Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 9
Ferðafélagarnir sem áttu ánægulega ferð um Eyjafjörðinn. Margt var sér til gamans gert á kvöldvökunni. nokkrir vaskir félagar fyrir ríkisstjórninni. Alþýðubandalagið á Vesturlandi Hér biðja Sumarierd um Sumarferð Aiþýðubandaiags- ins á Vesturlandi 1987 var farin dagana 1.-3. ágúst og lágu leiðir tii Eyjafjarðar. Var lagt af stað frá Akranesi kl. 9.00 f.h. og ekið í Borgarnes, en þar bættust vestan- menn í hópinn auk heimamanna. Þar kom í Ijós að þingmaður vor Skúli Alexandersson og hans ágæta kona Hrefna Magnúsdóttir gátu ekki verið með okkur af sér- stðkum ástæðum. Þau hafa á undangengnum árum verið drif- fjöðrin í þessum ferðum. Einnig kom í ljós, að féiagi okkar, Hail- dór Brynjúlfsson í Borgarnesi, núverandi formaður kjördæmis- ráðs, gat ekki verið með í hópn- um vegna anna, en kjördæmis- ráðið er framkvæmdaraðili þess- ara ferða. Málin skipuðust þannig, að Ólafur Guðmundsson frá Grund- arfirði og Sigurður B. Guð- brandsson í Borgarnesi, tóku að sér forystu hópsins og stóðu sig með miklum sóma eins og þeirra var von og vísa. Að þessu loknu kvaddi félagi Halldór okkur og óskaði velfarnaðar og fór það eftir eins og síðar kemur fram. Lagt var af stað úr Borgarnesi kl. rúmlega tíu. Förinni var heitið að Hrafnagili í Eyjafirði, en nátt- staður okkar þessar tvær nætur var í Eddu-hótelinu í Hrafnagils- skóla. Ætlunin var að bregða út af venjulegri leið í Eyjafjörðinn og fara um Fljótin og Lágheiði til Olafsfjarðar og um Ólafsfjarðar- múla til Eyjafjarðar. Þannig fór, að ekki var nógu bjart veður til þess að gaman væri að fara þessa leið. Var þessum útúrdúr því frestað til mánudags. Við tókum góðan stans á Akureyri, enda höfðum við nægan tíma, fórum í Lystigarðinn og víðar. Komum við því á ágætum tíma í náttstað og þar beið okkar ágæt aðstaða, eins og vænta mátti. Næsta dag var Hrísey aðal- númerið, en hún er að ýmsu leyti merkilegur staður og kemur mörgum skemmtilega á óvart, sem koma þar í fyrsta sinn. Við tókum Hríseyjarferjuna á Ár- skógsströnd og vorum komin á Iand í Hrísey laust fyrir hádegið. Meðan við dvöldum í eynni, nut- um við leiðsagnar og ýmissa ann- arra upplýsinga hjá sveitarstjór- anum, Guðjóni Björnssyni og konu hans, Valdísi Kristinsdótt- ur. Þessum línum fylgja hug- heilar þakkir til þeirra frá okkur öllum. Hrísey eða sögu hennar verða að sjálfsögðu ekki gerð nein skil hér, en það sem hlýtur fyrst og fremst að vekja athygli þar, er snyrtimennska í allri umgengni og alúð og nærgætni í umgengni við náttúruna. Við tókum ferjuna í land kl. 4.00 og var því enn góð- ur tími til kvölds og komum við því við á Hjalteyri. Fórum síðan austur um eftir nýja leiruveginum og inn hjá Möðruvöllum og aftur vestur um og í náttstað. Um kvöldið glöddum við okk- ur við góðar veitingar á hótelinu og höfðum síðan kvöldvöku, eins og venja er í þessum ferðum okk- ar. Var þar margt til gamans gert. Þessar ferðir hafa þróast þannig, að þær hafa verið að hluta til fjöl- skylduferðir og meðal þátttak- enda böm á ýmsum aldri. Þessi tilhögun hefur verið til mikillar ánægju fyrir alla þátttakendur og aldrei valdið neinum erfið- leikum. Að þessu sinni vakti það sérstaka athygli, hvað unga fólk- ið tók mikinn þátt í söng og ýms- um uppákomum, bæði á kvöld- vökunni og í ferðinni í heild. Á mánudagsmorguninn var þoka og rigningarsuddi á Hrafn- agili og hefði mátt ætla, að ekki yrði komið í verk að fara um Ól- afsfjarðarmúla og Lágheiði til Skagafjarðar. En það var eins og við manninn mælt, að þegar við komum til Akureyrar um kl. hálf- ellefu, að komið var sólskin, sem fylgdi okkur heimleiðis. í þessari ferð höfðum við engan sérstakan leiðsögumann, nema í Hrísey eins og áður er getið, en allir lögðust á eitt um að leggja fram fróðleik um það sem fyrir augu bar. Til dæmis er Guðjón Ólafs- son á Akranesi uppalinn í Skaga- firði og fleiri mætti telja, sem kunnu á ýmsu skil, sem gagn og gaman er að í svona ferð. í þessum sumarferðum okkar er jafnan ákveðið hvert halda skuli næsta sumar og var ákveðið að kanna Suðausturland. Við komum til Borgamess um sjö- leytið og þar skildu leiðir okkar Skagamanna og félaga okkar, sem við hittum þar á laugar- dagsmorguninn. Ekki verður annað sagt, en að þessi ferð hafi tekist með ágæt- um. Þátttaka var góð. Þó voru talsverð forföll hjá þeim sem hafa verið í hópnum að jafnaði, sbr. Skúla og Hrefnu. Ég vil að lokum þakka ferðafélögunum fyrir sam- veruna þessa daga og félögum okkar sem ekki gátu verið með okkur sendi ég kæra kveðju, -ég nefni engin nöfn frekar en orðið er, þess gerist ekki þörf. Bflstjór- anum okkar, Kristjáni Sigurðs- syni, sem einnig ók okkur á Strandirnar í fyrrasumar, þakka ég síðast en ekki síst fyrir hans þátt í þessu ferðalagi. Hanncs A. Hjartarson Bifvélavirkjar - járnsmiðir Flugmálastjórn vantar nú þegar bifvélavirkja og járnsmiöi á vélaverkstæði Reykjavíkurflugvallar. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra, sími 694100. Flugmálastjóri Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hafn- arstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboöum í hol- ræsalagnir og gatnagerö við Fiskislóð, örfirisey. Helstu magntölur: 1. Holræsa- og regnvatnslagnir um 460 metr- ar. 2. Undirbúningsvinna um 3.300 fermetrar, götustæði. 3. 13 holræsabrunnar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 1 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í stál- klæðningu og fylgihluti í stöðvarhús Nesjavalla- virkjunar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000.- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðviku- daginn 2. september kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Manitóbaháskóli. Prófessorsstaða í ís- lensku er laus til um- sóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabil í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stig- inu „Associate Professor" eða „Full Professor“ og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vís- indastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bók- mennta bæði fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem ís- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sér- stökum sjóði og fjárframlögum Vestur- íslendinga, er ráð fyrir því gert að íslenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eða tilnefningar með ítarlegum greinargerðum um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba Þrlðjudagur 18. ágúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.