Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 2
F-SPURNINGIN— Hvernig fer knattspyrnu- leikurinn á milli (slands og Noregs í Evrópu- keppni landsliöa? Kristín Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður: 2:1 fyrir ísland. Við erum miklu betri en Norðmenn í fótbolta. Þetta verður örugglega hörku- leikur, ekki spurning um það. Gísli Guðmundsson, stöðumælavörður: 2:0 fyrir ísland, það væri vel gert. Ef þeir vinna leikinn, sem ég hef trú á, þá megum við vel við una, því Norðmenn geta verið sleipir. Arnar Ottesen, sölumaður: 2:0 fyrir (sland. Ég spái því að það verði Gummi Torfa og Pétur Arnþórsson sem skori mörkin. Að öðru leyti reikna ég með að þetta verði iíflegur og skemmti- legur leikur. íris Williamsdóttir, menntaskólanemi: 2:0 fyrir ísland. Ég held að þessi leikur verði léttur fyrir landann, aldrei þessu vant, og hann verði skemmtilegur á að horfa. Erlingur Viggósson, skipasmiður: 4:2 fyrir ísland. Þetta verða bræðravíg og hörkuleikur. En ég vona þó í lengstu lög að norræn samvinna bresti ekki þrátt fyrir hrakfarir Norðmanna. FRÉTTIR Sjálfstœðisfokkurinn Þreyttur fortíðarflokkur með skrifstofumannaforystu Vandamálanefnd Heimdellinga kemst að því að Sjálfstœðisflokkurinn er flokkur stórfyrirtœkja og Þorsteinn alveg einsog Geir. Daufar undirtektir á SUS- þingi Frá flokksskrifstofunum í Valhöll við Bolholt, sem „líkist meir skrifstofu banka- stjóra en stjórnmálaflokks. Ljósatöflur eða umferðarljós við dyr framkvæmda- stjóra og formanns eins og í banka." í skýrslu sem nefnd nokkurra Heimdellinga lagði fram á þingi ungra íhaldsmanna í Borgarnesi síðustu helgi er Sjálfstæðisflokk- urinn tekinn rækilega til bæna sem þreyttur og staðnaður fortíð- arflokkur undir stjórn einsleitrar skrifstofuforystu. Meginkafli skýrslunnar heitir „Heistu veikleikar flokksins“ og eru klögumál ungliðanna þar rakin í sex liðum. Stórfyrirtæki Fyrsti liður heitir „Flokkur stórfyrirtækja en ekki neytenda- flokkur“. Þar segirmeðal annars: „Neytendamál ekki eins mikið í sviðsljósinu eins og nauðsynlegt væri. Flokkurinn setur oftast á oddinn málefni sem snerta hag islenskra fyrirtækja. Kannski skortur á fjölskyldupólitík.“ „Þreyttur flokkur" heitir annar liðurinn. Þar segir: „Gamlir staðnaðir framboðslistar, sem ekki hafa næga breidd. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins elsti þingflokkurinn. Allir frambjóð- endur sem eitthvað ber á steyptir í sama mótið. Hér er ekki aðeins verið að gagnrýna einstaka fram- bjóðendur persónulega, þ.e.a.s. bakgrunn þeirra, heldur kannski fyrst og fremst framkomu þeirra. Sækja þarf frambjóðendur í fleiri þjóðfélagshópa. Halda mætti að eingöngu ákveðnar týpur þrifust innan Sjálfstæðisflokksins menn klæða sig eins - tala eins o.s.frv. (...) Svifaseinn flokkur- flokkurinn tapar miklu fylgi en heldur ekki fund meðal félags- manna fyrr en einum og hálfum mánuði eftir kosningar." „Flokkur fortíðar en ekki framtíðar“ heitir þriðji kaflinn. Þar segir að í kosningabaráttunni hafi verið lögð áhersla á verk fyrri strjórnar, en ekki sýnt frammá hvað gera ætti á næsta kjörtíma- bili. „Þannig flokkur er í raun ekki áhugaverður. Kjósendur virðast frekar horfa til þess hvaða stefnu þeir eru að kaupa, þ.e.a.s. hverju er lofað, heldur en að þakka mönnum fyrir vel unnin störf og tengja þá ekki saman árangurinn og framtíðarstefnuna