Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI - lag fyrir sókn Herinn Samband Bandaríkjanna við okkur smáa eyþjóð hefur í vaxandi mæli borið keim af tengslum herrans við hinn auðsveipa þjón. Hershöfðingjarnir í Washington fara sínu fram. Þeir telja sig ekki einu sinni þurfa að taka tillit til skoðana okkar, fremur en annarra fá- mennra þjóða. í fjölmörgum efnum erum við ekki einu sinni spurð um skoðun. íslenska þjóðin var þannig ekki spurð, hvort hún vildi, að hér yrðu staðsettar flugvélar sem eru hannaðar til að bera kjarnavopn. íslenska þjóðin var ekki spurð, þegar hér var reist stjórnstöð, sem getur þolað tímabundið kjarnorkustríð. íslenska þjóðin var ekki heldur spurð, þegar Keflavík var ofin inn í hernaðaráætlanir, þar sem árás innyfir landamæri Sovétríkjanna er á dagskrá sem varnaraðgerð af hálfu Nató. Þannig er landið sífellt dregið lengra og lengra inn í hernaðarnet Bandaríkjamanna. Hin rökrétta niðurstaða er sú, að átök millum stór- velda kynnu að leiða til þess að fyrsta fórnar- lambið í kjarnorkustyrjöld yrði ísland, - land án herafla. Bandaríkjamenn gera sjálfir ráð fyrir þessum möguleika. Myndu þeir annars leggja geysilegt fjármagn í niðurgrafna stjórnstöð, sem á að þola tímabundið kjarnorkustríð? Vitanlega ekki. Á þessu ári sáum við svo enn á ný ótrúlegt dæmi um yfirganginn og tillitsleysið af hálfu Bandaríkjamanna. Á fundi varnarmálaráðherra Nató*ríkja í Stavanger setti Caspar Weinberger fram þá hugmynd, að yrði meðaldrægum og skammdrægum kjarnaflaugum fækkað eða út- rýmt í Mið-Evrópu gætu menn sem hægast bætt sér það upp með því að auka kjarnorku- flota ofansjávar og neðan- í Norðurhöfum. Þessa hugmynd höfðu Bandaríkjamenn þó ekki einu sinni reifað við svokallaða banda- menn sína í Nató. Þeir töldu vitaskuld sjálfsagt að á allar þeirra óskir yrði fallist. Það er nefnilega ekki þeirra vandi, ef slys um borð í kjarnorkuvæddu herskipi mengarfiskimið íslendinga og grannþjóða. Þeim er sama þó með kjarnorkuvæðingu Norðurhafa vaxi stórkostlega hættan á að Is- land dragist inn í styrjaldarátök. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að spyrja um álit okkar eða annarra þjóða! Það var svo hörð andstaða Norðmanna en ekki okkar eigin ráðamanna, sem eyddi hug- myndunum um flutninga flauganna norður í höf- in. Okkar eigin ríkisstjórn er vanari því að hlýða möglunarlaust. Nú eru íslendingar hins vegar búnir að fá nóg af yfirgangi Bandaríkjamanna. Það eru skila- boðin, sem ráðamenn landsins fá frá fólkinu í skoðanakönnun sem Háskóli íslands gerði og birtist í tímaritinu Þjóðlífi. Þar kom ótvírætt fram að þróunin hefur verið hernum og fylgismönnum hans mjög í óhag. Þetta sést vel þegar niðurstöðurnar nú eru bornar saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar frá 1983. Ef einungis er miðað við þá sem tóku afstöðu voru 64 prósent svarenda fylgjandi hernum árið 1983. I hinni nýbirtu könnun eru hlutfall stuðn- ingsmanna hersins fallið niður í 55 prósent. Andstæðingum hersins hefur fjölgað að sama skapi. Þeir voru 36 prósent þeirra sem tóku afstöðu 1983, en voru í nýju könnuninni komnir upp í 45 prósent. Fylgismenn hersins eru þannig í naumum meirihluta á meðal þjóðarinnar, og fer hríðfækk- andi. Andstæðingum hinna óboðnu gesta í Mið- nesheiðinni fjölgar hins