Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.10.1987, Blaðsíða 10
FLÓAMARKAÐURINN Ódýr bíll Datsun 510 '78 módel, ekinn 90 þúsund, algerlega öruggur og í góðu lagi, rúmgóður og þægilegur, selst ódýrt. Uppl. í síma 688224. Óska eftir að kaupa litsjónvarp, einnig „fifties" Ijósa- stæði. Uppl. í síma 681936. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Ath. Get komið með vörurnar á t.d. vinnustaði og í saumaklúbba ef óskað er. Uppl. í síma 19239. Góður bíll til sölu Til sölu Fiat árg. '85. Einstaklega sparneytinn og þægilegur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Til greina koma skipti á ódýrari. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17 og í síma 13462 e. kl. 19. Viltu losna við gömlu þvottavélina þína? Ef svo er, hafðu samband í síma 35963. Húsnæði óskast Ungt par, háskólanemar óskar eftir 2-3 herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma 656299 eftir hádegi. Snjódekk Óska eftir að kaupa 4 negld snjó- dekk, 165x13. Mega vera á Skoda- felgum. Hringið í síma 53563. Til sölu 4 nýleg nagladekk 13x145 á nýjum felgum á Ford Fiesta. Selst ódýrt. Sími 41373. 23 ára stúlka óskar eftir einstaklings- eða 2ja herb. íbúð sem fyrst. Get borgað 5 mán. fyrirfram, er reglusöm. Uppl. í síma 692273 á daginn og 36487 á kvöldin. Halló Bráðvantar íbúð litla eða stóra. Erum 2 í heimili, fullorðin og barn. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 50751. Til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Sími 681455. Fuglabúr Nokkur nýleg og vönduð fuglabúr af ýmsum stærðum til sölu á sann- gjörnu verði. Góð kaup. Uppl. í síma 73248. Til sölu fyrir lítið borðstofuborð, skenkur, sófasett (3+1 + 1) barnaskrifborð með hill- um ásamt skáp sem þarfnast smá viðgerðar. Sími 42662. Heimilisaðstoð Vantar aðstoð við heimilisstörf einu sinni í viku, 2-4 tíma eftir samkomu- lagi. Sími 23171 eftir kl. 17. Viltu passa? Unglingsstúlka óskast til að gæta 4ra mánaða stúlku 3-4 klukkutíma 2svar til 3svar í viku í Hlíðahverfi. Sími 10660. Vilborg. Ignis ísskápur stærð 85x45x60 til sölu. Verð kr. 5 þús. Á sama stað óskast skápur fyrir leirtau o.þ.h. ekki meira en 40 cm djúpur. Uppl. í síma 15841. Ódýrt eða gefins Óskum eftir húsgögnum eða hús- munum allt frá blómum upp í píanó til að gera barnaheimili okkar enn heimilislegra. Sækjum á staðinn. Uppl. í síma 685154 næstu daga. Forstöðumenn. íbúð í Garðabæ óskast sem fyrst. Algjör reglusemi og góðri umgengni heitið. Öruggar greiðslur. Uppl. í síma 656622/ 656705. Til sölu hentugt í stúlknaherbergi. Rúm- stæði, snyrtiborð lítið, klæða- skápur, borð og stóll, bókahilla og vegghilla (útskorin). Sími 33094. Snákafjall Vill einhver sem er búinn að fá leiða á snákafjallinu sínu, selja mér það ódýrt. Sölvi 5 ára sími 13339. Viljum kaupa notaða ryksugu og einnig rafmagnsritvél. Sími 38587. Kisa er týnd Tapast hefur grábröndótt læða frá Baldursgötu 12. Hún er með gula hálsól með merkispjaldi sem á eru allar upplýsingar. Gegnir nafninu Táta. Sást síðast við Þórsgötu 7, má. 5. okt. Gott væri ef fólk í ná- grenninu vildi athuga kjallara og geymsluskúra sína. Fundarlaunum heitið. Uppl. í síma 25859. Ferðaritvél óskast til kaups. Þarf að vera í góðu standi. Hringið í síma 22507 eftir kl. 5. Ef þig vantar - fæst gefins rimlarúm m/dýnu sem þarf að mála, þá skaltu hringja í síma 40682 eftir kl. 16. Barnahúsgögn kojur, 60x160 á kr. 5.000.