Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 7
Myndlist í fjölmiðlum: Ahersla á sjónvarp - niðurstaða námsstefnu NKF, sem hefur það að megin- markmiði að skýra stöðu myndlistar í nútímasamfélagi Námsstefna, sem bar heitið „Myndlist í fjölmiðlum,” var haldin á vegum Norrænu myndlistarbandalaganna, í kjölfar aðalfundar NKF (Nor- disk Könst Forbund). Varætl- ast til þess að fjölmiðlafólk sæti ráðstefnunatil að kynna sér helstu brotalamir varðandi umfjöllun um myndlist í fjöl- miðlum. En myndlistarmenn eru óánægðir með þátt mynd- listar í fjölmiðlum og sérstak- lega finnst þeim að sjónvarpið sinni myndlistarmálum ekki nægilega, miðað við t.d. áhuga almennings á mynd- list. Og þá væntanlega mikil- vægi myndlistar. Starf NKF verður því á þessum vígvelli næstu tvö árin og að lok- inni ráðstefnu voru gerðar eftir- farandi ályktanir: „Með tilliti til hinna sterku al- þjóðlegu áhrifa sjónvarpsins nú og í framtíðinni, meðal annars gegnum gervihnattasendingar, er áríðandi að auka gerð þátta og heimildarmynda á verkum nor- rænna myndlistamanna, þar sem áhugi almennings á myndlist fer stöðugt vaxandi. 1. Allar norrænar sjónvarps- stöðvar eru hvattar til að auka skipti á dagskrárþáttum sem fjalla um myndlist. 2. Að auki eru sjónvarpsstöðv- arnar hvattar til að auka og lengja bæði unna þætti og fréttaútsend- ingar sínar um myndlist. 3. Norræna myndlistarbanda- lagið hvetur ráðamenn til að auka fjárframlög og bæta aðstöðu til gerðar myndbanda um mynd- Iistarmenn til dreifingar á Norð- urlöndum, svo sem til sjónvarps- stöðva og bókasafna.” Áhersla á sjónvarp Að lokinni ráðstefnunni var haldinn blaðamannafundur þar sem kom fram að myndlistar- menn telja að sérstaka áherslu beri að leggja á sjónvarp og svip- aða miðla, en ekki blöð og út- varp, þar sem þeir miðlar geri myndlistarmálum öliu betri skil, enda umfjöllun blaðanna byggð á lengri hefð en sjónvarps. Þá telja þeir að sjónvarpið sé betur í stakk búið til að gera myndlist víðari skil en með orðum. Þar er sumsé hægt að láta verkin tala. Það kom einnig fram að mynd- listarmenn telja sig ekki endilega þurfa að vekja meiri áhuga á sér eða nota nýjar aðferðir, vegna þess að áhugi almennings á myndlist væri fyrir hendi og m.a. var bent á að fjöldi gesta að Kjar- valsstöðum á einu ári, væru helm- ingi fleiri en gestir Laugardals- hallarinnar. Það sem hins vegar vantar upp á, að þeirra áliti, er umfjöllun menntaðra aðila og skilningur fjölmiðla, á málefnum þeirra og list. Færeyingarfengu inngöngu Á aðalfundi NKF, sem haldinn var á Selfossi, var kosinn nýr for- maður. Gunnar Bay tók við af Thorstein Rittun. Áuk aðildar- landanna, íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Samalands voru fulltrúar frá Fær- eyjum, Álandi og Grænlandi. Færeyingar fengu nú aðild að Norræna myndlistarbandalaginu með fyrirvara vegna aukins kostnaðar og fjárhagsstöðu bandalagsins. En á aðalfundi NKF á Islandi 1981, voru Samar teknir inn í bandalagið og gekk ekki alveg átakalaust og því vill íslandsdeild norræna myndlistar- bandalagsins vekja sérstaka at- hygli á því að þessar smáþjóðir hafa fengið inngöngu á þeim að- alfundum NKF sem hafa verið haldnir hér. Nordisk Konstförbund var upphaflega stofnað í Stokkhólmi 