Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. ágúst 1987 179. tölublað 52. árgangur Fulltrúar einkaframtaksins, þeir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SH og Davíð Scheving Thorsteinsson reyna nú að troða sér inn um gátt Útvegsbankans. Útvegsbankinn Einkageinnn yfirbýöur 33 aðilar leggjafram tilboð upp á 760 milljónir í Útvegsbankann ígœr Mikið óðagot greip um sig hjá einkageiranum þegar fregn- ir bárust af tilboði Sambandsins í hlutabréf ríkisins f Útvegsbank- anum. í gær var lagt fram tilboð 33 fyrirtaekja og einstaklinga í hlutabréfin. Tilboðið hljóðar upp á kaup á hlutabréfum fyrir 760 milljónir króna, sem er á núvirði rúmar 797 milljónir. 6% af andvirðinu verður greitt út og eftirstöðvarn- ar lánaðar til fimm ára og bundn- ar lánskjaravísitölu. Eimskipafélag ísland leggur 100 milljónir í púkkið en aðrir stærstu kaupendurnir eru Líf- eyrissjóður verslunarmanna með 60 milljónir. Iðnaðarbankinn, LÍÚ, SH, Tryggingamiðstöðin og Verslunarbankinn með 50 milljónir. Tveir einstaklingar ætla að leggja fram 25 milljónir hvor, þeir Halldór H. Jónsson og Thor O. Thors, báðir viðriðnir ís- lenska aðalverktaka. Kristján Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, sagði í gær að Lands- sambandinu hefði verið falið af ríkisstjóminni að safna tilboðum frá útvegsmönnum og var gefinn frestur til 15. nóvember. „Menn ætluðu sér lengri tíma en þegar stigið var fram fyrir okkur herti það á viðbrögðum okkar.“ Tilboð einkageirans er um 100 milljónum hærra en tilboð Sam- bandsins auk þess sem útborgun- in er einu prósenti hærri. Einnig segjast þeir ganga að því að greiða eftirstöðvarnar á 5 árum en Sambandið hafði farið fram á viðræður um eftirstöðvarnar. „Við teljum að ekki sé um að ræða uppboð á hlutabréfum og viðskiptaráðherra þarf því ekki að bera saman tvö tilboð þar sem bréfin eru ekki lengur í sölu eftir að tilboð barst frá okkur,“ sagði einn fulltrúi Sambandsins við Þjóðviljann. Sagði hann að ráðu- neytið hlyti að meta tilboð Sam- bandsins án þess að hafa tilboð einkageirans til hliðsjónar og mátti skilja orð Jóns Sigurðs- sonar, viðskiptaráðherra í gær á þann veg, að svo yrði gert. Þegar Sambandið bauð í bréfin voru þau tekin af sölu auk þess sem viðskiptaráðuneytinu var af- hent ávísun fyrir útborguninni með þeim fyrirvara að samkomu- lag næðist. Að sögn fjármálamanna sem blaðið ræddi við í gær, er þessi túlkun Sambandsins rétt. Bent er þó á að ein leið sé fyrir ráðherra til að hafna tilboði Sambandsins, en það er að samkvæmt lögum á. ekki einn aðili að geta eignast meirihlutaíbankanum. Þó fjögur Sambandsfyrirtæki séu skrifuð fyrir tilboðinu eru þau að meira eða minna leyti undir sömu stjórn. Verði tilboð einkageirans of- aná munu Iðnaðarbankinn og Útvegsbankinn sameinast eftir ársuppgjör 1987. Verslunarbank- inn íhugar sameiningu einnig en samtals hafa þessir þrír bankar 26% af heildar bankaviðskiptum og yrðu næst stærsti banki lands- ins. Ljóst er að það er sama hvort tilboðið verður ofan á, þá mun bönkum fækka. -Sáf Rúdolf Hess borðar súpu í Nurnberg árið 1946. Þar var hann dæmdur til ævilangrar dvalar í Spandau en henni lauk í gær. Sjálfstœðisflokkurinn Spandaufangelsið Ráðist að fbiystunni Hess allur Árni Sigfússon, formannskandídat SUS kennir forystu Sjálfstœðisflokksins um kosningaósigurinn. Forystan ekki í tengslum við félagana Eg held við ættum að viður- kenna það að flokksforyst- unni hefur ekki tekist sem skyldi. Hugarfarsbreyting verður að eiga sér stað hjá flokksforystunni þannig að hún sé nær kjósendum og hinum almenna flokksfélaga. Það þarf ekki mörg ár til að missa niður þessi tengsl og það þýðir einfaldlega að lítið félag verður enn minna og stórt