Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1987, Blaðsíða 3
i ÖRFRÉTTIR bbh Bera Nordal listfræðingur hefur verið sett í stöðu forstöðumanns Listasafns Islands til eins árs frá og með deginum í gær. 4 aðrir sóttu um stöðuna en Bera hefur gengt forstöðumannsstarfinu undan- fama mánuði. Skoðunarmenn kvikmynda eru nú eftirtaldir samkvæmt skipan menntamálaráðuneytis- ins: Adolf Petersen og Guðrún Birgisdóttir fjölmiðlafræðingar, Helga Þórðardóttir félagsráð- gjafi, Steingrímur Þórðarson kennari, Svein Klausen MA og Auður Eydal kennari. Félagsstofnun stúdenta hefur tekið við rekstri Húsnæð- ismiðlunar stúdenta en um árabil hefur Stúdentaráð haft þá starf- semi með höndum. Ráðinn hefur verið starfsmaður til að annast daglegan rekstur húsnæöismiðl- unarinnar og er opið frá kl. 9 - 12.30 alla virka daga og síminn er 29619. íslenska óperan hefur ráðið Kristínu H. Árnadóttur viðskiptafræðing sem fram- kvæmdastjóra óperunnar. Kristín lauk námi frá Háskóla íslands árið 1984 og stundaði síðan framhaldsnám í alþjóðasam- skiptum í Hollandi. Handritasýningin sem verið hefuropin i Árnagarði í sumar, fer nú að Ijúka en aðsókn að sýningunni hefur verið mjög góð. Síðustu reglulegar sýningar verða í dag og á fimmtudag, en hægt er panta sýningar fyrir skóla og ferðamannahópa ef þess er óskað með nægilegum fyrirvara. Ráðgjafanefnd um efnahagsmál sem ætlað er að vera ráðherranefnd ríkis- stjómarinnar til ráðuneytis hefur verið skipuð. í henni eiga sæti þeir Björn Björnsson aðstoðar- maður fjármálaráðherra, Arnar Bjarnason hagfr. og Ólafur (s- leifsson efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar. 50 kr. mynt verður sett í umferð hérlendis í dag. Frá sama tíma hættir Seðla- bankinn að gefa út 50 kr. seðla. Á framhlið myntarinnar nýju er mynd af landvættunum eins og á 5 og 10 kr. myntinni og á bakhlið er mynd af bogakrabba. FRETT1R Hvalveiðideilan Hvað er verið að fela? Hjörleifur Guttormsson: Frekleg íhlutun Bandaríkjamanna. Attum að geraþeim Ijóst að þeir tefla hagsmunum sínum í hœttu. Eigum ekki að una svona framkomu Pað cr nýtt að það sé farið að taka ákvörðun um svör við er- indi frá Bandaríkjaforseta án þess að kveðja utanríkismála- nefnd saman og kynna henni málavexti og leita samráðs við nefndina sem fulltrúa Alþingis um málsmeðferð, sagði Hjör- leifur Guttormsson við Þjóðvi|j- ann i gær. Utanríkismálanefnd hefur nú verið boðuð til fundar í dag eftir að Hjörleifur hafði farið fram á það í fyrrakvöld. „Það hefur verið farið mjög Eggert Magnússon og Pétur Hraunfjörð við stærsta og minnsta verk sýningarinnar; Steypireyði Eggerts og Gullmunn Péturs. „Steypireyður” bergmálar hinn þögla meirihluta í landinu sem telur rangt að drepa hvali, og „Gullmunnurinn” er botniaus og gegndarlaus, enda endurspeglar hann óseðjandi græðgi yfirstéttarinnar að sögn Péturs. Listasafn ASÍ Barattulist á tombóluprís SýningfrístundamálaraíDagsbrún velsótt. Pétur Hraunfjörð: Ölllist er stéttarlist Það er mikil breidd í sýning- unni og víða komið við, en allt er