Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 5
Hjörleifur Guttormsson skrifar Hreint vaftn og tært loft Hversu lengi? Þótt óþrif af ýmsu tagi hafi fylgt mannkyninu lengi, er teljandi mengun vegna framandi efna og iðnaðar tilkomin á síðustu öldum. Sem ógnvaldur fyrir líf og manninn sjálfan komst mengun fyrst í hámæli um miðja þessa öld. Rakel Carson hratt af stað vakningu með bók sinni Raddir vorsins þagna og síðan hefur hlaðist upp fjallhár stafli alþýð- legra og sérfræðilegra rita um mengun. Nýjar mengunaruppsp- rettur eru stöðugt að bætast við. Á okkar tíð er það ógnvænlegust mengun vegna notkunar kjarn- orku. Mörg ráðuneyti togast á Viðbrögð opinberra aðila við nýjum vandamálum einkennast oft af mikilli tregðu. Það tók líka alllangan tíma uns menn viður- kenndu að einnig hér á íslandi væri mengun sem bregðast þyrfti við. Goðsögning um hið hreina vatn og tæra loft ætlar að verða lífseig. Vonandi glötum við samt ekki því sem við eigum af þessum gæðum með andvaraleysi, sem enn svífur yfir vötnum hjá löggjafar- og framkvæmdavaldi. Meðferð mengunarmála er vissulega dæmigerð fyrir reiðu- leysið í umhverfismálum í ís- lenska stjórnkerfinu. Af þeim sökum nýtist ekki sem skyldi þekking manna og hæfni. Ekki færri en fjögur ráðuneyti telja sig hafa sérstökum skyldum að gegna sem eftirlits- og umsjónar- aðili á sviði mengunarmál, en samræmda löggjöf vantar. Hér er um að ræða heilbrigðis- ráðuneytið, en undir það heyrir mengunardeild Hollustuverndar ríkisins, svo og Geislavarnir ríkis- ins sem starfa samkvæmt sér- lögum. - Siglingamálastofnun sem heyrir undir samgönguráðu- neytið hefur verið falið eftirlit með mengun sjávar. - Ýmis ákvæði eru um varnir gegn meng- un í lögum um náttúruvernd, sem Náttúruvemdarráð og mennta- málaráðuneyti eiga að fram- fylgja. - Félagsmálaráðuneytið sem yfirvald í sveitarstjórnar- og skipulagsmálum ber einnig sína ábyrgð varðandi mengunarmál og frá 1978 að telj a hefur oft verið rætt um að tengja umhverfismál- in í víðum skilningi við fél- agsmálaráðuneytið. Þessi frumskógur sem enn við- gengst hjá framkvæmdavaldinu, og skortur á samræmdri löggjöf um mengunarmál, kemur bæði niður á fyrirbyggjandi starfi hér innanlands og á árangursríku samstarfi íslands á alþjóðavett- vangi, þar sem mengunarmálin skipa æ stærri sess. Hér blómstrar togstreita milli stofnana og ráðu- neyta og óvissa ríkir um það hvert menn eigi að snúa sler eða beina einstökum erindum. Ekki er vafi á að tilkostnaður verður meiri en ella við slíkar aðstæður og hæfir starfskraftar nýtast ekki sem skyldi. Hér verður aðeins minnst á fá- eina þætti mengunar, sem við er að glíma hérlendis eða varast þarf að berist hingað. Skolpmengun frá holrœsum Stærsta mengunarmálið í þétt- býli er skolpmengun frá frá- rennsli íbúðarhúsa og frá vinnu- stöðum. Víða ná holræsi ekki niður fyrir stórstraumsfjöruborð, eins og lög þó mæla fyrir um. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir miklum vanda, þar sem bæði þarf að endurnýja gamlar lagnir og byggja nýjar út í sjó til að tryggja viðunandi dreifingu mengandi efna. Stærstur er þessi vandi á þéttbýlissvæðunum við Faxaflóa, þar sem fjörur, vogar og víkur eru mengaðar og álagið á umhverfið vex ár frá ári. Sorpeyðing er annar stór út- gjaldaliður hjá sveitarfélögum sem flest hafa reynt að taka sig á hin síðari ár við sorphirðu. Mikið skortir þó á að þessi mál séu leyst á viðunandi hátt og að því sé til kostað sem þarf. Landþrengsii gera sums staðar erfitt um vik og ótryggar vetrarsamgöngur standa á vissum svæðum í vegi fyrir sam- starfi sveitarfélaga um sorp- eyðingu. Svipuðu máli gegnir um brota- járn, sem er til ama og óprýði. Þar