Þjóðviljinn - 18.09.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Side 3
■hhORFRETTIRi Haukur Torfason forstöðumaður Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar hefur verið skipaður í stöðu útsölustjóra ÁTVR á Akureyri. Fjármálaráð- herra skipaði í stöðuna, en alls sóttu 21 um embættið. Sjávarútvegsráðherra Danmerkur, Lars P. Gammel- gaard, kemur í opinbera heim- sókn til íslands í boði Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra. Gammelgaard er ráðherra íhaldsflokksins og sat lengi í bæj- arstjórn í Árósum. Hann verður viðstaddur opnun sjávarútvegs- sýningarinnar á morgun og skoðar einnig frystihús og fisk- vinnslu á Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Jean-Claude Paye framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarstofunarinnar OECD í París kemur til landsins á þriðju- dag í boði ríkisstjórnarinnar. Hann mun eiga viðræður við við- skiptaráðherra Jón Sigurðsson. Námsstefna um sálmafræði verður haldin á vegum endur- menntunardeildar Háskólans um þarnæstu helgi. Þar verða kynntir straumar og stefnur í sálmakveð- skap og sálmasöng á Norður- löndum með fyrirlestrum norskra og íslenskra fræðimanna. Skrán- ing fer fram á aðalskrifstofu Há- skólans. Fiskiðn fagfélag fiskiðnaðarins heldur fræðslufund í tengslum við Sjáv- arútvegssýninguna, á sunnudag í Holiday Inn hótelinu kl. 13. A fundinum verður fjallað um tölvu- tækni og flakavinnslu í frystihús- um. FRETTIR Dagvistun Horfur á verra ástandi Foreldrasamtökin: Skora á aðila vinnumarkaðarins að semja um bœtt kjör starfs- fólks á dagvistunarheimilum og átaki í uppbyggingu nýrra heimila. Anna K. Jóns- dóttir, formaður stjórnar dagvistunar: Vandamálið eru lág laun. Matthías Guðmundsson hjá sambandinu: Ihugar stofnun eigin dagvistunar „Fundurinn samþykkti tillögu til ályktunar þar sem skoraS er á aðila vinnumarkaðarins í kom- andi samningaviðræðum um kaup og kjör, að beita sér fyrir bættum launum starfsfólks á dag- vistunarheimilum og einnig að þeir hinir sömu beiti sér fyrir því og semji um það sín í milli að átak verði gert í uppbyggingu nýrra dagvistunarheimila", segir Hrönn Þormóðsdóttir, í stjórn Foreldrasamtakanna í Reykja- vík. Ályktunin hefur þegar verið send til Alþýðusambands ís- lands, Vinnuveitendasambands íslands, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og til borgar- stjórnar Reykjavíkur. Á þessum fundi Foreldrasam- takanna sem haldinn var í fyrra- kvöld um erfiðleika foreldra sem skapast hafa vegna þess vand- ræðaástands sem ríkir í dagvist- unarmálum í Reykjavík, en nú þegar hefur orðið að loka 10 deildum á dagvistunarheimilum vegna skorts á starfsfólki. Meðal frummælenda á fundin- um var Matthías Guðmundsson, hjá Starfsmannahaldi Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Hann sagði að Sambandið væri að íhuga það alvarlega í dag að koma á fót eigin dagvistun fyrir börn starfsmanna sinna. Og heyrst hefur um fleiri fyrirtæki sem íhuga þennan möguleika. Unnur Jónsdóttir, í stjórn ■Fóstrufélagsins sagði að fóstrur treystu sér ekki lengur að vinna á dagvistunarheimilum og væru þær að hópa sig saman á heimili til að geta unnið frekar á fag- legum grundvelli í sinni vinnu. Anna K. Jónsdóttir, sem er for- maður stjórnar dagvistunar í Reykjavík viðurkenndi á fundin- um að lág laun væru vandamál sem stæði í veginum fyrir því að hægt væri að manna dagvistunar- heimilin og stöðugt væri verið að vinna að þessum málum, en kom ekki fram með neinar hugmyndir til lausnar. Að sögn Hrannar er búist við því að ástandið á dagvistunar- heimilunum versni enn frekar þegar líða tekur að næstu mán- aðamótum. Sagði hún að þetta væri vandamál sem kæmi öllum foreldrum við, ekki bara þeim sem yrðu að þeysast milli borgar- hverfa í matar- og kaffitímum til að koma börnum sínum í pössun, heldur og líka samfélaginu öllu. - grh Dagvist Vinnunefnd kannar vandann Ingibjörg Sólrún: Niður- staða fáist fyrir áramót Borgarráð hefur samþykkt til- lögu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, borgarfulltrúa Kvenna- listans, um nefnd til að skoða vandann sem við er að etja á dag- vistarheimilum borgarinnar. Nefndin á að skila af sér fyrir ára- mót. Um er að ræða samstarfsnefnd borgarráðs og stjórnar Dagvist- ar, og gert ráð fyrir að hún kanni sem rækilegast þá erfiðleika sem ríkja á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar. Á starfssviði nefndarinnar