Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 9
Á eftir frædreifingarflokknum
kemur svo Jónas Árnason með
áburðarpokann og fer léttilega
með hann.
þekkt fyrirbrigði í Mývatnssveit
og víðar að heimalönd séu af
þessum sökum blásnari en lönd
fj ær. Gamlir pistlar segj a sögur af
harðindavorum þegar hjarðir
fjallabændanna voru reknar út á
sjávarjarðirnar og haldið þar til
beitar vikum saman á móum og á
sjávarbökkum, sem upp úr stóðu
og voru svartir eftir árum saman.
En þetta er sem betur fer liðin
tíð, ég held ég hljóti mega segja
algjörlega. Sá mikli heyfengur,
sem nú er aflað, innifóðrun,
vetrarrúning, gott ástand búfjár-
ins þegar því er sleppt af ræktuðu
landi, oftast á góðan gróður
o.s.frv. allt hefur þetta sín áhrif.
Ekki síst á gróður í heima-
löndum, sem vetrarbeitin lék
löngum grátt og hér skal því hald-
ið fram, að glettilega víða á lág-
lendi í heimalöndum og afréttum
næst bæjum sé gróður í framför,
þ.e.a.s. þar sem vaxandi hrossa-
beit hefur ekki fyllt í skarðið.
Þessi vinnutilgáta mín styðst m.a.
við það sem ég hef hér að framan
sagt um líkleg áhrif breyttra
búskaparhátta, en ég hvet menn
einnig til þess að huga að því á
ferðum sínum hvernig vinsælum
bitjurtum sauðkindarinnar, eins-
og t.d. Guðvíðinum miðar áfram.
Athygli mín hefur þó verið
vakin á því af glöggum bændum í
Hrafnkelsdal og víðar, að líklega
sæki kindur, aldar á mjúkfóðri
nútímans, hlutfallslega meira í
við eða grófefni, en áður var og
gæti það komið á móti í þeirri
takmörkuðu vetrarbeit eða viðr-
un fjárins, sem enn tíðkast. En
sem sagt, horfum ekki framhjá
því að harðæri fortíðarinnar bitn-
uðu með margföldum þunga á
gróðrinum en það sjálfvirka sam-
hengi er nú rofið og hjarð-
mennska fyrri tíma og búskapar-
lag nútímans eru lítt sambærilegir
hlutir.
Tvífættir
grasbítar
Umferð og átroðningur manna
sjálfra verður varla með réttu
flokkuð undir frumorsök gróður-
eyðingar þó að forfeður vorir hafi
vissulega riðið til þings og farið í
flokkum á ófriðartímum. En nú
er hinsvegar svo komið, að erfitt
er að fjalla um þetta viðfangsefni
án þess að nefna þennan þátt og
þar er allt í senn áhyggjuefni áhrif
ökutækja, mannsfótar, tjald-
botna, hrosshófa og tanna
o.s.frv. Vonandi skilst hvað ég er
að fara og þarf ekki fleiri orð til.
Hvað er til ráða?
1. Efla þarf það starf, sem í
gangi er og hefur verið. Land-
græðslan fái a.m.k. jafn mikið fé
og hún hefur mest haft að raun-
gildi og öfluglega verði stutt við
bakið á öðrum aðilum, svo sem
Skógræktinni og skógræktarfé-
lögunum. Stóraukið samstarf við
bændur, landeigendur og
sveitarfélög ekki síst.
2. ítölu verði beitt í allar þær
afréttir, sem ástæða þykir til að
hafa áhyggjur af. Upprekstrar-
tími og göngur verði sömuleiðis
hluti af stjórnun þessara inála.
Notkun afréttargirðinga og
heimalandagirðinga verði hluti af
markvissri beitarstjórnun. Upp-
rekstur hrossa stöðvaður.
