Þjóðviljinn - 13.09.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 13.09.1987, Síða 16
ísland - Noregur Af mörgum göfugum listgrein- um mannsins er knattspyrna þó sýnu skemmtilegust á að horfa og glöggt sú þeirra sem hefur upp á hvað mesta innri spennu að bjóða. Samieikur skinfextra og ný-granvaxinna drengja á græn- um dalsbotni knattlagaðri leður- húð hvítgljáandi fóta á milli hefur löngum verið vanmetnum fag- urkerum upphaf hamingju í þess- um heimi og sá hugarins vafn- ingsviður er bindur yndi og æði saman á hve faglegastan hátt og hefur valið mönnum margan fund og stund í stæði. En eins og margoft hefur komið fram hér í dagblöðunum lifum við á undar- legum tímum þegar efnið hefur verið aðskilið andanum og bæk- urnar frá boltanum. Þær fara ekki lengur saman íþróttir hugar og dugs. Hún er af sem áður var, tíð fornra kappa og hregglaga hetju- lundar, þegar saman fóru orð og líkamlegt æði, þegar hamrammar tungur eltu spjót af lofti og knatt- liðugir og fótfráir vígamenn stukku kaflaskilanna á milli. Nei, aðgreining fjörs og fúa hefur náð í gegnum skólakerfi líkamans og hólfað í sálir okkar mennt eða mátt, það veltur á áhugasviði við- komandi. Þeir eru ekki lengur sami maður, Jón Páll og Jón Ell. En þátt fyrir þessa nútímalöngu hefð á sporthatri andamanna og gagnkvæmu menningarhatri trimmfólksins eru nú farnar að finnast stakar glufur í þessum ein- hæfa áhugasviðs-múr. Einkum eru menntamenn teknir að linast mjög í andstöðu sinni gagnvart knattspyrnunni, göfugustu grein- inni á hinum kenjótta meiði íþróttanna og hinna ýmissu sér- sambanda innan ÍSÍ. Það er ekki lengur óalgengt að sjá við velli höfuðborgarinnar raðir háskóla- manna og annarra gagngefinna manna, tottandi pípur og höku- toppa skimandi úr skeifugörn og skildagatíð sinni út yfir valllendi pottþéttrar rangstöðu og mis- heppnaðra sendinga. Jafnvel skapandi og iila túlkaðir lista- menn láta nú sjá sig á stífum stúkubekkjum og er t.d. að finna í stuðningsmannahópi nýbakaðra bikarmeistara nokkra af okkar bestu rithöfundum, listmálurum og kvikmyndaleikstjórum. Þessa breytingu hugarfars slíkra manna til brauðlegra leikja má etv. að nokkru leyti rekja til þeirra tíð- enda þegar fyrrverandi mark- verði alsírska landsliðsins, Al- berti Camus, voru veitt nóbels- verðlaunin, og þá ekki síður til þess þegar upp komst að Stefán Hörður Grímsson hefur fylgst með öllum undanförnum ólympíuleikum af ljóðrænni at- hygli og tölfræðilegu minni. Það þarf því enginn að afneita volgum skáldadraumum í óbreyttri röð rafvirkja og rennismiða við miða- söluskúra neðarlega í Laugar- dalnum, nú þegar er að hefjast sjötti leikur íslendinga í undan- keppni evrópumeistaramótsins í knattspyrnu. Andstæðingarnir eru að vísu ekki þeir skáldlegustu að þessu sinni, nefnilega sjálfir norðmenn í öllu sína sígræna barrnálaveldi. En landsleikur er landsleikur og landsleikur er toppur í mörgu til- liti. Einkum þó í því þjóðveldis- lega, því nú er rétti tíminn að ausa úr skálum þjóðarstoltsins og útlendingahatursins. Og maður reynir að þreifa fyrir sér í sjálfu nafni andstæðinganna, NORGE, er til nokkuð aumara þjóðarheiti en þetta?: Nor, ge, ekki hljómar það burðulega, ge? Nei þá er ÍS- Land eitthvað annað og ólíkt kröftuglegra. Þetta verður bust. Staðfastur í þeirri skoðun sinni stendur maður svo í stæðinu og biður þess að liðin hlaupi inná völlinn þegar við manni er stugg- að af pappírsþunnum þjóðfána þessara sömu manna sem stendur væminn uppúr rauðum bakpoka sem aftur á stendur Arbeiderbla- det. Arbejderbladet? Er það nú ekki síðasta sortin af öllum heimsins bakpokum? En fyrir þessu stendur rauð- og langnefj- aður norðmaður sem umlar sönglandi tungu í átt að hornfán- anum: „Eia Norge“. Maður bíð- ur spenntur eftir bra og prati. En allt þetta tal víkur fyrir herópum samlanda minna þegar ellefu þjóðhestar brokka