Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 9
Ég á erindi við fólk - Pað má segja að bœkur, eða kannski öllu heldur höfundar þeirra, hafi komist í tískufyrirsíð- ustu jól, svo ekki varð þverfótað fyrir þeim í blöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvörpum. Metsölu- höfundarnir voru eins og popp- stjörnur. Hvað finnst þér um þessa þróun? „Mér fannst tilstandið í fyrra á köflum ekki alveg heilbrigt. Ef maður er með skáldverk í hönd- unum þá felur það í sér kröfu um umræðu við jafningja um eitthvað sem manni er alvara með. Það er því býsna fáránlegt að höfundar skuli vera dubbaðir upp til að leika jólasveina. Ég tel mig eiga brýnt erindi við fólk með skáldverkum mínum og ég hef engan hug á því að poppa það upp til að fá fólk til að kaupa. Á hinn bóginn getum við ekki lokað augunum fyrir því að við viljum kynna erindi okkar og ná athygli fólks og fjölmiðla. Það verðum við að gera eins heiðar- lega og okkur er unnt. Enda hef ég alltaf gaman af því að ræða um bókmenntir - ekkert síður við blaðamenn en aðra.“ - Víkjum nú að öðru. Nú á að frumsýna Lokaœfingu í Dan- mörku eftir fáeina daga. Hvað geturðu sagt mér um það? „Já, Lokaæfing verður frum- sýnd þann 18. september hjá Bátaleikhúsinu. Leikhúsið stendur undir nafni og hefur aðsetur í báti sem mest- an hluta ársins liggur við landfest- ar í Nýjuhöfn, sem margir íslend- ingar kannast við. Á sumrin og í nóvembermánuði siglir leikhúsið síðan á ýmsar hafnir og heldur sýningar. Ég verð viðstödd frum- sýninguna og hlakka til að sjá hvernig verkið leggst í Dani.“ - Og síðan ertu á leiðinni til Japan á nœstunni. Verður Gunnlöð með í farteskinu? „Nei, Gunnlöð þarf nú ekki að ferðast meira að sinni. En Japan- ir eru að halda víðtæka kynningu á menningu Norðurlanda, sam- bærilega Scandinavia Today sem var í Bandaríkjunum fyrir fá- einum misserum. Liður í henni er útgáfa smásagnasafns eftir nor- ræna höfunda og Saga handa börnum eftir mig var valin í það safn. Ég fer sem fulltrúi íslenskra rithöfunda og í því felst væntan- lega að segja frá okkar bók- menntum. Ferðin sjálf verður án efa mjög spennandi og við eigum eftir að fara víða, m.a. til Híró- síma.“ - Kaupmannahöfn, Freibúrg, Japan. Hvaða þýðingu hafa svona samkomur fyrir rithöf- unda? „Fyrir mig persónulega er afar lærdómsríkt að kynnast rithöf- undum frá öðrum þjóðum og bókmenntum þeirra. A sama hátt er ánægjulegt að geta lagt sitt af mörgum til að kynna íslenskar bókmenntir: Láta fólk vita af því að það er enn verið að skrifa á íslandi. Sumir virðast halda að fslendingar hafi skrifað fornsög- umar og látið þar við sitja - að á eftir Snorra komi ekki neitt." ...og Gunnlöð gætti skáldamjað- arins eins og sjáaldurs augna sinna. En þar kom að Óðinn frétti af mixtúrunni og vildi óður og upp- vægur fá að súpa af. Hann komst í rekkju Gunnlaðar og var þar í vellystingum í þrjá daga. Síðan hvolfdi hann skáldamiðinum í sig, brá sér í arnarlíki og flaug burt... -þj. Ferðalag inn í goðsöguna Rœtt við Svövu Jakobsdóttur um Gunnlaðar sögu, Lokaœfingu og sitthvað fleira Þetta var um þær mundir þegar goðin voru upp á sitt besta. Þau höfðu lent í þrætum við það fólk sem Vanir hét og af því spunnist nokkur leiðindi. En með því að friður er æskilegur jafnt í mann- heimi sem goðheimi var gerð sætt milli aflanna stríðandi. Og til þes að undirstrika sáttagjörðina gengu hvorirtveggja til eins kers og spýttu í hrákum sínum. Úr þeim grauti sköpuðu goðin mann. Sá hét Kvasir og var öllum öðrum vitrari. Kvasir fór um flestar sveitir veraldarinnar og miðlaði fólki af visku sinni. Einu sinni var hann boðinn í sam- kvæmi sem tveir dvergar héldu. Þeir hétu Fjalar og Galar og voru hin mestu skaðræðiskvikindi. Þegar Kvasir uggði ekki að sér drápu þeir kumpánar hann og létu blóð hans renna í koppa og kirnur og blönduðu síðan með hunangi. Sá kokteill var þeim göldum ger að hver sem bergði á varð umsvifalaust skáld gott. Frá þessu segir í