Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.08.1987, Blaðsíða 15
Akureyri 125 ára kaup staðarafmæli Mikið verður um dýrðir á Ak- ureyri þann 29. ágúst næstkom- andi þegar bæjarbúar halda upp á 125 ára kaupstaðarafmæli bæjarins. Hátíðarhöldin hefjast raunar föstudaginn 28. ágúst með ráð- stefnu undir yfirskriftinni „Iðn- aður á Norðurlandi" og opnun iðnsýningar í íþróttahöllinni á Akureyri. Iðnfyrirtæki á Akur- eyri og víðar hafa sýnt mikinn áhuga á að taka þátt í sýngunni og að sögn Porleifs Þórs Jónssonar, sem séð hefur um skipulagningu sýningarinnar, er hver fermilli- metri í sýningarplássi upppantað- ur. Sýningin verður opin til sunn- udagsins 6. september. Á sjálfan afmælisdaginn hefst dagskráin klukkan 8:20 með mót- töku á Akureyrarflugvelli þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands kemur í opinbera heimsókn til Akureyrar. Klukkan 10:00 hefst hátíðar- fundur í bæjarstjórn að viðstödd- um gestum og klukkan 10:40 verður samkoma í Akureyrar- kirkju. Þar flytur Gísli Jónsson erindi um sögu Akureyrar, sóknarprestar sjá um andakt og gestir flytja ávörp. Þessi dagskrá verður svo krydduð á viðeigandi hátt með tónlistarflutningi. Klukkan 12:00 hefst hádegis- verður fyrir gesti í boði bæjar- stjórnar Akureyrar að Hótel KEA. Fyrir hádegi munu strengja- sveit barna úr Tónlistarskólanum og kórar heimsækja Fjórðungs- sjúkrahúsið, dvalarheimilin og Sólborg og gefa þeim sem á þess- um stofnunum eru og heilsu sinn- ar vegna geta ekki tekið þátt í útihátíðarhöldunum kost á njóta nokkurrar skemmtunar í tilefni dagsins Fyrir almenning hefst hátíðin síðan fyrir alvöru klukkan 14:00 þegar skrúðgöngur leggja af stað úr stærstu íbúðarhverfum bæjar- ins og er áætlað að þær komi í göngugötu klukkan 14:30. Þar verður fjölbreytt dagskrá með götuleikhúsi, tónlist o.fl. þar sem fjölmargir koma við sögu. Leik- tæki verða fyrir börnin í Skáta- gili, hesta- og reiðsýning og fall- hlífastökk austan Samkomuhúss og siglingamenn sýna listir sínar á Pollinum, svo fátt eitt sé talið. Frá klukkan 9:00 til 17:00 verða söfnin í bænum opin al- menningi til sýnis og sérstakar strætisvagnaferðir verða úr Mið- bænum í Innbæ til að flytja fólk í söfnin sem þar eru. Klukkan 20:30 hefst leikin dag- skrá Leikfélags Akureyrar í íþróttaskemmunni og hefur henni verið gefið nafnið: Afmæl- sveisla handa eyrarrós. Höfundar eru Óttar Einarsson og Eyvindur Erlendsson ásamt Jóni Hlöðveri Áskelssyni sem valdi tónlistina. Að sögn höfunda er hér um að ræða leikna dagskrá í tilefni 125 ára afmælis Akureyrar sem sam- sett er úr sönglögum, hljóðfæra- slætti, leiknum myndum, sögum, vísum, kvæðum, bröndurum, prakkaraskap, lýðhvetjandi hug- vekjum, bulli og spakmælum. Klukkan 21:00 hefjast ungling- ahljómleikar í göngugötu þar sem fram koma m.a. Stuðkomp- aníið, Sniglabandið og Látúns- barkinn. Þessir hljómleikar standa til miðnættis. Fyrir þá sem kjósa kyrrlátari kvöldskemmtun verðurgarðsam- koma í Lystigarðinum og hefst hún upp úr klukkan 22:00 og þangað verða gestir bæjarstjórn- ar leiddir að lokinni sýningu Leikfélagsins. Á nokkrum stöð- um ígarðinum munu hljómlistar- menn leika og boðið verður upp á kaffiveitingar. Á miðnætti hefst svo flugelda- sýning í umsjá skáta og lýkur þar með þessari fjölbreyttu hátíðar- dagskrá á 125 ára afmæli Akur- eyrarkaupstaðar. Þómun Leikfé- lagið endursýna dagskrá sína daginn eftir og áður er getið um iðnsýninguna sem opin verður alla næstu viku. -yk. vi Svona leit Oddeyrin út fyrir rúmum 50 árum. Það er þægilegt að greiða orkureíkninginn sjálfkrafa! /ffíymwi EUROCARP e?a F/8A Nú býður Rafmagnsveita Reykjavíkur þér nýja, mjög þægilega leið til að greiða orkureikninginn. Þú getur látið taka reglu- lega út af EUROCARD/VISA reikningnum þínum fyrir orkugjaldinu, án alls auka- kostnaðar. Þannig losnar þú við allar rukk- anir, færð einungis sent uppgjör og greiðsluáætlun einu sinni á ári. Með þessari tilhögun, sem er nýjung í heiminum, sparar þú þér umstang og hugsanlega talsverða peninga því að það er dýrt rafmagnið sem þú dregur að borga. Jafnframt ertu laus við áliyggjur af ógreiddum reikningum og dráttarvöxtum. Hafðu samband við Katrínu Sigurjónsdótt- ur eða Guðrúnu Björgvinsdóttur í síma 68-62-22. Þú gefur upp númerið á greiðslukortinu þínu og málið er afgreitt! Láttu orkureikninginn hafa forgang — sjálfkrafa! RAFMAGNSVEITA REYKIAVIKUR SUDURLANDSBRAUT34 SIMI6862 22 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 ARSU5'S'A_______________________________________________________________IW ’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.