Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 2
f-SPURNINGIN Hvemig líst þér á áform- aðan 10% skatt á öll ma- tvæli frá og með næstu mánaðamótum? Gylfi Gíslason, verkamaður: Ég skal ekki segja. Þessi skatt- lagning er sjálfsagt ill nauðsyn. Þetta kemur sér vitanlega verst fyrir barnmargar fjölskyldur. Sunneva Hafsteinsdóttir, húsmóðir: Mér líst alltaf illa á það þegar mat- væli eru skattlögð. Maður hefði nú haldið að það væri hægt að ná í þessar krónur annarsstaðar. Sigurlaug Jónsdóttir, vinnur í bókbandi: Mér líst nú ekki par á þessar hug- myndir. En það er sjálfsagt úr vöndu að ráð fyrir stjórnvöld. Margrét Einarsdóttir, húsmóðir: Þetta er hrein hörmung. Það þarf ekki fleiri orð að hafa um það og verk þessarar ríkisstjórnar. Gunnlaugur Guðlaugsson, múrari: llla. Það er aldrei gott þegar er verið að skattleggja brýnustu nauðsynjar. Það mætti sjálfsagt finna einhverjar aðrar leiðir til að afla ríkissjóði tekna, en þessar. ___________________FRÉTTIR________________ Félagsheimilið Hnífsdal Fékk frest á uppboði Nauðungaruppboði aflýst. Skuldirþess 2.1 milljón. Haraldur L. Haraldsson bœjarstjóri: Hefðbundinn rekstur félagsheimila er liðin tíð „Það hefur ýmislegt verið bollaiagt I sambandi við rekstur Félagsheimilisins í Hnífsdal og það eina sem hefur verið ákveðið er að koma á fót útibúi Bókasafns ísafjarðar þar. Að öðru leyti er hefðbundinn rekstur þess á fé- lagsheimilavísu liðin tíð í augna- blikinu,” segir Haraldur L. Har- aldsson bæjarstjóri á ísafirði. Á dögunum var Félagsheimilið í Hnífsdal auglýst á nauðungar- uppboð hjá sýslumannsembætt- inu á ísafirði vegna vangoldins söluskatts og opinberra gjalda að upphæð 2.1 milljón króna. Hjá því varð þó komist og var gefinn rúmlega mánaðar frestur til að kippa málunum í lið. Eigendur Félagsheimilisins eru ísafjarðarkaupstaður sem á 50% og hinn helminginn eiga Kvenfé- lagið Hvöt, Verkalýðsfélagið Baldur, íþróttafélagið Reynir og Slysavarnadeildin í Hnífsdal. Bæjarráð ísafjarðar hefur heimilað bæjarstjóra að taka upp viðræður við ríkisvaldið, en ríkis- sjóður á inni stærstu skuldirnar. Áð sögn Haraldar bæjarstjóra eru engar viðræður enn hafnar við ríkissjóð, en vonast er til að þær hefjist fljótlega og fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs sýni bágborinni stöðu félags- heimilisins skilning. grh Poppstirnið Meat Loaff eða „Kjöthleifur” hélt tónleika í loknum.4strætisvagnarsemáttuaðflytjaungmenninniðuríborginaurðufyrir Reiðhöllinni í Víðidal á laugardag að viðstöddum 5 þúsund ungmennum. skemmdum og varð lögreglan að koma með rútuna sína og keyra hluta Tónleikarnir fóru hið bestafram, en nokkur ólæti urðu fyrir utan höllina að þeim tónleikagesta heim. Mynd-E.OI. ABIAkureyri Offorsið yfirskyggði pólitíkina Þröstur Ásmundsson: Kjörið vantraust ámig, segi afmér formennskunni röstur Ásmundsson hefur sagt af sér sem formaður Alþýðu- bandalagsins á Akureyri eftir kjör landsfundarfulltrúa félags- ins á laugardag. Þröstur sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Á félagsfundi í Alþýðubanda- laginu á Akureyri 10. október 1987 urðu þau tíðindi að hópur fólks í kringum Sigríði Stefáns- dóttur neytti færis og útilokaði alla aðra frá þátttöku á lands- fundi flokksins en þá sem taldir eru fylgismenn hennar í væntan- legu formannskjöri. Offorsið var svo mikið að allt sem heitir pó- litík og lýðræðisleg stefnumótun hvarf í skuggann af þessu eina sem virtist skipta máli. Með þess- um vinnubrögðum staðfesta flokkseigendur að allt sem um þá er sagt er satt. Þar sem þannig er í pottinn búið, og ég undirritaður virðist ekki njóta þess trausts að vera einn af 14 fulltrúum félags- ins á landsfundi þar sem stefna flokksins verður rædd og ákveð- in, sé ég mér ekki annað fært en segja af mér sem formaður Al- þýðubandalagsfélagsins á Akur- eyri.“ AB/Akureyri Fulltrúamir Alþýðubandalagsfélagið á Akur- eyri kaus á laugardag 14 fulltrúa á landsfund flokksins og fjórtán til vara einsog kunnugt er af öðrum fréttum í Þjóðviljanum í dag. Aðal- menn félagsins eru þessir: Brynjar Ingi Skaftason, Erlingur Sigurðarson, Geirlaug Sigurjóns- dóttir, Guðlaug Hermannsdóttir, Hannveig Valtýsdóttir, Heimir Ingimarsson, Hilmir Helgason, Hrafnhildur Helgadóttir, Hugrún Sigmundsdóttir, Ingibjörg Jóns- dóttir, Páll Hlöðversson, Sigríður Stefánsdóttir, Sigrún Sveinbjörns- dóttir, Yngvi Kjartansson. Varamenn eru: 1. Þröstur Ás- mundsson, 2. Kristín Hjálmars- dóttir, 3. Lovísa Snorradóttir, 4. Finnur Magnús Gunnlaugsson, 5. Aðalheiður Steingrímsdóttir, 6. Gísli Ólafsson, 7. Ottar Einarsson, 8. Steinar Þorsteinsson, 9. Gunnar Halldórsson, 10. Ármann E. Helgason, 11. Helga Frímanns- dóttir, 12. Sólrún Friðbergsdóttir, 13. Guðmundur B. Friðfinnsson' 14. Gunnar Helgason. _m HT Mér finnst alltaf llíAAjM fl skemmtilegast að fara á /Og þegar 1 fótboltavertíðin er búin þá tekur við ennþá meira fiör á flokksfundunum -- - . J r % ' V rnmyb p 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.