Þjóðviljinn - 18.09.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.09.1987, Síða 9
HEIMURINN Sovétríkin Gorbatsjof með framtíðarstefnuskrá Kremlarleidtoginn vill alþjóðlegt öryggiskerfi tengt Samein- uðuþjóðunum. Kjarnorkuvopnum á að útrýma ogsemja um lágmarksherafla í varnarskyni. Segir góðar líkur á samkomu- lagifyrir árslok um meðaldrœgarflaugar og á miðju nœsta ári um helmingssamdrátt langdrœgra Igrein sem birtist í Prövdu í gær leggur Mikaíl Gorbatsjof Sov- ét-leiðtogi til að komið verði upp alþjóðlegu öryggiskerfi í tengsl- um við Sameinuðu þjóðirnar. Hann segir „fælingarstefnu“ Nató i kjarnorkumálum útí hött. Stöðugleiki gæti auðveldlega náðst milli blokka með 5 prósent- um þeirra kjarnorkuvopna sem nú eru til, og einfaldast væri að útrýma kjarnorkuvopnum með öllu og semja síðan um þann lág- marksherafla sem hvert ríki þurfi á að halda í varnarskyni. í Prövdu-greininni, sem í út- gáfu APN-fréttastofunnar er rúmar tólf þéttvélritaðar síður, ieggur Gorbatsjof fram framtíð- arsýn sína í heimsmálunum og fjallar óverulega um deilumál dagsins. Greinin er í raun eins- konar stefnuskrá Sovétstjórnar- innar í alþjóðamálum til næstu áratuga, og þar er auk afvopnun- armála fjallað um alþjóðasam- vinnu um menningarmál, mannréttindi, heilbrigðismál, -meðal annars um baráttu gegn eyðni-, skuldir þriðjaheimslanda og ekki síst um vistfræðivandann, sem að mati Gorbatsjofs er „ógnvekjandi“. Ekki sé hægt að tala um öryggi í heiminum „þegar eiturstraumar berast eftir fljótum þegar andrúmsloftið er mengað iðnaðarúrgangi og umferðar- mengun í heilum borgum og hér- uðum, þegar þróun kjarnorku- iðnaðar er réttlætt. með áhættu sem ekki er hægt að sætta sig við. Hér kveður aldeilis við nýjan sovéskan tón í vistfræðiefnum, enda segir Gorbatsjof að einn kvistur úr raunveruleikanum sé verðmætari en heill skógur af kenningum: „Tsjernobyl var okkar kvistur...“ Fyrst og síðast fjallar Gorbat- sjof þó um afvopnunarmál. Hann telur að samkomulag milli risa- veldanna um útrýmingu meðal- drægra og skammdrægra flauga sé bæði mögulegt og raunhæft. Hann hrósar Vestur-Þjóðverjum fyrir að falla frá kröfltm sínum um að halda Pershing flaugunum og segir að Sovétstjórnin miði við að hægt sé að skrifa undir slíkan samning fyrir áramót. Slíkur við- burður yrði áfall fyrir þá sem halda fram hugmyndum um tak- markað kjarnorkustríð. „Þetta eru ekki neinar tálvonir. Ástand- ið er að verða stöðugra." Gorbatsjof segir að samkomu- lag um skamm- og meðaldrægar flaugar gæti orðið forleikur að tímamótaskrefi, helmingssam- drætti í langdrægum flaugum, og telur að sé fyrir hendi gagn- kvæmur vilji væri hægt að ná um það samningum á fyrrihluta næsta árs. Múrsteinar Hann minnir líka á viðræður um geimvopn og efnavopn sem hugsanlega „múrsteina“ við að byggja til frambúðar alþjóðlegt öryggiskerfi. Endanlegt takmark séu litlir kjarnorkulausir varnar- herir, og meðal fyrstu skrefa gæti verið að flytja kjarnavopn og önnur árásarvopn frá landamær- unum undir eftirliti. „í kjölfar þessa kæmu svæði með fáum vopnum og vígbúnaðarlaus svæði milli hugsanlegra fjandmanna". Vinna eigi að því að leysa upp hernaðarbandalög, leggja niður herstöðvar og heri á erlendri grund. Sovétleiðtoginn vill að riki heims byggi upp alþjóðlegt ör- yggiskerfi sem tengt sé Samein- uðu þjóðunum. Hann tekur undir hugmynd framkvæmda- stjóra SÞ um sérstaka miðstöð á vegum stofnunarinnar til að draga úr styrjaldarhættu, al- mennri og svæðisbundinni, og vill efla friðargæslusveitir samtak- anna og alþjóðadómstólinn í Haag. Hann leggur til að komið verði upp beinu