þetta baráttulist,” sagði Pétur Hraunfjörð er Þjóðviljinn leit inn á sýningu frístundalistamanna í Dagsbrún í gær. Sýningin er hald- in í Listasafni ASÍ og stendur til 13. september. Málararnir fjórir sem eiga verk á sýningunni eru aliir af eldri kyn- slóðinni, fæddir á bilinu 1915 til 1923. Þeir eru auk Péturs Birgir Nurmann Jónsson, Eggert Magnússon og Jón Haraldsson. „Mér finnst að fólk ætti að nota sér það að koma hingað og gera góð kaup, því að málverkin eru á tombóluverði,” sagði Eggert. Að hans sögn hefur aðsóknin að sýn- ingunni verið góð. Hún hefur nú staðið í tíu daga og að meðaltali hafa komið um hundrað manns á dag. „Öll þjóðfélög eru stétta- þjóðfélög og því er öil list stéttar- list,” sagði Pétur og vill meina að það sé einkum láglaunafólkið sem hefur sótt sýningu þeirra fé- laga. Sýningunni lýkur að kvöldi sunnudagsins 13. september og verður opið til kl. 10 um helgina. Virka daga er opið milli kl. fjögur og átta. HS Fiskvinnslufólk Sérsamband eina lausnin Freyja Eiríksdóttir, verkakona Akureyri: Jólaföstusamningarnir fœrðu mér eina krónu Jólaföstusamningarnir færðu mér einnar krónu hækkun á tímann, segir Freyja Eiríksdóttir, verkakona, sem starfað hefur í 20 ár við fiskvinnslu hjá Útgerðarfé- lagi Akureyrar. „í þeim samningum voru starfsaldurshækkanir, sem verka- Dagvistun Oþolandi ástand „Það ástand sem nú ríkir í dag- vistunarmálum barna er óþolandi og verður ekki lengur við unað. Það lýsir vftaverðri vanrækslu og ábyrgðarleysi gagnvart velferð barna og vanmati og virðingar- leysi á störfum kvenna. Þetta ástand vitnar um úrræða- og viljaleysi ráðamanna til að rækja þær skyldur sem þeir buðust til að gcgna,“ scgir m.a. f ályktun Borgarmálaráðstefnu Kvenna- listans sl. laugardag. í ályktuninni segir að störf við uppeldi og umönnun séu eins lágt metin og raun beri vitni, lýsi fyrir- litningu á lífi og störfum kvenna og að það bitni á þeim sem síst skyldi, bömunum. „Sú þjóð sem elur böm sín upp á vergangi á sér vafasama fram- Breytinga er þörf - strax!“ tíð segir í lok ályktunarinnar. -Sáf fólk hafði barist fyrir í áratugi, þurrkaðar út, auk þess sem prem- iur og bónus lækkuðu.“ Freyja bendir á þetta sem dæmi um að þrátt fyrir stór orð um að stöðugt eigi að gera eitthvað fyrir láglaunafólkið, þá hafi það ætíð verið svikið. „Það er megn óánægja meðal fiskvinnslufólks með launakjör- in. Kaupmáttaraukningin hefur farið fram hjá dymm okkar og til að ná endum saman höfum við orðið að lengja vinnutímann. Þetta er ástæðan fyrir því að fisk- vinnslufólk eygir ekki lausn á sín- um málum nema með því að stofna sérsamband." Eining á Akureyri hefur lýst sig andvíga því að fiskvinnslufólk stofni sérsamband en hvert er álit fiskvinnslufólks á Akureyri? „Á mínum vinnustað er al- mennur hugur í fólki að standa að leynt með þessi gögn og innihald þeirra hvorki verið kynnt nefnd- armönnum né fjölmiðlum. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvað sé verið að fela?