er einnig að leita leiða til að fá fleira fólk til starfa. Sérstaklega er tekið fram í samþykkt borgarráðs, að nefndin hafi fullt samráð við fulltrúa fóstra og ófaglærðs starfsfólks. -ÖS Amnesty Fleira fólk til starfa Tvö námskeið í bígerð hjá Islandsdeildinni. Malcolm Tigerschiold miðlar afátján ára starfsreynslu innan samtakanna Malcolm Tigerschiold heldur þjálfunarnámskeið fyrir Amnesty-félaga um þessa helgi og þá næstu: Markmiðið að virkja fólk en ekki að segja þvi fyrir verkum. Mynd: Sig. Það er ekki í mínum verka- hring að veita félögum Amn- esty hér á landi fyrirmæli um hvernig þeir eigi að starfa, en á hinn bóginn get ég miðlað þeim af átján ára starfsreynslu minni innan samtakanna,“ sagði JWa/c- olm Tigerschiold, en hann er nú staddur hér á landi og mun stýra námskeiðum um þessa helgi og þá næstu. Malcolm hefur sérhæft sig í að búa fólk undir að starfa á vegum samtakanna, en þjálfunarnám- skeið hans hér á landi eru bæði ætluð byrjendum og eins þeim sem hafa reynslu af starfi að mannréttindamálum. Að sögn Malcolms verða námskeiðin ekki á formi fyrir- lestra, heldur verða þátttakendur látnir velta fyrir sér raunveru- legum dæmum af fangamálum, og koma með tillögur um hvernig ráðlegast sé að bregðast við. 1 annan stað verður því velt upp hvaða sess Amnesty Internation- al skipar í hugum fólks hérlendis, og í því sambandi verða þátttak- endur hvattir til að leita leiða til að virkja fleiri til þátttöku í starfi samtakanna. Námskeiðin verða haldin í Hlaðvarpanum helgarnar 19. til 20. og 26. til 27. þessa mánaðar, og er væntanlegum þátttakend- um bent á að hafa samband við skrifstofu Amnesty í Hafnar- stræti og láta skrá sig. HS Barðaströnd Bændur stofna sláturfélög Ingvi Haraldsson oddviti: Leigjum sláturhúsið af Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sláturhúsið á Bíldudal er á undanþágu. Nauðsynlegtfyrir okkur að geta haft eigið hús Við tókum okkur saman bænd- ur hér á Barðaströnd og í Rauðasandshreppi og stofnuðum sláturfélag fyrir skömmu. Til þess að geta slátrað okkar fé höfum við tekið á leigu af Stofnlánadeild landbúnaðarins sláturhús Kaupfélags Vestur- Barðstrendinga á Patreksfirði, sem hét áður Matvælavinnslan, en það fór á hausinn fyrr á þessu ári og Stofnlánadeildin keypti það á nauðungaruppboði, segir Ingvi Haraldsson, oddviti á Fossá á Barðaströnd. Að sögn Ingva er hér um að ræða löglegt sláturhús og þessa dagana er verið að undirbúa hús- ið undir væntanlega slátrun. Ekki er enn ákveðið hvenær byrjað verður, en Ingvi bjóst við að það yrði fljótlega. Ástæðan fyrir því að bændurn- ir stofnuðu með sér sláturfélag var sú að næsta sláturhús sem er á Bíldudal er á undanþágu og sú undanþága miðast eingöngu við slátrun á sauðfé. En bændunum þar vestra er nauðsyn á því að geta slátrað einnig nautgripum og svínum ásamt sauðfé. Göngur eru ekki enn byrjaðar á Barðaströnd og bjóst Ingvi jafnvel við því að formlega yrðu engar göngur í sveitinni. Bæði er að erfitt er að manna fjallskil vegna fámennis í sveitinni og hitt að margt af fénu er þegar komið heim í tún og handhægt að ná því af þeim sökum. „Það er ómögulegt að segja hvernig okkur gengur að manna húsið þegar við byrjum. En ég býst við því að fólkið hérna í sveitinni láti hendur standa fram úr ermum þegar til þarf að taka og vinni við slátrunina þegar þar að kemur,“ sagði Ingvi Haralds- son, oddviti. -grh Sjómenn Ráðstefha um öryggismál Framkvæmdastjóri Far- manna- ogfiskimanna- sambandsins: Förum yfir það sem áunnist hefur og hvað gera skuli á nœstu árum „Aðaltilgangurinn með þcssari ráðstefnu um öryggismál sjó- manna sem byrjar í dag klukkan 8.45 í Borgartúni 6, er að fara yfir það sem áunnist hefur í þessum málum frá síðustu ráðstefnu, sem haldin var fyrir þremur árum, og hvað gera skuli í framhaldi af því á næstunni,“ segir Haraldur Hol- svík, framkvæmdastjóri Far- manna- og fískimannasambands- ins. Það er Siglingamálastofnun ríkisins í samvinnu við 17 aðra hagsmunaaðila, félög og stofnan- ir í sjávarútvegi og siglingum sem boðar til ráðstefnunnar. Hún er öllum opin á meðan húsrúm leyfír, en þátttökugjald er 500 krónur. Meðal þess sem rætt verður um á ráðstefnunni eru viðhorf full- trúa sjómanna og útgerðarmanna til öryggismála og áhrif fisk- veiðistjórnunar á öryggi og að- búnað sjómanna, ásamt fleiru. -grh Föstudagur 18. september 1987 (pJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.