Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 8
JULIUS GEIRMUNO Þaö fer ekkert á milli mála að þeir eru af Júlíusi Geirmundssyni þessir. Það er vissara fyrir kókdrykkjumenn að birgja sig vel upp af þessu vinsæla ropvatni fyrir langan togaratúr. Btyggjulíf á Isafirði Miðpunktur athafnaiífsins á ísafirði er vitaskuld höfnin og næsta nágrenni hennar eins og alls staðar þar sem fólkið á sitt undir auðlindum hafsins. Maður kemur yfirleitt aldrei að tómum kofunum þegar maður kemur niður að höfn, allra síst á stöðum eins og ísafirði þar sem útgerð og fiskiðnaður er að sprengja utan af sér athafnaplássið og skipa- komum fjölgar stöðugt. Það var engin undantekning gerð frá þessari reglu þegar blaðamaður Þjóðviljans gekk með myndavél um ísafjarðar- höfn á góðviðrisdegi nýlega. Sól- in sá að vísu ekki ástæðu til þess að heiðra manhskapinn, en það var kyrrt veður inni í Skutulsfirði og hann hékk þurr. Áhöfnin á togaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 var að gera klárt áður en haldið var á miðin þegar útsendari málgagnsins kom á staðinn, vel mettur eftir ágæta rauðsprettumáltíð á Sjómanna- stofunni. Vel krydduð rauð- sprettan jók manninum raunar svo leti að hann satt að segja nennti ekki að gefa sig á tal við áhöfnina eða þá sem stóðu á bryggjunni og fylgdust með þegar Júlíus lét úr höfn. Það var þægi- legra að standa álengdar og fylgj- ast með í gegnum myndavélarl- insu og þar af leiðandi getur blað- amaðurinn ekki gefið skýrslu um hvað þeim fór á milli, köllunum á bryggjunni og þeim um borð. Líklega hafa þeir verið að spjalla eitthvað um smáfiskadráp eða kvótakerfi. Eða að skammast út í skattastjórnina. Þegar Júlíus var kominn út á Pollinn bar að tvo reykvíska ung- linga sem að sögn voru á ísafirði þeirra erinda að sækja ættarmót. Þeir bræður voru hins vegar komnir niður að höfn í þeirri von að ufsatittir eða koli bitu á öngl- ana þeirra. Þótt ekki væri nema marhnútur. En það virtist borin von, a.m.k. á meðan blaðamaður stóð yfir þeim. En það var þá ekki í fyrsta sinn sem hann fældi fisk. Kannski fór það að glæðast þegar þeir fengu frið. -gg BraBðumir Ólafur og Kristján Jónssynir f rá Reykjavík voru orðnir vonlitlir um afla þegar blaðamaður Þjóðviljans hitti þá að máli, en hver veit nema einhver marhnúturinn hafi bitið á síðar meir? Þeir bræður voru annars komnir til fsafjarðar þeirra erinda að taka þátt [ ættarmóti, en ekki kunnum við að rekja ættir þeirra. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 18. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.