Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 3
 Skytturnar Auka- verðlaun í Sviss Gamla sagan um spámanninn og föðurlandið, en aðsóknin var drœm hér heima Skytturnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, fékk sér- staka viðurkenningu á alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Locarno í Sviss á dögunum. Verðlaunasæti hreppti hún að vísu ekki, en litið er á viðurkenninguna sem fyrstu aukaverðlaun. Eins og allt of fáum er kunnugt - aðsóknin var dræm hér heima - fjalla Skytturnar um félaga í hvalfangarastétt. Myndin hefst þegar vertíðin endar, og að von- um finnst þeim félögum heimur- inn á við hálft kálfsskinn í vertíð- arlokin. Þeir fá uppgert hjá út- gerðinni og puttast því næst í bæ- inn, hvort tveggja með miklum illindum. Tónninn er þar með gefinn; útistöður við allt og alla halda áfram eftir að í bæinn er komið og enda með skotbardag- askelfingu. Fyrstu verðlaun á hátíðinni hreppti portúgölsk mynd. Önnur verðlaun mynd frá Taiwan, og í þriðja sæti kom sovésk mynd, og hefur sú verið í smíðum í ein tíu ár. Ekki náðist í Friðrik Þór í gær- dag, en eins og fram hefur komið í fréttum má ætla að hann sjái fram á bjartari daga við að „markaðssetja" Skytturnar í nán- ustu framtíð. Þá er það mjög ánægjulegt að utangarðsmaður- inn í íslenskri kvikmyndalist hafi hlotið þessa viðurkenningu. HS Kringlan Hálf þjóðin ______________________________________FRETTIR___________________________________________ Fiðurbúskapur Unghænur á Ihaugana Geir Gunnar Geirsson bóndi á Vallá: Borgarsig ekki að setja unghœnur á markað r Eg fór með sjö þúsund unghæn- ur á haugana um daginn. Það borgar sig ekki lengur að setja þær á markað, sagði Geir Gunnar Geirsson, bóndi á Vallá á Kjal- arnesi, í spjalli við blaðið í gær. „Málið er einfaldlega það að unghænur eru seldar á undir hundrað krónur kílóið út úr stór- mörkuðunum. Ég hef selt þær á sama verði og það kostar að slátra þeim. Það hefur því verið sjálfboðavinna hjá mér að standa í að slátra og frysta,“ sagði Geir Gunnar. í útvarpsfréttum nýskeð kom fram að Geir Gunnar er tilbúinn að gefa fólki fuglinn lifandi, og verður það þá sjálft að sjá um að slagta og og reyta. Geir segir reyndar að það borgi sig engan veginn fyrir fólk að bera sig eftir þessari björg, þar sem lágt verð sé á unghænum, eða um 80 krón- ur út úr búð. Við þetta bætist að það mun með öllu óheimilt að slátra fugl- um nema undir eftirliti, sam- kvæmt upplýsingum Hollustu- verndar nícisins. Að sögn Geirs Gunnars er slát- urkostnaðurinn við unghænurnar alltof hár, og vill hann meina að þar sé ástundað algjört okur. „Þeir sem hafa með dreifingu og sölu að gera standa sig ekki, enda beinist áhugi þeirra fyrst og fremst að kjúklingunum. Ung- hænunum er safnað saman í frosti, og svo fáum við að vita eftir dúk og disk að þær hreyfist ekki í verslununum,“ segir hann, og bætir við að það sé skaði, þar sem unghænurnar séu heilbrigðir fuglar og afurðirnar hollur og góður matur. Unghænurnar eru aukageta á Vallárbúinu. Megináherslan er lögð á eggjaframleiðslu, og nem- ur hún tæpum tveimur tonnum á dag. Geir Gunnar Geirsson, bóndi á Vallá á Kjalarnesi, með unga í fanginu. Eggjaframleiðsla er það sem máli skiptir á HS Vallárbúinu, og nemur hún tæpum tveimur tonnum á dag. Mynd: Sig. Kvótadeilan Stefnir í málaferli Skúli Alexandersson: Leita réttar míns fyrir dómsstólum dragi ráðuneytið ekki úrskurð sinn til baka. Ráðuneytisins að sanna en ekki mitt að afsanna hefur skilað sér Jón Asbergsson, forstjóri Hagkaupa: 120 til 130 þúsund manns komu þrjá fyrstu dagana að er reiknað með að 120 til 130 manns hafi komið þrjá fyrstu dagana, og við erum að vonum mjög ánægð með þær móttökur sem húsið hefur fengið, sagði Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaupa, þegar Þjóðviljinn forvitnaðist um hvernig hljóðið væri í þeim Kringlumönnum eftir opnunina. Jón var spurður hvort salan hefði dottið niður í Hagkaupa- versluninni í Skeifunni, og kvað hann nei við því. „Það var mjög góð sala þar, að vísu minni en hefur verið verið, en samt mun meiri en við bjuggumst við.