Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 13
Á myndinni eru talið frá vinstri: Jens Ingólfsson markaðsstjóri tæknivara, Útflutningsráði íslands, Guðmundur Lárusson, Bátasmiðju Guðmundar, Matthías Matthíasson, Kletti hf., formaður hópsins, Reynir B. Eiríksson, DNG hf., Sævar Svavarsson, Normex hf., Guðm. Unnþór Stefánsson, Sjóvélum hf., Ólafur Jónsson markaðsstjóri hópsins. Útflutningsráð Tæknivömr fyrir sjávarútveg Útflutningsráð íslands hefur stofnað til nýs útflutningshóps um tæknivörur fyrir sjávarútveg. Fimm íslensk framleiðslufyrir- tæki hafa gert samning um form- legt samstarf um markaðssókn á nálæga erlenda markaði og nær þessi samningurtil næstu þriggja ára. Framleiðslufyrirtækin í hópnum eru: NORM-X, sem framleiðir plastker, Bátasmiðja Guðmundar, sem framleiðir Sóma bátana svonefndu, DNG, sem framleiðir tölvustýrðar hand- færarúllur, Sjóvélar, sem fram- leiðir línu- og netaspil, og Vélsmiðjan Klettur, sem fram- leiðir ýmsan búnað til fiskvinnslu. Þess má geta að flest fyrirtækj- anna stóðu að sameiginlegri vörusýningu í Færeyjum nýlega sem vakti mikla athygli. Útflutningshópurinn hefur ráðið sérstakan markaðsstjóra, Ólaf Jónsson, sem mun sinna sameiginlegu markaðsstarfi fyrir- tækjanna. Hann var áður fram- kvæmdastjóri íseindar hf. Þetta er annar útflutningshóp- urinn um tæknivörur sem Út- flutningsráð stofnar til, en sá fyrri hefur nú nýverið framlengt form- legu samstarfi, sem þeir hafa haft með sér um tveggja ára skeið. Það eru fyrirtækin Sæplast, Vélsmiðjan Oddi, Plasteinangr- un, Sjóklæðagerðin og Skipa- smiðjan Hörður sem starfað hafa saman sem útflutningshópur 1. Útflutningshópur 1 hefur hing- að til unnið að sameiginlegri markaðssetningu á Grænlandi og austurströnd Bandaríkjanna og Kanada og hefur sérstakur mark- aðsstjóri hópsins, Valdimar Kristjánsson, stjórnað markaðs- sókninni sem hefur skilað mjög glæsilegum árangri. Upphaflegur samstarfssamn- ingur fyrirtækjanna var til tveggja ára og rann það tímabil út nú í júlí. í ljósi hins góða árangurs sem verið hefur af samstarfinu hafa fyrirtækin nú endumýjað samstarfssamning sinn til tveggja ára í viðbót, og hyggjast nú hefja markaðssókn til vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada. Útflutningsráð íslands hefur umsjón með starfsemi þessara hópa, en stofnun útflutningshópa er í samræmi við þá stefnu Ut- flutningsráðs að hvetja fyrirtæki til samstarfs um markaðssókn á erlendum mörkuðum með vel skipulögðum markaðsaðgerðum. Iðnlánasjóður hvetur einnig mjög til slíkra vinnubragða og veitir styrki til reksturs útflutn- ingshópanna. Tvær af starfsstúlkum Baðstofunnar á Hótel Sögu: Unnur Hjartardóttir (til vinstri) og Ásta Sigrún Gylfadóttir, forstöðumaður. Hótel Saga Baðstofa og líkamsrækt Nýlega var opnuð í nýbygg- ingu Hótels Sögu aðstaða til lík- amsræktar, meðgufubaði, nudd- stofu, sólbekkjum, stórri kerlaug með vatnsnuddi og tækjasal til þrekþjálfunar. Þessi aðstaða hefur hlotið nafnið Baðstofan, og með opnun hennar er lokið framkvæmdum við nýbyggingu hótelsins. Það er Ásta Sigrún Gylfadótt- ir, sem veitir Baðstofunni for- stöðu. Baðstofan er opin alla virka daga frá klukkan 8 árdegis til klukkan 21, og um helgar frá klukkan 10 til 14. í Baðstofunni eru léttar veitingar á boðstólum, og þar eru einnig seldar snyrtivörur, svo og sérstakar olíur og burstar fyrir nudd, bæði fyrir almennt nudd og svokallað appelsínuhúðarnudd. Baðstofan er opin bæði fyrir hótelgesti og utanaðkomandi. Hægt er að fá afsláttarkort fyrir fasta gesti. KALLI OG KOBBI Hákarlinn hræðilegi tekur eftir því að einhver gárar yfirborðið. Hann stígur hægt upp til yfirborðsins þar sem hið óttaslegna fórnarlamb bíður. y Þús skalt ekki halda að þú losnir við hárþvottinn ég laet mig ekki. GARPURINN FOLDA og stafsetn...^, OG STAF l^SÍTNÍNGIN OG ,' LANDAFRÆÐIN OG RÚM í FRÆÐIN OG SKRIFTIN OG EÐLISFRÆÐIN OG... DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöld- varsla lyfjabúöa vikuna 4.