Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUIN Mlðvikudagur 9. september 1987 198. tölublað 52. árgangur SKOIAVELTA LEON AÐFV\RS€LU SKÓLACÖNQJ # SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Bandaríski herinn Fylgismönnum fækkar Skoðanakönnunin um viðhorfin til hersins vekur mikla athygli. Svan- ur Kristjánsson dósent: Skýringanna að leita ístirðum samskiptum við Bandaríkin undanfarin ár. Ingihjörg Haraldsdóttir formaður SHA: Áróður hœgri flokkanna ekki trúverðugur Eg túlka þetta þannig að á það berí að horfa hvaða hópar það eru sem eru að skipta um afstöðu; það er mestan part fólk sem hefur áður veríð fylgjandi hernum, sagði dr. Svanur Kristjánsson, dósent í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands, er hann var inntur álits á þeirri athyglisverðu stað- reynd að fjórði hver kjósandi tel- ur veru hersins ekki skipta máli. Þetta kemur fram f skoðanakönn- un um afstöðu landsmanna til Keflavfkurstöðvarinnar og eru niðurstöðurnar birtar í septemb- erhefti Þjóðlffs. „Það góða við könnunina er hve úrtakið er stórt og að hún nær að hluta til til sama fólksins nú og 1983,“ sagði Svanur. „Það var áður fylgjandi hemum en segir nú að því sé sama. Það er rökrétt að líta svo á að þetta fólk vilji ekki Rót h/f Kynningar- fundur í kvöld Grasrótarútvarpið Rót hlfstofnað 13. júlí síðastliðinn. Nauðsynlegt að fé- lagssinnað fólk ogfé- lagasamtök taki höndum saman í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. september kl. 20.30 verður hald- inn kynningarfundur um Út- varpsfélagið Rót h/f í samkomu- sal Sóknar að Skipholti 50A, en það var stofnað 13. júlí síð- astliðinn af 30 manns, sem starf- að hafa f hinum ýmsu áhuga- og hagsmunasam tök u m. Til þess að Útvarp Rót geti orðið að veruleika og til þjóð- þrifa er henni lífsnauðsynlegt að félagssinnað fólk og félaga- samtök taki höndum saman í uppbyggingunni og fyrirhugaðri starfsemi. I þessu skyni hafa ver- ið send út fundarboð til um 250 félagsmanna sem vonast er til að láti sjá sig á kynningarfundinum í kvöld. Meðal þeirra félaga og sam- taka sem eru stofnendur að Rót h/f eru meðal annars Samtök her- stöðvaandstæðinga, Samband ís- lenskra námsmanna erlendis, SÍNE, Kvennalistinn, Alþýðu- bandalagið, Vinstri sósíalistar, Flokkur mannsins, Samtökin ’78, Æskulýðsfylkingin, Leigjenda- samtöícin og Stúdentaráð og fleiri og fleiri. Tilgangurinn með stofnun þessa Útvarpsfélags er að koma á fót grasrótarútvarpi, sem senda á út á Faxaflóasvæðinu til að skapa vettvang fyrir þjóðfélagslega og menningarlega umræðu. grh taka afstöðu í málinu. Það er ekki lengur fylgjandi veru hersins, en vill heldur ekki skipa sér í sveit með andstæðingum hans. Það er nærtækt að leita ekki bara skýnngarinnar íhvalveiði- deilunni, heldur í samskiptum ís- lendinga og Bandaríkjamanna undanfarin ár, en þau hafa verið mjög stirð að mörgu leyti. Breytt afstaða kemur heldur ekki aðeins fram meðal almennings, heldur einnig hjá ýmsum stjómmála- mönnum. Þannig hefur Borgara- flokkurinn þá opinberu stefnu að endurskoða vamarsamninginn,“ sagði Svanur. „Ég bendi sérstaklega á að við sem emm afgerandi á móti hern- um emm orðin fleiri en þau sem em afgerandi fylgjandi vem hans hér,“ sagði Ingibjörg Haralds- dóttir, formaður Samtaka her- stöðvaandstæðinga, aðspurð um niðurstöður könnunarinnar. „Það er að meginhluta vegna þess að stór hluti þjóðarinnar trúir ekki því sem hægriflokkamir hafa reynt að halda að fólki um eðli herstöðvarinnar, og að Bandaríkjamenn hafi okkar hagsmuni að leiðarljósi með vem hersins." HS Búseti Bjartera framundan „Húsnæðissamvinnufélagið Búseti hefur gengið frá kaupum á 46 íbúðum fyrír félagsmenn sína í fjölbýlishúsi