Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Pershing-1 A flaug í Vestur-Þýskalandi. Fáir telja að Sovétmenn láti afvopnun- arsamkomulag standa og falla með því að þeim verði eytt. þlÓÐVIUINN Þjóöviijinn vill ráöa umboðsmann á Neskaup- staö. Vinsamlegast hafið samband viö afgreiöslu blaösins í síma 91-681333. Afvopnun Tilslakanir á tilslakanir ofan Sovétmenn hafa dregið mörg skilyrða sinnafyrir kjarnflauga- eyðingu til baka ogfyrir vikið stæra bandarískir embættis- menn sig afþvíað væntanlegur samningur verði nærri upp- haflegum tillögum þeirra SUÓÐVIUENN Forstaða safnahúss Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu forstöðu- manns safnahúss laust. Háskólamenntun í bókasafnsfræöum er æskileg. Safnahús Vestmannaeyja hýsir bókasafn bæjar- ins, eitt elsta bókasafn í landinu, byggöasafn og listmunasafn svo og skjalasafn í rúmgóöu og nýlegu húsi. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98- 1088 og 98-1092 á vinnustaö. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Arnaldur Bjarnason ■Æf$, ÍOi menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Vélskóla íslands er staða kennara í raf- magnsfræði laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 24. ágúst. Menntamálaráðuneytið Bandarískir stjórnarerindrek- ar og embættismenn haida því ótrauðir fram að drögin að samn- ingi um eyðingu meðal- og skammdrægra kjarnflauga, sem samninganefndir risaveldanna í Genf vinna út frá, séu mjög nærri því að vera samhijóða upphaf- legum tillögum þeirra sjálfra. So- vétmenn hafi orðið að gefa upp á bátinn fjölmörg atriði sem þeir hafi upphaflega sagt vera ófrá- víkjanleg skilyrði samkomulags og engin ástæða sé til að ætla ann- að en að þeir falli ennfremur frá kröfum um að 72 Pershing-IA flaugar vesturþýsku stjórnarinn- ar hverfi með flaugum stórveld- anna. Einn hæstsetti samninga- maður Bandaríkjastjórnar, Kenneth nokkur Adelmann, gengur svo langt að segja að samningar séu á næsta leiti og þeir verði „nánast algerlega byggðir á okkar tillögum“. En margir óháðir sérfræðingar telja þetta mjög orðum aukið og segja samninginn vitaskuld verða báðum hagstæður. Gorbatsjof Sovétleiðtogi sé mjög áfram um að samningur verði undirritaður sem fyrst en það myndi styrkja stöðu hans mjög á heimaslóð og veita honum svigrúm til að ein- beita sér að innanríkismálum. Það er engu að síður staðreynd að Sovétmenn hafa fallið frá mjög mörgum upphaflegum kröfum sínum og svo ört hafa til- boðin borist frá Kreml að Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og helstu ráðgjöfum hans hefur með naumindum unnist tími til að vega eitt og meta áður en hið næsta kom aðvífandi. Spurgeon Keeny er sérfræð- ingur óháðrar afvopnunarstofn- unar. „Það tækifæri sem stórveld- in hafa nú til að semja um afvopn- un á sér langan aðdraganda en það er öllum ljóst að nánast allar tilslakanir eru að austan." Ekki er úr vegi að rifja upp hverjar voru þær kröfur er Kremlverjar kváðu í fyrstu vera ófrávíkjanlegar forsendur samn- ingsgerðar en hafa síðan dregið til baka. Sovétmenn sögðu í upphafi af og frá að semja við Bandaríkja- menn um eyðingu meðaldrægra kjarnflauga úr Evrópu nema því aðeins að vesturevrópsku kjarnveldin Bretland og Frakk- land væru einnig reiðubúin að sjá á bak sínum flaugum. Þessu skil- yrði var hafnað og Kremlverjar drógu í land. Sovéskir ráðamenn lýstu því yfir að þeir væru reiðubúnir að semja við kollega sína í Washing- ton um útrýmingu meðaldrægra kjarnflauga úr Evrópu. Allar SS4 og SS20 flaugar þeirra sjálfra áttu að fara og sömuleiðis Pershing-2 og Cruise skeyti Bandaríkja- manna. Skilyrði slíks samkomu- lags sögðu þeir vera að Reagan legði geimvarnaráætlun sína á hilluna. Bandaríkjastjórn var ekki reiðubúin til að leggja geimvopnaáformin fyrir róða og Sovétmenn drógu í land. Kremlverjar voru áfram um að fyrst yrði samið um eyðingu með- aldrægu flauganna (sem flogið geta 1,000-5,000 kflómetra leið) en þvínæst myndu viðræður hefj- ast um sömu örlög skammdrægra flauga (sem svifið geta 500-1,000 kflómetra). Ekki leist Banda- ríkjamönnum par vel á þá hug- mynd. Þeir vildu að samið yrði samtímis um eyðingu beggja teg- unda. Og Sovétmenn féllust á það. Alkunna er að Bandaríkja- menn eiga mikil og merk kjarna- vopn í og við Filipseyjar, Suður- Kóreu og Japan. Sovéskir ráða- menn höfðu margsinnis fullyrt að þeim væri nauðsynlegt að fá hald- ið 100 meðaldrægum kjarnflaug- um í Asíuhluta ríkisins til að vega upp á móti þessum vopnum. Bandaríkjastjórn var ósammála og Gorbatsjof féllst nýlega á að eyða þeim einnig ef samningar tækjust um Evrópuflaugarnar. Nú er staðan sú að fyrrnefndar 72 Pershing-IA flaugar Vestur- Þjóðverja eru helsti þrándur í götu samkomulags. Einsog kunn- ugt er snýst deilan í raun ekki um flaugarnar sjálfar heldur kjarn- oddana í þær sem eru í vörslu bandaríska setuliðsins í Vestur- Þýskalandi. Sérfræðingar telja að Sovétmenn muni ekki halda til streitu kröfu sinni um eyðingu þeirra heldur muni þeir fallast á einhverskonar miðlun mála, til að mynda láta sér nægja trygg- ingu fýrir því að Bandaríkjamenn og sambandsstjórnin í Bonn endurbæti þær ekki á neinn hátt á næstu árum en flaugar þessar eru taldar verða úreltar brátt. Það er sláandi að samkvæmt þeim drögum sem almennt er bú- ist við að verði að samningi áður en árið er úti þá ber Sovét- mönnum að eyða 1,400 kjarn- oddum en Bandaríkjamenn þurfa aðeins að losa sig við 316. Gerard nokkur Smith tók þátt í afvopnunarviðræðum risaveld- anna snemma á síðasta áratugi fyrir hönd Bandaríkjamanna. Honum farast svo orð um núver- andi stöðu samningsmálanna: „Það er alveg ný bóla að annar samningsaðila skuli slá svo mikið af kröfum sínum. Augljóst er að Sovétmenn vilja kosta öllu til að ná samkomulagi.“ -ks. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.