“ sagði Hjörleifur. Hann sagði að fylgja hefði átt eftir ákvörðun ríkisstjómarinnar frá því í síðustu viku og mæta öllum frekari þrýstingi og seinkunaraðgerðum af fyllstu al- vöru og ákveðni. „Ríkisstjórnin átti að gera Bandaríkjamönnum skiljanlegt að hér væra þeir að tefla öllum sínum hagsmunum í tvísýnu. Af- skipti Bandaríkjastjórnar á rannsóknaráætlun íslendinga á hvölum og veiðar á nokkrum tugum hvala í því skyni, eru auðvitað frekleg íhlutun í íslensk málefni. Við eigum ekki að una því að þannig sé komið fram við okkur og að Bandaríkjamenn ætli að leika hér hlutverk al- þjóðalögreglu. Þetta tel ég í raun kjarna málsins óháð því hvert viðhorf menn hafa til veiða á hvölum,“ sagði Hjörleifur að lok- um. -Sáf stofnun sérsambands. Eining hefur hinsvegar hvorki haft vinnustaðafundi né félagsfundi um málið. Ég fagna þeirri fram- vindu mála að nú hyllir undir stofnun sérsambands fiskvinnslu- fólks og ég vona að það verði stofnað sem fyrst. Reynslan af forystu Verkamannasambands- ins í kjarasamningum hefur fært okkur heim sanninn um það að hún muni ekki ná þeim kjarabó- tum sem við höfum beðið eftir undanfarin ár og nauðsynlegar eru. Frystihúsin standa hálf tóm og afleiðing þess er að fiskurinn er unninn í verðminni pakkningar, sem þýðir gjaldeyristap fyrir þjóðina. Myndi það ekki borga sig að bæta kjör fiskvinnslufólks þannig að fólk sæki aftur í þessa starfsgrein?“ sagði Freyja að lok- um. -Sáf Mlðvlkudagur 9. september 1987 ÍÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 VMSÍ Valdbeitingu mótmælt Dröfn Jónsdóttir: Bein atlaga að mögu- leikum minnifélaga Astæða þess að ég gekk út af fundi formannaráðstefnu VMSÍ, var að sú að ég vildi mót- mæla þeirri valdbeitingu sem varaformaður Verkamannasam- bandsins viðhafði, segir Dröfn Jónsdóttir, formaður Verka- lýðsfélags Ffjótsdalshéraðs m.a. f eftirfarandi yfirlýsingu, sem hún bað Þjóðviljann að koma á fram- færi. Vegna ummæla í fjölmiðlum um afstöðu mína við atkvæða- greiðslu á formannaráðstefnu Verkamannasambands íslands sl. sunnudag vil ég taka eftirfar- andi fram: Tillaga Karls Steinars Guðna- sonar, varaformanns VMSÍ, þar sem afl hinna fjölmennari félaga átti að beita gegn fámennari fé- lögum landsbyggðarinnar var bein atlaga að möguleikum minni félaga til að hafa sín áhrif innan VMSÍ. Ástæða þess að ég gekk af fundi var sú að ég vildi mótmæla þeirri valdbeitingu sem varafor- maður VMSÍ viðhafði með því að krefjast allsherjaratkvæða- greiðslu, sem aldrei hefur verið viðhöfð á formannafundum VMSÍ. Lagagreinin er hinsvegar ekki véfengd. Með slíkum vinnubrögðum innan VMSÍ tel ég að minni félög iandsbyggðarinnar eigi lítið er- indi inn á slíka fundi, þar sem stærð félaga ein á að ráða. Ég gat því ekki séð ástæðu til þess að taka þátt f atkvæðagreiðslu í þessu formi. Hitt undrar mig svo að bæði varaformaður VMSÍ og fjölmiðl- ar, m.a. Þjóðviljinn, virðast telja það til algerrar undantekningar, að samkennd og samstaða með fiskvinnslufólki, skuli ná út fyrir raðir þess innan verkalýðshrej'f- ingarinnar. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.