Þjóðviljinn - 28.07.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 28.07.1987, Qupperneq 13
FERÐABLAÐ Sæluhúsiö á Hveravöllum, ... í Þjófadölum Hveravellir Meðjöklaá á báðar hendur Hægt að fara gönguferðir í allar áttir „Gekk eg norður kaldan Kjöl, kosta fárra átti völ,“ lætur Matthias kempuna Skugga- Svein kveða. Og víst er stund- um kaldsamt á Kili. En þar brýst líka ylur fram úr iðrum jarðar. Það vissi Fjalla- Eyvindur þegar hann kaus sér vist á Hveravöllum. Kjalvegur hefur frá alda öðli verið fjölfarin leið milli Suður- og Norðurlands. Þá var gott að vita Hveravelli með allar sínar heitu uppsprettur nokkurnveginn miðja vegu milli byggða. Þegar bflaöldin gekk í garð dró mjög úr ferðum manna á hestum um há- lendið. Nú hafa þær aftur góðu heilli verið teknar upp í miklum mæli, auk þess sem alllangt er síð- an bflfært varð á Hveravelli. Þeir eru því aftur komnir í þjóðbraut. Allmörg undanfarin ár hefur veðurathugunarfólk haft aðsetur á Hveravöllum árið um kring. Þar stunda nú veðurathuganir þau Sigurður Marísson og Kristín Auður Jónsdóttir. Þau eru búin að vera þarna í eitt ár. Sagði Sig- urður að þau kynnu alveg þokka- lega við sig og væri í sjálfu sér ekkert undan vistinni að kvarta. Tveir landverðir eru á Hvera- völlum yfir sumarmánuðina og líta þeir m.a. eftir skálum Ferða- félagsins. En svo merkilegt, sem það má heita, hafa þeir engan síma. Verða því öll símtöl að „fara í gegn“ hjá veðurathug- unarfólkinu. Hlýtur það að valda verulegu ónæði. Hafði Sigurður heyrt ávæning af því að úr þessu ætti að bæta nú um næstu helgi en einhvernveginn heyrðist mér á honum að hann yrði ekkert undr- andi þótt það dragist eitthvað lengur. Sigurður Marísson sagði um- ferð hafa verði mikla í sumar, og allmargt gesta um flestar helgar. Er þar bæði um að ræða einstak- linga og hópa, erlent fólk og inn- lent. Hópar hestamanna, sem ýmist koma að sunnan eða norðan, gista gjarnan hér, þetta er áningarstaður hjá þeim. Að öðru leyti standa þeir hér yfirleitt ekki við. Þeir eru ekki komnir hingað til dvalar. Aftur á móti koma svo aðrir til þess að dvelja hér um stund, mis- munandi lengi, auðvitað. Þeir gista þá annað hvort í skálum Ferðafélagsins, sem hér eru tveir, eða í tjöldum. - Hvað gera jjeir siér helst til ... og Hvítámesi „dundurs“, sem dvelja hér t.d. tvo eða fleiri sólarhringa? - Hér er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs, eins og þú segir. Hér er fallegt í björtu og góðu veðri, með jöklana sitt til hvorrar handar. Hægt er að fara héðan gönguferðir í allar áttir: upp á Jörundarfell, Rjúpnafell, Dúfu- nesfell, Kjalfell, inn í Þjófadali, að minnismerkinu um Reynis- staðabræður og áfram mætti telja. Svo er hægt að eyða tölu- verðum tíma í að skoða hvera- svæðið. Síðan er sundlaugin - sem réttara er nú kannski að kalla heitan pott - góð þreyttum göngumönnum. - Hvernig sýnist j>ér svo um- gengni vera? - Það væri nú kannski réttara að spyrja landverðina að því en þá þyrfti ég að sækja annan hvorn þeirra. Við erum nú ekki búin að vera hér lengi og höfum því lítinn samanburð, en ég held að hún verði að teljast allgóð. Ég held nú að umgengni ferðafólks fari al- mennt batnandi þótt alltaf séu til undantekningar, og skilningur fari vaxandi á því, að fyrir lítið kemur fallegt land ef því er spillt með slæmri umgengni og sóða- skap. - Hvernig hefur viðrað hjá ykkur í sumar? - Veður var gott framanaf en að undanförnu hefur verið nokk- uð vinda- og úrkomusamt. -mhg (U)PIOI\IEER‘ BÍLTÆKI Mörgum kílómetrum * a undan Verð frá kr. 11.533.- ísetning santdægurs. Aukþess höfum við LW/MW/FM stereo-bíltæki með segulbandi frá kr. 4.915.- HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 RadióþjónustaBjarna SÍÐUMÚLA 17. SÍMI 83433 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkroki, KEA Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Heraðsbua Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarf/arðar Reyðarfirði. Ennco Neskaupsstað, D/úpið Djúpavogi, Homabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M búðin Selfossi, Rés Þorlákshöfn, Fataval Keflavik, Rateindaþjónusta Ómars Vestmannaeyium, Radioröst Hafnarfirði, JL Husió Reyk]avik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.