Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 2
HSPURMNGIN-—] Afhverju heldur þú að Útvegs- bankinn sé allt í einu svona eftir- sóknarverð fjárfesting? Guðni Helgason, hjálparmaður: Útgerðin er bara að reyna að stoppa þessa Mafíu, sem Sam- bandið er. Matthías Bjarnason, fyrrv. viðskiptaráðherra: Það hefur alltaf staðið til að aðilar í sjávarútvegi sameinuðust um að kaupa bankann, en þeir voru seinni til en SÍS. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé al- menningur sem eigi að eiga bankann. Jórunn Bjarnadóttir, verkamaður: Ég hef ekki hugmynd um það. Það hljóta að vera mikil verðmæti í bankanum. Hulda Mjöll Hauksdóttir, starfsmaður Eimskips: Hlýtur að vera valdaspursmál. Getur ekki verið annað. Þröstur Gunnarsson, námsmaður: Það er góð fjárfesting í bönkum. Þenslan í bönkunum sýnir það. FRÉTTIR Einkageirinn Umfangsmikil fjársmölun Halldór H. Jónsson og Thor Ó. Thors hjá íslenskum aðal- verktökum með 25 miljónir á eigin nafni hvor um sig Inn á meðal |>eirra fyrirtækja og stofnana einkageirans og Reykjavíkurborgar, sem gert hafa tilboð í hlutabréf Útvegs- bankans eru tveir einstaklingar. Það eru þeir Halldór H. Jónsson arkitekt og stjórnarformaður í fjölmörgum stærstu fyrirtækjum landsins og Thor Ó. Thors for- stjóri Islenskra aðalverktaka sem hvor um sig leggur fram 25 milj- ónir. Kauptilboðið ásamt hlut hvers og eins í tilboðinu er birt hér á eftir: KAUPTILBOÐ Undirritaðir aðUar gera hér með svofellt kauptilboð í hluta- bréf Ríkissjóðs íslands í Útvegs- banka íslands hf. 1. Gert er tilboð um kaup á hlutabréfum samtals að fjárhæð á nafnvirði 760.000.000.- sjö- hundruðogsextíumilljónir króna - með lánskjaravísitöluálagi nú 4.87365 stig, samtals nú að and- virði kr. 797.039.740.- sjöhundr- uðníutíuogsjömillj ónirþr j átíuog- níuþúsundsjöhundruðogfjöru- tíukrónur. 2. Útborgun verði 6% af andvirði hlutabréfanna að fjárhæð á nafnvirði 45.600.000.- fjörtíuog- fimmmillj ónirogsexhundruðþús- undkrónur - með lánskjaravísitö- luálagi kr. 47.822.384.- fjörutíu- ogsj ömillj óniráttahundruðtutt- uguogtvöþúsundþrjúhundruð- áttatíuogfj órarkrónur. 3. Eftirstöðvar kaupverðsins verði lánaðar til 5 ára og bundnar lánskjaravísitölu miðað við kaupdag og beri vexti, sem eru meðaltal vaxta verðtryggðra út- lána á hverjum tíma samkvæmt upplýsingum Seðlabanka ís- lands. Gjalddagar verði misseris- lega, í fyrsta sinn hinn 30. apríl 1988. 4. Hver og einn tilboðsgjafa um sig mun gera sérstaka grein fyrir þeim tryggingum, sem hann mun leggja fram til tryggingar eftir- stöðvum kaupverðs þeirra hlutabréfa, sem hann skuldbind- ur sig að kaupa. Thor Ó. Thors t.v. og Halldór H. Jóns son með 25 miljónir hvor en þó ekki nema hálfdrættingar miðað við „óskabarn þjóðarinnar". 5. Tilboðsgjafar gera þann fyrir- vara, að um fleiri kaupendur og tilflutning á fjárhæðum milli aðila geti orðið um að ræða frá því sem í tilboði þessu greinir. 6. Nöfn þeirra aðila, er standa að tilboði þessu og fjárhæð hluta- bréfa, sem hver þeirra gerir til- boð um kaup á, er sem hér á eftir greinir: H.f. Eimskipafélag íslands kr. 100.000.000.-, Lífeyrissjóður verzlunarmanna kr. 60.000.000.