3. Búskaparhættir í landinu
verði aðlagaðir landkostum. Nú
loks örlar á tilburðum, þótt
veikburða séu, í þá átt að nota
framleiðslukvóta og stjórnun
landbúnaðarmálanna til þess
arna. í þessu liggja miklir mögu-
leikar, bæði að flytja til fram-
leiðslu þannig að hún sé í betra
samræmi við aðstæður og eins
hitt, að samdráttur komi þar
fram, sem helst skyldi.
4. Virkja þarf almenning og
áhuga hans betur en gert hefur
verið og - með fullri virðingu -
með markvissari hætti en bensín-
sjoppupokarnir eða „flag í
fóstur“-herferð Sjónvarpsins og
ýmsir slíkir tilburðir gera.
Hvað með að setja sérstök
ákvæði inn í skógræktarlög og
landgræðslulög um „sjálfstæð
áhugamannafélög" um upp-
græðslu og/eða skógrækt á til-
teknu landssvæði, sem að upp-
fylltum settum skilyrðum fengi
styrk til girðinga, sáningar eða
plöntunar eftir atvikum? Skilyrð-
in gætu t.d. verið, að félögin væru
hrein áhugamannafélög, sem afs-
öluðu sér hugsanlegri ágóðavon,
(timburréttindum) til líknar-
mála, og að viðkomandi svæði
væri opið almenningi til útivistar,
eftir því sem kleift væri.
Hvað með að velja sumarbú-
staðalöndum framtíðarinnar stað
á mörkum gróðurs og eyddra
svæða (í stað þess að troða þeim
ofan í það litla skóglendi sem
finnst, eins og gert er í mörgum
landhlutum) og láta menn fá þá
allvæna spildu í eiginlegt fóstur.
Ætli mörgum þætti ekki, í fyll-
ingu tímans vænna um sínar lúp-
ínur og lerki ef hann hefði fylgst
með þeim vinna nýtt land í
bókstaflegri merkingu?
Hvað með uppgræðslu eða
hreinlega í stórum stíl á láglendi
eða í heimalöndum, sem liggja að
illa förnum afréttum til að draga
úr beitarálagi þar, (hvað skyldi
uppgræðsla vegaflaga hafa dregið
mikið úr beitarálagi annars stað-
ar. Margt, margt er hægt og ég
fullyrði að okkur íslendingum er í
lófa lagið að tvöfalda til þrefalda
a.m.k. það land, sem við klæðum
á hverju ári. Ef á móti kæmi að
með skynsamlegri og betur
skipulagðri landnýtingu tækist
okkur að helminga tapið og
þannig í eitt skipti fyrir öll að
snúa rækilega vörn í sókn, þá
mundi náttúran sjálf, fyrr en var-
ir, slá út allar landgræðslur.
Lokaorð
Gróðureyðing, upphaf og or-
sakir eru flókið margþætt mál,
sömuleiðis ástandið í dag og það,
sem gera ætti til úrbóta. Ekkert
einfalt töfraorð er til, ekki einu
sinni það, að farga öllum kindum
og öllum hrossum og senda
bændur í útlegð. Því jafnvel þótt
einhverjum fyndist þessu til kost-
andi, myndi áfram lengi blása,
yrði ekkert annað gert og
naumast er ísland framtíðarinnar
í hugum manna með gróðurjafn-
vægi miðað við algera fjarlægð
grasbíta.
Mín sannfæring er sú, að með
því að takmarka beitarálag og
dreifa því skynsamlega, um-
gangast landið að öðru leyti með
aðgætni og stórefla landbótastarf
af öllu tagi, mega snúa vörn í
sókn þannig að varanlegt verði.
Það verður einmitt best gert með
því að nýta með hófsamlegum
hætti sem stærstan hluta gróður-
lendisins fyrir þá grasbíta, sem
hér verða í framtíðinni. Fjölda
þeirra er auðvelt að stjórna og
dreifingu þeirra um landið er best
að tryggja með því að láta
byggðakeðjuna hverfi rofna.
Þri&judagur 13. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13