Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Um „tilboð sem ekki er hægt að hafna” „Tilboð sem ekki er hægt að hafna,” sagði Jón Baldvin fjármálaráðherra um tilboð SÍS og dótturfyr- irtækja þess í 67% hlut í Útvegsbankanum. „Tilboð sem ekki er hægt að hafna”, er orðalag komið frá Bandaríkjunum og gjarna notað þegar Mafían þröngvar einhverjum aðilum til að ganga að ákveðnum skilmálum sem þjóna hagsmunum Mafí- unnar. En það er ekki Mafían sem er að gera Jóni tilboð að þessu sinni heldur SÍS, svo að þetta orðaval fjármálaráðherrans hlýtur að teljast heldur óheppi- legt, ekki síst í Ijósi þess að nú er komið fram annað tilboð í Útvegsbankann sem líka er erfitt að hafna. Eins og einhverjir sjálfsagt muna er það vegna viðskipta við Hafskip sem Útvegsbankinn er nú illa staddur og er það flókin saga sem meðal annars tengist brostnum draumum Hafskipsmanna um gróðavænleg viðskipti við hernámsliðið og gæti kennt íslenskum viðskiptajöfrum að hætta er á að menn misstígi sig ef þeir dansa í algleymi kringum gullkálfinn. En það eru fleiri en Útvegsbankinn sem hafa orðið að þola skrokkskjóður vegna Hafskipsmálsins: rit- stjóri Helgarpóstsins lét af störfum vegna þess og sömuleiðis varð saksóknari ríkisins að draga sig í hlé frá því máli - án þess að nokkrum lifandi manni detti í hug að þessir menn hafi unnið sér neitt til óhelgi annað en að vilja ganga vasklega fram í því að upplýsa þetta hneykslismál - og er það grátbroslegt að þeir þurfi fyrstir manna að víkja sem helst hafa gengið fram í að kafa ofan í málið. Fjármálaráðherrann er nú í vanda staddur. Hallinn á ríkissjóði er nú orðinn mun meiri en nokkurn óraði fyrir áður en gengið var til kosninga, nema kannski þá sem báru ábyrgð á ríkisfjármálum í síðustu stjórn og eru nú bandamenn Jóns Baldvins, og slógu sér rækilega upp á því í kosningabaráttunni að opna nýja flugstöð í Keflavík, sem Jón Baldvin á nú að borga með peningum sem búið er að eyða fyrir löngu, hafi þeir nokkurn tíma verið til. Fjármálaráðherrann á við vandamál að stríða þar sem er hallinn á ríkissjóði. Það vandamál þolir enga bið. Þess vegna er freistandi að selja Útvegsbank- ann ef sæmilegt tilboð fæst, jafnvel þótt með því sé jafnframt verið að fórna hagsmunum almennings þegar til lengri tíma er litið. Það er almenningur sem á Utvegsbankann að stórum hluta og Útvegsbank- inn er verðmæt eign. Aftur á móti stendur bankinn illa í svipinn, ekki síst vegna þess að menn tala um það bæði hátt og í hljóði, að Hafskipssukkið komi ekki til með að kosta nokkur hundruð milljóna króna- held- ur miklu meira. Þetta er hluti af vanda fjármálaráðherrans sem á að vernda hagsmuni almennings. Skammtímahags- munir gera kauptilboð freistandi, en langtímahags- munir kunna að vera annars eðlis. Vandi fjármálaráðherrans er líka fólginn í því að nú hefur hann fengið tilboð úr tveimur áttum í banka sem í nokkra mánuði hefur virst vera illseljanlegur. Fyrra tilboðið kemur frá SÍS og dótturfyrirtækjum og kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum að nýaf- stöðnum aðalfundi S(S þar sem enginn minntist á að í ráði væri að slá sér á Útvegsbankann. Síðara til- boðið kemur hinsvegar frá ýmsum aðilum sem eiga það sameiginlegt að tilheyra ekki SÍS. Þessi ásókn Sambandsins í Útvegsbankann þykir mörgum skuggaleg, þótt enginn efist um að hjá Sambandinu starfi menn sem kunni að reka banka, því að til dæmis fengu íbúar á Svalbarðseyri að