-10. sept. 1987eríVestur- bæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fy rmefnda apótekið er opiö um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síöarnefnda apó- tekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fy rr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik.....sími 1 11 66 Kópavogur....sími4 12 00 Seltj.nes....sími61 11 66 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garöabær......sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....sími 1 11 00 Seltj.nes.....símil 11 00 Hafnarfj......sími 5 11 00 Garðabær......sími 5 11 00 SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspft- alinn: alla daga 15-16,19-20. Borgar8pftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæölng- ardelld Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspítala: virka daga 16- 19, helgar 14-19.30. Heilsu- vemdarstöðln viö Baróns- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 stig: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30. Landakots- spftall: alla daga 15-16 og 19-19.30. Barnadelld Landakotsspitala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspftali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Kleppsspfta- llnntalladaga 15-16og 18.30- 19. SjúkrahúsiöAk- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúslð Vestmannaeyjum: alla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. SJúkrahúslð Húsavfk: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fy rir Reykjavfk, Seltjamarnes og Kópavog er í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingarog tima- pantanir (síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar i sím- svara 18885. Borgarspftallnn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þásem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Landspftal- Inn: Göngudeildin opin 20 og 21. Slysadeild Borgarspítal- ans: opin allan sólarhringinn simi 681200. Hafnarfjörður: Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvakt lækna s. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 45060, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjáslöKkviliöinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt læknas. 1966. ÝMISLEGT HJálparstöð RKl, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266 opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf I sálfræðilegum efn- um. Sími 687075. MS-fólaglð Álandi 13. Opið virka daga f rá kl. 10-14. Slmi 688800. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin þriðjudaga kl.20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýslngarum ónæmistærlngu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) f sima 622280, milliliöalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa veriðof- beldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökln '78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78 félags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Slmsvariáöðrumtimum. Siminn er 91 -28539. Félageldri borgara Opið hús I Sigtúni við Suður- landsbraut alla virka daga millikl. 14og 18. Veitingar. GENGIÐ 8. september 1987 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar 38,740 Sterlingspund 64,386 Kanadadollar.... 29,540 Dönsk króna..... 5,6043 Norskkróna...... 5,8835 Sænsk króna..... 6,1336 Finnsktmark..... 8,9109 Franskurfranki.... A 6,4621 Belgískurfranki... 1,0407 Svissn. franki.. 26,1227 Holl. gyllini... 19,2115 V.-þýskt mark... 21,6274 Ítölsklíra...... 0,02988 Austurr. sch.... 3,0730 Portúg. escudo... 0,2744 Spánskurpeseti 0,3221 Japansktyen..... 0,27321 Irsktpund....... 57,734 SDR............... 50,3812 ECU-evr.mynt... 44,8241 Belgiskurfr.fin. 1,0351 KROSSGÁTAN T 2 T m 4 6 1 ■ 9 10 LJ 11 12 - 13 14 • r ^ L Á 10 10 ' ] i?— 10 n 10 20 n 23 24 r m U Lárétt: 1 bæklingur 4 teygjanleg 8 sívalning- num 9 trjátegund 11 ger- legt 12 bjálkar 14 sýl 15 úrgangsefni 17 húð 19 svefn21 hópur22vont24 púkar 25 guðir Lóðrétt: 1 smyrsl 2 grát- ur 3 illan 4 teyg 5 stök 6 spytja 7 skvampar 10 yfir- hafnir 13 kjáni 16 samtals 17 berja 18 svelgur 20 er- lertdis 23 svik Lausn á sfðustu kross- gátu Lárótt: 1 þing 4 magi 8 árdegið 9 efni 11 rann 12 kjammi 14 sa 15 menn 17 blóti 19 ýti 21 rum 22 nota 24 árin 25 pakk Lóðrétt: 1 þrek 2 nána 3 grimmt 4 merin 5 aga 6 gins7 iðnaði 10fjólur 13 mein 16 nýta 17 brá 18 ómi 20 tak 23 op

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.