Þjóðviljinn - 18.09.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Side 7
Washington Samningar tékust! Maraþonfundi Shultz og Shevardnadzes lauk ígœrkveldi með þvíað þeirgerðu bráðabirgðasamkomulag um eyðingu meðaldrœgra kjarnflauga Loksins tókust samningar með þessum herramönnum, Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkianna oq Georae Shultz, bandariskum kollega hans. ’ M M Loksins kom að því að afvopn-' unarviðræður fulltrúa Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna skiluðu árangri. Eftir þriggja daga viðræður í höfuðborg Bandaríkjanna og framlcngdan lokafund tókust bráðabirgðas- amningar með Eduard Shevar- dnadze og George Shultz, utan- ríkisráðherrum risaveldanna, um eyðingu allra meðaldrægra kjarnflauga úr heiminum. Að sögn háttsettra aðstoðar- manna beggja á aðeins eftir að ganga frá ýmsum tæknilegum smáatriðum en þeir gerðu ráð fyrir að samkomulagið yrði stað- fest í dag áður en Shevardnadze heldur til síns heima. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Charles Re- dman, sagði yfirlýsingar að vænta í dag og að Shultz myndi að því loknu svara fyrirspurnum frétta- manna. „Pað verða ekki fleiri fundir með ráðherrunum. Þeir hafa lokið sínu verki.“ Reiknað hafði verið með því að Shultz og Shevardnadze lykju viðræðum sínum í eftirmiðdaginn í gær en þeir framlengdu þær um sjö klukkustundir. Þeir gerðu hlé á fundinum til að skjótast í heim- sókn til Ronalds Reagans í Hvíta húsið og ræddu við hann í rúman hálftíma. Ekki var greint frá því í gærkveldi hvað þar bar á góma. Þegar Shevardnadze yfirgaf utanríkisráðuneytið í gærkveldi var hann venju fremur fáskiptinn við blaðamenn og neitaði að svara spurningum þeirra. „Við hittumst á morgurí1 var hið eina sem þeim tókst að draga uppúr honum. Fyrr hafði Gennady Gera- simof, blaðafulltrúi sovéska utanríkisráðuneytisins, látið að því liggja að til stórtíðinda myndi draga. „Við stöndum nú á sögu- legum tímamótum." Redman tók þá í sama streng og sagði ráðherrana hafa leyst hvert ágreiningsefnið á fætur öðru. Síðar efndu Redman og Gerasimof á ný til sameiginlegs blaðamannafundar og tjáðu mönnum að fulltrúar stórveld- anna myndu innan skamms hefja viðræður á ný um bann við kjarn- sprengingum í tilraunaskyni._ Filippseyjar Vinir látnir fokka Aquino forseti víkur tveim nánum ráðgjöfum og vinum úr ríkisstjórn sinni Corazon Aquino forseti Filipps- eyja á í mestu brösum með að klastra saman nýrri ríkisstjórn sem taka á við af þeirri sem sagði af sér nýverið. í gær greindi hún frá því að hún hygðist ekki hafa tvo nána vini sína í nýju ráðuneyti og er almennt talið að hún láti þá róa vegna þrýstings frá hernum. Mennirnir eru ritari hennar og talsmaður, Joker Arroyo, og hel- sti ráðgjafi um lögfræðileg mál- efni, Teodoro Locsin. Aquino greindi frá ákvörðun sinni í sjón- varpsræðu. Hún kvað hafa lagt mikla áherslu á að virðast ákveð- in og röggsöm og sagðist hafa fulla stjórn á gangi mála. Hún vék að áróðri andstæðinga og hvatti fólk til að skella skolla- eyrum við honum. Aquino hefur ekki í hyggju að víkja yfirmanni hersins, Fidel Ramos, frá störfum en það var ein meginkrafna uppreisnar- manna að honum yrði sagt upp. Öllum að óvörum ávarpaði hann landslýð í sjónvarpi í gær. Hann kaus að standa fyrir framan brunarústir sem fyrir hinn örlagaríka uppreisnardag hýsti yfirstjórn hersins. Hann sagði „herinn kosta kapps um að verja Iöglega kjörna ríkisstjórn og standa vörn um lýðveldið.