sem skyldi. Bankastjórar í Valhöll „Valhöll óaðlaðandi“ heitir fjórði kaflinn: „Valhöll er ekki skemmtileg sem andlit flokksins í kosningabaráttu. Opna þarf hús- ið meira og gera það meira spennandi en jafnframt skapa þægilegt andrúmsloft. Hér er átt við reyklituð gler á neðstu hæð og skrifstofu flokksins sem líkist meir skrifstofu bankastjóra en stjórnmálaflokks. Ljósatöflur eða umferðarljós við dyr fram- kvæmdastjóra og formanns eins og í banka. Skrifstofan virkar þannig þunglamaleg og alls ekki heimilisleg fyrir þá sem þangað eiga erindi. Menn fá hálfgerða sendlatilfinningu við að koma inn í húsið í fyrsta skipti.“ Næsti kafli er um forystu- sveitina: „Skrifstofumannafor- ysta - allir nettir og penir. Sagt er: „Þorsteinn orðinn annar Geir“ og er þá átt við framkomu í fjölmiðlum. Allir virðast gera sér far um að falla inn í ákveðna mynd - menn ekki nógu hressir. Allir sem einhverju ráða virðast vera úr sömu kreðsunni. Sífellt verið að verðlauna flokkshesta — skortur á fagmennsku. Hvernig er staðið að ráðningu manna í trúnaðarátöður? Hvað ræður - fagmennska eða eitthvað annað? Hvernig eru starfsmenn flokksins ráðnir? Eru alltaf ráðnir ein- hverjir úr innsta kjarna? Breikka þarf forystuna. Flokknum (svo skrifað í skýrslunni) vantar fleiri talsmenn - litríka forystusveit. Ef formaðurinn á að vera ímynd flokksins verður hann að vera sterkur og litríkur." Að lokum er fjallað um „Stofnanir flokks- ins“ og segir þar að flokkurinn „virki þunglamalegur - áróður andstæðinga flokksins um flokks- bákn virðist eiga greiða leið að kjósendum. Er flokkurinn sem boðaði „Báknið burt“ orðinn að bákni sjálfur?“ Litlar undirtektir Undirtektir við gagnrýni skýrslugerðarmanna voru dauf- legar á SUS-þinginu, og kvarta höfundar raunar yfir því í formála að skýrslunni að þeim hafi verið sýnd óvirðing með því að þrír þeirra urðu aðeins varamenn fyrir Heimdall á þinginu „og einn svo neðarlega á varamannalistan- um að útilokað var fyrir hann að reikna með því að komast inn“. í lokaályktun SUS-þingsins í Borgarnesi fer lítið fyrir gagnrýni á flokk og flokksstarf, og í stað hinna margþættu athugasemda Heimdallarhópsins kemur þessi klausa um kosningaósigurinn í vor: „Útkoma Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum var þannig að ekki verður framhjá henni litið. Tap flokksins í kosn- ingunum má að mestu leyti rekja til stofnunar Borgaraflokksins. Ljóst er að orsakir uppgangs Borgaraflokksins á kostnað Sjálf- stæðisflókksins voru aðrar og meiri en deilur um einstaklinga. greinilegt er að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekki það samband við kjósendur sem nauðsynlegt er. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná upp sínum fyrri styrk og verða sameiningartákn allra borgara- legra afla þarf að leggja áherslu á hvemig útbreiðslumálum hans og sambandi við kjósendur verði best háttað. Beita verður nýjum aðferðum til þess að kanna stöðu og ímynd Sjálfstæðisflokksins meðal kjósenda og hagnýta þær til þess að koma sjálfstæðisstefn- unni sem best á framfæri.“ Þess má geta að hvorki í skýrslu Heimdellinganna né í ályktunum SUS-þingsins er minnst einu orði á Hafskips- og Útvegsbankamál- in nema í tengslum við kröfu um sölu allra ríkisbanka. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 9. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.