Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 5
y Kanínurœkt
Alitleg aukabúgrein
Skynsamlegast að byrja meðfá en góð kynbótadýr
Ein af þeim aukabúgreinum,
sem fítjað hefur verið upp á hér-
lendis á síðustu árum er loð-
kanínurækt. Upphafíð má rekja
til þess að árið 1981 urðu fjórir
sunnlenskir bændur sér úti um
loðkanínur: þeir Jón Eiríksson í
Vorsabæ á Skeiðum, Hlöðver
Diðriksson í Litlu-Hildisey í
Vestur-Landeyjum, Magnús
Grimsson á Jaðri í Hrunamanna-
hreppi og Loftur Jónsson á Kjóa-
stöðum í Biskupstungum.
Þessi tilraunastarfsemi fjór-
menninganna lofaði það góðu, að
nú hafa allmargir fetað í þeirra
fótspor. Er loðkanínurækt nú
stunduð í talsverðum og vaxandi
mæli víða um land og góðar horf-
ur á að hún hafi náð að festa sig í
sessi sem búgrein á íslandi.
Á s.l. ári var stofnað fyrirtækið
Fínull hf. Fékk það sér vélar til
spuna og vinnslu á kanínufiðu og
kom upp verksmiðju á Álafossi.
Hefur hún þegar hafið fram-
leiðslu og samningur verið gerður
við Landssamband kanínubænda
um kaup á allri þeirri kanínufiðu
(ull), sem til fellur hérlendis og
unnt er að vinna í verksmiðjunni.
Gamalgróin
framleiðslugrein
Þó að ekki séu nema 6 ár síðan
íslendingar hófu að rækta kanín-
ur þá er ræktun þeirra engu að
síður aldagömul, utan Evrópu.
Hinsvegar eru ekki nema um 250
ár síðan hún barst þangað, og þá
með enskum sæförum. Nú er hún
hinsvegar stunduð víðsvegar um
Evrópu.
Loðkanínan, - angórakanínan
- er að því leyti frábrugðin öðrum
kanínutegundum, að ullin vex á
henni stöðugt og ævilangt. Aðrar
kamnutegundir ganga reglulega
úr hárum. Þessi eiginleiki, stöð-
ugur hárvöxtur, getur orðið til
við stökkbreytingu, þ.e. skyndi-
lega breytingu á erfðaeigin-
leikum.
Möguleikar
loðkanínurœktar
Menn geta stundað loðdýra-
rækt, hvort sem þeir kjósa heldur
sem tómstundagaman eða
atvinnugrein. Hún hentar einkar
vel sem aukabúgrein með öðrum
búskap svo sem sauðfjárrækt og
gefur allgóðar tekjur. Áðalafurð-
in er fiðan, ullin, en kjötið er
einnig hinn ágætasti matur. Hver
kanína gefur um 1 kg af fiðu ár-
lega og verð á kg af fyrsta flokks
fiðu er um 2006 kr.
Byrjið smátt
Þeir, sem hyggja á loðkanínu-
rækt, ættu að varast að færast of
mikið í fang í upphafi. Skynsam-
legast er að byrja aðeins með fá
en góð kynbótadýr. Með því
vinnst einkum þrennt:
1. Fjárfesting getur verið í lág-
marki.
2. Auðveldara er að ná tökum
á ræktun og hirðingu með fá dýr
en mörg en æfing og reynsla fæst
svo eftir því sem hjörðin stækkar.
3. Gangi ræktunin vel er fljót-
legt að auka við sig, ef ekki, er
hægt að hætta án þess að lagt hafi
verið í miklar fjárfestingar.
Húsakostur
og búr
Hús geta verið með ýmsu móti.
Það má t.d. innrétta fjós, fjárhús,
hlöður og gömul íbúðarhús, sem
kunna að vera fyrir hendi. En
mikilsvert er að húsin séu bæði
vel einangruð og loftgóð, því
raka, stækjumengað loft og trekk
þola kanínur mjög illa.
Reynslan hefur sýnt, að best er
að hafa kanínur í netbúrum, m.a.
vegna þess að smithætta af
hnýslasótt er þar mun minni en í
búrum með heilum botnum, en
hnýslasótt veldur oft töluverðu
tjóni í kanínurækt. Net úr gal-
vaniseruðum vír hafa reynst best.
Er þá notað net af sama gildleika
og fyrir ref, þ.e. möskvastærð
l“xl“. í búrum fyrir ungamæður
og í gotbúr þarf möskvastærðin
þó að vera minni eða 3A“x3A“.