félag lítið, sagði Árni Sigfússon, frambjóð- andi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, í frétta- tíma Stöðvar 2 á sunnudags- kvöld. Tilefni þessarar árásar á hend- ur flokksforystunni, var álitsgerð ungra sjálfstæðismanna í kjölfar kosningaósigurs Sjálfstæðis- flokksins í vor, en ungliðarnir krefjast skipulagsbreytinga innan flokksins. Árni sagði að þrátt fyrir það að málefnastaða flokksins hefði ver- ið góð fyrir kosningarnar hafi flokkurinn beðið afhroð. „Við hljótum því að leita að öðrum sökudólgum og að mínu mati er það almennt sambandsleysi við hinn almenna flokksmann sem er helsta skýringin. Fokkurinn hef- ur villst af leið. Hann hefur í gegnum árin verið að tapa tengsl- unum við hinn almenna flokks- mann, sem hefur gert mönnum auðveldara að hlaupast undan merkjum, - þeir hafa ekki verið í eins sterkum tengslum við flokks- forystuna og gilti áður.“ - Ég held því fram að skipu- lagsbreytingar einar sér hafi lítið að segja. Það þarf ákveðna hug- arfarsbreytingu hjá forystunni til þess að skipulaghsbreytingar hafi eitthvað að segja. Að mínu mati er það mál númer eitt. Skipul- agsbreytingar geta aldrei leitt til neinna grundvallarbreytinga ef ekki liggur að baki ákveðin hug- arfarsbreyting, sagði Árni Sigfús- son. Masistaforinginn fyrrverandi, Rúdolf Hess, er allur, 93 ára að aldri. Hess var fangi f Spandau fangelsinu í Vestur-Berlín sem naut þess vafasama heiðurs að hýsa þá fyrrum forystumenn þriðja ríkisins sem ekki voru dæmdir til dauða í Nurnberg- réttarhöldunum í stríðslok. Hann hafði dvalið þar í rúm 40 ár þegar kallið kom og verið eini fanginn eftir að fyrrum æskulýðsleiðtogi nasista, Baldur von Schirach, og yfirmaður vopnaframleiðslu Hitlers-Þýskalands, Albert Spe- er, voru látnir lausir árið 1966. Hess var nánasti. samverka- maður Adolfs Hitlersþegar Nas- istaflokknum var að váxa fiskur um hrygg á þriðja áratugnum. Hann mun hafa aðstoðað\for- ingja sinn við samsetningu bókar nokkurar er Hitler nefndi „Meh^ Kampf" og var full af þýskri þjóðrembu og gyðingahatri. Hess naut ekki jafnmikillar hylli Hitlers og fyrrum þegar nas- istar höfðu sölsað undir sig völd í Þýskalandi. Skömmu áður en þýski herinn réðist inn í Sovétrík- in árið 1941 lagði Hess upp í fífl- djarfa för til Skotlands. Hann hugðist ná friðarsamningi við bresku stjómina upp á sitt eins- dæmi en var umsvifalaust varpað í dýflissu. Úr fangavist átti hann ekki afturkvæmt. _ks. Misgengishópurinn Sömu kjör fyrir alla Fulltrúar misgengishópsins áfundi meðfélagsmálaráðherra. Vilja njóta sömu kjara og þeir semfá lán eftir nýja kerfinu Fulltrúar svokallaðs misgengis- hóps fóru á fund Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráð- herra, í gær, til að forvitnast um hvort ríkisstjórnin hyggðist leið- rétta hlut þeirra. Að sögn Sturlu Þengilssonar, eins talsmanna hópsins var Jó- hanna spurð að því hvernig ríkis- stjórnin hygðist skuldbreyta lausaskuldum fólks, sem keypti fyrir daga nýja húsnæðislánakerf- isins. „Það er ljóst að það er mikið misræmi á milli þeirra sem fengu lán eftir gamla kerfinu og þeirra sem fá lán eftir nýja kerf- inu. Við teljum því eðlilegt að þeir sem fengu lán fyrir daga þessa nýja kerfis geti skuldbreytt skammtímalánum þannig, að lán þeirra hjá Húsnæðisstofnun séu þau sömu og þeirra sem fá lán eftir nýja kerfinu. Það er ekki hægt að mismuna fólki svona með einu pennastriki." Auk skuldbreytinga var rætt um verðbætur til þessa hóps og hvemig hægt er að útfæra þær í nýju skattalögunum. Mun hópur- inn skila Jóhönnu ítarlegum til- lögum þar að lútandi. Að sögn Sturlu lofaði Jóhanna að koma með útspil í upphafi næsta mánaðar. -Sáf -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.