild sinni. Lacoste segir að hinn bági árangur hafi eflt þá skoðun að nú beri iðnríkj- unum að láta þriðjaheimslöndin í friði. Þannig sé þeim best borgið. Hættuleg viðhorf Þetta eru, segir Lacoste, við- horf sem leiða myndu til þeirra hörmunga, sem þrátt fyrir allt hefur verið afstýrt til þessa. Því þessi leið myndi fyrirsjáanlega hafa í för með sér aukinn ójöfnuð, fátækt og hungurdauða heilla þjóða, á meðan fámennir aðilar mökuðu krókinn. Það væri beinasti vegurinn til styrjaldará- taka og hugsanlega til heimsstyrj- aldar. Lacoste segir að þess í stað þurfi að byggja alla aðstoð við þróunarlöndin á meira raunsæi og sjá til þess að hún komi að notum. í því sambandi sé mikil- vægast að hjálpa þessum ríkjum að yfirstíga ýmsar þær þversagnir sem einkenni stöðu þeirra og lýsi sér best í hinni gífurlegu skulda- söfnun. Við eigum að vera bjart- sýn, segir Lacoste, því „þriðja- heimshreyfingin“ hefur alls ekki lokið sínu sögulega hlutverki. Breyttir tímar krefjast hins vegar breyttrar hugsunar og breyttra aðferða. Che Guevara er dáinn, en þriðji heimurinn mun lifa áfram. -ólg. Laugardagur 25. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.