Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 9
MENNING Menningartengsl: íslenskir dagarí Úkraínu Þorsteinn Gauti Sigurðsson (píanó) og Guðni Franzson (kiarinett) leika verk eftir íslensk samtímatónskáld í Kiev 3. ágúst. Viðamikil íslandskynning var haldin í Úkraínu í byrjun ágúst sl. Voru sýningar settar upp í höfuðborginni, Kiev og víðar. Það var MÍR (Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórn- arríkjanna) sem gekkst fyrir þessari íslandskynningu, í samvinnu við úkraínska vin- áttufélagiðog Samband sovéskra vináttufélaga, og með fjárstuðningi nokkurra ís- lenskra iðnaðar- og verslun- arfyrirtækja. íslandsdagarnir voru af hag- kvæmnisástæðum tengdir hóp- ferð MÍR til Sovétríkjanna í sumar. Var þetta þriggja vikna ferð til nokkurra borga í Rúss- landi, Eystrasaltslöndum og Úkr- aínu. Þátttakendur voru hundr- að, eða fleiri en nokkru sinni áðu- ur, og þeirra á meðal voru 13 tón- listarmenn, sem komu fram á ís- lenskum tónleikum meðan á ís- landsdögunum stóð - og reyndar oftar. Meðal tónlistarfólksins var tíu manna sönghópur karla og undir stjórn Helga R. Einarssonar, Elín Sigurvinsdóttir óperusöng- kona, Guðni Franzson klarin- ettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Undir- leikari með kór og einsöngvara var Guðni Þ. Guðmundsson org- anisti. Fjölbreytt sýning Sýningarefnið frá íslandi, sem sett var upp í Kiev og verður væntanlega einnig sýnt víðar í Úkraínu, samanstóð af stórum Ijósmyndum af Iandi og þjóð og myndverkum (teikningum, vatnslitamyndum og grafík) eftir Ragnar Lárusson. Einnig voru til sýnis bækur, m.a. bækur um ís- lenska myndlistarmenn og þýdd- ar bækur og fl., svo og myndir og annað upplýsingarefni um þau ís- lensku íyrirtæki sem veitt höfðu MÍR fjárstuðning vegna ferðar- innar. Islandsdagamir vom settir í hátíðasal stórhýsis Sambands úkraínskra myndlistarmanna í Kiev mánudaginn 3. ágúst sl. Umgjörð setningar var mjög há- tíðleg. Formaður úkraínska vináttufé- lagsins, Vasflí Pavlovitsj Osn- atsch, setti samkomuna, en að ávarpi hans loknu lék lúðrasveit þjóðsöngva íslands, Sovétríkj- anna og úkraínska sovétlýðveld- isins. Þá flutti A.I. Kholodenko, ritari borgarstjómarinnar í Kiev, ávarp. ívar H. Jónsson, formað- ur MÍR flutti ræðu og fór þá m.a. með þýðingar Guðmundar Daní- elssonar rithöf. á frægu kvæði, Brautryðjandanum, eftir eitt af höfuðskáldum Úkraínumanna, Ivan Franko. ívar las og upp ávarp og kveðju sem Birgir Isl. Gunnarsson menntamálaráð- herra sendi samkomunni. Var ávarpi ráðherra vel fagnað og þótti Úkraínumönnum sér sómi sýndur með því. Sungið fyrir sjónvarp og brúðkaup Þá hófust íslenskir tónleikar, þar sem söngfólkið og tónlistar- mennirnir af íslandi komu fram og fluttu rúmlega klukkustundar langa fjölbreytta dagskrá. Áheyrendur sem nær fylltu hátíð- arsaíinn, um 500 manns, klöpp- uðu listafólkinu lof í lófa og voru aukalög flutt. Sergei Halipov, háskólakennari í Leningrad sem vel er mæltur á íslenska tungu túlkaði ræður og kynningar lista- fólksins á tónverkunum. Sjón- varpið í Kiev tók upp svipmyndir frá setningarfundinum og tón- leikunum en hljóðvarpið tók upp tónleikana í heild sinni. íslenska tónlistarfólkið kom á næstu ágústdögum fram á nokkr- um tónleikum í Úkraínu og flutti efnisskrá sína í heild sinni eða að hluta til, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Þá kom allur hópurinn auk þess fram á tónleikum í Vilnjus, höfuðborg Litháens og á útisviði í Gorkí-skemmtigarðinum í Moskvu. Sönghópurinn lét oftar heyra í sér, m.a. í Novgorod og Tallinn, höfuðborg Eistlands, og hann tók einnig lagið við fleiri tækifæri í Jslta og Moskvu. í Moskvu söng karlasveitin eitt lag í sovéska sjónvarpinu laugardag- inn 15. ágúst og um kvöldið gengu kórmenn milli fimm brúð- kaupsveislna í Hótel Rossía og sungu fyrir brúðhjónin og gesti þeirra við mikla hrifningu! Sýningarefnið í Kiev, ljós- myndirnar, verk Ragnars Lárus- sonar, bækurnar o.fl. átti að vera almenningi til sýnis í 10 daga, en átti síðan að fara að hluta til víðar um landið. Tónlist Madrigalar Madrigalarnir munu halda söng- tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá Ma- drigala eru lög eftir m.a. Philippe Verlot, Thomas Morley, Ivan Ponce, John