- (dýnur geta fylgt), hillur frá Ikea kr. 1.000.- hillur og stór borðplata frá 3K á 4.500.-. Uppl. í síma 621880 Auður á skrifstofutíma. Óska eftir að kaupa leikgrind og barnarúm. Uppl. í síma 18348. Ódýr bíll Citroén GS 77 til sölu. Ekinn 113 þús. km. Skoðaður '87 allur yfirfar- inn. Verð kr. 30.000,- Uppl. í síma 34252 fyrir hádegi og á kvöldin. Heimilshjálp vantar í 3-5 klst. á viku. Vinnutími sveigjan- legur. Uppl. í síma 34498. Renault 12 TL ’78 til sölu skoðaður '87. Sumar- og vetrar- dekk. Góður og snyrtilegur bíll. Sparneytinn. Uppl. í síma 41831 milli kl. 5 og 7 á kvöldin. Óskast keypt Svefnbekkur - rúm óskast keypt. Sími 96-22132. Til sölu fallegur íslenskur hnakkur sem nýr. Á sama stað eru til sölu íslendingasögurnar, nýtt eintak, (íslendingasagnaútgáfan). Auk þess vandaður cellóbogi. Uppl. í síma 29105. Til sölu 4 nýjar felgur á Sunny '87. Seljast á verði þriggja. Sími 78896. Olíuofn „Husquarna" til sölu Tilvalinn í sumarbústað eða vinn- uskúr. Uppl. í síma 27319 eða 21920. Trommusett Ludvig trommusett til sölu með töskum og fylgihlutum. Verð 35.000.- Uppl. í síma 12056 eftir kl. 15. Óska eftir tölvuleikjum í Acorn Electron + 1. Uppl. í síma 91-54140. Til sölu Lítið tekkskrifborð með skúffum, 7 raðstólar og 2 armstólar, 3 borð 2 ferköntuð 70 cm og 1 hringlaga 1 m í þvermál. Allt vel með farið. Tilvalið á biðstofu eða sjónvarpsherbergi. Selst ódýrt. Uppl. í síma 51638 á kvöldin. Tvíburakerra Vel með farin Maclaren tvíbura- kerra til sölu á hálfvirði. Sími 73248. Laufásborg Dagheimili v/Laufásveg Okkur vantar starfsfólk í 100% stööu. Vinnutími 9-17 og 75% stööu, vinnutími 11.30-17.30. Upplýsingar gefur Sigrún forstöðumaður í símum 17219 og 10045. ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin Jackson í slaginn Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson höfðar til allra sem fara halloka í bandarísku samfélagi, hvítra jafnt sem blakkra Jesse Jackson lýsti því opinber- lega yfir á laugardag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni Demókrataflokksins. Það kemur vitaskuld ekki nokkrum manni á óvart þar eð Ijóst mátti vera fyrir löngu að predikarinn og mannréttindafrömuðurinn stefndi á æðstu metorð. Jakcson er ótvírætt þekktasti blökkumannaleiðtogi Bandaríkj- anna og í kosningabaráttunni árið 1984 vann hann stórvirki með því að fá mikinn fjölda þel- dökkra Bandaríkjamanna til að láta skrá nöfn sín á kjörskrá og greiða atkvæði. Þetta hefur vald- ið miklum breytingum í banda- rísku samfélagi sem sést best á því að íhaldssamir öldungadeildar- þingmenn Demókrataflokksins að sunnan þora ekki að styðja Reagan forseta í baráttu hans fyrir skipun Róberts Borks í emb- ætti hæstaréttardómara. Bork þykir andsnúinn blökkumönnum og þingmennirnir óttast missi svartra atkvæða í heimafylkjum. Árið 1984 var það forgangs- verkefni Jacksons að virkja svert- ingja til þátttöku í bandarískri flokkapólitík. Kosningabaráttu sína hóf hann seint en hún var mjög árangursrík, tugþúsundum saman streymdu blökkumenn í hverfis- og sveitarskrifstofur og létu skrifa nafn sitt á