8. nóvember 1945, sem þótti merkilegt framtak, með tilliti til ólíkra aðstæðna Norðurlandanna í seinna heimsstríði. Hugmyndin var reyndar um 100 ára gömul en myndlistarmenn bjuggu oft árum saman erlendis og þannig urðu til stór samfélög norrænna mynd- listarmanna. I upphafi voru Finn- ar í fararbroddi alls samstarfs og reynt var að koma á samsýning- um norrænna listamanna er- lendis. Fimm ára einangrun stríðsins kom í veg fyrir sýninga- hald milli landa og þannig varð sveinsstykki NKF samnorræn sýning sem var sett upp í Osló 1946 og skyldi hún spanna síðustu fimm ár stríðsins. En helstu markmið bandalagsins skyldu vera stór samnorræn sýning á ári, fyrir utan einkasýningar og minni sýningar, umfjöllun í útvarpi, önnur upplýsingastarfsemi og fundir mynlistarmanna. Fjöl- miðlar, opinberir aðilar og söfn sýndu stofnun NKF mikinn áhuga. Þó varð það svo að upp úr 1950 fóru að koma brotalamir í þessa árvissu viðburði. Þannig var farið inn á nýjar brautir og tekin upp samvinna við aðra starfshópa og í framhaldi af því haldin sýning í Stokkhólmi sem fékk nafnið: Industrien og Kun- sten. Listamiðstöð og gestavinnustofur Starf NKF breyttist svo enn frekar eftir 1970 þegar í ljós kom að mæta þurfti nútímakröfum um upplýsingar til að sinna fjöl- breytilegri listmiðlun, var ekki endalaust hægt að vinna sjálf- boðastörf. Þannig varð Norræn listamiðstöð að veruleika 1978, sem hefur það að meginmark- miði að skipuleggja sýningar, fundi og bregða birtu á myndli- stina og skýra stöðu hennar í nú- tímasamfélagi. Gestavinnustofur eru einnig mikilsverður áfangi á leiðinni, en nú eru starfræktar slíkar stofur á öllum Norður- löndum, þar sem listamenn fá að búa án mikils kostnaðar, fá að kynnast listalífinu á hverjum stað, listamönnum, galleríum, skólum og verkstæðum. Þannig að mikil áhersla er nú lögð á gestavinnustofur. Þá liggja fyrir umsóknir frá Álendingum og Grænlendingum um inngöngu í bandalagið, en NKF telur að innganga Sama í bandalagið og kynni manna af list þeirra hafi auðgað mjög sambandið. -ekj ■ ■ Jónína Guðnadóttir formaður NKF á íslandi: „Fengum ekki nægan mótleik” „Það fengust ágætar niðurstöð- ur á þessari ráðstefnu, þó erum við óánægð með hvað blaðamenn mættu illa, þangað til síðasta dag- inn og sjónvarpið sýndi málinu allt of lítinn áhuga að okkar viti. Þannig fengum við ekki nægilega sterkan mótleik frá fjölmiðlum, en málið átti einmitt að vera þeim sérstaklega skylt,” sagði Jónína Guðnadóttir formaður íslands- deildar NKF, þegar hún var spurð um árangur námsstefnunn- ar. „Framundan er mikið starf, við kvörtum að vísu ekki undan blöð- unum, þau gera þessum málum þokkaleg skil, en við viljum að sjónvarpið taki myndlistarmál meira í dagskrá sína. Skólarnir þurfa líka að sinna uppeldisstarfi sínu viðvíkjandi myndlist betur, en það segir líka sitt að Listasafn íslands hefur ekki yfir neinum leiðsögumönnum að ráða fyrir skólafólk og fjárskorti af hálfu ríkisvaldsins borið við. En menn voru hér almennt hressir og málin mikið rædd, best var þó hljóðið í Svíum, en þeir hafa fengið inni fulltrúa hjá sínu sjónvarpi, til að gera þætti um myndlist fyrir sjónvarp.” -ekj Mlðvikudagur 9. september 1987 |ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.