samskiptakerfi frá höfuðstöðvum SÞ til höfuð- borga fastalandanna í Öryggis- ráðinu og til leiðtoga sambands óháðra ríkja. Gorbatsjof leggur einnig til að SÞ komi sér upp ráðgjafarstofn- un valinkunnra vísindamanna, stjórnmálamanna, mennta- manna og leiðtoga almannasam- taka, þar á meðal trúarstofnana, einskonar heimsakademíu. Ekki hefur enn frést af við- brögðum við þessari Prövdugrein Gorbatsjofs. Fréttaskýrendum Reuter-stofunnar þykir ljóst að ein ástæða þess að hún birtist nú sé að draga úr væntingum í Sovét um mikinn árangur af fundi þeirra Shultz og Shevardnadze í Washington, og með grein sinni, sem næstu daga verður skyldu- lesning áhugamanna um alþjóða- mál um allan heim, hafi Sovétl- eiðtoginn rétt einu sinni tekið frumkvæði í áróðursstríði risa- veldanna. Að auki er ljóst að með yfirlýsingu sinni um stöð- ugra ástand í heimsmálunum er Gorbatsjof að vinna gegn haukunum heimafyrir og Mikaíl Gorbatsjof. „Hinn pólitíski og siðferðilegi kjarni lausnar felst í trausti milli ríkja og þjóða, virðing fyrir alþjóðlegum samtökum og stofnunum" segir í Prövdugreininni. auðvelda Bandaríkjamönnum að að Gorbatsjof sé hreinlega að rétta út samningshendur. meina það sem hann segir... Svo er auðvitað hugsanlegt líka -m/Rcuter-APN Bretland Blökkumenn sæta ofsóknum Þaðfœrist jafnt og þétt í vöxt að þeldökkir einstaklingar ogfólk afasísku bergi brotið verði fyrir aðkasti skríls að verður ae algengara á Bretlandseyjum að blökku- menn og afkomendur innfiytj- enda frá Asíu verði fyrir aðkasti kynþáttahatara og nú er svo kom- ið að þetta fólk er hvergi óhult fyrir ofbeldisseggjum. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnskipaðrar nefndar sem kom fyrir almenningssjónir í gær. í henni er staðhæft að einn af hverjum fjórum hörundsdökkum þegnum bresku krúnunnar hafi sætt líkamsárás vegna litarafts í vissum hverfum Lundúna og að dökkleitir einstaklingar séu ekki lengur óhultir í grónum miðstétt- arhverfum á borð við kjördæmi Margrétar Thatchers, Finchley í höfuðborginni. Skýrslan ber heitið „í skugga óttans“ og er byggð á könnun sem nefndarmenn stóðu að í fyrra í samvinnu við hópa sem berjast gegn kynþáttahatri á Stórabret- landi, það er í Englandi, Skot- landi og Wales. í skýrslunni segir: „Það er eng- in ný bóla að fólk verði fyrir barð- inu á ofbeldisseggjum af öðrum kynþætti en aldrei fyrr hafa lík- amsárásir verið jafn tíðar.“ Yfir- völd hvarvetna á eyjunni fá skömm í hattinn fyrir að láta undir höfuð leggjast að vinna á markvissan hátt gegn þessum ó- fögnuði og þess er getið að lög- reglan sæti ámæli fyrir að skella skollaeyrum við kvörtunum fórn- arlamba. „Nú er svo komið að Þungbúnir blökkumenn í Brixtonhverfi i Lundúnum. Þar hefur skorist í odda með svörtum ungmennum og lögreglu. Myndin er tekin skömmu eftir slík átök og ef grannt er skoðað má sjá lögregluþjón standa vörð um þrunarústir. blökkumenn eiga fáa griðastaði á Bretlandi þar sem þeir geta verið óhultir um að ekki verði ráðist á þá fyrirvaralaust.“ Það er að vísu tekið fram að þrjár, sagt og skrif- að þrjár, héraðsstjórnir á allri eyjunni hafi mótað stefnu um hvernig vinna beri gegn kynþátt- aofbeldi. En engin þeirra virðist hafa dug og drift til að hrinda stefnunni í framkvæmd! Þeldökkt fólk og menn af as- ískum uppruna, sem einkum á rót að rekja til Pakistan og Indlands, eru stór hluti bresku þjóðarinnar eða um fimm af hundraði 56,6 miljóna innbyggjara Bretlands. Þetta fólk á mjög undir högg að sækja og stór hluti atvinnu- leysingja kemur úr röðum þess. -ks. Föstudagur 18. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.