Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 10
i
m
getraíha-
VINNINGAR!
2. leikvika - 5. september 1987
Vinningsröð: 22x-1 2x-x22-x2x
1. vinningur:
Kr. 292. 975.20.
Þar sem enginn var með 12 rétta, flyst upphæðin yfir til næstu
leikviku. ______________________________
2. vinningur: 9 réttir,
kr. 6.974.-
148 1807+ 4541
1693 2009 7729 +
1695 4307 40771
46113 96970
47001’ 127288
50525’ 188744*
' = %
Kærufrestur er til mánudagsi 28.09. 87, kl. 12:00 á hádegi.
/
íþróttamiðstöðinni v/Sigtún • 104 Reykjavík ■ ísland • Sími 84590
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni I
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsing- j
ar um nafn og heimilisfang til (slenskra Getrauna fyrir lok kærufrests.
IJI
Bakkastæði
Gjaldskylda
Bifreiðastæði á gamla hafnarbakkanum,
„Bakkastæði”, verður opnað og gjaldskylt frá
þriðjudeginum 15. sept. n.k.
Gjaldið er kr. 60.- fyrir 1/2 dag og kr. 120.- fyrir 1/i
dag. Hægt er að sækja um föst stæði fyrir 2ja
mán. tímabil í einu. Slíkt fastagjald kostar kr.
3.500.- Umsóknir um þau sendist til Stöðumæla-
sjóðs, Skúlatúni 2 fyrir 15. sept. n.k.
Gatnamálastjóri
Notaðu
endurskinsmerki
og komdu heil/l heim.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTFJÖRÐUM
Framkvæmdastjóri
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum
óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Upplýs-
ingar um starfið veitir formaður svæðisstjórnar,
Magnús Reynir Guðmundsson, í símum 94-3722
og 94-3783. Starfiðerlaustnú þegar. Umsóknar-
fresturertil 15. septembern.k. og skulu umsóknir
sendar til formanns svæðisstjórnar, pósthólf 86,
400 ísafirði.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum
Eiginmaöur minn
Sveinn V. Ólafsson
hljóðfæraleikari
Sigtúni 29
andaöist á Landakotsspítala að kvöldi 4. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd 'sona, tengdadætra og barnabarna,
Hanna Sigurbjörnsdóttir
ERLENDAR FRÉTTIR
Frá blaðamannafundi leiðtoga fimm Mið-Ameríkuríkja í Guatemala þann 7. ágúst síðastliöin þegar þeir gerðu grein fyrir
samþykkt friðaráætlunar sinnar. Frá vinstri: Ortega forseti Nicaragua, Duarte forseti El Salvador, Cerezo forseti
Duatemala, Azcona forseti Honduras og Arias forseti Costa Rica.
Mið-Ameríka
Veikar horfur á friði
Einn mánuður er liðinnfrá samþykktfriðaráætlunarfimm þjóðhöfð-
ingja. Ríkin hafa í aðalatriðum staðið við skuldbindingar sínarfram
að þessu en úrslitin munu ráðast á nœstu tveim mánuðum
Einsog menn rekur minni til
sömdu leiðtogar fimm Mið-
Ameríkuríkja, Guatemala, E1
Salvador, Honduras, Costa Rica
og Nicaragua áætlun þann 7. síð-
asta mánaðar sem ætiað er að
stuðla að friði í þessum heims-
hluta.
Áætluninni voru sett tíma-
mörk, ef höfuðmarkmiðum
hennar yrði ekki náð að þrem
mánuðum liðnum teldist hún
hafa mistekist og aðilar yrðu
lausir allra mála.
Fram að þessu hafa leiðtogar
ríkjanna fimm staðið í megin-
atriðum við samninginn. Búið er
að setja á laggirnar tvær nefndir
sem sjá eiga um framkvæmd áætl-
unarinnar. Önnur er fram-
kvæmdanefnd utanríkisráðherra
landanna en hinni er ætlað að
fylgjast grannt með því að engin
valdsherranna hlaupist undan
merkjum og reyni að svindla. í
henni eiga sæti fulltrúar átta ríkja
Suður-Ameríku, Sameinuðu
þjóðanna, Sambands Ameríku-
ríkja og samningslandanna fimm.
Þetta þykir heilmikið tilstand í
henni Ameríku en allt er þetta þó
unnið fyrir gýg ef ríkisstjórnir
tveggja af ríkjunum fimm, E1 Sal-
vador og Nicaragua, hafa ekki
staðið við sérskuldbindingar
sínar fyrir 7. nóvember, það er
samið um vopnahlé við skæruliða
og aukið lýðræði í löndum sínum.
En svo kann að fara að áætlun-
in fari út um þúfur löngu áður en
sá dagur rennur upp. Því veldur
togstreita ráðamanna Nicaragua
og Bandaríkjanna, togstreita sem
virðist stefna áætluninni í sjálf-
heldu.
Stjómin í Managua vill að
endir verði bundinn á herhlaup
Kontraliða inní Nicaragua áður
en neyðarástandslögum verði
aflétt og lýðréttindi aukin. Reag-
anstjómin segir hinsvegar af og
frá að hún láti af stuðningi og
hemaðaraðstoð við Kontralið-
ana fyrr en Sandinistastjórnin
hefur aflétt neyðarástandslögun-
um.
