Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN Sóleyjarsaga Til sölu Ógallaö eintak af „Sóleyjarsögu" Stórt barnarimlarúm úr furu ásamt eftir Elías Mar óskast keypt, l.ogll. dýnu. Verð 2.500 kr. Er úr Vöru- bindi. Hafiösamband við ElíasMarí markaðinum. Upplýsingar í síma sima 38218 eða 681333. 72072. Dagmamma Dagmamma óskast frá 1. okt. fyrir 10 mán gamla stelpu hálfan dag- inn, eftir hádegi. Bý í Hlíðahverfi. Uppl. í síma 21262. Anna Rósa. Lada 1600 '80 til sölu skoðaður ’87. Gott eintak. Verð kr. 75 þús. Uppl. í slma 621308 e.h. Til sölu þvottavél, lítillega biluð, selst ódýrt. Uppl. í síma 75403. Til sölu stórt burðarrúm á vagngrind. Kr. 1.000.-, lítill grillofn kr. 1.500.-, og þríhjól kr. 800. Uppl. í síma 13092 eftir kl. 19. Óska eftir að kaupa píanó á hóflegu verði. Vinsam- legast hringið í síma 681333 f.h. eða í 666842 e.h., Bára. Til sölu Kalkoff 3ja gíra kvenreiðhjól ársgamalt. Gott verð. Uppl. í síma 29819 eftir kl. 17. Til sölu karlmannsreiðhjól. Vel með farið. Selst ódýrt. Sími 617016. Vantar gott eintak af VW bíl á sanngjörnu verði. Uppl. í síma 35584 eftir kl. 18. Til sölu tvöfaldur stálvaskur og blöndunar- tæki á kr. 3 þúsund. Gamall B.M.V til niðurrifs til sölu. Sími 671817. Commodore 64 með diskettudrifi, tölvuskjá og prentara. Einnig fylgir segulband og ca 1000 forrit. Uppl. í síma 651672 eftir kl. 19. Vantar ódýrt hamstrabúr. Sími 611632. Vantar ekki einhvern stórt uppgert orgel fyrir lítið verð? Uppl. í síma 35054. Fallegur kettlingur fæst gefins Sími 621737. Biluö frystikista fæst gefins gegn því að vera sótt. Sími 71679. Til sölu vegna brottflutnings. Citroén GS Club 78, vetrar/ sumardekk, útvarp/kassetta, af- ruglari, Kenwood stereotæki (al- vörugræjur) og Ferguson sjónvarp 20". Upplýsingar í síma 24836. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 35236. Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Vistarvera Ef þú ert heiðarlegur húseigandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og átt 1- 3 herbergja íbúð sem þú vilt leigja fyrir sanngjarnt verð þá erum við tvær 21 árs og reyklausar Elínar ofan úr Borgarnesi sem bjóðum þér á móti: öruggar mánaðargreiðslur, (fyrirframgreiðslu ef þú ert blankur) og snyrtilega og hávaðalausa um- gengni. Við erum í skóla og vinnum í banka og höfum meðmæli. Uppl. í síma 23089 (á kvöldin) og 93- 71337. III REYKJKJÍKURBORG ffl ACUíMl Stö4wi 'I' Vinnumiðlun fyrir fatlaða Ráðningastofa Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða félagsráðgjafa eða starfsmann með sambærilega menntun. Reynsla af störfum á sviði félagsmála æskileg. Starfið felst m.a. í móttöku umsókna á verndaða vinnustaði og vinnumiðlun og atvinnuleit vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar. Upplýsingar gefur Elísabet Guttorms- dóttir í síma 622648. Umsóknarfrestur er til 1. september 1987. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. fsa) Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknaritarar Viljum ráða læknaritara á bæklunar- og lyfja- deild. Upplýsingar veita læknafulltrúar viðkom- andi deilda. Skriflegar umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist skrif- stofustjóra F.S.A. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Þórður Steindorsson verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudag- inn 18. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Ester Sæmundsdóttir, börn og tengdabörn FRÁ LESENPUM Matarskatturinn Það er nú komið á daginn að nýja ríkisstjórnin ætlar að veru- legu leyti að leggjast á þá þegna þjóðfélagsins er minnst bera úr býtum. Matarskatturinn ber þess ljósastan vottinn. Það á að minnka í buddu launþegans, og gamla og útslitna fólkið á að herða sultarólina. Kristín Halldórsdóttir ein af foringjum Kvennalistans (og kannski sú greindasta) skrifar í DV mánudaginn 27/7 ’87 þar sem hún segir að núverandi stjórnar- flokkar hafi í samningum um stjórnarmyndun ekki viijað fall- ast á að hækka lægstu launin í landinu, heldur skerða kjör hinna tekjulægstu með siðlausri aðgerð á brýnustu nauðsynjar. Þessi skattur stjómarherranna er talinn um 290 millj. í ríkissjóð á þessu ári en um 700 millj. á því næsta, um slíka upphæð munar vitaskuld í soltinn ríkissjóð, hana mætti sækja eftir öðrum leiðum, er snerti hina tækjulægstu