Farmer, Josquin des Pres og Hans Leo Hassle. Madrigalar er sérstök tegund tónlistar, endurreisnartónlist frá Mið- og Suður-Evrópu á 15. og 16. öld. Textamir em veraldlegir og segja frá ástum og ástarsorg- um, brauðstriti, drykkju- og tób- aksvísur, en tónlistin sjálf er kirkjuleg. Madrigalar var eins konar popptónlist endurreisnar- tímanna. Madrigalarnir, einsog þeir nefna sig eftir þessari tegund tónlistar, er allt ungt fólk, sem flest er við nám eða kennslu, bæði hér á landi og erlendis. Madrigalamir verða síðan með aðra tónleika á sunnudagkvöld í Nýlistasafninu kl. 20.30. -ekj. Madrigalamir: Standandi f.v. Sverrir Guðmundsson, Martial Narden, Sigurður Halldórsson.fyrirframan f.v. em Marta Guðrún Halldórsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir. Eg þakka augnablikið Stefán Hörður Grfmsson. Tengsl. Mál og mennlng 1987. Eftir nokkurt hlé gefur Stefán Hörður út lítið ljóðakver og gætu svosem fjögur ljóð verið þar frá hverju ári: hann er ekki einn þeirra manna sem hafa einhvers- konar skáldlegt æðiber í rassinum og spyr hver annan flaumósa: ert þú ekki með bók í ár? Þar fyrir utan bera ljóðin mörg hver merki sterkrar viðleitni til að komast af með sem fæst orð - eitt er fimm orð, annað sex, hið þriðja níu. Það er einhver kínversk ró yfir þessari sparsemi og manni dettur það í hug að kannski sé bók sem Tengsl með sínum hætti andóf gegn mælginni ósjálfráðu, stór- yrðunum, gauraganginum. Svo mikið er víst að fullyrðing- um er mjög stillt í hóf í þessari kyrrlátu bók, það er ekki veist að lesandanum með fyrirgangi til að snúa honum í hvelli: Ýtnsir fullyrða að tunglsljós sé heillandi og hér verður engum hallmælt fyrir þá skoðun Aðferð skáldsins er einatt í ætt við það sem Pastemak kallaði að fara „ofar tálmunum" í þeim stökkum, sem ekki lúta rökvísi en raða heiminum og tímanum upp á nýtt. Þannig getur bíll með negldum hjólbörðum komist fyrir í sama kvæði og „minningar- hof austurlenska fuglsins". Og í kvæði sem ber nafnið „Sólskin á Austurvelli um hádegið" lesum við fimm lína látlausa lýsingu á bankastúlku á leið í vinnuna en það sem öllu breytir er sjötta lín- an, fólkið sér stúlkuna fjarlægjast með hvítt Ijóð upp úr hvirflinum svarta Þessi lesandi hér finnur sér kvæði sem láta hann ósnortinn („Hátíðleg tugga“), sum em hon- um ráðgáta og veit hann þá ekki hvort hann á að vera gramur sjáifum sér eða skáldinu sem hef- ur falið sig vel (það er stundum frjó gremja eins og menn vita). Altént verður lesandinn að játast undir það, að aðferð Stefáns Harðar er um margt þessleg að sá verður hlægilegur sem reynir að mæta kvæðunum með útskýring- aráráttu. Betra að gefa sig á vald hlédrægum og öguðum þokka þeirra. Sé horft út í geiminn gegnum skýlausa nótt sést að bilin milli stjarna mynda stjörnur og stjörnur bilin Það er farið um kosmos, ástin kemur við sögu, það kemur til mála að maríutjásur á björtu hvolfi veki óblandinn fögnuð: Ég þakka augnablikið og lofa þig sjón En oftar er það að tíminn vill ekki tengja sig við skáld, eins og löngum hefur verið, dægrin koma of seint eða of snemma, má vera að flest það sem við lifum sé að- • eins aðdragandi og endurskin. Svo mikið er víst, að mannfólkið mætti vel ganga fram af meiri auðmýkt í heiminum, eins og segir í ávarpi til lítils fugls: En vel er mér Ijóst að aldrei þarfnast þú okkar sem eigum þó allt undir farnaði þínum og gleði Það er einmitt þegar ort er um manninn sem tortímarann og blindingjann sem skilur eftir sig blásna mela, hljóðnaðan fugla- söng, liðinn ilm skógar sem féll, að skáldið byrstir sig svo um munar og slengir þá fram þessari skorinorðu ádrepu hér: Nú þekkjumst við bræðrungar þeysandi á læmingjum og hvorugur hefur farið úr skónum Hvasst fyrir tungl. Stundum þegar þetta kver er lesið koma upp í hugann orð Eliasar Canettis. Nú orðið met ég Stefán Hörður Grímsson skáld mest fyrir það sem þau þegja um fyrir stolts sakir. Þetta er vitanlega rétt - meira en nóg er af bruðlinu. Þó laumast syndugur lesandinn til að óska þess, að í Tengslum Stefáns Harðar hefði oftar verið tekið svo í streng sem gert var í því kvæði sem að ofan var vitnað til og heitir Þögnuðu- holt. ÁB Mlövlkudagur 9. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.