gljáfextir inn á völlinn við undirleik vind- lausrar lúðrasveitar. Þvílíkir gæð- ingar, þvflíkir kassar, þvflíkar brúnir! En svo koma norsararnir spönn á eftir og skörinni lægri. Maður rifjar á svipstundu upp kenningu Barða Guðmunds- sonar um uppruna íslendinga um leið og maður rennir augum yfir þetta beinabera lið. Tuttugu kíl- óa kettlingar og sjampósvartir gæludýradrengir, ekki er þetta gamla konungakynið þó hárfag- urt sé? í stæðunum fyrir neðan heyrir maður imprað á innflytj- endavandamálum norðmanna. „Kellingar,“ segir einn óm- enntaður fyrir aftan okkur, mað- ur sem enn hefur ekki heyrt getið um bókmenntir vanfærra blökku- kvenna. Þá er annað að sjá til okkar manna, hér eru hvítflygs- andi skagamenn og brjóstvarðir og vals-legir menn úr Hlíðarenda í Fljótshlíð. Núverandi, fyrrver- andi og tilvonandi atvinnuvíking- ar á landsliðsbúningnum: hvít læri, loðin bringa og góður skalli. Og frændur vorir fyrrverandi á sínum: lítill tilli, fallin bringa, loðinn dúskur. Þetta verður bust. Leikurinn hefst hinsvegar á yfirburða nettu og áferðarfallegu spili hinna smáu norðmanna sem líkist þó einna helst saklausum bróderingum eða útsaumi kant- anna á milli, inn á miðjuna og út aftur. íslendingarnir koma helst ekki við knöttinn þar til að leikstjórnandi þeirra skallar lag- lega fyrir fætur eins af „sókn- ar“-mönnum „andstæðinganna" sem þakkar fyrir sig með gjaf- mildu marki, markvörður okkar þykist missa boltann til annars óvaldaðs sem rennir honum síðan máttlausum í netið. 1-0. Og þar með hafa Norðmenn fengið sinn skammt af fögnuði hér í úthafinu og þar með eitthvað fyrir ferðina. í algerlega andstæðum stfl er hinsvegar jöfnunarmark okkar útskagamanna. Að loknu nokkru dóli og dralli á eigin helmingi taka menn á sig snögglega rögg og frumleg, hugsuð og kröftuleg sending verður skyndilega að djúpristum og einföldum út- skurði upp hægri brík vallarins sem endar eins og nýskutlaður hvalur í hinu þéttriðna friðunar- neti norsku landhelginnar. Ekki séns. 1-1. Og þá er í lagi fyrir okkar skorpumenn að taka sér dálanga pásu og leyfa hinum að leika lausum hala framí seinni hálfleik í sínu fínofna dúkkuspili inn og útúr teignum. Þó er rétt að ranka við sér áður en áhorfendur sofna alveg og reka smiðshöggið á öruggan sigur, drífa sig fram í sóknina þegar vel gefur á hann. Það skeður hinsvegar þannig að norski markvörðurinn spyrnir sjálfviljugur útaf til að stumrandi læknishjálp fáist sem fyrst handa einu af fórnarlömbum víkinga- sveitarinnar íslensku. Og þegar upp er staðið halda norðmenn að íslendingar gefi þeim boltann að kurteislegum sið menntaðra þjóða en átta sig ekki á meðfæ- ddri ósvífni landans, sem þakkar fyrir sig með miskunnarlausu sundurspili. Pétur um Pétur frá Pétri til Péturs og bomm! 2-1. Leikurinn búinn. En þó ekki því enn er eftir hálftími af auglýstum tíma og enginn fær að fara heim fyrr en hann er liðinn. Skottís- drengir rælþjóðarinnar handan hafsins fá því að stíga nokkur þaulæfð spor í viðbót og njóta til þess dyggilegrar aðstoðar ís- lensku leikmannanna sem felst einkum í því hve lúnknir þeir eru U því að aðstoða norðmenn í sínum veikburða sóknaraðgerðum með því að gefa boltann sífellt til baka, enda ekki fáir gjaldkerarn- ir í íslenska liðinu. Svo þannig gengur þetta allt til loka leiksins og áhorfendur hafa lítið annað við að vera en að skemmta sér yfir heimskupörum hins írska þræls í dómarabúningnum og velta því alvarlega fyrir sér hvern- ig á því standi að við íslendingar séum afkomendur þessara tveggja þjóða, norðmanna og íra. Laugardalsvelli, 9. september, 1987 Hallgrímur Helgason Hvað elskarsér Staður er nefndur Hard Rock Cafe og er í einum enda Kringl- unnar, hinu mikla musteri hinnar íslensku verslunar, örskammt frá Húsi verslunarinnar sem gnæfir við himin þarna í Kringlumýr- inni. í Hard Rock Cafe er verslað með dýra hamborgara