Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. október 1987 227. tðlublað 52. árgangur Ríkisstjórnin Nýr matarskattur 10% skattur á öll matvœli um næstu mánaðamót. Ásmundur Stefánsson: Ríkisstjórnin hefurgengið á bak orða sinna.Kristján Thorlacíus: Ríkisstjórninni ber skylda tilaðstanda við loforðin. Matarskatturinn mætir andstöðu stjórnarliða. Landbúnaðarráðherra hefur lýst sig á móti síðustu kjarasamningum skuldbatt ríkisstjórnin sig til að tryggja að verðlagning opinberr- ar þjónustu og skattiagning, færi ekki umfram almenna verðlags- þróun. Með þeim álögum sem hún hefur boðað, er Ijóst að hún ætlar að hafa þessar skuldbind- ingar að engu, sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, en í kjölf- ar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að leggja 10% skatt á nauðþurftir um næstu mánaðamót og aðrar skattaálögur, hefur hann sent Þorsteini Pálssyni, forsætisráð- herra bréf þar sem hann minnir ráðherra á þær skuldbindingar sem ríkisvaldið tók sér á hendur við gerð síðustu kjarasamninga. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja 10% skatt á mjólkur-, kjöt-, fiskafurðir og brauð og grænmeti, frá og með næstu mánaðamótum hefur mælst misjafnlega fyrir, en upp- haflega var gert ráð fyrir að þessi skattlagning tæki gildi um næstu áramót. - Með þessum álögum er ríkis- stjórnin að valda verðhækkun- um, sem koma mjög illa niður á þeim sem tekjulægri eru og barnmörgum fjölskyldum, sagði Ásmundur, en reikna má með að fyrirhugaðar álögur á matvörur um næstu mánaðamót hækki framfærslukostnað meðalheim- ilis um 1,3% og framfærslu- kostnað lágtekjufólks um 2%. - Ríkisstjórnin er í raun og veru að segja að það sé ekkert að marka það sem hún lofar. Slík yfirlýsing kallar á það að menn verða að taka sitt eftir öðrum leiðum og menn verða að tryggja sig með sjálfvirku vísitölukerfi af einhverju tagi. Aðra kosti eiga menn varla að mínu mati, ef svona fer fram, sagði Ásmundur. - Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja söluskatt á allar brýnustu nauðsynjavörur, með stórhækkað verðlag og sú ráð- stöfun með öðrum sem boðaðar hafa verið, er hreinlega ætluð til að minnka þann kaupmátt launa sem var meðal annars árangur hógværra kjarasamninga, sagði Kristján Thorlacíus. Kristján sagði að síðustu kjar- asamningar hefðu hreinlega byggst á loforðum ríkisstjórnar- innar um efnahagsaðgerðir, sem miðuðu öðru fremur að því að lækka framfærslukostnað heimil- anna. - Núverandi ríkisstjórn bar vitanlega skylda til að halda það þríhliða samkomulag, launþega- hreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Þetta hefur brugðist þrátt fyrir að tveir af núverandi stjórnarflokkum hafi tekið þátt í gerð þessa samkomulags, sagði Kristján. Ljóst er að matarskatturinn mætir harðri andstöðu stjórnar- andstöðunnar og af hálfu nokk- urra stjórnarþingmanna. Eink- um eru mjög skiptar skoðanir um ágæti skattheimtunnar innan Framsóknarflokksins og hafa Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra lýst yfir andstöðu við fyrir- hugaða skattheimtu. -rk Sjá bls. 3 Matarskammtur ríkisstjórnarinnar kemur verst niður á barnmörgum fjöl- skyldum en hann mun þýða allt að 2% aukningu á framfærslukostnaði meðalheimilis að mati forseta Alþýð- usambandsins. Alþýðubandalagið Ólaffur Ragnar í framboði Ólafur Ragnar Grímsson á AB-fundi í Neskaup- stað: Gefkost á mér til formanns efflokksmenn óska Ólafur Ragnar Grimsson sagði á fundi Alþýðubandalagsins í Neskaupstað á sunnudagskvöld að hann gæfi kost á sér við for- mannskjör á landsfundi flokksins í nóvember ef það væri vilji flokksmanna að hann tæki að sér það verkefni. Sigríður Stefánsdóttir sagði á miðstjórnarfundi í lok september að hún mundi ekki skorast undan framboði ef farið yrði fram á það við hana og hún fyndi víðtækan stuðning. Fleiri hafa ekki gefið kost á sér og benda því allar líkur til að kos- ið verði milli þeirra Ólafs Ragn- ars og Sigríðar á landsfundinum sem