Þjóðviljinn - 09.09.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Page 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Upton skrifaði undir Þjálfar ÍBK nœsta keppnistímabil Frank Upton þjálfari IBK skrifaði í gær undir eins árs samning við félagið sem gildir út næsta keppnistímabil. Frank Upton hefur náð góðum árangri með liðið. Hann tók við því á erfiðum tíma af Peter Kee- ling og þá var ÍBK í mikilli fall- hættu. Þeir eru nú sloppnir og eru um miðja deild. „Það er mjög gott að þetta skuli vera komið á hreint" sagði Kristján Ingi Helgason formaður ÍBK. „Við vissum það áður en hann kom að hann væri góður þjálfari, en hann kom okur ánægjulega á óvart. Frank Upton var áður aðstoð- arþjálfari hjá Aston Villa og Co- ventry. Hann heldur út til Eng- lands fljótlega eftir helgi, en kemur svo aftur í mars er Keflvíkingar hefja undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. -SOM/Suðurnesj um 1 x 2 3. vika ls > ,i lo ts ! Valur-Völsungur............................x 11111111 Víðir-KR...................................x 12 1x11x2 KA-ÍA......................................1 2 2x121x2 FH-Þór.....................................2 2222222X Fram-ÍBK...................................1 11111111 Liverpool-Oxtord...........................1 1 1 1 1 1 1 1 1 Luton-Everton..............................2 1 x 2 2 2 x 2 2 Norwich-Derby..............................1 x 1 1 1 1 x x x Nott.Forest-Arsenal........................x 2x111112 Portsmouth-Charlton........................1 11111112 Sheff.Wed-Watford..........................2 2 1 2 1 1 x 1 x Wimbledon-West Ham.........................2 1 1 x x 2 1 12 í síðustu umferð var enginn með 12 rétta og vinningurinn flyst því yfir á næstu viku. En það sem meira er að það var enginn með 11 réttaog enginn með 10 rétta heldur. Annar vinningur var því greiddur út fyrir 9 rótta og var 6.976 kr. á mann. Stúlka úr Breiðholtinu var með 9 rétta á 16 raða kerfisseðli, en hún gleymdi að setja merki á tvo heila leiki! Nokkuð sem hlýtur að vera eins- dæmi í Getraunum. Brosmildir kappar á æfingu í gær. Guðmundur Torfason, Atli Eðvaldsson og Friðrik Friðriksson. Mynd:E.ÓI. Landslið SegirAtli Eðvaldssonfyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Norðmönnum í kvöld Sigi Held landsliðsþjálfari hef- ur ekki enn tilkynnt byrjunarlið- ið. Líklegt er að Guðmundur Torfason, Ólafur Þórðarson, Guðni Bergsson og Viðar Þork- elsson komi í stað þeirra fjögurra leikmanna sem ekki leika með. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á morgun. Landsieikurinn í kvöld er 22. landsleikur þjóðanna. íslending- ar hafa sigrað í 5 leikjum, einum hefur lokið með jafntefli, en Norðmenn hafa 15 sinnum sigr- að. Síðasti sigur íslands gegn Noregi var 30. júni 1977 í Reykja- vík, 2-1. „Þetta verður erfitt. Það er mikil pressa á okkur eftir tapið gegn Austur-Þjóðverjum, en við gerum okkar besta,“ sagði Atli að lokum. -íbe „Við ætlum að gera eins og við getum, við getum ekki gert meira en það, en þetta verður mjög erf- itt.“ Sagði Atli Eðvaldsson fyrir- liði íslenska landsliðsins í samtali við Þjóðviljann í gær. íslendingar mæta Norðmönnum á Laugar- dalsvelii í dag og hefst leikurinn kl. 17.15. „Það hefur svo oft verið þannig að það hafa verið gerðar of mikl- ar kröfur. Svo kemur einn skellur á 10-15 ára fresti og tryllist allt“, sagði Atli. „En við erum ákveðn- ir í að standa okkur í dag og ætl- um að ná góðum úrslitum." í lið íslands vantar fjóra leik- menn sem voru í byrjunarliðinu gegn Austur-Þjóðverjum: Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohn- sen, ÓmarTorfason og Ágúst Má Jónsson. Lið Norðanna hefur einnig orðið fyrir skakkaföllum og í það vantar einnig fjóra úr byrjunar- liðinu. Haraldur Ingólfsson og Ólafur Viggósson kljást hér við pólska varnarmenn í leiknum í gær. Mynd:E.