Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 6
MINNING
ALÞÝDUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Reykjavík
Félagsfundur
ABR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf-
isgötu 105.
Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund
Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða.
ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR,
Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur
undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105
frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu-
mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt.
Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi
með einföldu vægi allra atkvæða.
Munlð að grelða félagsgjöldin Stjórn ABR
Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi
Aðalfundur
Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi boðar til aðal-
fundar í Félagsheimilinu (niðri) fimmtudaginn 15.
október kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. 2) Kosning nýrrar
stjómar. 3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 4) Kosn-
ing fulltrúa á Landsfund. 5) Ólafur Ragnar Grímsson
ræðir um stöðu stjórnmálanna í upphafi þings.
Stjórnin
Ólafur Ragnar
Alþýðubandalag Héraðsmanna
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Héraðsmanna verður haldinn í Sam-
kvæmispáfanum, þriðjudaginn 13. október kl. 20.30.
Dagskrá:
1) Aðalfundarstörf.
2) Kosning fulltrúa á Landsfund.
3) önnur mál.
Á boðstólum verður kaffi á hóflegu verði. Flokksmenn fjölmennið og takið
með ykkur nýja félaga. Stjórnin
Alþýðubandalagið Blönduósi og nágrenni
Aðalfundur
Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðar til aðalfundar í hótel-
inu á Blönduósi, sunnudaginn 18. október kl. 16.00.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Kosning fulltrúa á Landsfund.
3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundinn og ræðir
stjórnmálaviðhorfin. Stjórnln
Landsfundur Alþýðubandalagsins
Skrifstofa flokksins minnir á 2. mgr. 14. gr. laga Alþýðubandalagsins:
„Þegar boðað er til reglulegs landsfundar skulu grunneiningar hafa lokið
kjöri fulltrúa á landsfund þremur vikum áður en hann er haldinn.“
Þar sem landsfundurinn verður settur 5. nóvember skal kjöri fulltrúa vera
lokið eigi síðar en 15. október.
Þess er vænst að fulltrúatal hafi borist skrifstofunni eigi síðar en 22.
október. Flokksmlðstöð Alþýðubandalagsins
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Kjördæmisráðstefna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin laugar-
daginn 17. október kl. 10.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Skýrsla kosningastjómar og reikningar.
3. Útgáfumál og flokksstarf.
4. Efnahags- og atvinnumál. Framsaga.
5. Stjómmálaályktun. Framsaga.
6. Kosningar - almennar umræður - önnur mál.
Áætluð þingslit kl. 18.00.
Kvöldvaka Stjórn kjördæmisráðs
AB Akranesi
Aðalfundur
Aðalfundur AB Akranesi verður í Rein laugardaginn 17.10. klukkan 14.00.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Áherslupunktar landsfundar 3.
Kosning fulltrúa á landsfund 4. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs.
5. Önnur mál. Stjórnin
AB/Keflavík og Njarðvík
Aðalfundur
verður haldinn miðvikudaginn 14. október klukkan 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á landsfund,
önnur mál.
Fundurinn verður í Verslunarmannafélagshúsinu Hafnargötu 28.
Stjórnin
ABR
Greiðið félagsgjöldin
Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda
gíróseðla sem allra fyrst.
Stjómln
Alþýðubandalagið Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl.
14.00 í Þinghóli, Kópavogi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Bragi Jónsson
framkvæmdastjóri
Fœddur 12. desember 1936. Dáinn 5. október 1987
Þegar ég minnist fyrst Braga
frænda míns, var hann ljóshærð-
ur og bláeygur snáði, óvenjulega
bjartur yfirlitum og nýfluttur til
Reykjavíkur með foreldrum sín-
um frá Vík í Mýrdal.