Snorra-Eddu. Ekki hélst dvergunum lengi á skáldamiðinum og barst hann í hendur jötunsins Suttungs. Og Suttungur setti dóttur sína til að gæta mjaðarins. Sú hét Gunnlöð... Og það er hún sem varð upp- spretta Svövu Jakobsdóttur að skáldsögu: Erjur goða og Vana, skaðræðisdvergar og örlög Kvas- is eru þar látin liggja á milli hluta enda Snorri Sturluson til frásagn- ar um það. „Hver var Gunnlöð? Og hvað felst í goðsögunni sem bæði Há- vamál og Snorra-Edda geyma? Þetta voru meðal annars þær spurningar sem ég þurfti að glíma við þegar ég hóf undirbúning að því að skrifa Gunnlaðar sögu,“ segir Svava Jakobsdóttir um til- urð nýrrar skáldsögu sinnar. „Fræðimenn síðari tíma hafa verið nokkurn veginn sammála um að Óðinn hafi tælt Gunnlöðu til ásta og þannig komist yfir mjöðinn. Skýring þessi er líklega byggð á frásögn Snorra Sturlu- sonar: „...ok lá hjá henni þrjár nætr, ok þá lofaði hon honum at drekka af miðinum þrjá drykki". Út frá þessum skilningi virðast menn hafa skýrt sögnina í Há- vamálum. En besta leiðin til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í þessu er að spyrja Gunnlöðu sjálfa - leyfa henni að hafa orðið...“ Gunnlaðar saga kemur út hjá Forlaginu í haust og víst er um að bókmenntaunnendur hugsa sér gott til glóðarinnar, enda liðin hartnær tuttugu ár síðan Leigjandinn frægi kom út. Á þeim tíma hafa komið út smásagnasöfn eftir Svövu og eins ætti leikritið Lokaæfing að vera mönnum í fersku minni. Það var sett upp hjá Þjóðleikhúsinu og sýnt bæði í Þórshöfn í Færeyjum og á norrænni leiklistarhátíð í Osló og Leikfélag Akureyrar sýnir það í vetur. Og í næstu viku verður leikritið frumsýnt í Kaup- mannahöfn. Það er raunar ekki útséð um ferðalög Lokaæfingar, því gerska menntamálaráðuneyt- ið hefur tryggt sér sýningarrétt- inn þar í landi. En Gunnlöð er líka að fara á flakk. Nú um helgina les Svava kafla úr bókinni í Louisiana- safninu í Kaupmannahöfn á Nor- ræna rithöfundadeginum, en þangað er í fyrsta sinn í ár boðið íslenskum rithöfundi. Síðar í haust fara þær Svava og Gunnlöð svo á málþing norrænu- fræðinga í þýskumælandi löndum sem haldið verður í Freibúrg. Sjálfstœtt verk - En hver er Gunnlöð í sögu Svövu? „Eigum við ekki að láta það vera leyndarmál?“ spyr Svava á móti. „Það krefst líka ógurlegra útskýringa að segja frá því. En saga mín gerist í samtímanum og það er hreint ekki nauðsynlegt fyrir fólk að vera vel heima í Snorra-Eddu til að skilja hana. Gunnlaðar saga lýtur að öllu leyti lögmálum sjálfstæðrar skáld- sögu. Strangt tekið gerist þessi saga á þremur klukkustundum - í flug- vél frá Kaupmannahöfn til Kefla- víkur. Öðrum þræði er þetta saga móðurinnar og á leiðinni heim rifjar hún upp það sem gerðist. Hún hafði farið til Kaupmanna- hafnar af því dóttir hennar var handtekin fyrir að ætla að stela forsögulegu keri af Þjóðminja- safni Dana. í Kaupmannahöfn gerist ýmislegt óvænt þannig að þetta verður ferðalag bæði inn í goðsöguna og okkar eigin sam- tíma.“ - Er eitthvað líkt með Leigjand- anum og Gunnlaðar sögu? „Ég held ekki að sögurnar sem slíkar séu neitt sérstaklega keimlíkar. Nema þá helst að því leyti að ég reyni að festa þær í ákveðnum raunveruleika eða staðreyndum þess tíma sem við lifum á.“ Svava hugsar sig um. „Konan í Gunnlaðar sögu hefur kannski tekið óvenju stórt stökk - út úr læstu húsi, upp í alheiminn og niður í undirheima og alla leið aftur í bronsöld ef ekki enn lengra! Enda minnir mig að hún hafi haft báða fætur jafnlanga þegar Leigjandanum lauk. Það vefst mikið fyrir mér að nota hugtök til að lýsa því sem ég er að fást við. Notkun hugtaka hér á landi er afar útjöskuð og einstrengingsleg. Ef ég segði þannig að Gunnlaðar saga væri pólitísk myndi fólk samstundis tengja það við Alþýðubandalag- ið. Og af því ég skrifa bók frá sjónarhóli konu eru sumir vísir til að fullyrða að ég skrifi kvenna- bókmenntir." Sunnudagur 13. aeptember 1987 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.