ÓI. Landslið/U-18 Endalaus óheppni! Enn tap hjá unglingalandsliðinu þrátt fyrir góðan leik Punktar úr 17. umferð Það á ekki af íslenska unglinga- landsliðinu U-18 að ganga. Ótrú- leg óheppni í landsleikjum, nú síðast í gær gcgn Pólverjum. Eftir jafnan leik tókst Pólverjunum að tryggj^ sér sigur á síðustu mínút- unum, 2-3. Það var mjög sárt að tapa þess- um leik því að íslenska liðið lék lengst af mj ög vel. En líkt og gegn Belgum og Dönum náðu Islensku strákarnir ekki sigri. Leikurinn var opinn og fjörug- ur. íslendingar byrjuðu af krafti og á ló.mínútu náðu þeir foryst- unni. Steinar Adolfsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Skömmu síðar átti Haraldur Ing- ólfsson skot framhjá eftir að hafa komist einn í gegnum vörn Pól- verja. Eftir markið tóku Pólverjar heldur betur við sér. Pyc Grzeg- urz jafnaði á 31. mínútu eftir þvögu og sex mínútum síðar skoruðu Pólverjar stórglæsilegt mark. Gersior Pariusz fékk bolt- ann við vítatieg og skaut þrumu- skoti í þverslána og í netið. Glæsi- legt mark og útlitið heldur dökkt hjá íslendingum. En Steinar Adolfsson jafnaði að nýju á 41. mínútu með góðum skalla. Síðustu mínúturnar fengu Pól- verjar góð færi. Grzegurz komst einn í gegn, en Karl Jónsson bjargaði með góðu úthlaupi. Skömmu síðar átti Karzysciof skot í stöng, en fslendingar sluppu með skrekkinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði vel og íslendingar fengu gott færi þegar Ólafur Viggóson og Har- aldur Ingólfsson komust í gegn- um vöm Pólverja. Ólafur renndi boltanum framhjá markverðin- um, en einnig framhjá markinu. Það var svo tveimur mínútum fyrir leikslok að áfallið kom. Pól- verjar náðu góðri sókn og úr henni skoraði Tutacz Tomasz af stuttu færi. Fögnuður Pólverja að vonum mikill og kom markvörð- ur þeirra alla leið í vítateig íslend- inga til að fagna sigurmarkinu! Unglingalandsliðinu hefur ekki gengið vel í landsleikjum sínum, þrátt fyrir að leika vel. Eftir að hafa verið með forystuna gegn Belgíu, 2-1, misstu strák- arnir það niður í 2-3 tap og eitt stig úr tveimur viðureignum gegn Dönum gefur ekki rétta mynd af þeimur viðureignum. Það er engu líkara en að íslensku strák- arnir tapi einbeitingunni á lok- amínútunum. íslenska liðið lék vel í þessum leik. Vömin var sterk og í sókn- inni voru þeir sprækir Ólafur og Haraldur. Þá áttu þeir góðan leik Steinar Adolfsson og Rúnar Kristinsson. Þrátt fyrir tapið var leikurinn skemmtilegur og fjömgur. Hann var þó leikinn á nokkuð óvenju- legum tíma, kl 12 á hádegi á KR- vellinum, en engu að síður lögðu fjölmargir áhorfendur leið sína í Frostaskjólið og höfðu gaman af. -Ibe Árni Stefánsson, varnarmaður úr Þór, lék sinn 100. leik í 1. deild gegn KA í 17. umferðinni á laugardaginn. Aðeins tveir Þórs- arar hafa áður náð þeim áfanga, Nói Björnsson og Jónas Róberts- son fyrr á þessu ári. Siguróli Kristjánsson, Þór, lék um leið sinn 50. leik í 1. deild. Hlíðar Sæmundsson, Víði, skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark þegar hann tryggði liði sínu hinn dýrmæta sigur á ÍA. Gestur Gylfason, ÍBK, lék sinn fyrsta 1. deildarleik á laugar- daginn, gegn FH. xBK hefur eftir þann leik hlotið samtals 500 stig í deildakeppninni frá upphafi. Þar af 428 í 1. deild en 72 í 2. deild. Valur hefur til þessa ekki tapað 1. deildarleik á KR-vellinum. KR hefur að auki aðeins sigrað þrisvar f síðustu 29 leikjum félag- anna í 1. deild, frá 1972. Þór hefur til þessa ekki tapað fyrir KA í 1. deildarleik. Reyndar hafa félögin skilið jöfn 4 sinnum í 6 leikjum í 1. deild en Þór unnið tvisvar. KA vann Þór síðast í deildaleik árið 1980, þá í 2. deild. í A hefur ekki náð að sigra Víði í síðustu fjórum 1. deildarleikjum félaganna. Víðir hefur unnið tvisvar í röð á Akranesi og tvíveg- is hefur orðið jafntefli í Garðin- um. -VS ★★★★★★★★★★ Aiíöíó Það er engin breyting á Stjömuliði 17. umferðar. Stjörn- unum hefur þó fjölgað. Pétur Ormslev er enn hæstur, en Halldór Áskelsson og Birkir Kristinson geta komist yfir hann í síðustu umferðinni. Stjörnuliðið eftir 17. umferð, stjömufjöldi í svigum: Birkir Kristinsson, ÍA (14) Erlingur Kristjánsson, KA (9) Sævar Jónsson, Val (13) Guðni Bergsson, Val (13) Sigurður Lárusson, ÍA (10) Gunnar Oddsson, ÍBK (11) Andri Marteinsson, KR (11) Halldór Áskelsson, Þór (15) Pétur Ormslev, Fram (16) Pótur Pétursson, KR (13) Sveinbjörn Hákonarson, (A (9) Miðvlkudagur 9. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 „Verður mjög erfitt“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.