kynnast því fyrir stuttu að samvinnumenn kunna prýðilega að gæta hagsmuna sinna. Pólitísk tengsl hafa löngum verið milli Samvinnu- hreyfingar og Framsóknarflokks svo að sjálfstæðis- mönnum líst ekki nema í meðallagi vel á þessa nýju útvíkkun ástarfsemi SÍS, með hugsanlegum áhrifum á fisksölu okkar vestanhafs, þar sem hinn nýi for- stjóri SÍS er öllum hnútum kunnugur. Hins vegar eru sjálfstæðismenn hlynntir frjálsri samkeppni, sem þýðir þá væntanlega að hver sem er megi kaupa hvað sem er ef viðkomandi aðili á nóga aura. Og Sambandið á nóga aura. Mörgum sjálfstæðismönnum finnst að Samband- ið sé orðið nógu ríkt og þurfi ekki að bæta Útvegs- bankanum við sig. En í viðskiptalífinu eru slík hóf- semdarsjónarmið lítils metin; þegar allt kemur til alls mega kapítalistar aldrei spyrja sjálfa sig hinnar ban- vænu spurningar: Hvenær er maður orðinn nógu ríkur? Því að svarið er einfalt og afdráttarlaust: Aldrei! Og nú snúast hjólin í viðskiptalífinu sem aldrei fyrr, svo að það hvílir mikil ábyrgð á þeim Alþýðuflokks- ráðherrum, viðskipta-Jóni og fjármála-Jóni. Þeir eiga nefnilega að gæta hagsmuna Jóns Jóns- sonar meðan risarnir takast á og sjá um leið til þess að friður ríki í ríkisstjórninni. - Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Kringla og Laugavegur Daginn sem verslanamiðstöðin mikla opnaði lenti Morgunblaðið í hálfgerðri tilvistarkreppu. Ann- arsvegar sáu ritstjórar sér skylt að fagna því einkaframtaki sem hafði safnað og slegið 1700 milj- ónir króna til að reisa Kringluna (innréttingarkostnaður undan- skilinn). Þegar leiðarahöfundur nefnir þessa tölu fyllist hann lotn- ingu eins og vera ber á fjármála- blaði. „Það segir sína sögu um það framtak sem að baki liggur,“ segir hann. En leiðarahöfundur vill líka sýna vissri íhaldssemi nokkurn sóma, og til að styggja engan hnýtir hann aftan í Kringluleið- arann öðrum leiðara um Lauga- veginn. Leggur hann sig mjög í líma um að lofa þá „gamalgrónu lífæð borgarinnar“, sem hann tel- ur enn vera að auka aðdráttarafl sitt: „þessi gamalfræga lífæð höfuðborgarinnar hefur fest sig í sessi sem helsta verslunargata Reykjavíkur." Allir séu semsagt sælir í þeirri samkeppni sem skapar hinn besta heim allra heima: úlfarnir mettir og sauðimir heilir og enginn fer á hausinn. Tíminn í fýlu En aldrei fá menn að vera í friði með þau þægilegheit sem þeir koma sér upp, og vitanlega þurfti Tíminn að spilla gleði Morgun- blaðsins í þessum málum. í dálk- um Framsóknarblaðsins var gert grín að 64 síðna sérkálfi Morgun- blaðsins um Kringluna og reiknuð út nokkur dæmi um það hvað 1700 miljónirnar gætu gott gert í dreifbýlinu þar sem kaupfé- lögin eru og þjóðarsálin. Og „Kringlu-Mogginn" (uppnefni Tímans) brást ókvæða við þess- um dylgjum og svarar í sama tón „SÍS-Tímanum“, sem aldrei get- ur séð góða og fórnfúsa kaup- menn í friði. Mjög líklegt að sá sögulegi pirringur í stjórnarher- búðunum eigi eftir að magnast mjög næstu daga eftir að SÍS frændi gerir sig líklegan til að stinga Útvegsbankanum í va- sann. Það er nefnilega svo, að þótt margir íhaldsmenn telji sér opinberlega skylt að óttast heimskommúnismann öðru fremur lifir í þeim mörgum miklu sterkari en bældur ótti við það sem einn mætur maður sagði eitt sinn við vini sína Sjálfstæðis- menn: „Þið endið allir sem pakkhúss- menn hjá Sambandinu.