Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVIUINN Þrlðjudagur 18. ágúst 1987 179. tölublað 52. árgangur LEON AÐ EARSCLLí 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Nýja flugstöðin Leiguokur og „mllugjaSd ít Óánœgja með háa leigu í nýju flugstöðinni. Flugfarþegar greiða „rúllugjald“ að nýjuflugstöðinni. Halldór Sigurðsson, Arnarflugi: Ákváðum að afsala okkur hluta af úthlutaðri aðstöðu vegna hárrar leigu. Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóri: Breiðu bökin borga mest Þegar uppvíst varð loksins ____ __________________________________' ______________________________- fyrir einum þremur vikum hver jj^j okkurrar óánægju gætir með- al þeirra fyrirtækja og stofn- ana, sem nýja nugstöðin hýsir. Einkum beinist óánægjan að mjög háu leigugjaldi, sem fyrir- tækin borga fyrir aðstöðuna og hefur Arnarflug afráðið að draga úr starfsemi sinni í flugstöðinni vegna þessa. Fyrirhugað er að setja á sérstakt innskráningar- gjald á flugfarþega, sem nemur um 200 krónum á hvern farþega, en eins og komið hefur fram fóru allar fjárhagsáætlanir við smíði stöðvarinnar úr böndunum, eða um rúman milljarð króna. -Arnarflug hefur afráðið að fækka innskriftarborðum úr þremur í eitt í nýju flugstöðinni og afsala sér lagerplássi, sem fyr- irtækið hafði fengið úthlutað í byggingunni og leigja þess í stað húsnæði í Keflavík undir starf- semina, vegna þess hve leigan er óheyrilega há, sagði Halldór Sig- urðsson, hjá Arnarflugi. leigan yrði, var ljóst að hún var ekki í neinu samræmi við það sem tíðkast fyrir leigu á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Ég veit til þess að íslenskur markaður hefur far- ið með þetta mál fyrir iðnaðar- og samgönguráðuneytið, sagði Hall- dór Sigurðsson. Pétur Guðmundsson, flugvall- arstjóri, upplýsti í samtali við blaðið að leiga fyrir aðstöðu í flugstöðinni væri allt frá 5500 krónum á fermetra í tæpar 400 krónur. - Hér eru það breiðu bökin sem borga mest. Fríhöfnin og flugfélögin einna hæsta leigu, enda velta þau mestu hér í bygg- ingunni. Ég get alveg fallist á að þetta er all verulega há leiga, sagði Pétur Guðmundsson, en hann sagði sér ekki vera kunnugt um að fyrirtæki hefðu gengið úr skaftinu vegna leigunnar og afsal- að sér úthlutaðri aðstöðu í flug- stöðinni. -rk Varmalandsnefndin Fundað um allt land Varmalandsnefndin svokallaða sem fjallar um stöðu Alþýðu- bandalagsins og vinstri hreyfing- arinnar fundaði í Reykjavík um Húsnæðislánin Láns- loforðin suður Rúm 76% lánsloforða til suðvestur-hornsins en fjárfestfyrir rúm 81 % lánsloforða Töluverður fjöldi þeirra hús- næðislána, sem veitt eru fólki á landsbyggðinni, fer í Qárfest- ingar á suðvesturhorni landsins. I maí sl. var skipting lánsloforða þannig að rúm 22% loforða fór til fólks út á landsbyggðinni en ein- ungis rúm 18% til fjárfestingar. Imaí sl. höfðu 7626 lánsloforð verið veitt af Húsnæðisstofnun, þar af var vitað hvar rúm 3400 loforð yrðu notuð. Sé bara litið til þeirra loforða kemur í ljós að 1130 loforð fóru til fólks annars- staðar en í Reykjavík og á Reykjanesi, hinsvegar einungis 967 loforð, sem verða notuð til fjárfestinga á landsbyggðinni. Lánsloforð til Reykvíkinga og Reyknesinga eru 2317 en á sama svæði eru 2493 notuð til fjárfest- inga. Á landsbyggðinni er því ein- ungis framkvæmt fyrir 18,7% þó 22,7% loforða fari þangað. Á suðvesturhorninu er hinsvegar framkvæmt fyrir 81,3% þó ein- ungis 76,8% loforða fari til fólks á þessu svæði. Mestur er mismunurinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. -Sáf helgina og að sögn Gísla Gunn- arssonar sem á sæti i nefndinni var samþykkt að nefndin notaði næstu vikur til að funda í öllum kjördæmum með flokksmönn- um. - Við hefðum gjarnan viljað halda fundi í öllum flokksfé- lögum en því miður höfum við hvorki tíma né aðstöðu til þess. Þess í stað verða fundir á vegum j kjördæmisráðanna opnir öllum j félagsmönnum. Nefndin mun síðan koma sam- an 19. og 20. september n.k. og