Þjóðviljinn - 18.08.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Side 11
ÖRFRÉTTIRi Allir farþegar um borð í McDonnel Douglas þotu Norðaustur flugfélagsins fórust í gær er hún hrapaði skömmu eftir flugtak í útborg Det- roit í Bandaríkjunum. 144 farþeg- ar og níu manna áhöfn létust samstundis en auk þess er óttast að að minnsta kosti tveir vegfar- endur á jörðu niðri hafi látist. Þetta er annað mesta flugslys sem orðið hefur í Bandaríkjunum. 50 vísindamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Chile munu í dag hefja rannsókn á himinhvelinu yfir Suðurskauts- landinu þar sem álitið er að hafi myndast gat á ósónlagið. Athug- un fimmtíumenninganna mun taka sex vikur og ætla þeir að komast á snoðir um það hvort gatið hafi myndast af náttúr- legum orsökum eða hvort það hafi orðið til vegna efnamengun- ar. Ósónlagið verndar jörðina fyrir um 99 af hundraði skaðlegra geisla sólarinnar og ef það eyddist yfir mannabyggð myndi það stórauka tíðni húðkrabba- meins og hafa uggvænlegar af- leiðingar í för með sér fyrir lífríki náttúrunnar. Uppreisnarmenn í norðurhéruðum Uganda deila nú hatrammlega innbyrðis um ágæti galdrabragðs nokkurs sem ýmsir þeirra vilja af gefnu tilefni meina að dugi ekki sem skyldi í baráttunni við hersveitir ráða- manna. „Bragðið" var í því fólgið að smyrja líkama skæruliða með áburði nokkrum sem átti að verja þá kúlum andstæðingsins. Efa- semdamennirnir fullyrða að þús- undir skæruliða hafi fallið aö ófyrirsynju þar eð þeir trúðu á mátt smyrslisins og gerðust um skör fram djarfir í árásum. Jafnaðarmenn og Frjálsir demókratar hafa ákveðið að taka höndum saman um stjórn vesturþýska borgfylkis- ins Hamborgar. Þetta mun vera fyrsta sinni í fimm ár að flokkar þessir mynda samsteypustjórn í Vestur-Þýskalandi eða frá því sambandsstjórn jafnaðarmanns- ins Helmuts Schmidts lagði upp laupana og vék fyrir sambands- stjórn kristilega demókratans Helmuts Kohls. í stjórnum beggja hafa Frjálsir demókratar leikið nauðsýnlegt aukahlutverk þann- ig að þær hefðu traustan meiri- hluta á þingi. Jafnaðarmenn hafa flesta fulltrúa á fylkisþinginu í Hamborg og höfðu reynt að bera víurnar í Kristilega demókrata og Græningja áður en þeir hófu við- ræður við þá frjálsu. Stjórnin mun taka völd fylkisins í sínar hendur þenn annan september næst- komandi svo fremi landsstjórnir beggja flokka fallist á samkrullið. Á sunnudag var lítil kapella opnuð almenningi á ný eftir gagngerðar endurbætur ísmábæ einum á Ítalíu. Það þætti svosem ekki í frásögur færandi þar syðra ef kostnaðurinn við við- gerðirnar heföu ekki verið greiddur af eiginkonu Alessand- ros Natta, formanns ítalska kommúnistaflokksins. Sjálfur var Natta ekki viðstaddur opnunina enda er hann yfirlýstur guðleys- ingi en hann kvaðst ánægður með að almenningur hefði nú að- gang að kapellunni sem fyrrum var í einkaeign fjölskyldu frúar- innar. Eitthvað virðist vera að glæðast vinskapur kirkju og kommúnista á (talíu því í síðustu viku keypti flokksdeildin f To- skaníu forláta kirkjuklukku handa fjárvana söfnuði staðarins. _____________ERLENPAR FRÉTTIR_______ Nýja Sjáland Lange í sjounda himni Verkamannaflokkurinn áfram við völd eftir þingkjör á laugardag. Ekki áformað að taka upp hernaðarsamvinnu við Bandaríkjamenn á ný vflík þjóð og þvflík dóm- greind, sagði forsætisráð- herra Nýja Sjálands, David Lange, þegar honum bárust nið- urstöður þingkjörs þarlendis síðla á laugardagskvöld. Þá mátti vera ljóst að hann og flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, höfðu unnið glæstan sigur og hreppt 15 sæta meirihluta á þing- inu þar sem 97 fulltrúar sitja. „Á næstu þremur árum munu landsmenn njóta ávaxta góðs efnahagslífs og gaman verður að búa á Nýja Sjálandi. Menn hafa fært fórnir og nú munu þeir upp- skera.“ Lange lét móðan mása í sjónvarpi og tók síðan í hönd fjár- málaráðherrans, Rogers Doug- las, og sagði: „Þessum manni eigum við mikið að þakka.“ Þegar Lange tók við valda- taumunum við upphaf síð- astliðins kjörtímabils kom hann mörgum í opna skjöldu með rót- tækum aðgerðum til að rétta við efnahag landsins. Hann gaf út reglugerðir í massavís og felldi gengi nýsjálenska dalsins um heil tuttugu af hundraði. Hann kveðst ekki hafa nein slík áform á prjón- unum nú. „Við náðum fram markmiðum okkar og nú höldum við okkar striki. Ráðstafanir okk- ar munu engum koma á óvart.