Þjóðviljinn - 13.09.1987, Qupperneq 15
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur skýrir Vigdísi frá gangi mála. Búið er
að grafa meðfram kirkjunni og nú á að tjalda yfir svo haustrigningar setji ekki
strik í reikninginn. Álengdar standa Rúnar Magnússon, Jón Atli Brynjólfsson og
Vilhjálmur Aðalsteinsson. (Myndir Sig.).
„ Ytra tákn
innri raun■
veruleika‘
Stutt heimsókn til Bessastaða og dólítið
spjoll við ViQdísi
„ Bessastaði r eru ytra tákn forseti sagði
innri raunveruleika. Þeireru fylgst með
táknmenningarokkarog sinni> enda
sögu og sameiningartákn ís- paðan fer l
lensku þjóðarinnar," sagði ands' ”°f
Vigdís Finnbogadóttir í dálitlu hú J ð kil
spjalli við blaðamann Sunnu- mér takist a
dagsblaðsinsívikunni. hverju því
Tilefni ferðarinnar út á Álfta- bjóða á alþ
nes var að leita tíðinda af forn- -----
leifauppgreftrinum sem í vor og
sumar hefur komið til okkar
mörgum skilaboðum fortíðarinn-
ar. Sem nærri má geta hefur um-
stangið kostað talsvert rask bæði
utan húss og innan, enda var gólf
Bessastaðakirkju tekið upp og
eins var grafið framan við forset-
abústaðinn og meðfram kirkj-
unni. Vigdís forseti var þó ekki á
því að þetta bjástur hefði orðið til
ónæðis. Þvert á móti. „Það hefur
verið ákaflega skemmtilegt að
fylgjast með þessu í sumar,“
sagði hún. „Okkur ber skylda til
að hlúa að og varðveita þetta
höfuðból íslenskrar sögu og
menningar. Mér hefur því verið
mikið ánægjuefni að til þessara
framkvæmda kom. Og veðurguð-
irnir hafa greinilega mikla vel-
þóknun á þessu starfi - því
sumarið hefur verið alveg ein-
stakt.“
Áfram verður grafið fram eftir
hausti eða svo lengi sem veður
leyfa. Síðan verður þráðurinn
tekinn upp aftur að ári. En Vigdís
Grafið við útidyratröppurnar. Líkur benda til að leitarmenn hafi ratað á amtmannsbústað. Eins og áður hefur komið fram
var gólfið i Bessastaðastofu tekið upp fyrr á þessu ári og fannst þar ýmislegt merkilegra muna. Nú em hlutir innanhúss að
komast í samt lag og nýtt gólf verður lagt á næstunni.
Hin fallega náttúra
Álftanessinsvarð
uppspretta myndlistar
þessara tveggja sem
sátu í grasinu og teikn-
uðu endur, sjó og grös
við Bessastaðatjörn.
Svohugfangnaraf
náttúrunni og mynd-
listinniaðþærmáttu
ekkiveraaðþvíaðlíta
upp.
' ''' ■ • ">■ .
Þjóðviljann vantar dugmikið sölufólk til starfa. Vinnutími er á
kvöldin og um helgar. Góð laun fyrir duglegt fólk. Hafið
samband við Hörð í síma 681333.
(MÓQVIUINN
Til sölu
IBM tölva
Til sölu er IBM S/36 Compact 384K, 120MB.
Tengimöguleikar fyrir allt að 28 jaðartæki. Tölvan
er tveggja og hálfs árs og hefur alla tíð verið á
viðhaldssamningi. Upplýsingar í síma 94-1466.