Þjóðviljinn - 13.09.1987, Qupperneq 21
Norðanvindurinn
Tónlistarhátíð ungs fólks
Nafn vikunnar er Hróðmar
Sigurbjörnsson, tónskáld,
einn tónlistarmannanna, sem
koma fram á T ónlistarhátíð
ungsfólks, undirmerkjum
UNM (Ung Nordisk Musik).
Hátíðin er í viku, haldin mest í
Langholtskirkju og Tónlistar-
skólanum og víðar. Dag-
skránni verða gerð skil í Þjóð-
viljanum jafnóðum. Þess má
geta að fyrstu tónleikarnir
verða í Langholtskirkju á
mánudagskvöld kl. 20.30, en
ekki í Norræna húsinu, eins
og ranghermt var í blaðinu.
- Hvað er svona merkilegt við
þessa hátíð Hróðmar?
„Tónlistarhátíðin gefur tónlist-
arfólki, undir þrítugu, tón-
skáldum og hljóðfæraleikurum
og stjórnendum, tækifæri til að
koma sér og verkum sínum á
framfæri. Það er mjög örvandi að
kynnast því sem kollegar manns á
Norðurlöndunum eru að gera og
þetta er eiginlega eina tækifærið
til þess. Upp úr því sprettur oft
samstarf milli landa. A hátíðinni
verða flutt verk eftir 42 norræn
tónskáld, þar af ellefu íslensk,
ásamt fjölda hljóðfæraleikara
sem koma fram.“
- Hvað er að gerast í tónlist?
„Það eru engar stefnur nkj-
andi, nema að allt er leyfilegt.
Það er verið að taka ákveðna
hluti til endurskoðunar og gætir
sterkrar tilhneigingar til að fara
aftur til hefðarinnar, í ljósi þess
sem gerðist á uppstokkunartím-
unum, á árunum 1945-70, en þá
var gerjun í tónlist og mikil til-
raunastarfsemi. Nú er ekki hægt
lengur að flokka tónlist eftir
löndum. Þá hefur vaknað mikill
áhugi fyrir austantjaldstónlist,
þar hefur þróunin orðið mun
hægari, ekki átt sér stað sú upp-
röðun, sem gerðist í vestrænum
ríkjum, þeir hafa verið að þróa
hina hefðbundnu tónlist, sem ég
held að við getum lært mikið af.“
- Hvað gerist á hátíðinni?
„Aðaláhersla er lögð á blástur,
með tilliti til hinna erlendu gesta,
og þess vegna er hátíðin kölluð
„Norðanvindurinn“. Á hverju ári
er reynt að gera ákveðnu hljóð-
færi sérstök skil, líka vegna hljóð-
færaleikaranna. Svo er margt
nýjabrum að hátíðinni, ný hljóð-
færi og nýjar hljóðfærasamsetn-
ingar, t.d. fluttur klarinettu-
kvartett, tríó þriggja gítara, tré-
blásarakvintett með hörpu, og el-
ektrónísk tónlist skipar sinn sess.
En hátíðin er ótrúlega fjöl-
breytt."
- Og svo koma gestir?
„Já, mjög góðir gestir. Lászlo
Dubrovay, ungverskt tónskáld,
flytur fyrirlestur um tónsmíðar,
m.a. analýsur á eigin verkum,
sem eru flutt á hátíðinni, og um
ungverska tónlist. Þá eru
kennslutímar hjá honum fyrir
tónskáld. György Geiger, landi
hans, trompetleikari, verður með
kennslutíma alla vikuna fyrir allt
að 30 málmblásara. Geiger verð-
ur einnig einleikari í konsert fyrir
trompet og strengi fyrir Dubro-
vay. Robert Aitken, kanadískur
flautuleikari og skáld, flytur
fyrirlestur um tónleikagagnrýni
og um nútímaflaututækni. Gei-
ger og Aitken verða báðir með
opna kennslutíma, alla vikuna,
sem fólk er eindregið hvatt til að
notfæra sér. Osmo Vanska,
finnskur hljómsveitarstjóri
stjórnar Sinfóníuhljómsveit á
flutningi sinfónískra verka, eftir
tónskáldin. Atli Heimir Sveins-
son, er með fyrirlestur, sem hann
kallar „Frá Montewerdi til
Sveinssonar“. Það er mikill feng-
ur að fá mann sem er að semja
óperu, en mörg ung tónskáld eru
að fást við óperutónlist."
- Hvernig er staða íslenskra
tónskálda og tónlistarfólks?
„Það er nóg af ungum íslensk-
um tónskáldum, en fyrstu árin að
loknu námi fara yfirleitt í
kennslu, svo tíminn eftir nám,
sem er mjög viðkvæmur, nýtist
ekki sem skyldi. Við fáum líka
mikið af sérpöntunum fyrir
leikhús og kvikmyndir, sem er
afar gott út af fyrir sig og lofsvert
framtak að þessir listmiðlar skuli
sækja til ungs fólks, en það losar
hins vegar um einbeitinguna að
geta ekki alfarið helgað sig tóns-
míðum fyrstu árin, og að kynna
sér tónlist. Á hinum Norðurlönd-
unum fá tónskáldin laun að loknu
námi, í 1-5 ár. En þeir fá hins
vegar ekki kennslu og hafa ekki
eins mikla möguleika að starfa
við leikhús eða kvikmyndir. Við
eigum mikið af góðum hljóðfær-
aleikurum, sem standa erlendum
síst á sporði og sífellt fleiri fara
utan til náms og það er gott. Svo
er von á nokkrum mjög góðum
hljómsveitarstjórum, sem eru í
námi erlendis."
- Hvernig er fyrirtækið fjár-
magnað?
