Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Blaðsíða 10
Dagheimili í Vogahverfi Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar eftir uppeld- ismenntuöu fólki og/eða aöstoöarfólki í eftirtaldar stöður: 100% starf á 3-6 ára deild 100% starf á 1-3 ára deild 50% starf á 1-3 ára deild 100% starf í eldhúsi. Upplýsingar hjá forstööumanni í síma 36385. % P.f , Sendill óskast Utanríkisráðuneytiö óskar aö ráöa röskan og áreiðanlegan ungling til sendiferöa, hálfan eöa allan daginn. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiöslu ráöu- neytisins eftir hádegi alla virka daga. Utanríkisráðuneytið Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir ágústmánuö er 15. september. Ber þá aö skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til launaskatts- greiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuöina júlí og ágúst er 15. september n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiöa til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Skuröhjúkrunarfræöingar óskast frá 1. des. eða næstu áramótum. Umsóknarfrestur er til 10. október. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Dagheimilið Laufás- borg Okkur vantar hresst fólk. 1. Fóstru á 3ja mánaða - 3ja ára deild. 2. Starfsmenn í: 100% starf á 3ja mán. - 3ja ára deild.50% starff.h. á3ja-6áradeild. 50% starf í afleysingu og 50% starf f.h. í eldhúsi. Upplýsingar veitir Sigrún forstöðumaöur í síma 17219. Uppreisn œru Þeir voru brosmildir íslensku landsliösmennirnir í knatt- spyrnu þegar þeir gengu af leikvelli eftir2-1 sigurinná Norðmönnum á miðviku- dagskvöldið. Þeir höfðu ærna ástæðu til - og margir meiri en sumir! Þar er átt við þá sem skipuðu liðið í martraðar- leiknum við Austur-Þjóðverja í byrjun júní - þeir fengu upp- reisn æru á besta hugsan- legan hátt. Þær fréttir bárust síðan frá Noregi að úrslitin væru hræðilegt áfall fyrir þarlenda knattspyrnu. Þvflíkur hroki í „frændþjóðinni“! Vissu þeir ekki að ekki lakari þjóðir en Frakkland og Sovétrík- in höfðu þurft að láta sér nægja eitt stig hvor á Laugardalsvellin- um í þessari sömu Evrópu- keppni? Voru þeir gersamlega blindaðir eftir sigurinn á Frökkum í júní - sem vannst við aðstæður Iíkari kartöflugarði en knattspyrnuvelli? Jafnvel Laug- ardalsvöilurinn hefur oftast verið skömminni skárri en Ullevaal var í þeim leik! Já, sigurvissa þeirra norsku var mikil fyrir íslandsför- ina, hingað ætluðu þeir að sækja tvö stig án mikillar fyrirhafnar. En satt best að segja voru Norðmenn hálfgerðir klaufar að ná ekki góðri forystu í fyrri hálf- leiknum. Þeir fengu úrvals marktækifæri gegn ósamstilltri vörn íslands og framanaf leik voru íslensku leikmennirnir vart með sjálfum sér, margir hverjir. En það var gaman að fylgjast með hvernig margir okkar manna unnu sig smám saman inní leikinn eftir erfiða byrjun. Skagamaður- inn Ólafur Þórðarson vann hug og hjörtu áhorfenda með barátt- ugleði sinni og eldmóði sem smit- aði útfrá sér til félaga hans. Þar er á ferð piltur sem veit ekki hvað er að bera virðingu fyrir mótherjun- um og slíkir leikmenn eru ómetanlegir. Pétur Ormslev líkt- ist meir og meir sjálfum sér eftir því sem leið á leikinn og sama er hægt að segja um flesta í íslenska liðinu. Það má síðan lengi deila um hvemig Iiðið lék og þá varfærnis knattspymu sem það sýndi lengst af og gerði leikinn sem slíkan slakan frá sjónarhóli áhorfenda. Sigurinn er hinsvegar staðreynd og það er það eina sem skiptir máli þegar frá líður, annað gleymist innan skamms. Þetta er þriðji sigurleikur íslands á jafnmörgum vikum, 21-árs lands- liðið nýbúið að sigra í Danmörku og ólympíuliðið að leggja Austur-Þjóðverja. Haustið hefur svo sannarlega verið íslenskri knattspyrnu hagstætt og verður það vonandi áfram. íslandsmótið er á sínum loka- spretti nú um helgina og úrslit ráðast í 1. og 