skila síðan frá sér áliti til mið- stjórnar Alþýðubandalagsins sem mun líklega funda í byrjun október. Þá hefur nefndin lagt til að landsfundur Alþýðubanda- lagsins verði haldinn um miðjan nóvember. _jg. Reynir Aðalsteinsson bóndi á Sigmundarstöðum í Borgarfirði vann það afrek að verða heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á mótinu. Hér er hann á flugskeiði og tíminn á sprettinum var 21,9 sek. Mynd - G.T.K. Hestamenn Koma heim klyfjaðir gulli Þeir voru hressir íslendingarn- ir sem voru að koma heim af heimsmeistaramótinu í hestaí- þróttum í Weistrach í Austurríki, og er full ástæða til. Segja má að íslenska keppnis- sveitin komi heim klyfjuð gulli. Hún vann fimm gullverðlaun, fleiri en nokkurri íslenskri sveit hefur áður auðnast, og tvenn silfur- og tvenn bronsverðlaun að auki. Og allir komust íslensku knaparnir í úrslit. Verðlaunahafarnir eru annars þessir: Reynir Aðalsteinsson þrenn gullverðlaun. Sigurbjörn Bárðarson tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Erlingur Sig- urðsson ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Hafliði Halldórs- son ein silfurverðlaun. Einkum kom sigur Sigurbjörns Bárðar- sonar í tölti á óvænt, en undanfar- in ár hafa verið erfið íslensku keppnissveitunum í fjórgangs- greinum. Um sex þúsund manns víðsvegar úr heiminum sótti mótið og voru íslendingar um fimm hundruð af þeim. Vel fór um keppendur og hesta og not- uðu margir íslensku gestanna tækifærið og ferðuðust um Austurríki í tengslum við þetta mót. mhg/G.T.K. Lífeyrissjóðirnir Sjóðimir í hár saman 1Tilboð ríkissjóðs til sjóðanna lagtfram í gœr. Samband almennra lífeyrissjóða mœtti ekki á fundinn. Hrafn Magnússon: Vildum með því mótmcela orðum Péturs Blöndal. Pétur Blöndal: Stend fast við orð mín. Tilboð ríkissjóðs talið óaðgengilegt Fulltrúar ríkissjóðs afhentu „Ég stend fast við þessi orð fulltrúum Landssambands líf- mín,“ sagði Pétur Blöndal, for- maður Landssambands lífeyris- sjóðanna. „Það var ekki haft ulltrúar ríkissjóðs afhentu fulltrúum Landssambands líf- cyrissjóðanna tilboð ríkisins í skuldabréf lífeyrissjóðanna i gær. Fulltrúar Sambands almennra lífeyrissjóða mættu ekki á fund- „Með því að mæta ekki vildum við mótmæla þeim orðum Péturs Blöndal í Morgunblaðinu, að ekki hafi verið haft samráð við lífeyrissjóðina við mótun nýja húsnæðislánakerfisins. Ég hef nú samt trú á því að samstaða náist aftur milli lífeyrissjóðanna,“ sagði Hrafn Magnússon, formað- ur Sambands almennra lífeyris- sjóða. formlegt samband við Landssam- band lífeyrissjóðanna og hvað sjálfan mig varðar þá var forðast að láta mig fylgjast með. Ég á nú erfitt að sjá að þessi orð mín verði til þess að vinslit verði á milli okk- ar og Sambands almennra líf- eyrissjóða. Ég hef sagt þetta áður og þá hefur þessu ekki verið mót- mælt.“ Tilboð ríkisins í gær fól í sér 6,25% vexti umfram verðbólgu fyrir skuldabréf keypt árið 1988, en áður hafði verið samið um 5,9% vexti af þeim. Þá býður rík- ið 6% vexti fyrir árið 1989 og 5,75% vexti fyrir skuldabréfa- kaup árið 1990. Þá er í tilboði ríkisins gengið út frá því að lán- stíminn lengist úr 20-30 árum í 25-35 ár. „Þetta tilboð miðast við að Húsnæðisstofnun verði ekki nauðbeygð til að hækka útláns- vexti sína,“ sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar í gær. „Mér þótti skrýtið að fá þetta tilboð," sagði Pétur Blöndal. „Þetta tilboð er ekki á markaðs- vöxtum einsog talað er um í lögum.“ Pétur vildi þó ekki kveða upp úr hvort tilboðinu yrði hafnað. Sagðist hann ætla að leggja það fyrir stjóm Lands- sambandsins. „Þetta tilboð getur ekki orðið að samkomulagi," sagði Hrafn Magnússon, formaður Sambands almennra lífeyrissjóða. Hann vildi þó ekki úttala sig frekar um það þar sem stjóm Sambandsins ætti eftir að fjalla um málið. Á miðvikudag mun Samband- ið funda með fulltrúum ríkisins og sama dag verður tilboðið lagt undir stjóm Landssambandsins. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.