sem verið er að reisa í Grafarvogi,“ sagði Reynir Ingi- bjartsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, í viðtali við blaðið í gær. Kaupverð íbúðanna er í kring- um 170 milljónir og hefur fengist lánveiting úr Byggingarsjóði verkamanna. íbúðimar verða af- hentar fullbúnar 1. desember á næsta ári. Hér verður um að ræða fyrstu búseturéttaríbúðir á landinu. í haust em fjögur ár liðin frá stofnun félagsins. Búseti hefur nú lagt inn umsóknir um lán og lóðir fyrir 180 íbúðir á höfuðborgar- svæðinu, auk þess sem slíkar um- sóknir em í gangi víða á lands- byggðinni. Sinfóníuhljómsveit íslands hélt í gær í fjögurra daga tónleikaferð til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands í tilefni af vígslu norrænnar menningarmiðstöðvar fimmtudaginn 10. september. Þetta eru merk tímamót í grænlenskri menn- ingarsögu, því þetta eru fyrstu sinfóníutónleikarnir á Grænlandi. Sinfóníu- Sinfónían til Grænlands hljómsveitin heldur tvenna tónleika, barnatónleika og tónleika fyrir íbúa Nuuk, auk dagskrár í tilefni af opnun menningarmiðstöðvarinnar, sem hljómsveitin flytur ásamt grænlenskum kór. Framleiðniátak Ólga vegna auglýsingaherferðar Verkalýðshreyfingin óánœgð með birtingu 8 síðna litauglýsingu í Morgunblaðinu. Páll Kr. Pálsson: Engar athugasemdir gerðar á samráðsfundi. Guðmundur Þ. Jónsson: Alltof lítið gert úr þœtti stjórnenda iðnfyrirtækja Þessi gagnrýni sem fram hefur ferð til að ná litlum árangri. Þórir ingur ASÍ, fyrir iðnaðarráðu- komið á birtingu 8 síðna lit- Daníelsson framkvæmdastjóri neytið Baldur Pétursson við- essi gagnrýni sem fram hefur komið á birtingu 8 síðna lit- auglýsingu í Morgunblaðinu um helgina um framleiðniátak í iðn- aði hér á landi, kemur mér spánskt fyrir sjónir og ég er reyndar frekar fúll yfir þessum viðbrögðum hjá þeim forystu- mönnum verkalýðshreyfmgar- innar sem hafa tekið birtingu hennar óstinnt upp, segir Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofn- unar íslands. í Alþýðublaðinu í gær er haft eftir Ásmundi Stefánssyni forseta Alþýðusambands íslands að birt- ing auglýsingarinnar sé dýr að- ferð til að ná litlum árangri. Þórir Daníelsson framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins segir auglýsinguna virka hræðilega illa á sig. Að sögn Páls var haldinn samráðsfundur 10 dögum áður en margnefnd auglýsing var birt meðal þeirra aðila sem standa að verkefnisstjórnun framleiðniá- taksins, án þess að nokkrar at- hugasemdir hafi komið þar fram. Karl Friðriksson hjá Iðntækni- stofnun segir að í verkefnisstjórn framleiðniátaksins hafi verið fyrir hönd verkalýðshreyfingar- innar Björn Björnsson, hagfræð- skiptafræðingur, fyrir Félag ís- lenskra iðnrekenda Páll Kr. Páls- son, áður en hann gerðist for- stjóri Iðntæknistofnunar, en byrjað var að vinna að þessu framleiðniátaki fyrst á dögum Ingjalds Hannibalssonar, en eng- inn sérstakur fulltrúi er frá Landssambandi iðnaðarmanna, en stjóm þess alltaf verið gerð grein fyrir starfseminni. Að sögn Guðmundar Þ. Jóns- sonar, formanns Landssambands iðnverkafólks er alltof lítið gert úr þætti stjórnenda fyrirtækja í iðnaði í fyrmefndri auglýsingu á kostnað hins óbreytta verka- manns. „Það hefði mátt að ó- sekju, fyrst farið var út í svona viðamikla auglýsingu að gera stjórnunarþættinum miklu meiri skil, því hann skiptir jú geysi- miklu máli við að ná meiri fram- leiðni í iðnaðinum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að það era stjómendur á hverjum stað sem stjóma rekstri fyrirtækj- anna og okkar dugmikla og fóm- fúsa iðnverkafólki sem ekki er öfundsvert af sínu kaupi," sagði Guðmundur Þ. Jónsson. grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.