Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 6
SAMKEPPNI
UM MINJAGRIPI
Ferðamálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að efna til
samkeppni um gerð minjagripa tengdum Reykjavíkurborg
og Höfða.
Samkeppnin er haldin í tilefni þess að eitt ár er liðið frá stór-
veldafundi sovéskra og bandarískra ráðamanna í Reykja-
vík.
Þátttaka:
Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir og erlendir ríkisborgarar sem
hafa búsetu á Islandi.
Dómnefnd:
Dómnefnd skipa Björn Friðfinnsson, forstöðumaður lögfræði- og
stjórnsýsludeildar Reykjavíkur, Gísli B. Björnsson, teiknari F.Í.T. og
Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi ferðamálanefndar.
Ritari nefndarinnar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri.
Trúnaðarmaður:
Trúnaðarmaður dómnefndar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri.
Fyrirspurnir:
Fyrirspurnir má aðeins senda skriflega til trúnaðarmanns dómnefndar
fyrir 14. sept. 1987, og mun hann leggja afrit af þeim fyrir dómnefndina
en svara fyrirspurnum frá og með 15. september.
Keppnistillögur:
1. Keppnistillögum skal skila á ógegnsæjan pappír, stærð A-2 (59.4
cm x 42.0 cm) eða upplímdar á pappír af sömu stærð. Heimilað er
að tiilögunum fylgi fullunninn gripur. Allur skýringartexti með tillög-
um skal vera vélritaður eða ritaður á annan vélrænan hátt.
2. Höfundum þeirra tillagna sem hljóta verðlaun verður falin endan-
leg gerð þeirra til fjöldaframleiöslu.
3. Ekki eru sett nein skilyrði um útlit eða gerð minjagripanna önnur en
að þeir henti vel til fjöldaframleiðslu.
Merking og afhending:
1. Tillögur skulu vera auðkenndar með 5 stafa tölu (kennitölu).
Ógegnsætt umslag merkt orðinu „nafnmiði" og kennitölunni fylgi
tillögunni. I umslaginu skal vera nafn og heimilisfang tillöguhöfund-
ar eða-höfunda.
2. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns, Ómars Einarssonar, Frí-
kirkjuvegi 11 í síðasta lagi 8. október 1987, kl. 16:00.
Úrslit:
Sigurvegurum keppninnar verður tilkynnt um úrslit strax og þau eru
ráðin á sérstökum Reykjavíkurkynningardegi 12. október 1987 og
þau síðan birt í fjölmiðlum.
Sýning:
I tengslum við ráðstefnu sem haldin er þennan sama dag um Reykja-
vík sem funda- og ráðstefnustað verður haldin opinber sýning á til-
lögunum.
Verðlaun:
Verðlaun eru samtals kr. 175.000,-.
Þaraferu: 1. Verðlaun kr. 100.000,-
2. Verðlaun kr. 50.000,-
3. Verðlaun kr. 25.000,-
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 12. október.
Hagnýting hugmynda:
Ferðamálanefnd áskilur sér rétt til fjöldaframleiðslu á verðlaunatillög-
um með þeim takmörkunum sem lög um höfundarrétt setja.
Ferðamálanefnd
Reykjavíkur
Fríkirkjuvegi 11,
101 Reykjavík
Frönskunámskeið
ALLIANCE FRANCAISE
13 vikna námskeið hefst mánudaginn 21. sept-
ember. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók-
menntaklúbbi, barnaflokki og unglingaflokki.
Einkatímar eftir óskum. Undirbúningur fyrir próf
A.F. í París.
Innritun fer fram á bókasafni ALLIANCE FRA-
NCAISE, Laufásvegi 12, alla virka daga frá kl.
14-19, og hefst fimmtudaginn 10. september.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama
tíma.
Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15%
staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. ATH.
Greiðslukortaþjónusta (Eurocard, Visa).
Ámi Hólm með bráðabirgðaútgáfu á persónuleikakerfinu á íslensku: Kannski gengur okkur betur að finna hvar skórinn
kreppir... (Ljósm. S. Mar).
Spjallað við dr. Árna Hólm
KorUagning á starfi
og afferli mannsins
Persónuleikakerflð er kort-
lagning á hinum ýmsu starfsþátt-
um mannsins sem ég hefí unnið að
sl. tólf ár. Og árangurinn er að
mínu mati nytsamlegur bæði
fyrir þá sem eru við nám í sálar-
og uppeldisfræðum og svo til að
leita uppi þá þætti í starfsemi
mannsins, viðskiptum hans við
umhverfið, sem valda honum erf-
iðleikum og kalla á aðstoð.
