Þjóðviljinn - 23.09.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR England Everton slapp með skrekkinn Umdeild vítaspyrna þremur mínútum fyrir leikslok færði Everton nauman heimasigur á Rotherham, 3-2, í 2. umferð deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Úr henni skoraði Wa- yne Clarke en áður höfðu Ian Snodin og Ian Wilson tvisvar komið Everton yfir í leiknum. Liðin eiga eftir seinni leikinn í Rotherham og meistararnir mega halda vel á spöðunum þar. f gærkvöldi var leikinn helm- ingur fyrri leikja 2. umferðar og úrslit urðu þessi: Barnsley-WestHam.................0-0 Bournemouth-Southampton..........1-0 Burnley-Norwich..................1-1 Bury-Sheffield United............2-1 Cambridge-Coventry...............0-1 Carlisle-Oldham..................4-3 Crystal Palace-Newport...........4-0 Darlington-Watford...............0-3 Everton-Rotherham................3-2 Fulham-Bradford City.............1-5 Ipswich-Northampton..............1-1 Manch.City-Wolves................1-2 Rochdale-Wimbledon...............1-1 Shrewsbury-Sheff.Wed.............1-1 Southend-DerbyCounty.............1-0 Stoke-Gillingham.................2-0 Swindon-Portsmouth...............3-1 Wlgan-Luton......................0-1 Derby tapaði fyrir 3. deildar- liði Southend og 2. deildarlið Bo- urnemouth og Swindon unnu góða sigra á 1. deildarliðum Sout- hampton og Portsmouth. Sigurð- ur Jónsson og félagar í Sheff. Wed. héldu jöfnu gegn Shrews- bury á útivelíi. -VS/Reuter Noregur-ísland Baráttan um „tréskeiðina“! Tveir sterkir í norska hópinn Unglingaleikur Jafnt í Noregur-ísland Slæmar horfur með Pétur Hitað upp með Beverley Hill Cops! Varsjá Pólland og Island skildu jöfn, 0-0, í Varsjá í gær. Leikurinn var liður í Evrópu- keppni unglingalandsliða, undir 18 ára, í knattspyrnu. íslenska liðið var sterkari að- ilinn í leiknum og var nær sigri, átti m.a. stangarskot. ísland hefur fengið 2 stig úr 5 leikjum í keppninni, bæði í úti- leikjum. Lokaleikur liðsins er gegn Belgum í Brússel á föstudag- inn en liðið fer þangað frá Varsjá í dag. -VS Valsmenn ætla að gera tilraun í vetur með breyttan leiktíma á heimalcikjum sínum í 1. deildinni í handknattleik sem fram fara í miðri viku. Þeir munu hefjast kl. 18 í stað hins hefðbundna leiktíma kl. 20 eða 21.15. Þeir segjast ekki hafa miklu að tapa miðað við aðsókn á leiki síð- „Ég tel frekar litlar líkur á að Pétur Ormslev geti leikið með gegn Noregi,“ sagði Sigurjón Sig- urðsson, læknir íslenska lands- liðsins í knattspyrnu, í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Sigurjón hefur haft Pétur til meðferðar síðan landsliðið kom til Osló á sunnudaginn en Pétur á ustu ár og reikna með að geta á þennan hátt komið til móts við þá sem eru á leið úr vinnu og eiga allt kvöldið eftir þó þeir fari á leik. Einnig hangir á spýtu Valsara að Stöð 2 verður jafnvel með beinar sendingar frá 1. deildarkeppninni eftir áramót og þá hentar þessi leiktími mjög vel. -VS erfitt með að stíga í annan fótinn vegna bólgu við hælbeinið. „Það rigndi talsvert í dag og Norðmenn eru ánægðir með það. Völlurinn verður þá líklega fljót- lega að drullusvaði og það er víst talinn kostur fyrir norska liðið," sagði Sigurjón. Allir í hópnum nema Pétur eru alheilir og tilbúnir í leikinn sem hefst kl. 17 í dag og verður sýndur beint í íslenska ríkissjónvarpinu. Eins og áður fór Sigfried Held með landsliðsmennina í bíó í gær- kvöldi, kvöldið fyrir leik, og þeir horfðu þar á Beverley Hill Cops. Verið að kynda upp í þeim hasar- inn, eða hvað?! Byrjunarlið {siands verður væntanlega þannig: Bjarni Sig- urðsson, Guðni Bergsson, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson, Ólafur Þórðarson, Viðar Þorkelsson, Gunnar Gíslason, Ragnar Mar- geirsson, Pétur Arnþórsson, Guðmundur Torfason og Lárus Guðmundsson. Líklegast er að Pétur komi inn fyrir nafna sinn Ormslev. Þá eru fyrir utan þeir Friðrik Friðriksson, Ingvar Guð- mundsson, Halldór Áskelsson og Guðmundur Steinsson. _VS Handbolti Hlíðarendaleikir hefjast klukkan sex Handbolti Frjálsar Lewis tapsár Carl Lewis, bandaríski gull- drengurinn, mátti þola tap fyrir landa sínum, Stanley Ford, á al- þjóðlegu frjálsíþróttamóti í Sao Paulo í Brasilíu á sunnudaginn. Ford hljóp 100 metrana á 10,44 sekúndum en Lewis varð annar á 10,47. Lewis sagði að hann væri ekki vanur að hlaupa í svona köldu loftslagi og hefði runnið til á startblokkunum. Hann hefði heldur ekki hitað nógu vel upp. Ford blés á þessar afsakanir landa síns og sagði sama hitastig hafa verið á sinni braut og á braut Lewis. -VS/Reuter Frá vígslu nýbyggingarinnar á laugardaginn. Mynd: E.