2. deild. Valur tryggði sér meistaratitilinn með sannfærandi sigri á KR sl. laugar- dag og er vel að þeirri vegsemd kominn. Valsmenn þóttu sigur- stranglegastir fyrir mótið og náðu að fylgja því eftir þrátt fyrir tíma- bundin vandræði af og til. Ian Ross hefur því krækt í tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverð- Iaun í 1. deild á þeim fjórum árum sem hann hefur stýrt Hlíð- arendaliðinu. mestir. En það er stór galli að Þróttur og Leiftur skuli leika á undan Víkingi og Selfossi. Spennan væri að sjálfsögðu lang- mest ef báðir færu fram á sama tíma. En það verður ekki allt séð fyrir og of seint í rassinn gripið að ætla að færa til fyrri leikinn á síð- ustu stundu. Mér er illa við að láta saka mig um hlutdrægni og ég tel að bæði Víkingur og Þróttur séu alls góðs makleg. En það er kitlandi til- hugsun að útkoman verði sú að Selfoss og Leiftur vinni sér sæti í 1. deild. Það er alltaf gott að fá nýtt blóð í deildina, nýja staði og nýja áhorfendur sem fá 1.. ÍÞRÓTTASPEGILL SIGURÐSSON ÍA og Þór berjast um sæti í UEFA-bikarnum og töpuðu bæði dýrmætum stigum um síð- ustu helgi. Sumir leikmanna ÍA hafa varla þorað að láta sjá sig utandyra á Akranesi eftir 3-4 tap- ið gegn Víðismönnum, og Þórs- arar létu K A hirða af sér tvö stig á lokamínútum Akureyrarslagsins. Ef þau stig kosta þá Evrópusætið langþráða munu þeir lengi naga sig í handarbökin yfir þessu jafn- tefli. Fallbaráttan er galopin og ekk- ert lið fallið fyrir síðustu umferð. Völsungur, Víðir og FH - tvö þessarra falla og kannski er staða Völsunganna erfiðust þrátt fyrir að vera fyrir ofan hin tvö. Þeir heimsækja nýkrýnda meistara Vals og tapist sá leikur verða þeir að vona að hvorki Víðir né FH nái að knýja fram sigur í sínum heimaleikjum við KR og Þór. Víðismenn sýndu aðdáunar- verða keppnishörku í kjölfar niðurlægingarinnar í bikarúrslita- leiknum. Þeir urðu að sigra á Akranesi til að eiga möguleika á að forðast fall - og það tókst á ævintýralegan hátt. Víst er að margir unna Víði áframhaldandi setu í 1. deild en ekki veit ég um afstöðu KR-inga í því máli! Síðan er 2. deildin hreint ótrú- leg. Fjögur efstu liðin leika inn- byrðis í lokaumferðinni og tvö þeirra fara upp. Verða það Vík- ingur og Þróttur, Selfoss og Leiftur, Víkingur og Selfoss eða Víkingur og Leiftur? Fjórir mis- munandi möguleikar og á þeim sést að möguleikar Víkinga eru deildarknattspyrnu í fyrsta skipti. Garður og Húsavík hafa rofið einveldi hinna hefðbundnari 1. deildarbæja nú síðustu árin og nú geta Selfoss og Ólafsfjörður fylgt í kjölfarið. Slíkur árangur ýtir undir og hraðar uppbyggingu íþróttamannvirkja - Víðismenn voru t.d. tilbúnir með grasvöll þegar með þurfti í 1. deildinni og á Húsavík virkuðu frammistaða Völsunga og landsmótshaldið reglulega hvetjandi. Á sunnudagskvöldið verður síðan útnefndur „knattspyrnu- maður ársins“ á hinu árlega hófi félags 1. deildarleikmanna. Margir tilnefndir að vanda en lík- legast er að sigurvegarinn komi annaðhvort úr liði íslandsmeist- aranna eða bikarmeistaranna. Sé hópurinn þrengdur enn frekar hljóta nöfn Guðna Bergssonar og Péturs Ormslevs að vera á flest- um atkvæðaseðlunum. Hvor um sig væri vel að útnefningunni kominn. Valur, Fram og ÍA verða síðan í eldlínu Evrópumótanna í næstu viku. Valsmenn í Austur- Þýskalandi en Skagamenn og Framarar á heimavelli. Það er ástæða til að hvetja knattspyrnu- áhugamenn til að láta þessa leiki ekki framhjá sér fara, heima- leikir íslensku liðanna hafa verið skammarlega illa sóttir síðustu árin. Það virðist þurfa Juventus eða Barcelona til að draga menn á völlinn - og þá er mætt til að sjá erlendu gestina, ekki til að styðja við bakið á íslensku liðunum. Hér er þörf á hugarfarsbreytingu. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. séptember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.