Fóður og fóðrun
Kanínan er jurtaæta. Hægt er
að nota handa þeim margskonar
fóðurtegundir svo sem ýmsar
korntegundir, gras, hey, kál,
grænmeti og rótarávexti eins og
gulrófur og gulrætur. Þannig er
hægt að nota heimafengið fóður
að talsverðum hluta. Á markaðn-
um er einnig heilfóður og
kraftfóðurblöndur fyrir kanínur,
til að gefa með heyi og grænfóðri.
En snemmslegið og vel verkað
hey er mjög næringarríkt og með
notkun þess er hægt að spara
kjarnfóðurkaup í verulegum
mæli.
Kanínur eru næmar fyrir fóðri
og því er áríðandi að það sé
óskemmt og vel verkað. Þá er og
þýðingarmikið að varast snöggar
fóðurbreytingar.
Vinnuaflsþörf
Talið er að vinnuaflsþörf á
hverja kanínu séu 5-7 klst. á ári.
Tímafrekust er vinna við klipp-
ingu og flokkun ullarinnar. Sá
tími, sem klippingin tekur, fer þó
að sjálfsögðu eftir æfingu og
leikni hvers og eins. Vanur mað-
ur getur klippt 3-4 kanínur á klst.
Við klippinguna má nota hvort
heldur sem er skæri eða vélklipp-
ur.
Klippingin fer fram fjórum
sinnum á ári. Fyrst þegar ungam-
ir eru tveggja mánaða gamlir og
úr því á þriggja mánaða festi, (90
d.). Mjög er mikilvægt að þessum
tímamörkum sé fylgt, því fiðan
flóknar og þófnar ef lengra líður á
milli. Verður klippingin þá mun
erfiðari og varan auk þess lakari.
Ullina þarf að flokka um leið
og klippt er. Gæðaflokkur eru
fimm og byggist flokkunin á: 1
lengd hára, 2. gæðum, (flóka), 3.
hreinleika.
í fyrsta flokk fer algerlega
hrein og flókalaus fiða, 6 sm. og
lengri.
I annan flokk algerlega hrein
og flókalaus fiða, 3-6 sm.
í þriðja flokk algerlega hrein
og flókalaus fiða, 1-3 sm.
í fjórða flokk hrein en flækt
fiða.
í fimmta flokk óhrein og/eða
flækt fiða.
Tvo síðustu flokkana, 4. og 5.
getur verksmiðjan ekki notað.
Hinsvegar verður sú fiða tekin í
umboðssölu.
Vel þarf að athuga að fiðan sé
hrein og laus við óhreinindi svo
sem hey. Hún þarf einnig að vera
vel hvít. Tvíklipping, veiðihár og
hár af dauðum dýrum mega ekki
vera i fiðunni né heldur neinir að-
skotahlutir. Gæta þarf vel að því,
að skordýr komist ekki í fiðuna.
Nauðsynlegt er að geyma hana á
þurrum og góðum stað.
Fiðuna ber að senda til verk-
smiðjunnar í pappakössum. Þeir
þurfa að vera vel merktir þannig
að þeir beri með sér hvaða flokk-
ar eru í hverjum kassa, hve mörg
kg. nettó og svo auðvitað nafn
sendanda, nafnnúmer og heimil-
isfang.
Landssamband
kanínubænda
Kanínubændur stofnuðu með
sér landssamband á s.l. ári. Að
stofnun þess stóðu Kanínurækt-
arfélagið á Suðurlandi, kanínu-
ræktarfélagið Fífa á Norðurlandi
vestra og Kanínuræktarfélag
Eyjafjarðar.
Núverandi stjóm Sambandsins
er skipuð þessum mönnum:
Gunnlaugi Magnússyni, Miðfelli
og er hann formaður, Jóni
Eiríkssyni, Vorsabæ, sem er rit-
ari og Halldóru Jónmundsdóttur,
Auðkúlu og er hún gjaldkeri.
Þegar um er að ræða nýja bú-
grein eins og kanínurækt veltur á
miklu að völ sé á glöggum
leiðbeiningum og góðum ráðum,
svo fremur megi forðast mistök.
Til ráðuneytis um kanínurækt
hefur nú valist Ingimar Sveins-
son, Hvanneyri, sími 93-7000.
Hjá honum eru fengnar þær upp-
lýsingar, sem þessi samantekt er
byggð á. -mhg
Miðvlkudagur 9. september 1987 (ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5