Segir dr. Árni Hólm sem hér
var staddur í sumarleyfi og hélt
tvo kynningarfundi í Háskólan-
um og Kennaraháskólanum.
Árni Hólm lauk BA prófi í
eðlis- og stærðfræði í Kaliforníu
1965, tók síðan MA próf í
uppeldis- og ráðgjafarsálfræði
við Andrewsháskóla í Michigan
og doktorsprófi við sama skóla
1980. En hafði þá kennt bæði
vestra og hér heima árum saman.
Á árunum 1980-1984 kenndi
hann við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og stýrði Hlíðardalsskóla,
en hefur unnið við rannsóknir og
kennt í Bandaríkjunum síðan.
Það sem ég er að kynna núna er
byggt á sjálfstæðum rannsókn-
um, óháðum doktorsnáminu,
sem ég byrjaði á 1975. Niður-
stöðurnar eru saman dregnar á
korti sem ég hefi nýlega gengið
frá og segi lýsa „persónuleika-
kerfinu“. Hér er um að ræða
kortlagninu á starfsemisviðum
mannsins, sem ég læt hér vera ell-
efu talsins. Fyrstu fjögur lýsa
manninum sem lífveru, en hin sjö
viðskiptum mannsins við um-
hverfi sitt. Á hverju sviði er svo
greint á milli átta starfsemi-
brauta.
Og til hvers er svo verið að
þessu?
Kennslugagn
í fyrsta lagi kemur slíkt kort að
haldi sem kennslugagn í
uppeldis- opg sálarfræðum. Það
er handhæg „heimild“ fyrir kenn-
ara að vitna í þegar þeir fjalla um
einstaka þætti mannlegs atferlis
og kenninga sem fram hafa kom-
ið um þá. En ég skal taka það
fram, að allt byggir þetta á bók-
menntum sálfræðanna, þaðan
eru þau hugtök komin sem hér er
reynt að skipa niður. Og nem-
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
endur hafa látið það í ljós, að
með þessu móti finnist þeim
uppeldis- og sálfræðin ein-
hvernvegin aðgengilegri, áþreif-
anlegri.
í annan stað getur kortið kom-
ið að haldi við rannsóknir á sviði
uppeldis- og sálarfræði - við að
afmarka rannsóknaþætti og átta
sig á innbyrðis tengslum þeirra.
Persónuleikapróf
í þriðja lagi tengist kortið við
starfsemispróf (functionality
test) sem er nú á lokastigi
vinnslu. Þegar fyrir fimm árum
gerði ég tilraun með próf sem
byggði á fyrstu drögum mínum að
persónuleikakerfinu og það gaf
góða raun. Slíkt próf er byggt upp
á þann veg að fleiri eða færri
spumingar, tengdar hverjum
þætti persónuleikakerfisins, eru
lagðar fyrir einstaklinginn. Síðan
svarar hann hverri spurningu
með því að meta sjálfan sig á
skala frá 1 til 7. Út úr þessu sjálf-
smati færst niðurstaða um það
hvernig einstaklingurinn sér
sjálfan sig með tilliti til hvers
starfsemisviðs og brautar. Þær
upplýsingar gefa svo sálfræðingi
vísbendingu um það, hvar
skórinn kreppir, á hvaða sviði
einstaklingurinn þarfnast helst
aðstoðar.
Ég hefi endurbætt þetta próf
tvívegis og tel það hafi gefið góða
raun þar sem það hefur verið
reynt og ég hefi orðið var við
verulegan áhuga á því erlendis.
Ég er svo nýbúinn að ganga frá
kortinu og hefi ekki enn birt nið-
urstöður þessara rannsókna í
fræðiritum, en ég hefi kynnt þær í
fyrirlestrum og í kennslu.
Ekki hefi í heyrt í neinum sál-
fræðingi sem ekki telur að hér sé
um jákvætt framlag að ræða, hér
sé orðið við raunverulegri þörf.
Sumir hafa gengið svo langt að
segja að persónuleikakerfið sé
það sama sálfræðinni og lotukerf-
ið var eðlis- og efnafræðinni. En
hvað sem því líður: enn á eftir að
prófa þetta kerfi í raun og endur-
bæta ef þörf krefur.
SEXTÍU OG SEX NORÐUR
Framleiðslustörf
1. Óskum að ráða konur til framleiðslu á „Bláa
Vinyl glófanum“, góð laun í boði. Upplýsingar í
síma 12200.
2. Óskum einnig að ráða konu hálfan daginn við
stjórnun á sjálfvirkri saumavél. Vinnutími frá 12-
17, eða eftir samkomulagi. Góð laun í boði. Upp-
lýsingar í síma 12200.
Ml&vlkudagur 9. september 1987