ÓI. Valsmenn á heimavelli Nýtt og glæsilegt íþrótta- og vallarhús Vals var vígt að Hlíðarenda á laugardaginn. Handknattleiks- og körfuknattleiksmenn félagsins munu leika heima- leiki sína í nýja húsinu í vetur og Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ gaf fyrirheit um að í því yrðu leiknir landsleikir í framtíðinni. Húsið rúmar um 600 áhorfendur á handboltaleikjum en 900 á körfu- boltaleikjum. Af sjálfu vallarhúsinu hefur 1. hæð verið tekin í notkun en á henni eru búningsklefar og böð fyrir íþróttahúsið og knattspyrnuvellina. s Urslitaleikur kvenna í kvöld | Valur tryggði sér Reykjavík- urmeistaratitilinn í meistara- flokki karla í fyrrakvöld með því að sigra Víkinga 24-20 í næstsíðasta leik mótsins. Víkingar leiddu 13-10 í hálfleik en Valsmenn jöfnuðu, 16-16, og komust síðan í 22-17. Leikurinn var líflegur og einkenndist af mikilli baráttu, og lofar góðu fyrir veturinn. Valur er jafn KR að stigum en með betri markatölu. Fram getur náð KR og Val að stigum með sigri á Víkingum í kvöld en það dugar ekki til að skáka Val. Staðan í mótinu fyrir þennan lokaleik sem er leikinn í Selja- skóla kl. 20.30 í kvöld: Valur............6 5 0 1 170-119 10 KR...............6 5 0 1 154-117 10 Fram.............5 4 0 1 108-81 8 Víkingur.........5 3 0 2 144-108 6 ÍR...............6 2 0 4 146-166 4 Fylkir...........6 1 0 5 103-196 2 Armann..........6 0 0 6 99-137 0 Ármann mætti ekki til leiks gegn Fram og því dregst marka- tala liðsins frá þegar markamis- munur annarra er reiknaður út. Þá er Valur með markatöluna 143-95, KR með 120-99 en Fram með sömu. Urslitaleikurinn í meistara- flokki kvenna fer fram í Selja- skóla kl. 19.15 í kvöld. Þar mæt- ast Valur og Fram og dugar Valsstúlkunum jafntefli til að tryggja sér titilinn. _VS Tveir atvinnumenn hafa bæst í hóp Norðmanna fyrir Evrópu- leikinn gegn íslandi í dag. Það eru Andreas Giske, sem leikur með Núrnberg í Vestur-Þýskalandi, og Tom Sundby frá Herakles í Grikklandi. Báðir voru Ijarver- andi vegna meiðsla þegar þjóð- irnar mættust á Laugardalsvell- inum fyrir hálfum mánuði. Hinsvegar er skærasta stjarna Norðmanna, Halivar Thoresen, enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það er þó Ijóst að Norð- menn standa mun betur að vígi en íslendingar og eru með nokkurn veginn sitt sterkasta lið. Tíu atvinnumenn eru í sextán manna landsliðshópi þeirra. í umfjöllun Reuters um leikinn í gær sagði að ísland og Noregur, sem að vísu hefðu náð góðum ár- angri undanfarið, ættu í harðri baráttu um að forðast neðsta sæt- ið í riðlinum, fá „tréskeið Evrópuknattspyrnunnar" svo notuð sé bein þýðing á orðaleik fréttastofunnar. Nefnd var sér- staklega fjarvera Péturs Péturs- sonar úr íslenska liðinu og sagt að hann hefði tekið ástina framyfir knattspyrnuna og brugðið sér í brúðkaupsferð - sem er satt og rétt. -VS/Reuter Körfubolti Njarðvíkingar em sterkir Af fyrstu leikjum Reykjanes- mótsins sem fóru fram í Hafnar- firði um síðustu helgi má ráða að íslandsmcistarar UMFN vcrða áfram í fremstu röð. Þeir unnu öruggan sigur á hinu vaxandi liði Grindvíkinga, 96-66. ÍBK fór létt með Breiðablik, 87-40, og Blikarnir steinlágu líka fyrir Haukum, 82-45. Haukar áttu í basli með Grindavík en sigruðu 76-72. Haukar eru því með 4 stig, UMFN 2, {BK 2, Grindavík og Breiðablik ekkert. Þessi fimm lið leika öll í úrvalsdeildinni í vetur og því er fróðlegt að fylgjast með gengi þeirra svona skömmu fyrir Islandsmótið sem hefst 16. októ- ber. Tvær næstu umferðir Reykjanesmótsins verða leiknar í Hafnarfirði um næstu helgi og lokaumferðin annað fimmtu- dagskvöld. -VS Valur Reykja- víkurmeistari Miðvikudagur 23. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.