vegar í réttu hlutfalli við vaxandi linku íslenskra ráðamanna gagnvart Bandaríkjunum. Þetta eru góð tíðindi, og sýna, að fyrir þá sem vilja herinn burt er nú lag fyrir nýja sókn. Við erum ekki á móti Bandaríkjamönnum sem þjóð. En við viljum ekkert með þá víga- menn hafa, sem skirrast ekki við að nota ísland á ósvífinn hátt sér til framdráttar í grimmúðlegu valdatafli stórveldanna. Gleymum ekki, að herstöð er skotmark. -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Ólík viðbrögð Stundum í sumar hefur verið . vakin athygli á því hér í Þjóðvilj- anum hve ólík viðbrögðin hafa verið hjá þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem versta útreið fengu í kosningunum í vor. Alþýðubandalagið fór strax af stað með viðamikla umræðu um ástæður úrslitanna, og hefur haldið öllum sínum málum opn- um fyrir alþjóð. Menn vita að til skamms tíma kunna stuðnings- menn flokksins og viðmælendur meðal kjósenda að undrast og skelfast óvægna innri greiningu, að þau hvössu orð sem óhjá- kvæmilega falla í slíku uppgjöri eru ekki líkleg til að skila mörg- um prósentum í næstu skoðana- könnun. Menn telja hinsvegar flestir að til lengdar styrkist flokkurinn við að taka rækilega í lurginn á sjálf- um sér, og treysta því að einmitt vegna hreinskilinnar sjálfs- gagnrýni eflist trúnaður kjósenda við endumýjaðan flokk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft annan hátt á. Þar hefur verið leitast við að sópa vandamáiun- um undir teppið eða niðrí skrif- borðsskúffur í þeirri frómu ósk að Eyjólfur hressist af sjálfu sér, og forystumennirnir hafa flúið frá ábyrgð sinni gagnvart flokks- mönnum í skjól bakvið ráðherra- sætin. Fjármunur Þessi ólíku viðbrögð sýna í rauninni vel grundvallarmuninn á stjómmálaflokkunum tveimur. Valhallarflokkurinn er í eðli sínu fyrst og fremst hagsmuna- bandalag þarsem helstu forkólfar auðstéttarinnar ráða ráðum sín- um og skipuleggja samfélagið sér í hag. Þetta grunneðli flokksins hefur eftilvill aldrei komið betur í ljós en í Hafskips- og Útvegsbanka- sögunni gjörvallri. Þau hneyksli og þeir hagsmunaárekstrar eru kveikjan að klofningi Sjálfstæðis- flokksins og lykillinn að fylgis- hmni hans í apríl, þótt vissulega falli fleiri vötn í þann Dýrafjörð. Hugmyndafræði eða hugsjónir innan Sjálfstæðisflokksins eru fyrst og fremst eftirátilbúningur til að réttlæta hagsmunavörn fyrir auðstéttina, umbúðir utanum samtök sem í raun em hinn pólit- íski armur stórfyrirtækjanna. Alþýðubandalagið ver líka hagsmuni, -þó að nú væri-, en þeir hagsmunir eru hagsmunir al- mennings, verkalýðs, miðstétta, menningarfólks. Þær hugsjónir flokksins að stefna að betra þjóðfélagi og réttlátara með ís- lenskum sósíalisma eru í sam- ræmi við þessa hagsmuni, sprottnar af þeim. Þessvegna er eðlilegt að fram- tíðarstefna og hugmyndafræði séu sífellt í deiglunni innan flokksins, - í umræðum um vanda Alþýðubandalagsins í sumar hef- ur margoft komið fram að ein helsta ástæðan fyrir áfallinu í vor sé einmitt sú að flokksmenn hafa ekki verið nógu iðnir við þetta verk. Hinn daglegi þæfingur og ótti við hörð málefnaátök hafa slæft eggjamar, og salt jarðar þannig dofnað í flokknum. Þaraf- íeiðir að leiðin að endurnýjun flokksins er vörðuð opinni og hreinskilinni umræðu um mistök í fortíð og stefnu í framtíð. Hin