hefði innlend brotajárns- vinnsla getað bætt verulega úr, eins og stefnt var að með stál- bræðslunni sálugu. Endurvinnsla á úrgangi er enn nær óþekkt hér- lendis og samfélag okkar ber í heild alltof mikil einkenni sóun- ar. Einnotaumbúðir bætast nú við þann vanda sem ærinn var fyrir og auka óþrif á víðavangi. Þótt umgengni ferðamanna fari batnandi dreifist rusl víða, ekki síst plast og önnur varanleg efni. Jarðvísindamenn hafa þró- að svonefnt öskulagatímatal, sem nota má til að rekja sig í gegnum jarðlög, m.a. í þágu fornminja- rannsókna. Nútímamaðurinn reisir sér hins vegar minnisvarða með sérstöku óafmáanlegu rusl- lagi, sem vart verður talið hafa innleitt sérstakt menningarskeið í mannky nssögunni. Mengun frá iðnaði Ýmsum verksmiðjurekstri hér- lendis hefur fylgt umtalsverð mengun, þótt ekki skapi hún vandamál í líkingu við það sem gerist víða erlendis. Stærsta mengunaruppsprettan hefur ver- ið frá fiskimjölsverksmiðjum, sem m.a. fylla þrönga firði með peningalykt, ekki síst á góðviðris- dögum. Nokkuð hefur verið unn- ið að úrbótum í málum þessa iðn- aðar, enda flestum hætt að þykja lyktin góð. Á árinu 1972 setti þáverandi heilbrigðisráðherra, Magnús Kjartansson, reglugerð sem skyldaði þá sem standa að meng- andi verksmiðjurekstri til að sækja um starfsleyfi. Þetta var tímamótaskref, sem m.a. var beitt gagnvart álverinu í Straums- vík og síðar með ströngum regl- um um starfsemi járnblendi- verksmiðju í Hvalfirði. Til þessa frumkvæðis Magnúsar má rekja tilvist áðurnefndrar mengunar- deildar á vegum heilbrigðisráðu- neytisins. Nú ætti hins vegar að vera sjálfsagt að fær mengunar- varnirnar undir umhverfisráðu- neyti, þegar það loks verður sett á fót. Allgóð samstaða virðist ríkja um það núorðið að heimila hér ekki verksmiðjuiðnað sem valdið gæti skaðvænlegri mengun. Þannig stöðvaði t.d. Náttúru- verndarráð á árinu 1975 áþreif- ingar Alusuisse um súrálsvinnslu á Reykjanesi, með þeim rökum að slík starfsemi hefði tæknilega óleyst mengunarvandamál í för með sér. Að sama marki beindist víðtæk athugun á vegum iðnað- arráðuneytisins 1980-83 á staðar- vali fyrir hugsanlegan meiriháttar iðnrekstur. Stœrstu hœttuboðarnir Sú mengunarvá sem íslending- um stafar mest hætta af er meng- un hafsins af völdum geislavirks úrgangs frá kjarnorkuverum, að ekki sé talað um hættuna sem sí- fellt vofir yfir vegna umferðar kafbáta og herskipa með kjarna- vopn innanborðs í grennd við landið. Ekki þarf mikið ímynd- unarafl til að sjá fyrir afleiðingar af kjarnorkuslysi á íslenskum fiskimiðum eða vegna mengunar af geislavirkum efnum á lífkeðju nytjastofna. Því ætti það að vera skylda íslenskra yfírvalda að vinna að algjöru banni við um- ferð skipa með kjarnvopn innan auðlindalögsögu okkar. íslensk yfirvöld hafa þegar mótmælt ráðgerðri byggingu enduvinnslustöðvar fyrir kjarn- orkuúrgang í Skotlandi og látið til sín heyra um þessi mál á alþjóða- vettvagi. Þeirri afstöðu þarf að fylgja eftir. Starfsemi Geisla- vama ríksisins ber jafnframt að efla og færa þá þætti er varða geislamengun í náttúrunni undir umhverfisráðuneyti. Nátttröll á alþjóðavettvangi Skipulagsleysið í stjórnkerfi okkar á sviði umhverfismála veldur því að íslendingar eru að verða eins og nátttröll í alþjóð- legu samstarfi. Ekkert eitt ráðu- neyti er ábyrgt á þessu sviði. Við stöndum utan við marga alþjóða- samninga og samþykktir varð- andi mengun, sem ekki þekkir nein landamæri. Sama máli gegn- ir um fjölþjóðlegt átak til að draga úr hættulegri mengun, en á því sviði eru hin Norðurlöndin í fararbroddi. Einnig eru dæmi þess að ekkert sé hirt um að fylgja eftir samningsbundnum skuld- bindingum, sem íslendingar hafa