“ Hvað kostar hvað? En áfram með verslunardans- leikinn mikla. íslendingar eru sú þjóð sem hrifnust er af nýjum búðum, flug- stöðvum, heimilissýningum og öðru því sem minnir manninn á það að hann verði að lifa flott og þægilega. Þessvegna spyrja þeir aldrei um það, hvað verslunar- hallir kosta. Þeir eru bara hrifnir af miklum framkvæmdum og því dýrari sem þær eru þeim mun betra. Og það dettur engum í hug nema nokkrum geðillum hálf- kommum, laumukommuum, menningarvitum og jafnrétt- háum konum að spyrja hvort þessi feiknalega hátimbraða þjónustu- og viðskiptastarfsemi skerði ekki Iífskjör vegna dýr- leika, beini fé í hæpnar áttir (Tíminn er ekki að kvarta yfir Kringlunni nema vegna þess að hún truflar fjárfestingarjafn- vægið milli höfuðborgar og dreif- býlis). Mönnum finnst að stríðs- kostnaður viðskiptanna sé einka- mál kaupmanna. Varla að þeir nenni að vita hvað hlutirnir kosta. En meðan menn sjá aldrei eftir þeim pening sem þeir borga fyrir kramvöru, er uppi mögnuð sam- staða meðal landsmanna um að allir peningar sem til ríkisins fara séu iíla fengnir. Þessir djöfuls og helvítis skattar segja menn. Það er verið mann lifandi að drepa. Nú er vitanlega ekki nema eðli- legt að almenningur sé reiður skattheimturanglæti því sem birt- ist í miklum skattsvikum. En það segir ekki nema hálfa sögu. Það merkilega er, að þótt menn ætlist ekki til neins af kaupmönnum og verslunarstjórum annars en þeir hafí margskonar varning á boð- stólum, þá heimta þeir af ríkinu að það ali vel og skikkanlega upp bömin þeirra, sjái okkur öllum fyrir bestu læknisþjónustu í heimi ókeypis og tryggi okkur áhyggju- lausa elli. Og örlæti okkar í garð þessara aðila er nákvæmlega í öfugu hlutfalli við mikilvægi þeirrar þjónustu sem kaupmenn inna af hendi og svo það fúla skrýmsli sem menn nafa látið gera „ríkið" að í vitund sinni. Flugstöövar- timburmenn Sú mynd sem að ofan var dreg- in er vitanlega flóknari í reynd. Til dæmis er það algengt að með- an framkvæmdir standa yfir spyr enginn um kostnað frekar en full- ur maður spyr um verð á næsta sjúss. En þegar upp er staðið fara menn hér og þar að klóra sér í hausnum og spyrja: Hvernig í andskotanum stóð á því að þetta varð svona dýrt? Jón Baldvin fjármálaráðherra ætlar til dæmis að láta rannsaka það, hvers vegna flugstöðin nýja í Keflavík varð 900 miljónum króna dýrari en ætlast var til. Við vorum reyndar eitthvað að þusa um það hér í blaðinu rétt fýrir kosningar, að tveir Matthí- asar í Sjálfstæðisflokki hafi lagt ofurkapp á að halda í vígsluhátíð- ardag til að nokkurt ljós skini á þá af flugstöðinni í kosningaslag. Og haft var eftir heimamönnum að öll sú yfirvinna og sjálfskömmtun kaups sem því óðagoti fylgdi hefði kostað að minnsta kosti tugi miljóna. Að sjálfsögðu ansaði enginn slíku nöldri þá - og Alþýðublaðið kunni það helst til málanna að leggja að segja að tveir krataráð- herrar hefðu upphaflega átt hug- myndina að flugstöðinni. En sem sagt: Jón Baldvin ætlar að láta rannsaka málið og er það vel. En nú má spyrja: Heldur nokkur maður að einhver sá sökudólgur um „bruðl og óráðsíu“ finnist í rannsókninni sem Jón Baidvin treysti sér til að rukka um þótt ekki væri nema tíuþúsundkail? Spyr sá sem ekki veit- ÁB. þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Frétta8tjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8inga8tjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síöumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskriftarverð á mánuðl: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.