Er Daníel Ortega, forseti Nic-
aragua, undirritaði samninginn
um friðaráætlun í fyrra mánuði
hét hann að auka ritfrelsi og
aflétta neyðarástandslögum. En
hann heldur því fram að fmm-
forsenda þessa sé sú að friður
komist á í landinu, Kontraliðar
hætti að herja á landsmenn og
Bandaríkjamenn hætti að ausa fé
í þá.
Bandaríkjastjórn kveðst ekki
treysta Ortega og hyggst freista
þess að fá þingið til að samþykkja
áframhaldandi fjárstuðning við
Kontraliða ef stjórnvöld í Man-
agua koma ekki á fót lýðræði í
samræmi við ákvæði friðaráætl-
unarinnar.
Vegna þessarar sjálfheldu
Genf
Leyniboð frá
Jassir Arafat
Ifyrradag kom hópur ísraelskra
þingmanna og friðarsinna til
Genfar og gekk á fund Jassírs Ar-
afats, lciðtoga Frelsissamtaka
Palestinumanna, sem þar er
staddur um þessar mundir.
Fyrr um daginn ræddi Arafat
við hópinn um horfur á friði í
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs en þegar halla tók að kveldi
átti hann prívatviðræður við tvo
gesta sinna, vinstriþingmanninn
Charlie Biton og friðarsinnann
David Esh-Shalom.
Að sögn hins síðamefnda fól
Arafat tvímenningunum að flytja
ríkisstjóm ísraels skilaboð frá
sér. Hann vildi ekki láta uppi við
fréttamenn hver þau væm en
sagði: „Skilaboðin snúast um
friðarmál í Miðausturlöndum,
ekki hvernig stuðla megi að friði
heldur hvað átt sé við þegar rætt
er um frið.“
Shalom kvaðst ekki gera sér
miklar vonir um jákvæð viðbrögð
ísraelsstjórnar. „Stundum réttir
maður fram sáttarhönd og verður
fyrir árás.“
Arafat hrósaði ísraelsmönnun-
um mjög fyrir að sýna hugrekki
og sjálfstæði með því að ganga á
fund hans. Það varðar nefnilega
við lög í ísrael að eiga samskipti
við fyrirmenn í PLO. í gær kvað
háttsettur aðstoðarmaður Yitz-
haks Shamirs forsætisráðherra
allar líkur á því að dómsyfirvöld
myndu taka mál Genfarfaranna
til athugunar og íhuga hvort
sækja bæri þá til saka.
-ks.
skiptir ekki höfuðmáli hvað gerst
hefur í friðarmálunum þegar sjö-
undi dagur nóvembermánaðar
rennur upp. 30. september er
þyngri á metunum þótt hvergi sé
minnst á þann dag í áætlun ríkj-
anna fimm.
Bandaríkjastjórn eys í Kontra-
liðana úr almannasjóðum þar-
lendra upphæð sem nemur um
fjórðungi miljónar bandaríkja-
dala dag hvern. í lok þessa mán-
aðar rennur út gildistími sam-
þykktar þingsins við fjáraustur-
inn frá því í fyrra og eftir það
verður Reagan óheimilt að veita
málaliðunum fé nema samþykki
beggja deilda þings liggi fyrir.
Hann verður semsagt að taka
ákvörðun um það fyrir mánaða-
mót hvort hann leitar hófanna
hjá þingmönnum um frekari
stuðning við Kontraliða eða, og
það þykir mörgum næsta ótrú-
legt, söðlar um og leggur blessun
sína yfir friðarviðleitni koileg-
anna fimm í Mið-Ameríku.
En hvað sem því líður þá virð-
ast ekki vera miklar líkur á því að
ríkisstjórn Nicaragua og leið-
togar Kontraliða setjist við samn-
ingaborð. Ekki stendur á hinum
síðamefndu. Það myndi vissu-
lega vera mikill sigur fyrir þá ef
ráðamenn viðurkenndu þá sem
réttmæta samningsaðila því þrátt
fyrir áralangar skærur og
fullkomin vígtól hefur þeim ekk-
ert orðið ágengt í baráttunni gegn
Managuastjórninni. Á þessa
staðreynd bendir Ortega þegar
hann segir fáránlegt að ætla að
hefja viðræður við „trúðana en
ekki eigendur fjölleikahússins,"
það er að segja ráðamenn í Was-
hington.
í E1 Salvador herja vinstrisinn-
aðir skæruliðar á hægristjórn
Jose Napoleons Duarte sem nýt-
ur mikils stuðnings Bandaríkja-
manna. Ólíkt Kontraliðunum
hefur Þjóðleg frelsisfylking Fara-
bundo Marti (FMLN) náð veru-
legum árangri í átökum við
stjórnarherinn og nýtur hún
verulegs stuðnings meðal öreiga
E1 Salvador.
Duarte hefur boðið leiðtogum
FMLN til viðræðna þann 15.
þessa mánaðar og hvatt þá til að
viðurkenna friðaráætlun forset-
anna fimm. Skæruliðaforingjar
segjast ekkert hafa á móti því að
eiga orðastað við ráðamenn og
hyggjast hvfla vopn sín dagana
12.- 17. september. Hinsvegar
kveðast þeir ekki geta viðurkennt
friðaráætlunina þar eð ekki var
haft neitt samráð við þá við gerð
hennar. Fyrir vikið eru ekki tald-
ar miklar líkur á að borgarastríð-
inu í E1 Salvador ljúki í bráðrks.
10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 9. september 1987