lítið sem ekkert. Þá bendir þingkonan á leið til tekjuöflunar, t.d. að fella niður undanþágur af sölu- skatti sem orðnar em svo marg- víslegar að hægt væri að auka tekjur ríkissjóðs um 5 millj. á ári. Undir þetta skal tekið. En það em fleiri en stjómarandstaðan sem em andsnúnir þessari spán- nýju ríkisstjórn, höfðingjarnir í verslunarráði hafa sitthvað að at- huga við sáttmála hennar og fer þá skörin að færast upp í bekk- inn. Þeir spá vaxandi verðbólgu og gengisfellingu eftir áramót og fordæma svo matarskattinn í þokkabót, svo Jón Baldvin verð- ur að fara að spjara sig og sýna fólki það svart á hvítu hverjir eigi ísland eins og þegar hann fór á puttanum hringveginn fyrir kosn- ingar og hrópaði hástöfum hverj- ir ættu þetta fagra og auðuga fóst- urland okkar, hnarreistur og sjálfumglaður. En er stjórnin hnarreist og traustvekjandi? Þessa spumingu lagði ég fyrir Jón vin minn hjá Borgaraflokknum, áður hjá íhaldinu eins og menn muna. Kallinn hefur hækkað í tign og fylgir goðinu fast eftir. Sagt er að hann hafi öll lyklavöld hjá huldu- hemum og geti kallað hann út með stuttum fyrirvara ef á þyrfti að halda. Samtal okkar Jóns fór fram á einu af þessum litlu og þægilegu kaffihúsum í Kvosinni, þar sem hægt er að vera í næði og láta sér líða vel frá öllu argaþras- inu. Jón var spakur og sæll eftir sigur Borgaraflokksins og segir: Já, það er rétt hjá ykkur komm- um og kvennó að þessi matar- skattur var ekki bráðnauðsyn- legur og er eiginlega til skammar bolsinn þinn. Ef Borgaraflokkur- inn hefði lent í stjórn hefði þessi skattur aldrei verið lagður á, það mátti fara aðrar leiðir. Við fengum nú aftur í bollana og létum okkur líða vel. Jón í besta skapi og lét dæluna ganga um ágæti Borgaraflokksins. Eg var nú orðinn hálfleiður á vaðlinu í kallinum og segi: Mig langar nú að síðustu að segja þér frá afar merkilegum draum er mig dreymdi þegar verið var að mynda nýju stjórnina. Báðir emm við spíritistar og trúum á annað iíf. Það var eitt kvöldið að ég kom heim og settist inn í stofu og var þreyttur. Eins og þú veist á ég það stundum til að falla í trans eða hverfa í svefn, og svo var nú, Já, haltu áfram, ég sé það að ég er að verða tímabundinn. Já, nú kemur draumurinn. Mér finnst að ég sé staddur í skrifstofu Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar og þá sé ég þrjá kófsveitta menn vera að reyna að mynda ríkisstjórn í landinu. Mér fannst þetta mjög einkennilegt í draumnum að þessir menn væm þarna að koma sér saman um hvernig ætti að stjóma landinu, en þá gerist það í draumnum að allir helstu verkalýðsforingjar félagsins, sem, allir em látnir birtast, þeir Héðinn, Hannes, Eðvarð og Sigurður Guðnason með tóbaksbaukinn á lofti og em allir reiðilegir á svip. Mér fannst Sigurður hafa orð fyrir þeim og segja: Hvað em þessir menn að gera hér inni? í þessu höfuðvígi verkalýðsins fyrr og síðar. Hvers vegna rekur Guðmundur J. þá ekki út? Er það hér sem verið er að leggja matarskattinn á fólk sem hefur vart til hnífs og skeiðar? Er það hér sem sá er kallar sig vin litla mannsins gengur út og inn eins og grár köttur og reynir að fóðra sálar- heill sín að axlarklappi og guðs- orði. Og mér fannst allt svo skín- andi bjart í draumnum, Nonni minn, í kringum þessar gömlu bardagahetjur, og þá vaknaði ég. Jón gamli vinur minn stóð nú upp úfinn og reiður og sagði: Þú hefur sama háttinn á og venjulega að vera með lygar og kjaftæði, já meira að segja um látið fólk, svei því. Já, svona fór það í þetta sinn hjá okkur Jóni, og allt var þetta útaf því að ég fór að tengja vin litla mannsins í draumnum við þennan makalausa matarskatt ríkisstjórnarinnar í öllu góðær- inu. Páll Hildiþórs Kennarar - Kennarar Kennara vantar að Gagnfræðaskóla Selfoss: Kennara í samfélagsfræði - heil staða - og kenn- ara í erlendum málum - heil staða. Upplýsingar gefa Óli Þ. Guðbjartsson í síma 99- 1178, Jón Ingi Sigurmundsson í símí 99-1273 og Sigríður Matthíasdóttir í síma 99-2409. Skólanefnd Heilsugæslustöð í Þorlákshöfn Tilboð óskast í að reisa og gera fokhelda heilsu- gæslustöð í Þorlákshöfn. Verkinu skal vera lokið 1. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 10.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. sept. 1987 kl.11.:00 f.h. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.