ólíku viðbrögð frammifyr- ir svipuðu áfalli sýna einmitt að á flokkunum tveimur er fjármun- ur, ekki bita. Gagnrýni ungliða Ungt fólk sumt í Sjálfstæðis- flokknum hefur enn ekki skilið sjálfan grundvöll samtaka sinna. Þannig var lögð fram á SUS-þingi síðustu helgi skýrsla þarsem flokkurinn er tekinn í gegn sem venjulegur stjórnmálaflokkur, en ekki metinn á grunni valda- hlutfalla innan auðstéttarinnar. Allt um það er skýrslan skemmtileg lesning, og víða örlar á sannleikanum þótt ekki sé lagst ýkja djúpt. Til dæmis segja Heimdelling- arnir, -alveg steinhissa-, að Sjálfstæðisflokkurinn þeirra sé „flokkur stórfyrirtæk j anna en ekki neytendaflokkur“, og þeir kvarta yfir gömlum og stöðnuð- um framboðslistum: „Halda mætti að eingöngu ákveðnar týp- ur þrifust innan Sjálfstæðis- flokksins - menn klæða sig eins - tala eins.“ Og flokkurinn er tal- inn svifaseinn, -fyrsti flokksfund- urinn eftir kosningaáfallið var haldinn þegar sex vikur voru frá kjördegi. „Flokkur fortíðar en ekki framtíðar" segja skýrslugerðar- menn, og fremst í fylkingu er „skrifstofumannaforysta - allir nettir og penir.“ Allir ráðamenn „úr sömu kreðsunni", „Þorsteinn orðinn annar Geir“. Og Valhöll sjálf er óaðiaðandi, með reyklituð gler á neðstu hæð og flokksskrifstofu sem „líkist meir skrifstofu bankastjóra en stj órnmálaflokks". Á varamanna- bekknum Heimdallarhópurinn glaðbeitti sem smíðaði þessar athugasemdir mátti fljótt reyna að laun heimsins eru vanþakklæti, og á þá lexíu er einmitt minnst í for- mála skýrslunnar: „Það vakti furðu manna að þegar valdir voru fulltrúar frá Reykjavík á SUS- þing þá taldi stjórn Heimdallar ekki nauðsynlegt að þeir sem höfðu haft það hlutverk að gagnrýna flokkinn og benda á á nýjar leiðir færu á SUS-þing sem aðalfulltrúar. Þannig voru þnr úr hópnum settir á varamannabekk og einn svo neðarlega á vara- mannalistann að útilokað var fyrir hann að reikna með því að komast inn.“ Og ekki voru viðtökurnar betri þegar hinir gagnrýnu varamenn komu uppí Borgarfjörð með skýrsluna sína. I lokaályktun þingsins er úr henni orðinn örlítill kafli þarsem þau tíðindi eru sögð að tap flokksins megi að mestu leyti rekja til Borgaraflokksins, Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki „það samband við kjósendur" sem nauðsynlegt er talið, og þurfi nú að leggja áherslu á hvernig „útbreiðslumálum“ flokksins verði best háttað. Það líður ár og dagur þangaðtil skýrsluhöfundunum verður fyrir- gefin ókurteisin og hleypt af vara- mannabekknum. Þeir verða nefnilega fyrst að skilja Sjálf- stæðisflokkinn sinn. -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöinsson. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Ðla&amenn: Garöar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlftatelknarar: Sœvar Guðbjömsson, Garöar Sigvaldason. Framkvœmdaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingaatjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Simvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. AfgreIÖ8la: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ipnheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Ðjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áakrtftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 9. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.