“ Lange sagði stjórn sína ekki hafa í hyggju að leita hófanna hjá Bandaríkjastjórn um hemaðar- samvinnu. Sem kunnugt er beitti Reaganstjórnin sér fyrir því að Nýsjálendingar vom reknir úr ANZUS varnarbandalagi Ástral- íumanna, Bandaríkjamanna og Nýsjálendinga eftir að stjórnin í Wellington hafði lagt blátt bann við því að bandarísk herskip með kjarnvopn innanborðs legðust að nýsjálenskri bryggju. „Við höfum ágætis viðskipta- samband við Bandaríkjamenn en við ætlum ekki að hefja hernað- arsamvinnu við Bandaríkjamenn né ætlum við að hefja samvinnu við Bandaríkjamenn um neitt sem viðvíkur kjarnorku.“ Lange sagðist hinsvegar vera áfram um að samskiptin við Ást- rali yrðu nánari en verið hefur að undanförnu. Margir Nýsjálend- ingar hafa horn í síðu Ástrala sem þeim finnst ekki bera næga virð- ingu fyrir smærra eyríkinu. Bob Hawke, sem nýverið var endurkjörinn forsætisráðherra Ástralíu með glæsibrag, sló á þráðinn til kollega síns þegar úr- slit lágu fyrir og óskaði honum til hamingju. Lange sagði að Hawke myndi koma í sína fyrstu opin- beru heimsókn til Nýja Sjálands innan skamms. Ennfremur tjáði hann lands- mönnum að nýkjömir þingmenn Verkamannaflokksins myndu koma saman í dag til að velja ráð- herra í stjórn. Sjálfur myndi hann Suður-Afríka Viðræður um ofbeldi fara með utanríksmál eftirleiðis hyggjuaðverðaráðherraafvopn- sem hingaðtil auk þess að sitja í unarmála einsog getum hafði ver- forsæti en hann kvaðst ekki hafa í ið leitt að. -ks. REYKJÞMIKURBORG ^aaéar Stödcci Davld Lange verður forsætisráðherra Nýsjálendinga i þrjú ár í viðbót. Leiðtogar Landssambands námamanna ogforráða- menn stærsta námafyrirtœkis landsins rœddust ígœr við um leiðir til að draga úr árekstrum verkfallsvarða og öryggissveita Hið víðtæka verkfall blakkra námamanna f Suður-Afríku hefur nú staðið í átta daga og sér ekki fyrir endan á því. 1 gær áttu forystumenn verkfallsmanna fund með hæstráðendum stærsta námafyrirtækis landsins, Ensk- amerísku samsteypunnar. Til- gangurinn var sá að ræða leiðir til að stemma stigu við ofbeldi og átökum við námur þar sem ekki er unnið. Leiðtogar Landssambands námamanna skoruðu á forráð- menn fyrirtækisins að fjarlægja öryggisverði sína burt frá námu- svæðunum þar eð nærvera þeirra væri óþörf en ögrandi og oft hefði skorist í odda með þeim og verk- fallsmönnum. Fundurinn bar engan árangur en menn voru ásáttir um að hittast að nýju í dag og freista þess að ná samkomu- lagi. Ekki var minnst aukateknu orði á meginmálið eða kröfur sambandsins um launahækkanir um þriðjung og áhættuþóknun til handa umbjóðendum sínum. Engu að síður töldu menn það góðs viti að deiluaðilar væru farn- ir að ræðast við því fundurinn í gær var hinn fyrsti milli þeirra frá því verkfallið skall á. Tveir menn hafa beðið bana og um 240 slasast í átökum verkfalls- manna og öryggisvarða frá því vinnustöðvunin hófst. Um 200 námamenn hafa verið handtekn- ir. Það var af þeim sökum að að- alritari Landssambands náma- manna, Cyril Ramaphosa, óskaði eftir að eiga orðastað við námaeigendur. Hann efndi tii fundar með blaðamönnum í gær og sýndi þeim gúmmíkúlur og fleiri gripi úr vopnabúri öryggisvarða nám- anna sem hann kvað óspart beitt gegn verkamönnum. Hann gerði grein fyrir tillögum þeim er hann hefði lagt fyrir námaeigenduma fyrr um daginn og em þær í átta liðum. Meginatriðin eru þau að öryggisverðimir verði látnir draga sig í hlé og að lögreglu- sveitir fái ekki aðgang að náma- svæðum. Ramaphosa sakaði stjórnvöld um afskipti af verkfallinu því „lögreglan hefur hegðað sér for- kastanlega, oft hafið skothríð á verkfallsmenn og reynt að neyða þá aftur til starfa." Á fundinum mun Ramaphosa einnig hafa krafist þess að hand- teknir námamenn yrðu látnir lausir úr varðhaldi og kæmr á hendur þeim látnar niður falla, að slösuðum verkfallsmönnum yrðu greiddar skaðabætur og að fulltrúar fjölmiðla fengju óhindr- að aðgang að verkfallsnámum. -ks. Þriðjudagur 18. ágúst 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 Ritari óskast til starfa á Kjarvalsstööum í fullt starf, sem fyrst. Viökomandi þarf að hafa gott vald á vélritun, íslensku, svo og kunnáttu í einu Norðurlandamáli og ensku. Mikilsvert er aö viðkomandi hafi áhuga á mynd- list. Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir Einar Hákonarson í síma 26180. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæö á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. St. Jósefsspítali, Landakoti Ritari Ritara vantar frá 1.9. 1987 nk. Verslunar- eða stúdentspróf nauðsynlegt. Umsóknareyðublöð liggja frammi I Starfsmannadeild, Öldugötu 19. Ræsting - Landakot Hefur þú áhuga á notalegum vinnustað? - Okkur á Landakoti vantar gott fólk til ræstinga. Við gef- um upplýsingar I síma 19600-259. (Ræstinga- stjóri) frá kl. 10-14. Reykjavík 14.8. 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.