Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 8
Kristín Guð- rún á listkynn- ingu MENOR og Alþýðu- bankans, Akureyri Myndlist Birta og gleði á miðöldum „Ég er að kafa inn í sjálfa mig, til að vita hvað kemur upp á yfirborðið og reyni að koma því út í gegnum hend- urnar. Ég mála blóm, fugla, fólk og drauma, reyni að ná sérstöku andrúmslofti og töfrum sem ég upplifi,“ segir Kristín Guðrún, myndlistar- maðurfrá Akureyri, en Menn- ignarsamtök Norðlendinga, MENOR, og Alþýðubankinn, kynna Kristínu Guðrúnu á listkynningu, og eru myndir hennar til sýnis í bankanum. Hún útskrifaðist frá málara- deiid Myndlista- og handíða- skólans síðasta vor. „Ég mála líka í tengslum við söguna, miðaldasagan er mér hugleikin, bæði miðaldir íslands og úti í heimi. Ég er undir sterk- um áhrifum frá þessum tíma, það kemur fram í myndunum mínum, sumar eru trúarlegar eða kirkju- legar á minn hátt. Helgimyndir Rússa (íkóna) frá 12. og 13. öld höfða mjög til mín. Það er leyndardómur í þessum gömlu helgimyndum, dularfullt táknmál og eitthvað mjög hreint. Ég er hrifin af tónlist frá þessum tíma og nota hana mikið til að vinna við. Ég veit ekki um marga mál- ara sem eru að fást við þetta tíma- bil og man ekki eftir neinum í svipinn. Áhugi á miðöldum hefur samt vaxið síðustu ár og viðhorf til „myrkursins" breyst. Menn hafa verið að uppgötva þessa tíma upp á nýtt og margt er séð í öðru ljósi en áður. Miðaldimar eru stórkostlegt tímabil fyrir mér og óþrjótandi uppsprettulind, mikil gleði og birta sem fylgir því. Áhugi minn á miðöldum hefur alltaf verið mikill en eftir að ég fór að mála fyrir alvöru, hef ég getað gert þessum tíma betri skil. Svo þegar ég byrjaði að sýna, komu þau viðbrögð frá mörgum, hvort ætti nú að fara að troða miðaldamyrkri upp á það aftur. En það býr svo margt í þessum tíma. Ég hef líka pælt í íslenskum 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN miðöldum og m.a. mikið málað Ragnheiði biskupsdóttur. I sumar hef ég verið með vinnustofu við sjóinn. Yndislegt útsýni og gott að mála við sjóinn. Birtan hér er alveg sérstök og spennandi að glíma við hana, finna áhrif hennar f myndunum og sjá hvernig hún getur breyst á sekúndubroti. Myndirnar mínar eru dekkri á veturna, ekki vegna þess að ég verði þunglynd, síður en svo. Mér finnst bara sjálfsagt að notfæra sér árstíðasveiflurnar- inní mér og lofa þeim að vera til. Svo eru dimmu litirnir svo seiðandi. Ég vinn eins mikið og ég get. Það gengur náttúrlega ilia fjár- hagslega, en ég bý heima hjá for- eldrum. Svo hef ég haldið þrjár einkasýningar hér á Akureyri í sumar og það hefur aðeins selst. Ég hélt t.d. sýningu í Glerár- kirkju, kirkjuskipið er óklárað og hrátt. Og myndirnar urðu einsog frímerki í þessu stóra rými. Ég vinn mest í olíu og striga, það efni heillar mig mest. Ég er mjög lengi með hverja mynd og skissa mikið. Hugmyndin er líka oft lengi að velkjast í huganum, áð- uren eitthvað gerist. En ég teikna mikið og nota mónóþrykk til að æfa mig í öðrum aðferðum. í vetur fer ég til Rómar, og hef fengið vinnuaðstöðu hjá góðu fólki. Ég ætla að mála og skoða söfn, en kem heim næsta sumar til að eiga við birtuna.“ Myndlist: Samlífrænar víddir Vilhjálmur Bergsson hefur opnað sýningu í Norræna húsinu og sýnir olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir. Hann hefur haldið einkasýn- ingar bæði hér heima og er- lendis og tekið þátt í samsýn- ingum. Vilhjálmurhefurdvalið í Þýskalandi undanfarin fjögur ár. „Ég kalla þetta samlífrænar víddir, það er abstrakt hugsun á bak við myndimar og áhrif frá hfrænum fyrirbrigðum, þó ég sé ekki vel að mér í líffræði," sagði Vilhjálmur á sýningu sinni. „Annars er ekki gott að útskýra verkin, það takmarkar hug- myndaflug fólks og hver verður að skilja og skynja á sinn hátt. Ég hef fengið ótrúlegustu viðbrögð frá fólki, sumir telja myndirnar trúarlegar, aðrir segja þær koma úr sjávardjúpunum. Ég hef verið lengi að skapa þennan heim og hann hefur skýrst smám saman. Þetta er líka mikil glíma við efnið sjálft og tæknina. Mér finnst ekki hægt að nota einungis hugmynda- fræði og ef til vill er þetta meiri hugmyndafræði en hin svokall- aða concept-list. Þroski er fyrst og fremst fólginn í ræktun og þjálfun. Vinna mín við listina, þroskar mig bæði tilfinningalega og vitsmunalega. Enda er það svo að listmálarar standa oft á hátindi ferils síns milli 40 og 60 ára aldurs. Ég skyssa mikið þegar ég vinn. Þetta eru víxlverkanir, verk í olíu sprettur inn í teikningu og öfugt. Eg gæti vel hugsað mér að fara út í skúlptúr. Mér finnst myndimar mínar bjóða upp á það.“ Sýning Vilhjálms Bergssonar er opin frá kl. 2-10, fram til 20. september. -ekj. Vilhjálmur Bergssonar við eitt verka sinna. Mynd -Sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.