„Tónlistarhátíðin á sér nokkra
hefð, en hún var fyrst haldin eftir
seinna stríð á hinum Norðurlönd-
unum og íslendingar bættust í
hópinn 1974. Þetta er í þriðja
sinn, sem hún er haldin hér. Við
fáum styrk frá NOMUS, nefnd
sem gegnir því hlutverki sérstak-
lega, að styrkja tónlistarsamband
milli Norðurlanda. STEF styrkir
okkur einnig og Ríkisútvarpið
kaupir allt efni sem flutt er, en
útvarpsstöð í hverju landi gerir
það alltaf. “
Þetta er fyrirtæki upp á 1,5
milljón. Menntamálaráðuneytið
veitir hinsvegar engan styrk, en
sér um móttöku fyrir þátttakend-
ur.
Hróðmar Sigurbjörnsson, tónskáld og Ari sonur hans. Mynd -Sig.
LEIÐARI
Þreyttur fortíðaiflokkur
Sjálfstæöisflokkurinn hefur átt í vaxandi erfiö-
leikum með ímynd sína á meöal kjósenda.
Hann hefur á síðustu árum glatað aö mestu því
jákvæða yfirbragði sem hann sótti áður til at-
hafnaskálda og frumkvöðla á mörgum sviðum
þjóðlífsins. Án vafa eru slíkir menn enn í röðum
flokksins. En þeir eru ekki lengur kallaðir til
starfa, og áhrifa þeirra gætir ekki lengur í stefnu
og forystu flokksins.
í staðinn er kominn hópur mélkisulegra há-
skóladrengja sem aldrei hafa dyfið hendi í kalt
vatn. Þeir eru svipaðir í útliti, klæða sig líkt,
klippa sig eins, nota jafnvel sama takmarkaða
orðaforðann.
Kanski er það ekkert skrítið. Þegar betur er að
gáð eiga þeir nefnilega flestir það sameiginlegt
að vera líka með annars flokks viðskipta- eða
lögfræðipróf upp á vasann.
Þessi nýja kynslóð forystumanna á hægri
vængnum er að vísu gljáð og strokin og mynd-
ast vel í litprentuðum kosningabæklingum. En
það ber ekki mikið á rismikilli hugsun, og stund-
um raunar alls engri hugsun. Þannig er sláandi
að vitsmunaveranna í hópi hinna yngri manna í
Sjálfstæðisflokknum, manna sem þora að setja
fram nýjar hugmyndir,- þeirra bíður hlutskipti
hornkerlingarinnar þegar kemur til hinna stærri
verka.
Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn í rauninni
komið sér í svo ankannalega stöðu, að forystu-
sveit flokksins endurspeglar á engan hátt þá
breiðu fylkingu sem hefur til skamms tíma Ijáð
flokknum stuðning.
Flokkurinn er kominn í hendur nokkurra
valdahópa sem margir byggjast á gömlum ætt-
um, sem til áratuga hafa haft geysileg áhrif
innan hans. Aðrir valdahóparnir eru lausteng-
dari og fámennari, sprottnir upp af fjölskyldut-
engslum sem liggja utan við gömlu ættirnar,
eða hafa skapast við samvinnu manna sem
hafa meir af tilviljun en ásetningi lent hlið við hlið
og hafið eins konar pólitískt samlífi þar sem
gagnkvæm aðstoð til vegsemda innan flokksins
er drifkraftur.
í ofanálag er á seinni árum farið að bera á
hópum, sem hafa orðið til gegnum tengsl eða
kynni í viðskiptalífinu, og vinna saman innan
flokksins. Hafskipshópurinn sálugi var gott
dæmi, en menn úr honum ófu sig með skipu-
legum hætti inn í allar valdastofnanir flokksins.
Við þessa þróun hefur í raun orðið eðlis-
breyting á Sjálfstæðisflokknum. Forysta hans
er ekki lengur spegill hins íslenska mannlífs.
Hún er einhæf og þröng. Hún nær engum sam-
hljómi við fólkið á götunni. Hún veit ekki hvað
íslenska þjóðin er að hugsa, enda er hin nýja
foiystukynslóð uppteknari af því að vinna próf-
kjör en vinna landsmönnum gagn.
Sjálfstæðisflokkurinn var lengi vel ótrúlega
víðfeðmur flokkur, og átti sér í rauninni fáar
hliðstæður erlendis. Samloðun hans byggðist
að verulegu leyti á því, að forystan var gott
þversnið af flokknum. í henni voru einstaklingar
sem höfðuðu til mismunandi hópa í flokknum og
þjóðfélaginu.
Nú er þetta skeið úti. Mélkisurnar með lög-
fræðiprófin höfða ekki til neinna hópa, eiga sér
ekkert „bakland". Þannig er skeið Sjálfstæðis-
flokksins sem hins yfirgnæfandi afls í íslenskum
stjórnmálum á enda runnið. Hann á ekki lengur
það erindi við íslenska kjósendur sem hann
áður hafði.
Ungir Sjálfstæðismenn segja nú fullum fet-
um, að formaðurflokksins sé litlaus. Flokkurinn
sjálfur ekkert annað en hagsmunatæki fyrir-
tækja en ekki fólksins. Hann sé þunglamalegur
fortíðarflokkur með skrifstofumannaforystu.
Þetta er harður dómur. En það er auðvelt að
taka undir með hinum ungu tyrkjum íhaldsins.
Og hin rökrétta niðurstaða af þeim einkunnum
sem ungliðarnir velja sínum eigin flokki er ein-
föld. Hún er þessi:
Sjálfstæðisflokkurinn er að verða erindislaus
í íslenskum stjórnmálum í dag. -ÖS
Sunnudagur 13. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21