gerst aðilar að um mengunarmál. Má þar nefna samninginn um loftmengun sem berst um langan veg, en hann var staðfestur af Al- þingi og ríkisstjórn á árinu 1983. Nauðsynlegt er að Alþingi og framkvæmdavald taki sig á og bæti úr því hirðuleysi sem hér hefur ríkt varðandi mengunar- mál. Við höfum engin efni á að fórna tæru vatni og hreinu lofti fyrir skammsýni og meting milli ráðherra og ráðuneyta. Öflugt umhverfisráðuneyti þarf að fá málin í sínar hendur á grundvelli nútímalegiar löggjafar. Það þolir enga bið. Hjörleifur Guttormsson Opið biéf til monnónakiiitjunnar Viðvíkjandi yfirlýsingu Morm- óna til íslensku fjölmiðlanna sem brit var í Þjóðviljanum 25. júlí, og fleiri dagblöðum, langar mig tU að gera eftirfarandi athuga- semdir. Mormónar segja að þær upp- lýsingar sem komu fram í viðtali við mig í Helgarpóstinum um reynslu mína í söfnuði þeirra í 14 ár, og starfi mínu sl. 6 ár í félaginu Ex-Mormons for Jesus í Banar- íkjunum, séu „árásir“ á kirkju þeirra. Segjast Mormónar því ekki „þrasa um trúmál", það sé „mannskemmandi og ókristi- legt“. Ég undrast ekki að Morm- ónar vilji ekki ræða þessi mál op- inberlega, því einmitt þá mundi ljóstrað upp um hinar ókristilegu kenningar þeirra og athæfi. Það er síður en svo af árásahug 1. aem ég leitast við að vara granda- lausan almenning við þessu vold- uga trúarkerfi, sem kemur hér til lands í nafni Jesú krists. Að mín- um dómi getur það ekki talist ókristilegt að gera það sem Krist- ursjálfur boðaði: „Varist falsspá- menn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir úlfar“. (Matt.7:15) Mormónar segjast síðan aldrei deila á önnur trúfélög, „engum leyfist slíkt á kirkjusamkomum okkar eða í kirkjuritum okkar“. Ég vil benda almenningi, jafnt og Mormónum á, að þetta eru mikil rangmæli. Eftirfarandi er aðeins smá sýnishorn af ræðum leiðtoga þeirraogspámanna,svoogritum 4. og „heilagri ritningu“ þeirra. „Kenningar hinna kristnu um Guð eru algjörlega hliðstæðar heiðni“. (Articles of Faith, bls. 465) 2. „Bróðir Taylor (þriðji forseti Mormónakirkjunnar) sagði áðan að öllum trúfélögum í heiminum hefði verið ungað út í helvíti. Eggjunum var verpt í helvíti, ungað út á börmum þess, síðan var þeim sparkað yfir jörðina". (Brigham Young forseti, Ræðu- safn, 6. bindi, bls. 176). 3. „Allir kristnu mennirnir á jörðinni eru fálmandi í myrkri". (Journal of Discourses, 5. bindi, bls. 73). „...ég spurði verur þær sem stóðu fyrir ofan mig í ljósinu, hvert allra þessara trúfélaga hefði á réttu að standa og í hvert þeirra ég ætti að ganga. Mér var svarað, að ég mætti ekki í neitt þeirra ganga, því þeim skj átlaðist öllum, og ver- an sem ávarpaði mig, sagði að aliar trúarjátningar þeirra væru VIÐURSTYGGÐ í hennar augum, og kennimenn þessir væru ALLIR SPILLTIR.“ (Kenningar og Sáttmálar, Joseph Smith Saga bls. 50-51). Þama kemur fram að allir Mormónar verða að trúa sam- kvæmt sínum eigin boðskap, að öll kristileg trúfélög séu viður- styggð í augum Guðs. Næst er mér svo bent á laga- grein í íslensku stjórnarskránni sem hljóðar upp á sekt eða varð- hald fyrir að smána trúarkenn- ingar „löglegra trúbragðafé- laga“. Mér finnst að Mormónar ættu að íhuga vandlega ofan- greind atriði sem 30.000 trúboðar þeirra bera í hús út um allan heim, áður en þeir ráðast á mig persónulega hjá öllum fjölmiðl- um landsins sem „ljúgvitni“, „rógbera“ og „mðing“ sem fer með „dylgjur og rugl“. Að lokum er það innileg von mín að augu Mormóna opnist fyrir hinum sanna Kristi Bib- líunnar og fagnaðarerindi Hans, og láti af trúvillum og heilaþvotti Josephs Smith. Ágústa Harting, Ex-Mormons for Jesus. Þrlðjudagur 18. ágúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.