“ Aquino lauk lofsorði á Arroyo og sagði hann hugrakkann sóma- svein sem óhræddur hefði boðið Ferdinand Markosi byrginn þeg- ar hann hafði bæði tögl og hagldir á Filippseyjum. „Hann yfirgefur ríkisstjórnina til þess að lægja óá- nægjuöldur innan hennar." For- setinn sagði að Locsin myndi vera sér innanhandar eftirleiðis sem hingaðtil þótt hann gengi úr stjórninni. -ks. Styr hefur staðið um Joker Arroyo að undanförnu og því hefur Aquino ákveðið að hann taki ekki sæti í nýrri stjórn. Mósambík Suður-Afríkustjóm hætti stuðningi við hryðjuverkamenn Starfsmaður hjálparstofnunarinnar Oxfam lýsir glcepum hœgri skæruliða í nýútkominni skýrslu Börn kunna ekki ætíð fótum sínum forráð. Þessum varð það á að stíga á spildu þar sem MNR skæruliðar höfðu grafið jarðsprengju. Starfsmenn bresku hjálpar- stofnunarinnar Oxfam í Mó- sambík vilja að ráðamenn sam- veldislanda taki höndum saman og beiti stjórn Suður-Afríku þrýstingi svo hún láti af stuðningi sínum við hægri sinnaða hryðju- verkasveitir í nágrannaríkinu. Yfirmaður stofnunarinnar, Frank Judd, efndi til blaða- mannafundar í Lundúnum í gær. Honum fórust svo orð um starf Oxfam í Mósambík og borgara- stríðið þarlendis: „Við eyðum ómældri orku í að líkna fórnarlömbum stríðsins og ættum að beita okkur í jafn mikl- um mæli fyrir lyktum þess. Fyrst landar okkar eru reiðubúnir að láta fé af hendi rakna til kaupa á hjálpargögnum finnst okkur að stjórnin eigi að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að þau fjárútlát verði óþörf.“ Blaðamönnum var hóað sam- an til fundarins vegna nýútkom- innar skýrslu starfsmanns Oxfam í Mósambík. í henni er hægri sinnuðum skæruliðum MNR fylkingarinnar meðal annars bor- ið á brýn að svelta íbúa á svæðum sem þeir ná á sitt vald og fremja hryðjuverk á óbreyttum borgur- um. Judd skoraði á ríkisstjórn Mar- grétar Thatchers að beita áhrif- um sínum á fundi aðildarríkja breska samveldisins sem hefst í Vancouver í Kanada í næsta mán- uði og reyna að fá leiðtoga þeirra til að þrýsta á stjórn Suður- Afríku svo hún láti af stuðningi við félaga MNR. Hann fullyrti að það væri algerlega undir stjórn- inni í Pretóríu komið hvort og hvenær bundinn yrði endir á borgarastríðið handan landa- mæranna. Skýrsla Oxfam starfsmannsins Julians Quans ber heitið „Mó- sambík, fyrir alla muni frið!“ í henni kemur fram að ástandið í landinu er vægast sagt hrikalegt. Eitt af hverjum þremur bömum í Mósambík deyr áður en það hef- ur náð fimm ára aldri. Yfir 500 þúsund manns hafa flúið landið. Tvær miljónir manna eru á ver- gangi innanlands og ekki færrí en fjórar miljónir myndu svelta heilu hungri ef ekki kæmi til að- stoð erlendis frá. Quan greinir frá því að hryðju- verkum MNRliða gegn alþýðu manna fjölgi jafnt og þétt og að þau verði æ viðurstyggilegri. Menn em negldir fastir við trjá- boli, fólk er barið og limlest með maískylfum og það er rist á hol og innyflin rifin út. „Þeir víla ekkert fyrir sér. Ung- ir piltar eru teknir höndum og neyddir til að kvelja lífið úr kon- um og bömum í heimaþorpi sínu. Petta hefur aukist mjög að und- anfömu og nýskeð frömdu MNR skæruliðar glæpi sem þessa hand- an landamæranna að Zimba- bwe.“ Quan klykkir út með því að segja að almenningur í Mó- sambík sé skelfingu lostinn og eigi þá ósk heitasta að ósköpu- num linni. -ks. Föstudagur 18. september 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍOA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.