“ Var salan í Kringlunni opnun- ardagana eitthvað í samræmi við fólksfjöldann sem lagði leið sína til ykkar? Nei nei, það er heldur ekki hægt að búast við því. Kaup- mennirnir eru allir ánægðir með sína sölu - líkja henni helst við umsvifin á Þorláksmessu - en það er ljóst að mjög margir komu til að skoða, og sýna sig og sjá aðra. Ef salan hefði verið í samræmi við fólksfjöldann þá væru kaupmenn búnir með allar sínar birgðir. HS Eg er margbúinn að gefa ráðu- neytinu tækifæri til þess að draga þessar rangfærslur sínar til baka en þeir hafa ekki sinnt því. Eg gef þeim enn færi þar til kæru- frestur rennur út á úrskurði ráðuneytisins gagnvart mínu fyr- irtæki. Að öðrum kosti verð ég að kæra þennan úrskurð og þær sak- ir sem á mig eru bornar og leita réttar míns fyrir dómstólunum, segir Skúii Alexandersson alþm. og framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi varðandi ásakanir sjávarútvegsráðuneytisins á hendur honum og fyrirtækinu fyrir meint kvótasvindl. Skúli boðaði fréttamenn á sinn fund í gær þar sem hann skýrði afstöðu sína í deilunum við ráðu- neytið. Hann bauð sjávarútvegs- ráðherra og fulltrúum ráðuneyt- isins að sitja fundinn sem þeir þáðu ekki. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ráðuneytið gert upptæk 96 þorskígildi af þeim afla sem unninn var hjá Jökli á sl. ári að verðmæti rúm 1.5 miljónir. í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að það hefur ekki neinar skýringar á meintu misræmi á keyptum afla fyrirtækisins og afurðum. -Ráðuneytið hefur ekki ennþá getað bent á hvaðan þessi ólög- mæti afli á að vera kominn og hefur engar sannanir fyrir full- yrðingum sínum, enda eru þessar ásakanir hrein ósannindi, sagði Skúli. - í þessu máli hvílir sönn- unarskyldan á ráðuneytinu, en ég á ekki að þurfa að sanna sakleysi mitt. Það vantar öll sönnunar- gögn, ráðuneytið byggir einvörð- ungu á getgátum og fullyrðing- um, sagði Skúli Ale'xandersson. -*g- Snœfellsás ’87 Hóphugleiðsla í pýramída Mótshaldarar ísjöunda himni. 400 manns þegar mest var Jökullinn hefur staðið fyrir sínu. Að vísu erum við í skugga hér á Arnarstapa, en ég er á því að það sé kostur. Ég veit ekki hvernig þetta væri ef við fengjum orkuna frá jöklinum ó- tempraða“, sagði starfsmaður Þrídrangs í gær, þegar Þjóðvilj- inn leitaði frétta af Sálvaxtarmóti því sem haldið var á Arnarstapa um helgina og nefndist Snæfcllsás ’87, en félagshópurinn Þrídrang- ur bar hitann og þungann af undirbúningi mótshaldsins. Að sögn starfsmannsins tókst mótshaldið frábærlega vel í alla staði, og þátttakan var góð. Voru mótsgestir vel á fjórða hundraðið þegar mest var. Hóphugleiðsla var stunduð í þar til gerðum pýramída sem var reistur á mótssvæðinu, og var hún nokkuð samfelld um helgina. Alheimsfriðarhugleiðsla var ástunduð vítt og breitt um jarðar- kringluna um helgina, einkum á helstu orkustöðvum jarðar en ein þeirra er Snæfellsjökull, og var Andrew Nevai tengiliður Snæ- fellsáss ’87 við umheiminn. Af því tilefni kom hann fram í út- varpi í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum og gaf skýrslu um mótshaldið. Útvarpað var í gegnum gervitungl. Veðrið lék við mótsgesti alla helgina, og fyrir bragðið var unnt að flytja dagskrána að mestu undir beru lofti. Dagskráin hófst klukkan m'u að morgni mótsdag- ana, og stóð þar til eftir miðnætti. Að sögn mótshaldara var dag- skráin svo fjölbreytt að þátttak- endur héldu sig svo til eingöngu á svæðinu, og fór lítið fyrir göngu- ferðum um nágrennið. „Við smíðuðum líka frábæran róluvöll fyrir krakkana, enda héldu þau sig þar öllum stundum.“ HS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.