Mér eru í barnsminni sælu-
stundir þegar föðurfjölskyldan
kom saman á hátíðastundum, oft
í kringum jólin. Allir voru glaðir,
það var ævinlega leikið á hljóð-
færi og sungið, og við krakkarnir,
sem bjuggum vítt og breitt um
Reykjavíkursvæðið, nutum þess
að hittast, spjalla saman um starf
og leik. Af þessum glaðværu fjöl-
skylduboðum ber hæst veislurnar
sem haldnar voru á gamlárskvöld
hj á Jónínu Magnúsdóttur og Jóni
Pálssyni, foreldrum Braga. Fjöl-
skyldan átti þá heima á efstu hæð-
inni í Ingólfshvoli, á mótum
Hafnarstrætis og Pósthússtrætis,
og af svölunum þar gátum við
fylgst með ærslaganginum í mið-
bænum.
Við systkinabörnin uxum úr
grasi, dreifðumst og fórum hvert í
sína áttina, allt eftir mismunandi
áhugamálum og þeim tækifærum
sem hverju og einu voru búin,
fjölskylduboðin hættu að vera
snar þáttur í lífinu. Við tóku ung-
lingsár og öryggisleysið sem þeim
fylgir oft og frændsystkin rétt
heilsuðust þá sjaldan þau sáust í
borgarlífinu.
Eftir að hafa lokið námi og
starfað í nokkur ár sem rafvirki,
hélt Bragi til Kaupmannahafnar
til náms í tæknifræði. Þetta var í
kringum 1960 og ég var þá búsett
í Kaupmannahöfn. Fyrir27 árum
hefur það sjálfsagt þótt merki-
legra en það þætti í dag að
bræðrabörn yfirgæfu fósturjörð-
ina um stundar sakir og settust að
í sömu stórborg. Að minnsta
kosti þótti okkur Braga sjálfsagt
að hafa samskipti og fylgjast
hvort með öðru þrátt fyrir fálæti
unglingsáranna, og hann kom í
heimsóknir á heimili mitt. Það
var afar ánægjulegt að fylgjast
með Braga á námsárum hans í
Kaupmannahöfn. Eflaust hefur
það ekki verið áhlaupaverk að
koma iðnsveinn frá íslandi til að
takast á við tækninám á háskólas-
tigi í útlöndum. Bragi vissi að það
kostaði sitt og tókst á við verkefn-
ið fullur af áhuga og ákveðinn í að
standast þær kröfur sem til hans
voru gerðar, og því takmarki náði
hann. Það var uppörvandi að
heyra hann segja frá hve hart
hann þurfti að leggja að sér og ég
man að ég öfundaði hann dálítið
fyrir að geta einbeitt sér svo
óskiptur að námi. En Bragi átti
sér fleiri hugðarefni en undirbún
inginn að framtíð. Á þessum
árum tókst hann á hendur viða-
mikið þýðingarverkefni, þegar
hann þýddi danska framhaids-
þætti fyrir ísienska útvarpið.
Þættirnir voru um stríðsglæpi í
síðustu heimsstyrjöld, mig
minnir réttarhöldin í Núrnberg.
Hann hafði lokið leiklistarnámi
við Þjóðleikhússkólann og hafði
mikinn áhuga á leiklist og það var
fróðlegt að heyra hann fara ofan í
saumana á leiksýningum sem
gengu í Kaupmannahöfn á þess-
um tíma.
Bragi var lokaður maður og
talaði aðeins um tilfinningar sínar
í hálfkæringi. Eins og svo oft
undir því er virðist óhagganlegt
yfirborð duidist hugsjónamaður,
fagurkeri og tilfinningamaður.
Það vita þeir sem nærri honum
stóðu. Þeim votta ég samúð
mína.
Helga Ólafsdóttir
þlÓÐVILIINN
■0 68 13 33
Tímiiin
0 68 18 66
0 68 63 00
Bladburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigL*
BLAÐBERAR ÓSKAST í
\
Hlíðar
Nýja miðbæ
Fellsmúla
Bakkahverfi (Breiðholti)
Seljahverfi
Ártúnsholt
Kópavog (vestur)
Kópavog (austur)
Smáíbúðahverfi
Fossvog
Vesturbæ
Seltjarnarnes
Hafðu samband við okkur
þJÓIIVIUINM
Síðumúla 6
0 6813 33