o.fl. undir dúndrandi rokkmúsik úr fjöl- mörgum hátölurum. Fyrst í stað hélt ég mig staddan óvenjulega nærri hátalara en sá svo að allt í kring bjó fólk við svipaðar að- stæður og virtist ekki kippa sér upp við hávaðann. Kunni ég því ekki við að kvarta enda hundruð manna samankomin að snæðingi kvöldmáltíðar. Fróður kunningi minn tjáði mér síðar að hávaðinn ykist sjálfkrafa eftir því sem fleiri viðskiptavinir kæmu saman og lægi að baki þeirri ráðstöfun hin dýpsta sölusálfræði. Ekki trúi ég þessari kenningu og held að hún hefði lítt söluhvetjandi áhrif til langframa þó notuð væri. Upp um alla veggi staðarins ber að líta ýmsar gersemar úr stórbrotinni sögu rokksins. Auk fjölda ljósmynda eru raunveruleg hljóðfæri ýmissa stórmenna rokksins til sýnis og gítaramir að sjálfsögðu flestir. Þá skarta vegg- irnir tonnum af gullplötum, verð- launum útgefenda til umbjóð- enda sinna, listamannanna, fyrir duglega sölumennsku og mikla verslun. Þegar upp er gengið á aðra hæð hamborgarastaðarins blasa við augum firn mikil í gler- skáp. Eru þar komin silkináttföt sællar Marlínar Monroe, og hélt ég nú alltaf að hún hefði verið stærri um sig, blessunin, en fötin þessi gefa til kynna. Næst inn- gangi frá hinni miklu verslunar- miðstöð, sem gárungar nefna stundum „stóru hryllingsbúð- ina“, er staðsettur þessi líka fíni áfengisbar með nokkram spila- kössum, sem reyndust þó ekki allir í Iagi eftir könnun rannsókn- arblaðamanns á vettvangi að dæma. Barborðið er mikið augnayndi, en það er einmitt í laginu eins og Fender Sratocaster gítar, módel 1956, stækkaður níu sinnum og er synd að ekki skuli vera hægt að spila á borðið. Á leiðinni út greip ég með mér tímarit staðarins sem að vísu er útgefið á ensku af systurstað í Dallas í Texas á tveggja mánaða fresti en í nafni allrar hamborgar- astaðakeðjunnar, sem nú nær um London, New York, Stokkhólm, Tokyo, Dallas og Reykjavík. í blaði þessu eru myndir, viðtöl, greinar og slúður um hetjur rokksins og nokkrar kvikmynda- stjörnur auk lítils kynningarpist- ils um ísland á bls. 7. Þar segir sem dæmi um friðsemi landans að íslendingar hafi jafnvel öðlast sjálfstæði árið 1944 án þess að út- hella dropa af blóði. Greinarhöf- undur sleppir þeim sjálfsögðu upplýsingum til vina okkar í roíckinu um allan heim að Danir hafi um þetta leyti verið hern- umdir af Þjóðverjum og því „lítt í stakk búnir“, eins og tískuorð- takið hljóðar, til þess að úthella blóðdropum hérlendis. Áður segir í greininni að ísland hafi hvorki háð stríð né haft her. Um her og herleysu má alltaf deila, en þorskastríðin era kölluð „angry exchanges with the Brit- ish over fishing rights“ sem út- leggst reiðiþrangin viðskipti. Ekki minnist greinarhöfundur á Sturlungaöld í friðsemishjali sínu, þegar allt logaði hér í ófriði og stórorustur voru háðar með miklu mannfalli og íslendingar líkt glötuðu sjálfstæði sínu til Noregs vegna innri sundrangar og lítillar friðsemi. Þetta hefur greinarhöf- undi greinilega ekki fundist nógu trekkjandi og lýkur hann grein sinni á eftirfarandi hátt: „Allir sem ekki hafa heimsótt Island þurfa að drífa í því að minnsta kosti einu sinni á ævinni, því geri þeir það einu sinni munu þeir gera það aftur. Ef þig vantar ást- æðu geturðu alltaf sagt: „mig iangar að heimsækja Hard Rock Cafe-ið í Reykjavík.““ Þetta er góð landkynning og vonandi þyrpist fólk hingað úr öllum heimshornum til þess að fá sér ljúffenga hamborgara sem eru svo gómsætir að vel mætti auglýsa þá úr fjallanautum, -kálf- um eða -kúm. Mottó hamborgarastaðakeðj- unnar hangir víða um veggi bæði á hinni sjálfsögðu ensku: Love all - serve all og á íslensku: Elskið alla - þjónið öllum. Þetta er í anda hinnar miklu lífsspeki: Það er sama hvaðan gott kemur. Bara það sé nógu gott fyrir mig. Guðm. Guðmundur Þorsteinsson skrifar 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.