hefst fimmtudaginn 5. nóv- ember. -m Ríkisstjórnin Gegn þenslu Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til ýmissa aðgerða til að hamla gegn þenslu í þjóðfélaginu og innstreymi erlends lánsfjár. Aðgerðirnar stefna að áfram- haldandi fastgengisstefnu og hallalausum ríkisbúskap. Meðal þeirra aðgerða sem ákveðnar hafa verið eru að bönkum og sparisjóðum verður leyft að bjóða upp á gengis- bundna innlánsreikninga. Þá mun ríkisstjórnin setja á markað- inn fljótlega ný ríkisskuldabréf, með mun hagstæðari vöxtum en eru á ríkisskuldabréfum nú. í þriðja lagi er ákveðið að fella niður lántökugjald af erlendum lánum eftir eitt ár. Með því von- ast ríkisstjórnin eftir því að ásókn í erlend lán minnki, um stundar- sakir að minnsta kosti. -Sáf Alþýðubandalagið á Akureyri Foimaðurinn segir af sér ✓ Pröstur Asmundsson segiraf sérsemformaður ABA eftir kjörá landsfund: Hópurfólks kringum Sigríði útilokaði aðra en stuðningsmenn frá landsfundarþátttöku. Sigríður Stefánsdóttir: Samsœristal úr lausu lofti gripið Heimsmeistaraeinvígi Jafntefli í fyrshi skák Heimsmeistaraeinvígið í skák hófst í gær í Sevilla á Spáni. Fyrstu viðureign þeirra Karpofs og Kasparofs lauk með jafntefli eftir 30 leiki. Það var Karpof sem stýrði hvítu mönnunum og lék hann drottningarpeði sínu fram um tvo reiti. Heimsmeistarinn svaraði með Grunfeldsvörn. Boris Spas- sky taldi Karpof fá örlítið frum- kvæði út úr byrjuninni en Kaspa- rof náði að jafna taflið og svo fór að þeir þráléku. Aðstoðarmenn Bakúsveinsins voru hæstánægðir með sinn mann og sögðu hann hafa unnið sáifræðilegan sigur. Meðan einvígið fer fram mun Helgi Ólafsson stórmeistari skýra hverja skák fyrir lesendum Þjóð- viljans og verða þær birtar daginn eftir að þær eru tefldar. Sjá grein eftir hann á bls.7 og skýringar á bls. 15. röstur Ásmundsson sagði á sunnudagskvöld af sér sem formaður Alþýðubandalags- félagsins á Akureyri eftir kjör landsfundarfulltrúa félagsins. í yfirlýsingu frá Þresti segir þá hafi „hópur fólks í kringum Sig- ríði Stefánsdóttur neytt færis og útilokað alla aðra frá þátttöku á landsfundi flokksins en þá sem taldir eru fylgismenn hennar í væntanlegu formannskjöri“. í tillögu stjórnar um fulltrúa voru lögð fram 28 nöfn án röð- unar. Nokkrar viðbótartillögur bárust á fundinum og voru síðan kosnir 14 aðalfulltrúar og 14 til vara. Þröstur var einn af fjórum í 14. sæti og eftir hlutkesti er hann fyrsti varamaður. í yfirlýsingu sinni segir Þröstur að þarsem hann njóti ekki þess trausts að vera einn aðalfulltrúa félagsins á landsfundinum sjái hann sér ekki annað fært en að segja af sér for- mennsku í félaginu. í samtali við Þjóðviljann í gær vísaði Þröstur til yfirlýsingar sinnar og hafði engu við hana að bæta. Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulltrúi og væntanlegur fram- bjóðandi til formennsku í flokkn- um sagði við Þjóðviljann í gær að sér þætti leitt að Þröstur skyldi ekki hafa náð kjöri. Hinsvegar væri allt tal um samsæri algerlega úr lausu lofti gripið að því er hún best vissi, farið hefðu fram lýð- ræðislegar kosningar og þetta væri útkoman. „Viðbrögð Þrast- ar eru hans mál. Það gefur hver yfirlýsingu og orðar hana sam- kvæmt sínum smekk.“ Sigríður sagði að sér sýndist að það eina sem hægt hefði verið að gera hefði verið að skipuleggja það að Þröstur næði kjöri, „en fólk var einfaldlega ekki að skipuleggja eitt eða neitt.“ Guðlaug Hermannsdóttir varaformaður félagsins sagði við Þjóðviljann í gær að hún túlkaði landsfundarkjörið ekki sem van- traust á Þröst. Hún sagði að á fundinum hefði einnig verið kos- ið í kjördæmisráð, og þar hefði formaðurinn fengið öll greidd at- kvæði. „Það var hinsvegar greini- legt að fólk vildi við landsfundar- kjörið sýna Sigríði stuðning sinn, - Þröstur er yfirlýstur Ólafs- Ragnars-maður,“ sagði Guð- laug. Guðlaug sagði að á félags- fundinum á laugardaginn hefðu verið 20-25 félagar. -m Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.