Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 11
m ÖRFRÉTTIR meshs Mattías Rust ætlar að fara fram á náðun Kremlverja. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Vestur- Þjóðverjinn ungi var fyrir skemmstu dæmdur í fjögurra ára vist í sovéskum vinnubúðum fyrir að hafa flogið lítilli Cessnavél inní Sovétríkin og lent henni á Rauða torginu án þess að hafa til þess tilskilið leyifi. Hann getur ekki áfrýjað þeim dómi en Gorbatsjof getur náðað hann og því snýr Rust sér til hans. Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzak Rabin, er nú í op- inberri heimsókn í Vestur- Þýskalandi þótt ekki sé henni gert jafn hátt undir höfði í fjölmiðl- um og heimsókn Honeckers hins austurþýska. Rabin brá sér til Dachau í gær þar sem tugir þús- unda gyðinga voru myrtir á valdaskeiði nasista. Rabin hélt ræðu í Dachau og varaði menn við því að slaka á verðinum gegn gyðingahatri og nýnasisma. Því- næst skoðaði hann vopnaverks- miðju nærri Nurnberg og átti að lokum viðræður við Frans Jósef Strauss hæstráðanda í Bæjara- landi. Skæruliðar vinstrimanna í Perú rændu í gær stórri flutningabifreið í úthverfi höfuðborgarinnar Lima. Bifreiðin var á leið á aðalmarkað höfuð- staðarins með nokkur þúsund kjúklinga. Skæruliðarnir óku bif- reiðinni í fátækrahverfi steinsnar frá ránsstaðnum og afhentu íbú- um þess farminn með þeim orð- um að „þeir gerðu það upptækt sem heyrði alþýðunni til.“ Utanríkisráðherra og varaforseti Filippseyja, Salva- dor Laurel að nafni, lét þau orð falla í gær að ef til vill væri orðið tímabært að landsmenn ykju samskipti sín við Sovétmenn, einkum á sviði verslunar og við- skipta. Hann sagði ennfremur að andstaða almennings gegn bandarískum herstöðvum á eyjunum færðist í vöxt. „Fólk virðist í auknum mæli vera þes sinnis að herstöðvar Bandaríkja- manna ógni sjálfstæði Filipps- eyja, auki hættu á því að landið verði fyrir kjarnárás dragi til styrj- aldar og séu auk þess uppspretta margs þess sem 'miður fer í samfélaginu." 886 miljónir jarðarbúa eru ólæsir. Þetta kom fram í máli framkvæmdastjóra UNESCO á dögunum. Af þess- um mikla fjölda kváðu 200 miljón- ir vera búsettar í Kína. Fram- kvæmdastjórinn sagði um helm- ing íbúa Afríku ekki kunna að lesa, 17 af hundraði í Asíu og 14 af hundraði í Rómönsku Amer- (ku. Þrír fjórðu hlutar ólæsra búa í strjálbýli og um 60 af hundraði eru konur. Hann bætti því við að í Bandaríkjunum byggju 20 miljón- ir manna sem að nafninu til væru læsir og skrifandi en gætu hins- vegar ekki „aflað sér þekkingar með lestri," einsog hann komst að orði. Fangar eru hvorki fleiri né færri en 570,519 í bandarískum betrunar- húsum um þessar mundir og hafa aldrei verið fleiri að sögn dómsyfirvalda þarlendis. Föng- um hefur fjölgað um fimm af hundraði frá því um síðustu ára- mót og um átta af hundraði frá því um mitt ár í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs bættust 25 þúsund nýir tugthúslimir í hóp þeirra sem sátu á fleti fyrir í bandarískum dýflissum. Hvort fjölgun afbrota veldur þessum ósköpum ellegar aukin drift og árvekni bandarískra löggæslu- manna höfum við ekki hugmynd um. Danmörk ERLENDAR FRÉTTIR opnar Allir stjórnarflokkarnir utan Miðdem- ókratar töpuðufylgi. Stjórn Schlúters er fallin sjái Glistrup ekki aumur á henni. Það er mikið púsluspil fram- undan fyrir danska stjórnmálaforingja. Niðurstöður þingkosninganna í gær geta þýtt það að dagar minnihiutastjórnar Pauls Schlúters séu taldir og í stól forsætisráðherra