- , Iðnaðarbanki íslands hf. kr. 50.000.000.-, Landssamband ísl. útvegsmanna kr. 50.000.000.-, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kr. 50.000.000.-, Tryggingamið- stöðin hf kr. 50.000.000.-, Verzlunarbanki íslands hf. kr. 50.000.000.-, Olíufélagið Skelj- ungur hf. kr. 40.000.000.-, Hrað- frystistöð Vestmannaeyja hf. kr. 35.000.000.-, Halldór H. Jóns- son, arkitekt, Ægissfðu 88, R. kr. 25.000.000.-, Thor Ó. Thors, for- stjóri, Lágafelli, Mosf. kr. Hafnarfjörður Hálfur skóladagur fyrir 6 ára Foreldrar um 120 barna sem verða í 6 ára deildum í grunn- skólum Hafnarfjarðar í vetur, hafa lýst áhuga sínum á því að komið verði á fót gæslu fyrir börnin í skólanum þannig að þau verði minnst hálfan daginn í skólanum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að koma slíkri gæslu á fót þegar í haust. Hefur þegar verið fundin aðstaða fyrir þessa daggæslu í öllum grunn- skólunum. Þessi gæsla verður rekin með svipuðu sniði og verið hefur í Kópavogi undanfarin ár og greiða foreldrar rúmlega 1500 kr. á mánuði fyrir gæslu á hverju barni. - Það sýndi sig í könnun sem gerð var sl. vor að það er mikil þörf á þessari þjónustu. Við erum því mjög ánægð að geta drifið strax í þessu, sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson bæjarritari í Hafnarfirði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Auk þessar nýju þjónustu, settu bæjaryfirvöld í fyrravetur á fót sérstakt tómstundaheimili fyrir börn á aldrinum 7-11 ára þar sem þau koma að loknum skóla- degi og fá aðstoð við heimanám og aðra þjónustu. Hefur rekstur heimilisins mælst vel fyrir meðal foreldra. - Við teljum að með þessari þjónustu fyrir yngstu skólabörnin þá sé búið að bæta verulega úr brýnni þörf á öruggri aðstöðu fyrir börnin fyrir eða eftir skóla á meðan foreldrar eru að vinna, sagði Gunnar Rafn. -•g- 25.000.000.-, Ögurvík hf., Reykjavík kr. 25.000.000.-, Grandi hf., Reykjavík kr. 20.000.000.-, Sfldar- og fiski- mjölsverksmiðjan hf. Rvík. kr. 20.000.000.-, Hraðfrystistöðin í Reykjavík hf. kr. 15.000.000.-, ísfélag Vestmannaeyja hf. kr. 15.000.000.-, Andri hf. Reykja- vík kr. 10.000.000.-, Fiskanes hf., Grindavík kr. 10.000.000.-, Hekla hf., Reykjavík kr. 10.000.000.-, Hraðfrystihús Esk- ifjarðar hf. kr. 10.000.000.-, Hrönn hf., ísafirði kr. 10.000.000.-, Miðfell hf., Hnífs- dal kr. 10.000.000.-, Sjóvátrygg- ingafélag íslands hf. kr. 10.000.000.-, Soffanías Cecils- son, útgm. Grundarf. kr. 10.000.000.-, Fiskveiðahlutafé- lagið Venus, Hafnarfirði kr. 10.000.000.-, Globus hf., Reykjavík kr. 5.000.000.-, H. Benediktsson hf., Reykjavík kr. 5.000.000.-, Kristján Guðmunds- son, útgm. Rifi kr. 5.000.000.-, Magnús Gamalíelsson hf., Ólafs- firði kr. 5.000.000.-, Mjöl- vinnslan hf., Hnífsdal kr. 5.000.000.-, Siglfirðingur hf., Siglufirði kr. 5.000.000.-, Út- gerðarfélag Flateyrar hf. kr. 5.000.000.-, Þorbjörn hf., Grindavík kr. 5.000.000.-. Sam- tals kr. 760.000.000.-. Auðvitað hlýt ég að vera viðskiptaséní fyrst mér tókst að láta einkageirann eyða öllu sparifé sínu ! að kaupa verðlausan banka. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.