Þjóðviljinn - 13.09.1987, Page 5
Járnsmiðurirw í Kassel.
Sunnudagur 13. september 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5
Magdalena Jetelova: Stóll.
féllu sumhver svo gjörsamlega að
húsum, götum og torgum að nær
ómögulegt var að koma auga á
þau. Þetta gilti náttúrlega ekki
um brúna sem járnsmiðurinn
smíðaði fyrir George Trakas án
þess að skilja almennilega til
hvers. Og heldur ekki um af-
bragð annarra verka af þessu
tagi, nefnilega hrófatildur japan-
ans Tadashi Kawamata. Kawa-
mata sankaði að sér afgangs-
timbri úr borginni og hróflaði því
upp á rústum gamallar kirkju sem
var bombaderuð í stríðinu. Hann
ýmist boltaði eða negldi spýturn-
ar saman og lét mynda eða öllu
heldur gefa í skyn hringlaga
kirkjuskip. Það var mikill létt-
leiki en um leið spenna í þessu
japanska tréverki sem virkaði
skemmtilega í dauðu steinsteypu-
umhverhnu.
Vídeó í turni
Enn á ég eftir að geta áhrifa-
mesta verks þessarar Dokument-
asýningar í Kassel. Það hét „Co-
ventry“ gert af þjóðverjanum
Klaus vom Bruch. í turni sem
stendur bak Fridricianum eru
nokkur herbergi sem listafólkið
fékk til umráða. Það kom í hlut
vom Bruch að innrétta hið efsta
þeirra. Strax á neðstu hæð
tumsins heyrði maður leggja
þaðan óm af kynngimagnaðri
tónlist. Þegar upp kom var
gengið inn í herbergi þar sem var
hátt til lofts og hrámúraðir veggir
afar þykkir. Einn þröngur bog-
gluggi. Neðan úr loftinu héngu
tvær gljáandi stálsúlur og námu
oddhvassar við gólf. Uppi á
hvorri þeirra var komið fyrir ví-
deóskjá. Á öðrum gamall maður,
á hinum ungur og horfa þeir
rannsakandi og ásakandi hvor á
annan, en vilja um leið forðast
augnaráð hins. Einhvers staðar
eru svo faldir öflugir hátalarar og
War-Reqiem Benjamins Brittens
hljómandi frá þeim af miklum
krafti. Þessi galdur vom Bruchs
myndar furðulegan blending af
hátækni og miðaldastemmningu.
Minning um hinar grimmilegu
loftárásir þjóðverja á Coventry
1940.
Póstmódemisminn
og lisftískan
í veglegum katalóg sýningar-
innar, já og í öllum þeim greinum
hinna alþjóðlegu listtímarita sem
fjalla um samtímalist, kemur
fýrir eitt orð trekk í trekk. Þó
virðist enginn geta skýrt þetta orð
„póstmódemismi“ til fullnustu.
Það merkir bókstaflega „eftir
módemismann“ og var í fyrstu
notað um bandarískan arkitektúr
sem um 1960 reis upp gegn hinum
púritanska funktionalisma.
Á einum stað í Nafni rósarinn-
ar segir söguhetjan Vilhjálmur
við lærisvein sinn Adso að djöf-
ullinn sé ekki fursti yfir efninu
heldur sannleikurinn sem aldrei
efast. Þessi fullyrðing Vilhjálms
segir margt um hinn póstmódern-
íska tíðaranda. Bók Ecos enda
gagngert samin sem
póstmódernískt skáldverk. Öfugt
við módernistann þá viðurkennir
póstmódernistinn engan Stóra-
sannleik. Expressíónismi, fútúr-
ismi, kúbismi, súrrealismi eru að-
eins möguleikar meðal mögu-
leika sem listamaðurinn getur
notað að vild rétt einsog hann
getur nýtt sér myndhefð miðalda
eða stílbrögð endurreisnar til að
auðga iist sína.
Það er óþarfi að gefa frat í
menningararfinn og leggja lista-
söfnin í rúst. Tálsýn að hægt sé að
byrja uppá nýtt í eitt skipti fyrir
Kawamata: Kirkjuhróf og önnur
bombarderuð.
Blending af hátækni og miðaldastemmningu.
öll. Tálsýn sem getur leitt til
þröngsýni og ofstækis. Hefðin er
ekki sligandi steinn á herðum
póstmódernistans. Hún er leir í
höndum hans sem hann togar og
teygir. Boðorð dagsins er fjöl-
breytileiki.
Til eru þeir sem halda að listin
sé nú að ganga í endurnýjun líf-
daga sinna. Að póstmódernism-
inn sé millistig þess sem var, og er
nú farið að endurtaka sjálft sig,
og þess sem koma skal. Og vilja
kenna þennan umskiptatíma við
„pre-“ fremur en „póst-“. Þeir
sem svartsýnni eru þykjast aftur á
móti sjá teikn um upplausn listar-
innar. Þeir telja að listin sé að
leysast upp í hönnun, handverk
og tæknileg afrek. í Kasel var ým-
islegt sem studdi undir þetta böl-
sýna viðhorf. Splunkunýr dimm-
blár Mercedes Benz snerist þar á
palli og lampar og stólar ítalskra
hönnuða fylltu marga sali. En er
það ekki líka allt í lagi? Er ekki
kominn tími til að kippa listinni
ofan af þeim dýrðarpalli sem
endurreisnarmennirnir og róm-
antíkerarnir hófu hana uppá,
sannfærðir um guðlegan
sköpunarmátt sinn og fullkom-
leika mannsandans? Og meta
góða handverkskunnáttu að
verðleikum. í það minnsta mætti
járnsmiðurinn í Kassel fagna
þeirri lyktan mála.
Það sem er ískyggilegt í listinni
í dag er af öðrum toga. Nefnilega
hinn áður óþekkti hraði á öllum
hlutum. Það tók endurreisnar-
málverkið 150 ár að verða gamalt
og lúið og búið að vera. Nýja mál-
verkið ekki fimm. Markaðurinn
og fjölmiðlamanían leggjast á eitt
að slá einni liststefnunni upp
þetta árið til að segja hana svo
kolómögulega árið eftir, því þá er
eitthvað annað orðið smart, fínt
og flott. Við þetta fer allt að
hringsnúast í hænuhaus lista-
mannsins.
Listin verður að vorsumar-
haustogvetrartísku. Þegar grasið
grænkar á vorin er komið haust á
síðum tískublaðanna. Náttúran
er alltaf á eftir í tískunni. Sama
ólukkan bíður listgyðjunnar.
Hún rétt farin að átta sig á hvaða
stefnu hún eigi að skarta til að
tolla í tískunni þegar ný stefna er
boðuð á síðum listtískublaðanna.
Hjálmar Sveinsson