setjist Anker Jörgensen. En stjórnin gæti einn- ig haldið velli og ennfremur gætu Danir þurft að ganga að kjör- borði öðru sinni innan skamms. Lítum fyrst á stöðuna á hægri væng danskra stjómmála eftir kosningarnar í gær: Hægriflokk- urinn fékk 38 menn kjörna (tap- aði 5), hægriflokkurinn „Ven- stre“ fékk 19 menn (tapaði 4), Miðdemókratar eru nú 9 á þingi (8 áður) og Kristilegi þjóðarf- lokkurinn hreppti 4 þingsæti (5 áður). Þetta eru þeir flokkar sem fara með stjórn í Danmörku. Þeir hafa fram að þessu notið stuðn- ings „Róttæka vinstriflokksins“ sem varið hefur hana falli og sam- þykkt frumvörp hennar í efna- hagsmálum. Sá flokkur hreppti 11 sæti en hafði 10 áður. En þótt „Róttæki vinstriflokk- urinn“ haldi áfram hlífiskildi yfir Schlúter dugir það skammt úr því sem komið er. Samtals hafa flokkarnir fimm umráð yfir 81 sæti og kemur þá út á eitt þótt helmingur fjögurra fulltrúa Grænlands og Færeyja leggi þeim lið. Stjórnin heldur því aðeins velli að Framafaraflokkur Mog- ens Glistrups gangi til liðs við hana. Sá flokkur vann 3 þingsæti í gær, hafði 6 áður en hefur 9 nú. Jafnaðarmannaflokkurinn tap- aði örlitlu fylgi og fékk 54 menn kjörna í stað 56 áður. Sósíalski þjóðarflokkurinn vann hinsvegar glæstan sigur, hreppti 27 þingsæti í stað 21 áður. Vinstrisósíalistar voru afmáðir af þingi, þeir höfðu fyrrum umráð yfir 5 sætum. Nýr flokkur sem nefnist „Fælles kurs“ fékk 4 menn kjörna. Óljóst er hvað fyrir honum vakir annað en að gera formanninn að forsætis- ráðherra í vinstristjórn! Þegar allt er talið hefur vinstriblokkin um- ráð yfir 85 þingsætum (með „Fælles kurs“) og ef reiknað er með hinum helmingi fjögurra fulltrúa Grænlands og Færeyja þá skríður talan uppí 87. En það er ekki nóg, 90 sæti eru lágmark til að geta myndað meirihluta- stjórn. Schlúter var kokhraustur í gær- kveldi þrátt fyrir tapið. „Þar sem vinstriflokkarnir fengu ekki meirihluta liggur ljóst fyrir að það verður ekki mynduð vinstri- stjórn." Allt veltur nú á „Róttæka vin- striflokknum.“ Leiðtogi hans, Níels Helvig Petersen, lýsti því yfir hvað eftir annað í kosninga- baráttunni að ekki kæmi til greina að hann styddi ríkisstjórn sem legði fjöregg sitt í hendur Mogens Glistrups. Anker Jörg- ensen rifjaði þessi ummæli hans upp í sjónvarpsumræðum í gær- kveldi en tókst ekki að knýja fram skýr svör. En það má vera ljóst að ef Petersen og félagar söðla um og hallast á sveif með vinstriblokkinni þá mun Anker verða forsætisráðherra að nýju eftir fimm ára hlé. -ks. Anker Jörgensen. Forsætisráðherra á nýjan leik? Vestur-Pýskalands Kohl boðið austur Aöðrum degi heimsóknar Erich Honeckers, ieiðtoga Austur- Þýskalands, í Vestur-Þýskalandi átti hann þrjá einkafundi með Helmut Kohl gestgjafa sínum. Báðir sögðu viðræðurnar hafa verið afar gagnlegar. Talsmaður kanslaraembættis- ins, Wolfgang nokkur Schauble, sagði eftirfarandi í gær, skömmu áður en Honecker hélt á brott úr Bonn: „Þrátt fyrir hugmynda- fræðilegan ágreining hefur sam- vinna okkar aukist verulega. Við- ræður Kohls kanslara og Hon- eckers aðalritara voru þungt lóð á þær vogarskálar.