kjörskrá. Þegar upp var staðið hafði Jack- son hreppt 3,5 miljónir atkvæða í forkosningunum og sat í þriðja sæti, næst á eftir Walter Mondale og Gary Hart. En nú reynir Jackson að höfða til allra sem eiga undir högg að sækja, án tillits til litarafts. Keppinautar hans í demókrata- slagnum þykja fremur litlausir Uwe Barschel, fyrrum forsætis- ráðherra Slésvíkur-Holseta- lands, virðist hafa látist úr hjart- aslagi á hótelherbergi sínu í Genf í Sviss á sunnudag en óvænt fráfall hans olli miklum vangaveltum í fjölmiðlum sem ýmist gerðu því skóna að hann hefði verið myrtur eða að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Barschel þessi hafði verið for- sætisráðherra Slésvíkur-Holseta- lands um nokkurra ára skeið en neyddist til að segja af sér fyrir mánuði síðan í kjölfar alvarlegra ásakana á hendur honum um svínarí og ljótan leik í kosninga- baráttu þar fyrir skemmstu. Það var fyrrum blaðafulltrúi hans sem kom að máli við blaða- menn þýska vikuritsins „Der Spi- egel“ og hélt því fram að Barschel hefði gefið sér fyrirmæli um að láta njósna um einkalíf höfuð- fjanda síns í kosningunum, jafn- aðarmannsins Björns Engholms, í því augnamiði að sverta hann í augum almennings. Ennfremur átti blaðafulltrúinn að kæra Eng- holm fyrir skattsvik í nafnlausu bréfi til skattyfirvalda. Uppljóstrun þessi olli miklu fjaðrafoki í Vestur-Þýskalandi og varð pólitískur banabiti Barsc- hels sem fram að því hafði verið rísandi stjarna innan Kristilegs 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN miðjumenn á amerískan mæli- kvarða og Jackson kveður sig ein- an halda á lofti gunnfána frjáls- lyndisins. Og nú beinir hann orð- um sínum óspart til atvinnulausra verkamanna og gjaldþrota smá- bænda. demókrataflokks Helmuts Kohls kanslara. Sjálfur hafði Barschel látið hafa það eftir sér að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar honum varð ljóst að helstu broddar flokks síns í Bonn skelltu skollaeyrum við fullyrðingum sínum um sakleysi. Þó fannst honum fyrst taka í hnúkana þegar flokksbræður hans í Kiel, höfuð- stað Slésvíkur-Holsetalands, lögðu hart að honum að segja af sér þingmennsku. „Styðjum við bak verkamanna og bænda, búum börnunum ör- ugga framtíð og látum friðarmál hafa algeran forgang,“ segir í stuttri samantekt stefnuskrár Jesse Jacksons. -ks. Uwe Barscel. Vesturþýskir fjölmiðlar töldu í fyrstu að hann hefði framið sjálfsmorð eða verið myrtur. Allt var þetta til þess að menn töldu í fyrstu að Barscel hefði fyrirfarið sér en sú er ekki raunin. -ks. ffl REYKJKtÍKURBORG HFI Mr Stödu% Fjölskylduheimili fyrir ung- linga Laus er staöa starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir unglinga. Um er aö ræða vaktavinnu kvöld, nætur og helgar. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu á sviði uppeldismála. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 681836 eftirkl. 16.00. Umsóknarfresturertil 25. október. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást. Jesse og Jackie Jackson. Kosningabarátta í anda Meistarans frá Nazaret. Uwe Barschel Lést úr hjartaslagi ífyrstu vartalið aðfyrrumforsœtisráð- herra Slésvíkur-Holsetalands hefðifall- ið fyrir eigin hendi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.