“ Honecker bauð Kohl í opin- bera heimsókn til Austur- Þýskalands og þá kanslarinn boð- ið. Hinsvegar var engin ákvörðun tekin um hvenær heimsóknin fer fram né þess getið til hvaða stað- ar í Austur-Þýskalandi Kohl var boðið. Félagarnir gerðu hlé á einka- fundi sínum til að vera viðstaddir hátíðlega athöfn er umhverfis- og vísindaráðherrar landanna undir- rituðu samninga um samvinnu á sviðum vísinda, tækni og varna gegn geislun frá kjarnverum. Schauble sagði leiðtogana hafa í þrígang sest niður til viðræðna í gær og í öll skiptin hafi Kohl lagt hart að Honecker að láta binda enda á ofbeldisaðgerðir austurþýskra landamæravarða gegn fólki sem reynir að flýja vestur. -ks. Suður-Kórea Söguleg heimkoma Um 300þúsund manns fögnuðu stjórnarandstöðuleiðtoganum Kim Dae-Jung er hann kom til heimaborgar sinnar eftir 16 árafjarveru Oryggislögregla Kwangjuborg- ar í Suður-Kórcu hafði mik- inn viðbúnað í gær og girti af allar helstu stjórnarbyggingar. Á stæðan var sú að stjórnarand- stöðuleiðtoginn Kim Dae-Jung var væntanlegur í bæinn, fyrsta sinni í 16 ár. Kim íhugar nú hvort hann eigi að gefa kost á sér í forsetakosn- ingunum í desember og keppa við Kim Young-Sam um útnefningu stjórnarandstöðunnar. Hann hyggst ferðast vítt og breitt um landið á næstunni og þreifa fyrir sér um undirtektir almennings. Hann kom á fyrsta viðkomustað í gær, gömlu heimaborgina sína, Kwangju, og ekki var annað að sjá en íbúamir vilji ólmir og upp- vægir að hann gefi kost á sér. Hátt í 300 þúsund manns flykktust út á götur borgarinnar til að fagna gestinum. Nokkur þúsund námsmenn tóku sér stöðu fyrir utan aðsetur borgarstjórnar- innar og hrópuðu: „Niður með einræði!" og „Lengi lifi Kim!“ í Kwangju kom til uppreisnar gegn herforingjastjórn landsins árið 1980 en hún var brotinn á bak aftur af mikilli hörku af her- sveitum undir stjóm Chuns Doo- Hwans, núverandi forseta. Kim lét það verða sitt fyrsta verk eftir komuna til borgarinnar að sækja heim kirkjugarðinn þar sem fallnir uppreisnarmenn liggja grafnir. „Þess mun ætíð minnst í sögu landsins að þið út- heltuð blóði í þágu lýðræðis og frelsis,“ sagði hann meðal ann- ars. Sjálfur var Kim fundinn sekur um hlutdeild í uppreisninni og dæmdur til dauða. Vegna þrýst- ings frá erlendum ríkjum var dómnum breytt og næstu sex árin sat hann í dýflissu ráðamanna. Um skeið dvaldi hann í útlegð í Kim Dae-Jung var vel fagnað í heimaborg sinni. Bandarikjunum en sneri heim á leið fyrr á þessu ári. Hann var snimmhendis settur í stofufang- elsi en þann l.júlí síðastliðinn var hann látinn laus eftir að almenn- ingur hafði knúið Chun forseta til lýðræðisumbóta. -ks. Bandaríkin Jackson í framboð Hinn nafntogaði blökku- mannaleiðtogi og prestur, Jesse Jackson, lýsti þvi yfir í fyrradag að hann hygðist keppa að því að verða frambjóðandi Demókrata- flokksins f forsetakjöri f Banda- ríkjunum að ári. Hann sagðist ætla að gefa út formlega yfírlýsingu um framboð sitt þann 10. október næstkomandi á fundi „Regnbog- asamtakanna," stjómmálafylk- ingar er hann stofnaði sjálfur árið 1984 um samskonar framboð sitt þá I raun hefur Jackson fyrir löngu hafíð baráttu fyrir útnefn- ingu flokks síns. Hann er fyrsti blökkumaðurinn sem gerir alvar- lega tilraun til að verða hæstráð- andi í Hvíta húsinu. Eftir að Gary Hart dró fram- boð sitt til baka fyrir nokkru sökum legorðsvillu hefur skoð- anakönnun á skoðanakönnun ofan bent til þess að Jackson njóti mestra vinsældra framboðslyst- hafa Demókrataflokksins. Ekki síðar en á sunnudag var bandaríska heyrin- að 26 af Jack- Næstur nokkur Schröder slík könnun á vikuritsins kunn. Þar hundraði son í honum með 11 af einhver, vitað að hafi áhuga á æðstu met- orðum, var þriðji f röðinni með velvilja 9 af hundraði aðspurðra. -ks. etnu stnni %*- Mlðvlkudagur 9. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.